Tíminn - 11.02.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.02.1984, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 í spegli tímans ■ Aian Lake segir konu sína hafa veitt sér mikinn stuðning í gegnum þykkt og þunnt. Nú sé komið að honum að bregðast henni ekki, þegar hún þarf á honum að halda. Æ ■ í faðmi fjölskyldunnar. Á ýmsu hefur gengið í 15 ára lijónahandi þeirra Diönu og Alans, en hún hcfurstaðfastlega barist fyrir því að halda fjölskyldunni saman. ■ Ýmsir kunna að segja, að Diana Dors megi muna fífil sinn fegri, en hún var eitt heista kyntákn Breta á árunum 1950-1960. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, kynbomban æsilega varð akfeit og tvisvar hefur krabbamein leitað á hana, auk annarra áfalla, sem lífið hefur fært henni. Maður hennar hefur barist við drykkjusýki og setið í fangelsi. Samt vill Diana halda því fram, að lífið hafi verið gott við hana og raunar hafi henni aldrei liðið eins vel og nú. I*að var því reiðarslag fyrir þau hjón, Diönu og leikarann Alan Lake, þegar í Ijós kom í september sl., er hún gekkst undir læknisrannsókn, að enn hafði myndast illkynjað æxli í líkama hennar. Aðcins 15 mán- uðum fyrr hafði leg hcnnar verið Ijarlægt vegna krabbameins, en batinn hafði reynst góður og allir vonuðu hið besta. Þegar sagt er allir, má það til sanns vegar færa, því að öll breska þjóðin fylgdist með veikindum liennar. Diana hefur um þessar mundir fast starf í morgunþáttum breska sjónvarpsins. Þar spjallar hún um hcima og geima við áhorf- endur og leyfir þeim að taka þátt í lífi sínu með sér. Eitthvert alvinsælasta umræðuefni hennar eftir fyrri uppskurðinn var ein- mitt megrunarkúr, sem hún fór í beint fyrir framan augun á áhorf- cndum og bar þann árangur, að hún varð 14 kílóum léttari, við mikinn fögnuð þeirra. Diana er nefnilega orðin eins konar óum- breytanlegur þáttur í lífi þeirra flestra og þeir eiga bágt með að hugsa sér daglegt líf án hcnnar. Alan Lake hefur verið giftur Diönu í 15 ár og svo sannarlega ekki alitaf verið henni auðsveip- ur. I mörg ár drakk hann ótæpi- lega og átti þá til að verða ofstopafullur. Eftir ein kráar- slagsmálin var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi. En fyrir fjórum árum tók hann sig á og hætti algerlega að drekka. í öllum þessum erfiðleikum gat hann reitt sig á stuðning Dicnu, sem þó hafði svo sannarlega fengið sinn skammt af hörmungum áður. Hún var búin að verða fyrir því að missa einn eiginmann og skilja við annan með tilheyrandi brauki og bramli. Hún hafði orðið gjaldþrota og hættulega sjúk. Og fyrir átta árum missti hún barn. En alltaf rís Diana upp aftur, eins og ekkert hafi í skorist. Hún bugaðist ekki einu sinni, þegar þau hjón fengu til- kynningu um það, að sonur þeira, Jason, hefði lent í alvar- legu bílslysi í Grikklandi, í þann mun, sem þau voru að leggja af stað í leyfi til Spánar eftir síðari aðgerðina. Sem betur fór slasaðist Jason minna en á horfðist í fyrstu. En þegar hann sá foreldra sína standa við rúmstokkinn hjá sér, sagði hann: -Nú skil ég hvernig ykkur líður. Við megum vera þakklát fyrir hvern dag. Faðir hans svaraði: -Já, það er rétt, en þú hefur lært þau sannindi á 14 árum. Það tók mig 40 áraðskilja þau. Oneitanlega hefur þessi fjöl- skylda hlotið sinn skerf af erfið- ieikum og finnst mörgum mál að linni. Ýms teikn eru nú á lofti um, að bjartara sé framundan. ■ Diana Dors er eitt mesta kyntákn Breta fyrr og síðar. Svona leit hún út á árunum 1950-1960, þegar hún var í blóma lífsins. GEFST ALDREI UPP! Póllinn hf á ísafirði fékk verðlaun úr Verðlaunasjóði iðnaðarins „MIKILL HEIÐUR AD FÁ VIÐURKENNINGUNA“ — sagði Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjori fyrirtækisins. ■ „Viðlítumáþaðsemmikinn heiður að fá þessa viðurkenn- ingu. Hún mun tvímælalaust virka hvetjandi á starfsemi fyrir- tækisins og vonandi fleiri iðn- fyrirtækja úti á landi, sem mörg hver eru nokkuð afskipt að okk- ar dómi“, sagði Ásgeir Erling Gunnarsson, framkvæmdastjóri Pólsins hf. á ísafirði, en fyrirt: :- ið hlaut 100 þúsund króna verð- laun úr Verðlaunasjóði iðnaðar- ins, sem Kristján heitinn í Úl- tímu stofnaði árið 1976 ogafhent var úr í fjórða skipti í gær, í húsakynnum iðnaðarbankans við Lækjargöðtu. Karl Friðrik Kristjánsson, sonur Kristjáns í Últímu, afhenti verðlaunin. Minnti hann á til- gang sjóðsins, sem er að örva til dáða á sviði iðnaðarmála hér á landi. Síðan rakti hann nokkuð sögu Pólsins hf, sem í upphafi var rafmagns-og radíoverkstæði, en hefur nú á seinni árum jafn- framt framleitt tölvuvogir, sem mes' eru notaðar í fiskvinnslu. Ásgeir Erling Gunnarsson, framkvæmdastjóri Pólsins, sagði ■ Póllinn hf, rafeinda- og tölvufyrirtæki á ísafirði, fékk í gær 100 þúsund króna viðurkenningu úr Verðlaunasjóði iðnaðarins. Á myndinni eru forráðamenn fyrirtækisins þeir Óskar Eggertsson, Örn Ingólfsson og Ásgeir Erling Gunnarsson að taka við verðlaununum, sem voru 100 þúsund krónur, úr hendi Karls Friðriks Kristjánssonar í Últímu, en faðir hans, Kristján heitinn í Últímu, stofnaði sjóðinn 1976, en í gær var afhent úr honum í ijórða sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.