Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. mars 1986 Tíminn 3 Þriðjungur þjóðarauðsins í einkabílum og íbúðum: Sama verðmæti í einka- bílum og fiskiskipunum Fjölbreytileg ferðakaupstefna - á vegum Útsýnar og flugfélaganna Á morgun sunnudag verður haldin ferðakaupstefna í Broad- way í Reykjavík. Hér er um að ræða umfangsmikla kynpingarsýn- ingu á því markverðasta sem er að gerast í ferðamálum hérlendis og erlendis, en að þessari kaupstefnu standa Flugleiðir, Arnarflug og Ferðaskrifstofan Útsýn, ásamt ýmsum erlendum aðilum. Ferðakaupstefnan mun verða með svipuðu sniði og gerist á slík- um samkomum erlendis, þar sem ókeypis landakort og myndir frá fjölmörgum löndum verða afhent, vídeómyndir sýndar og sérhæft fólk úr ferðamannaiðnaðinum veit- ir leiðbeiningar og upplýsingar. Má t.d. nefna að Útsýn hefur látið gera sérstaka kynningar-vídeómynd af þessu tilefni. Kynntir verða ferða- möguleikar til fjölmargra landa, en auk margháttaðs fróðleiks um lönd og ferðir í máli og myndum verður tískusýning, og skemmtiatriði og kaffiveitingar verða til sölu. Allir gestir fá happdrættismiða og er vinningurinn sumarleyfisferð með Útsýn, en vinningsnúmer verða dregin strax að lokinni sýningu og birt í blöðum næsta dag. Kaupstefnan hefst kl. 13.30 og stendur til 17.00. -BG Viðræður um kísilmálminn Fjórði formlegi viðræðufund- ur samninganefndar iðnaðaráð- herra og RTZ Metals, Ltd. um byggingu og rekstur kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði var haldinn í Reykjavík 10. og 11. þ.m. Þá var aðalforstjóri RTZ Metals, Ltd. á ferð hér á landi í boði iðnaðarráðherra 19.-21. febrúar og kynnti sér aðstæður hér á landi. Upphaflega var gert ráð fyrir að ljúka mætti tilteknum áfanga í samningsgerðinni íþessum mán- uði þannig að leggja mætti fram á Alþingi því er nú situr frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/1982, um kísilmálverksmiðju á Reyðarfirði. Á viðræðufundin- um í Reykjavík 10.-11. mars var ákveðið að hverfa frá þessum áformum og stefna að því að ljúka samningsgerðinni í heild næsta haust, þannig að undirrit- un allra samninga RTZ Metals og íslenska ríkisins, svo og fylgi- samninga, geti farið fram undir lok septembermánaðar 1986, takist samningar milli aðila. Með því móti mætti leggja málið í heild fyrir Alþingi strax í upp- hafi þings næsta haust. í framhaldi verður síðan stefnt að því að semja um ein- staka verkþætti við byggingu verksmiðjunnar fyrir 1. janúar 1987 og að byggingafram- kvæmdir hefjist vorið 1987. Er þá við það miðað að framleiðsla frá fyrsta ofni verksmiðjunnar (árleg framleiðslugeta 14.400 tonn af málmi) hefjist á árinu 1989 og að síðari ofninn (árleg Sameiginlegt prófkjör í Njarðvík I dag og á morgun fer fram sameig- inlegt prófkjör Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir bæjarstjórnarkosningar í Njarðvík. Hefst kosning báða dag- anakl. 