Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 4
■ Þeir er sátu námskeiðiö. Talið frá vinstri: Guðjón Brynjólfsson prófn. R.vík, Guðjón H. Guðbjörnsson í fræðslunefnd, Axel Wolfram prófn. Hveragerði, Sigurður R. Guðbrandsson prófn. Keflavík, Jón Kr. Gunnarsson prófn. R.vík, Grétar Ingvarsson prófn. Akureyri, Jóhann Ingason prófn. Keflavík, Sævar Sigurðsson prófn. Keflavík, Guðmundur Jónatansson prófn. R.vík, Guömundur Hallgrímss., prófn. Akranesi, Jóhann Baldursson prófn. Hvolsvöllum, Walter Knauf prófn. Isafirði, Einar Þorsteinsson starfsm. fræðslunefndar, Jónas Sigurðsson fulltrúi Iðnfræðsluráðs, Garðar Erlendsson fræðslunefnd og Kristján Ottósson formaður fræðslunefndar í blikksmíði. Námskeið fyrir prófnefndarmenn í blikksmíði ■ Nýlega var haldið í Iðnskólanum í Reykjavík námskeið fyrir alla próf- nefndarmenn í blikksmíði og er það í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið hér á landi. Efnt var til námskeiðsins að frum- kvæði Iðnfræðsluráðs og fræðslunefnd- ar í blikksmíði vegna nýrrar námsskrár fyrir fagbóklegt nám, sem tók gildi árið 1980. ■ Frá aðalfundi Sláturfélags Suðurlands í Fólkvangi á Kjalarnesi. Aldrei eins lítið til af nautakjöti — en búist við mikilli nautgripa slátrun í haust Suðurland: Birgðir af nautgripakjöti hafa sjaldan eða aldrei vcrið eins litlar og nú, en af kindakjöti voru birgðir hins vegar með mesta móti eða 5.792 tonn í landinu þann 1. maí s.l., að því er fram kom á aðalfundi Sláturfélags Suðurlands sem haldinn var í Fólk- vangi á Kjalarnesi 7. júní. í ræðu formanns, Gísla Andrésson- ar, kom fram að búvöruframleiðslan minnkaði um 2% á s.l. ári frá árinu á undan, en það ár hefði hún einnig minnkað um 3% frá árinu 1980. Innvegið kindakjöt hjá sláturhúsum félagsins á s.l. ári var 5,5% minna en árið áður, eða 2.370 tonn. Á síðasta ári dró og verulega úr slátrun nautgripa, en nokkur aukning varð á svínaslátrun eða 10%. Gísli hvatti fundarmenn sérstaklega til að leggja áherslu á það við bændur að koma með nautgripi til slátrunar sem fyrst því útlit væri fyrir að mikið framboð verði á nautgripa- kjöti þegar komi fram á haustið. Rekstrartekjur SS námu rúmlega 641 millj. króna á árinu. Tæplega 2ja milljóna króna halii varð á rekstrinum, í stað um 5 millj. hagnaðar árið áður. Á árinu var haldið áfram vinnu við tvær stórframkvæmdir á vegum SS, sláturhús á Hvolsvelli og vinnslustöð í Laugarnesi í Reykjavík. Til fram- kvætrida og tækjakaupa var alls varið um 11 millj. króna á árinu. í árslok voru starfmenn SS 659, en höfðu verið mest 1.277 í sláturtíðinni í haust. ísafjörður: Sjómenn á ísafirði hafa verið aflasælir eftir sjómannadagshá- tíðarhöldin. ísafjarðartogararnir komu allir inn um helgina með ágætan afla, eða 80-100 tonn, mest af þorski. Rækjubátarnir sem fóru út eftir sjó- mannadaginn komu sömuleiðis inn s.l. föstudag og lönduðu 7-9 tonnum af rækju að meðaltali. Aflafréttir þessar höfum við frá Guðmundi Sveinssyni á Agætur togara- afli á Breið- dalsvík Breiðdalsvík: „Það hefur gengið ágæt- lega hjá okkur að undanförnu. Við erum með tvo Iitla togara og þeir hafa aflað ágætlega. Síðustu túrarnir voru að vísu heldur lélegir, en þetta er að glæðast aftur. T.d. var annar þeirra að