Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 ia ■ Dr. Jakob Jónsson ? Tttf j j' Þú hefur skrifað nokkur leikrit önnur? „Já, og meðal þeirra má til dæmis nefna „Öldur“ og „Hamarinn", sem leikið var fyrir norðan, en hefur aldrei verið sýnt á Suðurlandi og enn má nefna útvarpsleikritið „Maðurinn sem sveik Barrabas" og „Fjársjóðurinn“. En „Tyrkja-Gudda“ hefur sérstöðu að því leyti að þetta er eina verkið sem hefur eiginlega verið samið tvisvar. Þá skrifaði ég einnig helgileikinn „Bartímeus blindi," fyrir útvarp og hefur hann verið leikinn bæði í Danmörku og í Svíþjóð. “ Með ritun verks eins og „Tyrkja- Guddu“ tekst þú á hendur að rannsaka persónu og líf mikillar trúarhetju. Það leiðir hugann að því að á þessu ári hefur verið haldið minningarár annarrar hetju trúar og kirkju, Marteins Lúthers? „Já, það er talað um Lúthersár núna og ef það ár eins og svo mörg önnur minningarár er ekki neitt annað en minning, - er ekki neitt skylt lífinu eins og það er núna þá er það aðeins fyrir sagnfræðinga. En lútherska kirkjan er lífræn kirkja og hefur sín séreinkenni, sem má rekja til upphafsins. Það sem mér hefur ætíð þótt fróðlegast við lúthersku kirkjuna er það hve auðvelt hún á með að tengjast öðrum kirkju- deildum í samvinnu. Ég hef til dæmis sannreynt þetta á ýmsum fundum í áranna rás, en ég sat m.a. stofnfund Alkirkjuráðsins á sínum tíma og guð- fræðjfundi þar sem anglikanska og lút- herska kirkjan hafa borið saman bækur sínar. Ég kynntist og sambandi Norður- landakirknanna og þýsku kirkjunnar og sömuleiðis gaf prestsreynsla mín í Vest- urheimi mér tækifæri til ýmiss konar athugana. í Ijósi alls þessa tel ég það ákaflega j ákvætt fy rir lúthersku kirkjuna hve auðveldara hún á með að ná fram samvinnu en margir aðrir. Þetta á sinn þátt í því að núna hefur verið að eflast samstarf með kaþólsku kirkjunni og lúthersku kirkjunni víða um heiminn. Ég hef nú iifað það að sitja bæði kirkjufundi og fundi þar sem menn fást við vísindalega guðfræði og þar sem „FÓLKIÐ TALAÐI ENN MED ANNARLEGUM HREIM, ÞEGAR TYRKJARÁNID RAR Á GÓMA” — segir dr. Jakob Jónsson, sem hér ræðir um leikrit sitt „Tyrkja-Guddu” ■ DR. JAKOB JÓNSSON HEFUR VERIÐ EINN HINN ÞEKKTASTI ÍSLENSKRA KENNIMANNA Á VORUM DÖGUM OG MUNU ÞEIR FÁIR, YNGRI SEM ELDRI, ER EKKI ÁTTA SIG Á VIÐ HVERN ER ÁTT, ÞEGAR NAFN HANS BER Á GÓMA. EN TRÚLEGA MUNU MARGIR HINNA YNGRI EKKI HAFA VITAÐ HVER LEIKSKÁLDIÐ JAKOB JÓNSSON FRÁ HRAUNI VAR, FYRR EN ÞAÐ VARÐ HLJÓÐBÆRT Á DÖGUNUM AÐ TIL STÆÐI AÐ SÝNA LEIKRIT EFTIR HANN Á FJÖLUM ÞJÓÐLEIKHÚSSINS í VETUR. ÞAÐ ER LEIKRIT HANS „TYRKJA-GUDDA,“ SEM ÁÐUR VAR SÝNT FYRIR EINUM 30 ÁRUM, EN ER NÚ FÆRT UPP AÐ NÝJU í MJÖG BREYTTUM BÚN- INGI. VIÐ LEITUÐUM EFTIR AÐ MEGA RÆÐA VIÐ DR. JAKOB UM ÞETTA VERK OG EINS OG VERÐA VILL BAR SITTHVAÐ FLEIRA Á GÓMA í SPJALLI OKKAR. „Já, það er rétt, nú eru rúm þrjátíu ár frá því að verkið var sett upp. Þú spyrð um ástæðu þess að ég valdi mér þetta viðfangsefni og er því til að svara að hún er raunar margþætt. { fyrsta lagi er ég alinn upp á Djúpavogi, sem var einn staðanna sem urðu fyrir barðinu á ránsmönnum í Tyrkjaráninu og þar sem fólk talaði enn með annarlegum hreim, þegar það bar á góma. í öðru lagi átti það fyrir mér að liggja að verða prestur við Hallgrímskirkju og það var því eðlilegt að ævi hans og starf væri mér hugstætt. En um verkið nú er það að segja að það er ekki nema að sumu leyti sama verkið og það var fyrir 30 árum. Ég endurskoðaði það mjög rækilega og ein af ástæðunum fyrir því er sú að ég tel mig betur vera inni í starfsaðferðum leikhús- anna nú og sviðssetningu, en ég þá var. í fyrri daga var vanalega gert ráð fyrir sviði sem leikhúsmenn eru vanir að lýsa þannig að tekinn sé einn veggur úr herberginu og horft inn í stofu eða þá á landslagsmynd. En í seinni tíð má segja að leikhúsin hafi færst nær kvikmynd- inni, hreyfingar eru breytilegri á milli sviða og fjarlægð í tíma og rúmi hafa ekki nákvæmlega það sama að segja og áður og þetta gerði mig frjálsari gagnvart ýmsum þeim atriðum í leiknum þar sem mér ella hefði þótt ég fjötraður. Þá er að geta þess að á löngum tíma breytist efnið í huga manns