10.00 og stendur til kl. 19.00. Niðurstaða prófkjörsins er bind- andi fyrir þrjú efstu sæti listanna nemi þátttaka í prófkjörinu 25% af kjörfylgi viðkomandi flokka í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum. í framboði fyrir Framsóknarflokk- inn eru eftirtaldir: Bragi Guðjóns- son, Gunnar Ö. Guðmundsson, Gunnlaugur Óskarsson, Hrefna Kristjánsdóttir, Karl K. Arason, Kristjana B. Gísladóttir, Ólafur Þórðarson, Óskar S. Óskarsson. Steindór Sigurðsson, Valur Guð - mundsson og Vilmundur Árnason. framleiðslugeta 14.400 tonn af málmi) verði tekinn í notkun ári síðar, þ.e. 1990. Nærri lætur að jafn stór hluti þjóð- arauðs Islendinga felist í einkabíla- flota landsmanna og í öllum fiski- skipaflotanum - í kringum 14 millj- arðar króna í hvoru um sig. Á árun- um 1974-1984 óx raungildi fiski- skipaflotans um 34% - enda blöskr- aði mörgum offjárfestingin f togur- unum á þessum árum. Raungildi einkabílaflotans óx þó gott betur, eða um 42% þrátt fyrir nokkur mög- ur ár, sem margir hörmuðu að fólk hefði „ekki efni á“ að kaupa fleiri bíla. Tölur þessar eru frá Þjóðhags- stofnun og gilda fyrir árið 1984 nema annars sé getið. Fiskiðnaðurinn í landinu er aftur á móti ekki nema hálfdrættingur á við einkabílaflotann með unr 7,8 nrillj- arða af þjóðarauðnum. í atvinnu- bifreiðum geymast síðan um 4,7 milljarðar króna til viðbótar, eða gott betur en í stóriðjufyrirtækjum hérlendis. Verðmæti alls bílaflotans jafngildir öllum iðnaðarfyrirtækjum á íslandi, að fiskiðnaði frátöldum. Til gamans má geta þess að öll „undanrennumusterin" og '.slátur- húsahallirnar" jafnast aðeins á við 9% af bílaflotanum. Árið 1984 reiknaðist Þjóðhags- stofnun til að samanlagður þjóðar- auður okkar væri 272.687 nrilljónir króna. Hlutur hvers íslendings hefði þá verið um 1.136.200 kr. ef jafnt væri skipt, eða um 4,2 millj. kr. á hverja „vísitölufjölskyldu". Lang stærsti hlutinn, 28% - 76,4 milljarðar króna - geymist í íbúðar- húsunum okkar. Til að vega á móti þeim hluta þarf; allar opinberar byggingar í landinu, öll raforkuver. rafveitur og jarðboranir, allt versl- unarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og gistihús og stjóriðjufyrirtækin tvö, en allt þetta telst 76,6 milljarða króna virði. Annar stór sjóður felst í samgöngumannvirkjum okkar. samtals 13% af þjóðarauðnum eða rúmir 35 milljarðar króna. Þar af eru allir vegir og brýr metin á um 13,4 milljarða, eða heldur lægraen einka- bílaflotinn. Heldur minni upphæð, um 12,5 milljarðar, bætist síðan við í gatna- og holræsakerfum. Sam- kvæmt þessu þarf að leggja í mun dýrari framkvæmdir til að bíiarnir komist um heldur en verði þeirra nemur. Þeir tæplega 9 milljarðar sem ónefndir eru liggja í höfnum og flug- völlum. Þá má nefna að rúntlega 5% þjóð- arauðsins felst í landbúnaðinum, sem er álíka hlutfall og í verslunar-, skrifstofu- oggistihúsnæði í landinu. -HEI. Leiðrétting Bændur á Þorvaldseyri hafabent á þá leiðu villu í grein í fimmtudags- hlaði Tímans að afköst nýja rnötun- arvagnsins séu gerð heldur lítil. í greininni átti að standa: Það tekur okkur aðeins unt 3 stundarfjórðunga að gefa um 100 gripum mcð þesstt móti. -G.S \/ev Söludeildin verður opin laugardag og sunnudag kl. 10.00 til 16.00. Afar hagstæð greiðslukiör VERÐSKRA: LADA1200 .................Uppseldur LADA1500 skutbíll, 4ra gíra ..Var 249.694,- Nú 178.440,- Ný sending áætluð 182.955,- LADA1500 skutbíll, 5 gíra Uppseldur LADASAFÍR................ Var 229.794,- Uppseldur Ný sending áætluð 166.526,- LADALUX...................Var 259.888,- Nú 189.869,- Ný sending áætluð 189.869,- LADA SPORT LS, 5 gíra.....Var 426.915,- Nú 315.874,- Ný sending áætluð 317.283,- Ryðvörn innifalin í verði. Allir okkar bilar eru árgerð 1986, ryðvarðjr og tilbúnir til afhendingar strax. Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. U) ,]íj SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.