Tíminn - 09.09.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1983, Blaðsíða 4
Járniðnaðarmenn Okkur vantar járniðnaðarmenn til starfa nú þegar á verkstæði okkar í Garðabæ eða úti á landi. SMIflUIIIIJAN Lyngási 15 — Sími 5-36-79 — Garðabæ (8 Bllaleiga Carrental £ Dugguvogi23. Sími82770 Opið 10.00 -22.00. Sunnud. 10.00 - 20.00 Sími eftir lokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar gerðir fólksbíla. Sækjum og sendum Þvoið, bónið og gerið við bílana ykkar í björtu og rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SOLARHRINGINN BilaleiganÁS CAR RENTAL ö 29090 OAIHATSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsími: 82063 Simi 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viðhald MKKKH fM samvirki mSSXf Cl/Ammlaunr.! Ot\ _ OAA VAnm.n/.... Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7' borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 j§Ttm*irm fréttir FÓSTUDAGUR 9. SEPTF.MBER 1983 Þrjú ný iðnþróunarfélög stofnuð á Vestfjörðum: „Að halda þjónustunni á heimavettvangi — í stað þess að sækja hana í aðra landshluta", sagði Jóhann T. Bjarnason Vestfirðir: Tæknimiðstöð Vestfjarða h.f., Iðnþróunarfélag Vestfjarða og Iðnþróunarsjóður Vestfjarða voru stofnuð um síðustu helgi. Aðilar að Tæknimiðstöðinni geta orðið sveitar- féiög, fyrirtæki og stofnanir á Vest- fjörðum og starfsmenn viðkomandi fyrirtækja. Iðnþróunarfélagið verður vettvangur iðnaðarmanna og allra þeirra er áhuga hafa fyrir iðnaðarþró- un á svæðinu auk sveitarfélaganna. Að Iðnþróunarsjóðnum standa einungis sveitarfélög á Vestfjörðum enda gert ráð fyrir að hann verði fjármagnaður með framlögum frá þeim - ákveðnum hundraðshluta af álögðum útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum hjá þeim sveitarfélögum sem gerast aðilar. Þau kjósa sjóðnum stjórn og þeir sem kosnir eru ráðstafa þeim peningum sem í sjóðinn koma. Jóhann T. Bjarnason, framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfirð- inga var spurður hvort mikill áhugi væri fyrir iðnaðaruppbyggingu í fjórð- ungnum. „Það er viss sjálfsbjargarvið- leitni sem kemur fram í þessu. Iðnþró- unarfélaginu er ætlað að koma fram með hugmyndir og sjá um þróun þeirra að vissu leyti. Iðnþröunarsjóðn- um er ætlað að styrkja framkvæmdir fjárhagslega, með lánum og jafnvel styrkjum og e.t.v. áhættufé. Tækni- miðstöðinni er ætlað að geta veitt ráðgjafaþjónustu sem iðnráðgjafinn og aðrir þurfa að geta vísað á“, sagði Jóhann. Spurður hvort hugmyndin væri að geta dregið úr suðurferðum með stofn- un Tækniþjónustunnar sagði Jóhann stefnt að því að halda þessari þjónustu á heimavettvangi og færa ráðgjöfina nær verkefnunum í stað þess að þurfa að sækja hana í aðra landshluta. -HEI. 10. ferð N.V.S.V.: Fjöruferð á Kjalarnes ■ Tíunda og næstsíðasta skoðunar- ferð Náttúruverndarfélags Suðvestur- lands verður nú farin á sunnudag en ekki á laugardegi eins og venjulega. Staður og tími er þó óbreyttur - kl. 13.30 frá Norræna húsinu, og til baka um kl. 18.00. Það er Iífríki á fjörum Kjalarness sem nú er hugmyndin að líta á undir leiðsögn Karls Gunnarssonarþörunga- fræðings. Brúnþörungar eru sagðir • mest áberandi lífverur í klapparfjöru. Þeir skipti sér í belti niður eftir fjörunni eftir breytilegum umhverfisskilyrðum fjörunnar. Efst er dvergþangið, næst belti af klapparþangi, þá taki við bóluþang og síðan klóþang og skúfþang. Innan um þangið séu svo ýmsar smærri tegundir þörunga, svo sem söl, fjörugrös og maríusvunta. Einnig lifa í þessum fjörum ýmiss dýr eins og hrúðurkarlar, skeljar, kuðung- ar, marflær, þanglýs og burstaormar. Þótt leirfjörur virðist oftast líflausar við fyrstu sýn segja náttúruverndar- menn að þar lifði þó fjöldi dýrategunda þegar nánar er að gætt. Ýmsar sam- lokutegundir eins og hallloka, báruskel og smyrslingur grafi sig ofan í leirinn ásamt sandmaðki og öðrum bursta- ormúm. Vor og haust komi hópar vaðfugla í leirfjöruna á leið til og frá varpstöðvum sínum. Þar tína þeir orma til að seðja hungur sitt eftir langflugið yfir hafið eða til að birgja sig upp fyrir það. Bent er á að fjöruferðin á Kjaiarnes sé ferð fyrir alla, stutt ganga en gúmmístígvél heppilegasti fótabúnaður- inn. -HEI. ■ Auðkúluréttir í Svínadal, A-Hún. föstud. 