svo mér fannst nú tilvalið að nota tækifærið, þegar ég var hættur í prestsembætti að vinna verkið að nýju og hef starfað að því undanfarin ár... En um verkið vil ég annars sem minnst ræða frekar, því mér er hálf illa við það sem ég stundum sé í blöðunum, þegar verið er að biðja höfunda að útskýra verkið, - ég segi eins og Benedikt gamli Gröndal; „Mitt er að yrkja, en ykkar að skilja“. Ég er ekki að segja með þessu að það geti ekki verið réttlætanlegt undir ýmsum kringumstæðum að höfundar skýri verk sín, en yfirleitt er mér ekki vel við að sjá slíkt. Ég hlustaði einu sinni á fyrirlestur hjá Ilya Ehrenbúrg og man að hann kom inn á það að til væru eins margir Hamletar og það fólk væri sem séð hefur Hamlet á sviði. Ég held að það sé mikið til í þessu. En ég vil nota tækifærið til þess að benda á það að þegar leikin eru leikrit, sem eru á sögulegum grunni, þá finnst mér að almenningur hér á íslandi sé oft ekki búinn að átta sig á því hvað er sagnfræði og hvað skáldskapur. Ég man eftir því sem krakki að þá töluðu menn um Brynjólf Sveinsson eftir Torfhildi Hólm, eins og þetta væri bara sagnfræði. Þetta kemur líka fram hvað íslendinga- sögurnar varðar og við stríðum við þetta sama í túlkun guðspjallanna. Við skulum ekki hætta okkur út í það, en tökum Fjalla-Eyvind sem dæmi. Það eru til þrír eða fleiri Fjalla-Eyvindar: Það er Fjalla- Eyvindur sagnfræðinnar, sem rnenn rannsaka út frá þeim skriflegu heimild- um sem til eru. Svo er það Fjalla-Eyvind- ur þjóðsögunnar sem er að einhverju leyti endurskin þess sögulega, en er þó mikill munur á ogþeim fyrri. í þriðja lagi er það svo Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar, sem er alveg nýr Fjalla- Eyvindur og í fjórða lagi gætum við nefnt Fjalla-Eyvind þess manns sem fer í leikhús og fer með hann heim með sér. Alveg eins er þetta með t.d. Hallgrím Pétursson og Tyrkja-Guddu. Ég varð var við það, þegar leikritið var sýnt í fyrra sinnið að menn fóru að bera saman söguna og leikinn og spyrja sig: „Getur þetta hafa verið,“ og „Hvað hefur þú fyrir þér í þessu?“ En þá verð ég að benda á að þetta er alveg sitt hvað, - Hallgrímur og Guðríður sögunnar, Hall- grímur og Guðríður þjóðsögunnar og Hallgrímur helgisiðanna og loks Hall- grímur og Guðríður skáldsins, hvort sem það er ég eða annar... Það rná ekki setja jafnaðarmerki á þetta allt saman, því persóna skáldsins hefur orðið til í hans huga bæði frá sögunni og þjóðsög- unni... Ég hef ekki annað um verkið að segja en það að ég veit að leikstjórinn verður Benedikt Árnason, en frekari upplýsing- ar koma frá leikhúsinu á sínum tíma.“ enginn man eftir því hver er lútherskur, hver kaþólskur, hver kalvínisti og svo framvegis. Þama eru meira að segja einnig menn gyðingatrúar og menn setj- ast niður í mesta bróðemi og rannsaka ritningarnar fyrir alvöru. Markmiðið er fyrst og fremst það að spyrja og svara en ekki að deila á. En þegar ég tala um lútherska kirkju, þá vil ég taka fram að lútherskur maður á 20. öld er ekki nákvæmlega sama og Lúther á 16. öld, og skoðanir Lúthers á ýmsum hlutum, t.d. Gyðingum, mundu menn aldrei ganga inn á núna. Svo er sjálfsagt um margt fleira. En ég álít að á sínum tíma hafi Lúther komið fram með meginatriði í baráttu sinni við kaþólskt kennivald síns tíma, á þann hátt að hann gerir samvisku kristins manns bundna af orði Guðs eingöngu. Hann á þá við samvisku og sannfæringu mannsins grundvallaða á Biblíunni. En við verðum líka að gá að því að Lúther er ákaflega frjáls gagnvart Biblíunni og í hans kirkju voru biblíurannsóknir í nútímastíl viður- kenndar löngu á undan þeirri kaþólsku, rannsóknir sem kaþólskir menn eru teknir að taka þátt í nú. Þar með hafa og kaþólskir menn nú betri skilning á starfi Lúthers og eðli lúthersku kirkjunnar... Því er nú svo komið að á mörgum þessum fundum sem ég nefndi verður ekki séð hver er hverrar trúar og þótt ágreiningsefni komi upp þá fylgja þau ekki alltaf kirkjum. En af þessu leiðir að ef við eigum að vera lútherskri trúarhugsjón trúir, þá verðum við að halda áfram að efla skilning á Biblíunni, en það sem mér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.