landa 70 tonnum af þorski núna áðan“, sagði Tómas Árdal, verkstjóri í Hrað- frystihúsi Breiðdælinga, spurður fiski- frétta af staðnum, m.a. vegna þess að Hraðfrystihúsið hefur nýlega verið að auglýsa eftir fleira starfsfólki. - Þettaerekkinema 200-300 manna pláss svo það er mikið fyrir okkur að taka kannski á móti 50-70 tonnum af fiski á viku. En við reynum að hafa undan. Einnig höfum við miðlað nokkru af fiski í aðra firði, sagði Tómas. Hann kvað frystihúsið ekki taka við humar nú í sumar, heldur sé meiningin að leggja meiri áherslu á togaraaflann þetta árið. Einn bátur frá Breiðdalsvík hafi farið á humarveiðar, en leggi upp aflann annarsstaðar, enda sé óheppi- legt að vera með humarvinnslu af aðeins einum bát. ísafirði. Á Isafirði var komið glampandi sól- skin á ný, eftir snjókomuna um helg- ina. En þrátt fyrir það sagði Guðmund- ur hitann ekki fara nema upp í 4-5 stig, sem þýðir að snjórinn bráðnar ekki úr fjöllunum og gróður er lítill. T.d. sagði hann tré hvergi farin að laufgast í görðum þar vestra. -HEI -HEI -HEI ísafjörður: Trén laufgast ekki vegna kulda ■ Classix Nouveaux. Classix Nouveaux: Tónleikar á morgun — undirbúningur í fullum gangi ■ Tónleikar bresku „nýrómantíkur1' hljómsveitarinnar Classix Nouveaux eru á morgun, fimmtudag, í Laugardalshöll og hefjast þeir kl. 21, en undirbúningur er nú í fuilum gangi. Á blaðamannafundi sem Hallvarður E. Þórðarson umboðsmaður efndi til í tilefni tónleikanna kom fram að byggt verður sérstakt svið í Höllinni fyrir þessa tónleika, en það er Geir Óttar Geirsson, sem hefur umsjón með því verki. Hann vann m.a. að gerð sviðsmyndarinnar í kvikmyndinni Á hjara veraldar. Auk sviðsmyndarinnar verður veiga- mikið „ljósasjów" í Höllinni á svipuðum nótum og varþegarThe Human League kom hingað til lands, en Classix koma með eigin ljósamann. Classix skipa þeir Sal Solo, Mik Sweeney, B.P. Hurding, Jimi Sumen og S. Paul Wilson og hingað koma þeir að nýloknu tónleikaferðalagi þeirra til Póllands. Áætlað er að þeir leiki í klukkutíma en prógrammið gæti haldið áfram í tvo tíma, ef stemmningin er góð og var Hallvarður ekki í neinum vafa um að svo yrði. Með Classix koma fram hljómsveitirn- ar Iss og Q4U. Miðaverð er 420 kr. og eru miðar seldir í flestum hljómplötu- verslunum á höfuðborgarsvæðinu. - FRI. Skóli fatlaðra lýkur sinni fyrstu námsönn ■ Nýlega lauk fyrstu námsönn Skóla fatlaðra sem hófst í janúar sl. Þá hófu 16 fatlaðir nemendur tölvu- og bókhalds- nám ásamt kjarnagreinum, og luku 13 námi. Að stofnun skólans stóðu Rauði kross fslands, Öryrkjabandalagið, Félag við- skipta- og hagfræðinga, Félag löggiltra endurskoðenda, Stjórnunarfélag íslands, Skýrslutæknifélag íslands og Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) Margir hafa lagt Skóla fatlaðra lið og peningagjafir víða borist að. Iðnskólinn í Reykjavík hefur lagt til húsnæði og kennslutölvur endurgjaldslaust og kenn- arar við Skóla fatlaðra gáfu kennsluna, næstum 300 stundir. Styrktarsjóður Sjálfsbjargar og Tryggingastofnun ríkis- ins bættust fyrir skömmu í hóp þeirra sem styrkja rekstur skólans, en starfsem- in hefur gefið það góða raun að fyrirhug- að er að halda starfi hans áfram. Fundur orkuráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi ■ Sverrir Hermannsson iðanaðrráð- herra sat á miðvikudag fund sem orku- ráðherrar Norðurlanda héldu í Stokk- hólmi. Þar voru rædd ýmis samstarfs- verkefni í orkumálum og ráðherrarnir greindu frá stöðu mála hver í sínu landi. í frétt frá iðnaðarráðuneytinu kemur fram að Norðurlönd veita nú um 900 milljónum danskra króna af opinberu fé til orkurannsókna. Til að nýta þetta fé sem best hefur samvinna þjóðanna verið aukin og rannsóknarverkefni hafa verið tölvuskráð og þannig tiltæk þeim sem á þurfa að halda innan Norðurlandanna. Á fundinum var greint frá ýmsum rannsóknarverkefnum sern lögð verður áhersla á á næstunni, s.s. vindorku, varmadælur og brennslutækni. Einnig var lögð áhersla á að miðla reynslu þeirri sem áunnist hefur í orkusparnaði í iðnaði á milli Norðurlanda. Lögð var fram skýrsla um orkugjafa í stað bensíns en sérstök nefnd mun fylgja þróuninni á þessu sviði. Loks ræddu ráðherrarnir skýrslu um forsendur samvinnu um sam- eiginlegan innflutning kola til Norður- landa. Norrænt æskulýðsmót 1983 ■ Norrænt æskulýðsmót verður haldið á eynni Venö við Limafjörð í Danmörku dagana 30. júlí til 7. ágúst, en þessi mót eru haldin árlega til skiptis á Norður- löndunum á vegum æskuiýðsdeilda Norrænu félaganna. Mótsstaðurinn í ár er lítil eyja með 100 íbúum, sem flestir eru fiskimenn og bændur. Þar er einnig fjölbreytt fugla-og dýralíf. Dagskrá mótsins verður fjölbreytt, m.a. útivist, náms- og kynnisferðir, lista- og bókmenntakynningar og kvöldvökur. Auk þess gefst þátttakendum kostur á dvöl á dönskum heimilum við lok mótsins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði rúmlega 100 frá öllum Norðurlöndun- um, þar af gefst 10 íslendingum á aldrinum 16-20 kostur á þátttöku. Umsóknir þurfa að hafa borist skrif- stofu Norræna félagsins, Norræna hús- inu v/Hringbraut, fyrir 7. júní næstkom- andi. (Fréttatilkynning). Frímerkjasýning verður haldin nú í september ■ Dagana 22.-25. september í haust gengst Landssamband íslenskra frí- merkjasafnara (LÍF) fyrir frímerkjasýn- ingu undir nafninu FRÍMERKI '83. Sýning þessi verður í tilefni af 16. landsþingi LÍF og verður hún haldin í sýningarsalnum Háholti að Dalshrauni 9B í Hafnarfirði. Sýning þessi er með hefðbundu sniði og er rúm fyrir allt að 170 sýningarramma í salnum. Fyrirhug- að er að hafa ákv. keppnisdeild innan sýningarinnar fyrir þá sem hug hafa á því að taka þátt í samnorrænu sýning- unni NORDIA '84 sem haldin verður á næsta ári. Til þess að auka fjölbreytni sýningar- innar FRÍMERKI '83 mun sýningar- deildin reyna að fá til hennar söfn erlendis frá. Þá verður pósthús opið á sýningunni og í notkun þar sérstakur stimpill með mynd af húsi Bjarna ridd- ara, elsta húsi Hafnarfjarðar. Einnig verður í tengslum við sýninguna haldið frímerkjauppboð og verða þar boðin upp 300-350 númer. Sérstök sýningar- blokk verður gefin út í takmörkuðu upplagi með mynd af frímerki úr Alþing- ishátíðarseríunni frá 1930. Sýningarnefndin vill að lokum hvetja alla frímerkjasafnara til þes að taka þátt í sýningunni FRÍMERKl '83, og afla sér réttinda til að mega sýna á samnorrænu sýningunni NORDIA '84 í Laugardals- höll næsta sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.