Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 6
6 ' ' ’ SÚNNÚDÁGIJR 21. ÁGÚST 1983 ■ Eitt það sem greinir líf okkar nútíðarmanna hvað berlegast frá ævikjörum forfeðra okkar er að við þurfum ekki að búa í stöðugum ótta við farsóttir þær sem fyrr á öldum gengu alltaf öðru hverju yfír löndin og drápu fólk í hrönnum. Að vísu hneigj- ast fjölmiðlar til að kalla margs konar sjúkdóma sem herja á fjölda fólks í einu nafninu „farsótt“, svo sem umræðan um AIDS og Herpes að undanförnu er til marks um, en það stafar af vanþekkingu. Aðeins hefur verið um að ræða eina eiginlega farsótt á þessari öld, hina skæðu inflúensu sem fór umhverf- is jörðina 1918-1919 og lagði að velli fleira fólk en dó í stríðsátökunum í fyrri heimsstyrjöld. Aukin þekking á sóttnæmi og starf- semi mannslíkamans, sem leitt hefur til hreyttra hollustuhátta og nýrra lækninga- aðferöa, hefur sigrað farsóttirnar, a.m.k. í bili. Fyrr á tímum var megnasta vanþekking ríkjandi um þessi efni, og því litlum vörnum unnt að koma við alvarlegum smitsjúkdómum. í þéttbýli gátu þeir breiðst út sem eldur í sinu á víðavangi. Holdsveiki, bóla. sárasótt og pest voru helstu farsóttir á miðöldum, og pestin sem frægari er undir heitinu „Svarti dauði" var þeirra skæðust. Uppruni allra þessara faraldra er rakinn ■ Dauðinn hrellir. Svarti dauði á Islandi 1402—1404: „LIKHÚS URÐU ALLIR BÆIR” Talið er að um 40 þúsund íslendingar haf i fallið í plágunni miklu. Vanþekking á sótlnæmi og hollustuhátftum studdi að útbreiðslu Pestarinnar. 1 kjölfarið fylgdi efnahagsleg viðreisn til Austurlanda og þaðan til suðurhluta Evrópu, Miðjarðarhafslandanna. Var þar frá fornu fari þéttbýlt og borgir margar, og allmikil viðskipti við þjóðir sunnan og austan við Miðjarðarhaf. Breiddust svo sóttir þessar þaðan norður á bóginn með kaupmönnum og leiðang- ursmönnum. Holdsveiki, bóla, sárasótt Holdsveiki var hér á landi mjög um- svifamikil farsótt öldum saman, og þegar árið 1550 þótti nauðsyn bera til að setja á stofn sérstakan spítala handa líkþráum mönnum eins og Bessastaðasamþykkt frá 1555 er til heimildar um. f Evrópu náði holdsveiki hámarki um 1300 og fór dvínandi upp frá því, nema á íslandi og ef til vill víðar á Slorðurlöndum. Bóla eða bólnasótt var um langan aldur hinn skæðasti faraldur. Er hennar fyrst getið hér á landi á árunum 1309- 1310, en mjög oft síðan. Gerði hún löngum stórtjón í mannfalli, þótt út yfir tæki árin 17o7-1709, er Stórabóla gekk og drap niður rúman þriðjung lands- fólksins, að því er talið er. Sumir fræðimenn eru þeirrar skoðun- ar að sárasótt eða syphilis hafi verið kunnur sjúkdómur um Suður- og Aust- urlönd frá fornöld. En aðrir telja að hann hafi borist frá Ameríku með spönsk- um leiðangursmönnum á 15. öld. Einna sögulegastur var faraldur sá af sárasótt sem gekk yfir mestan hluta Evrópu undir lok 15. aldar. Mun sóttin þá hafa borist hingað frá Englandi eða Þýska- landi, og orðin er hún að landplágu hér á fyrri hluta 16. aldar. Ekki virðist sárasóttin hafa verið mannskæð hér, enda varð hún ekki landlæg til lang- frama. Plágan mikla Langskæðust allra sótta fyrr og síðar, svo að sögur hermi frá, var Pestin eða Svarti dauði, sem skók Evrópu á miðri fjórtándu öld. Sú alda þessa sjúkdóms sem reið yfir mestalla álfuna á árunum 1346-1351 kom ekki hingað til lands, og hingað barst pest ekki fyrr en 1402-1404, og aftur 1494. Var fyrri pestin öll skaðvænni en hin síðari og miklu frægari. Hefur hún á síðari öldum jafnan verið nefnd Svarti dauði, en í fornum ritum er hún kölluð Plágan mikla. Seinni pestar- faraldurinn sem gekk hér á landi er oftast nefndur Plágan síðari. Allar þessar sóttir áttu góðum kostum að fagna hér á landi, þótt borgir væru hér að vísu engar né mikið þéttbýli, og loftslag í kaldara lagi. Húsakynnum manna og ýmsum aðbúnaði hefur hins vegar verið ábótavant, ekki síst í veiði- stöðvunum og þrifnaður af skornum skammti bæði þar og meðal kotunga upp til héraða. Um sjúkraskýli í nokkurri mynd var auðvitað alls ekki að ræða, og ekki höfðu menn þá öðlast neina þekk- ingu á sóttnæmi og kunnu lítt að varast slíkt. En nóg var til af göngufólki sem borið gat sóttkveikjur milli bæja, sveita og héraða. Eigi að síður er það augljóst að strjálbýli tafði fyrir farsóttum, svo að þær urðu lengri tíma en ella að ljúka sér af um allt landið. Er þetta Ijóst er borin er saman pestin hér á landi og í Noregi eða Englandi 1348-1349. Á fslandi var Plágan mikla nærri tvö ár að ljúka sér af, en Svarti dauði á Englandi óð yfir allt á tæplega einu ári. „Líkhús urðu allir bæir“ Fáir atburðir í sögu fslendinga hafa skilið eftir sig jafnógurlegar minningar og Svarti dauði. Heimildir um pestina eru raunar mjög fáskrúðugar, en minningar þjóðarinnar um þennan vágest lifðu í þjóðsögum og munnmælum langt fram eftir öldum, og allt fram á okkar daga vekja þær hrylling og ótta. Víðs vegar um landið er bent á auða bólstaði og jafnvel heil byggðalög sem talið er að hafi eyðst í Svarta dauða og aldrei risið úr rústum síðan. Um Pláguna síðari var kveðið, og gildir það víst eins um hina fyrri: Líkbús urður allir bæir, og að náhjúp sérhver vefur. Yfir val, sem enginn grefur, ísaþoka dauðans sefur. Eiginlegar heimildir um farsóttina eru fáeinar greinar í annálum og tvö heit-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.