16. og laugardaginn 17. sept.Arnarhóisréttir í Helgafellssv. Snæf. þriðjudagur 20. sept. Brekku- réttir í Norðurárdal, Mýr. mánudagur 12. sept. Fellsendaréttir í Miðdölum, Dal.mánudagur 19.sept. Fljótstungu- réttir í Hvítársíðu, Mýr. mánudagur 12. sept. Fossréttir í Hörgslandshr. V-Skaft. sunnudagur 11. sept. Foss- vallarréttir v/Lækjabotna, (Rvík/ Kóp.) sunnudagur 18. sept. Gljá- bakkaréttir í Þingvallasv., Árn. mánu- dagur 20. sept.Grímsstaðaréttir, Alfta- neshr., Mýr. fimmtudagur 15. sept. Hafravatnsréttir í Mosfellssveit, Kjós mánudagur 19. sept.Hítardalsréttir í Hraunhr. Mýr. miðvikudagur 14. sept. Hraunsréttir í Aðaldal, S. Þing. Nokkrar réttir haustið 1983 miðvikudagur 7. scpt.Hrunaréttir í Hrunamannahr. Árn. fimmtudagur 15. sept. Hrútatunguréttir í Hrúta- firði, V-Hún. laugardagur 10. sept. Húsmúlarétt v/ Kolviðarhól, Árn. mánudagur 19. sept. Kaldárréttir við Hafnarfjörð sunnudagur 18. sept. Kaldárbakkaréttir í KoIbeinsst.hr. Hnapp. mánudagur 19. sept. Kirkju- fellsréttir í Haukadal, Dal. sunnudagur 18. sept. Kjósaréttir í Kjósarsýslu þriðjudagur 20. sept. Klausturhóla- réttir í Grímsnesi, Árn. miðvikudagur 21 sept. Kollafjarðarréttir í Kjaiar- neshr. Kjós. þriðjudagur 20. sept. Langholtsréttir í Miklaholtshr. Snæf. miðvikudagur21. sept. Laufskálaréttir í Hjaltadal, Skag. sunnudagur 11. sept. Laugarvatnsréttir í Laugardal, Ám. þriðjudagur 20. sept.Miðfjarðar- réttir í Miðfirði, V-Hún. sunnudagur 11. sept. Mýrdalsréttir í Kolbeinsst. hr. Hnapp. þriðjudagur20. sept. Mæli- fellsréttir í Lýtingsstaðahr. Skag. dagur 18. sept. Nesjavallaréttir í Grafningi, Arn. mánudagur 19. sept. Oddsstaöaréttir í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudagur 14. sept. Rauðs- gilsréttir í Hálsasveit, Borg. föstudagur 16. sept.Reyðarvatnsréttir, Rangár- vallahr. Rang. laugardagur 17. sept. Reynistaðaréttir í Staðarhr., Skag. mánudagur 12. sept. Seiflatarréttir í Grafningi, Árn. miðvikudagur 21. sept. Sclvogsréttir í Selvogi, Árn. mið- vikudagur 21. sept. Silfrastaðaréttir í Akrahr., Skag. mánudagur 19. sept. Skaftártunguréttir í Skaftártungu, V- Skaft. miðvikudagur 21. sept. Skaft- holtsréttir í Gnúpverjarhr. Ám. fimmtudagur 15. sept. Skarðaréttir í Skarðshr. Skag. sunnudagur 11. sept. Skeiðaréttir á Skeiðum, Árn. föstu- ur 16. sept. Skrapatunguréttir í Vind- hælishr. A.-Hún. sunnudagur 18. sept. Stafnsréttir í Svartárdal, A.-Hún. fimmtudagur 15. sept. Svarthamars- réttir á Hvaifjarðarstr. Borg. miðviku- dagur 21. sept. Svignaskarðsrétt í Borgarhr. Mýr. miðvikudagur 14. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyjaf. sunnudagur 11. sept. Tungnaréttir í Biskupstungum Árn. miðvikudagur 14. sept. Undirfellsréttir í Vatnsdal, A.-Hún. föstudagur 16. og laugardag- ur 17. sept. Vatnsleysustrandarréttir, Vatnsl.str. Gull. miðvikudagur 21. sept. Víðidalstunguréttir í Víðidal, V- Hún. föstudagur 16. og laugardagur 17. sept. Þingvailaréttir í Þingvalla- sveit, Árn. mánudagur 19. sept. Þór- . kötlustaðaréttir v/Grindavík mánudag- ur 19. sept. Þverárréttir í Eyjahr. Hnapp. mánudagur 19. sept. Þvcrár- réttir í Þverárhlíð, Mýr. þriðjudagur 13. og miðvikudagur 14. sept. Öifus- réttir í Ölfusi, Árn. fimmtudagur 22. sept. Ölkelduréttir í Staðarsveit, Snæf. fimmtudagur 22. sept. Stóðréttir Auðkúluréttir Svínadal, A.-Hún sunnudagur 25. sept. Undirfellsréttir Vatnsdal, A.-Hún. sunnudagur 25 sept. Víðidalstunguréttir í Víðidal, V. Hún. sunnudagur 25. sept. Skarða réttir í Skarðshr. Skag. sunnudagur 18. sept. Reynistaðaréttir í Staðarhr Skag. sunnudagur 18. sept. Laufskála rétt í Hjaltadal, Skag. laugardagur 24 sept. Miðljarðarréttir Miðfirði, V Hún. mánudagur 12. sept. Silfrastaða réttir, Akrahr. Skag. sunnudagur 18 sept.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.