Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 15. mars 1986 skyggna aðgreiningu aðalatriða frá aukaatriðum og þó einkum, og sér í lagi tilfinningaheitan málflutning hans gegn óréttlæti. Olof Palme sýndi bjargfasta trú sína á lýðræði ekki bara í orði held- ur líka í verki. Lýðræðishugsjónin byggist á skoðanaskiptum og það var honum fullljóst. Hann var mik- ill ræðuskörungur, en í hans augum var ekki ræða úr ræðustól eintal ræðumanns. Hún var og er hluti samræðna, þar sem ekki skiptir minna máli að hlusta á það sem aðrir hafa fram að færa en að tala sjálfur. Með samræðum vildi Palme styrkja hið sameiginlega, því að á þann hátt geta einmitt bestu hug- myndirnar komið fram - og jafn- framt þær lífvænlegustu. Öll höfum við líka fylgst af aðdá- un með framlagi Olofs Palme á al- þjóðavettvangi. Við höfum dáðst að glöggskyggni hans, þrautseigri baráttu fyrir að tryggja frið og óþreytandi viðleitni til að rétta hag hungraðra og fátækra og kjark- mikilli ádeilu hans á siðlausa og hrottalega valdbeitingu, sem ekki tekur tillit til fólksins. Þegar við á þessari stundu um öll Norðurlönd minnumst Olof Palme finnum við fyrst og fremst til sorgar og magnleysis yfir því að sá sem af mestri alúð vann og talaði gegn of- beldi skyldi verða fórnarlamb of- beldis. En ég er þess líka fullviss að það væri vilji hans að standa fast við þá skoðun að ofbeldi skuli ekki geta af sér ofbeldi. Það er ekki unnt að sigrast á ofbeldi með ofbeldi. Við getum ekki styrkt lýðræði í sessi með aðferðum harðstjórans. Við getum aðeins viðhaldið og eflt lýð- ræði með lýðræðislegum aðgerð- um. Við getum best heiðrað minn- ingu Olofs Palme með því að halda áfram starfinu að sameiginlegum hugsjónum. Við verðum að vinna gegn óróanum í eigin löndum og úti um heim. Við verðum að vinna markvisst að spennuslökun og ör- uggum friði. Og við verðum að auka jafnrétti og jafnræði í heimin- um, þar sem allt ber svip af ójafnri skiptingu. En umfram allt verðum við að halda áfram samræðunni um undir- stöður lýðræðis. Við ætlum að sýna minningu Olofs Palme heiður og virðingu með því að halda samræð- unni lifandi. Við höldum áfram að skiptast á skoðunum. I hinu gamla kvæði okkar Háva- málum er að finna erindi með eftir- farandi vísdómsorðum: „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama; en orðstírr deyraldregi, hveims sérgóðan ofgetr. “ Seint að kvöldi föstudagsins 28. febrúar sl. urðu Norðurlönd og norrænt samstarf fyrir miklum missi. Forsætisráðherra Svíþjóðar féll fyrir byssukúlu sem hæfði alla Norðurlandabúa. Hann, sem hefur verið í fararbroddi okkar, tákn þeirra hugmynda sem við leggjum grunninn að í sameiningu, er fallinn. Hann, sem á skýran, djarf- legan og hispurslausan hátt gat gert grein fyrir því hvaða leið við Norðurlandabúar ættum að velja, hann sem á heimsvettvangi hefur af óþreytandi elju og sannfæringar- krafti boðað frið, samvinnu og jafnrétti, er fallinn. Við í Norðurlandaráði höfum misst samstarfsmann, vin og for- ingja. Norðurlandaráð vottar fjölskyldu Olofs Palme, sænsku ríkisstjórn- inni og sænsku þjóðitlni hluttekn- ingu. Olof Palme bjó yfir mörgum eig- inleikum sem við öll metum mikils. Hann var viðkvæmur maður, sem helgaöi sig þeim málum sem hann barðist fyrir og nýttust honuni þar skarpar gáfur til skilgreiningar og djúpstæð þekking. Þessir eiginleikar Olofs Palme urðu líka starfi Norðurlandaráðs að ómetanlegu gagni. í yfir 20 ár tók hann virkan og ár- angursríkan þátt í starfi ráðsins. Hann var þar fulltrúi ríkisstjórnar sinnar í 14 ár, hann var formaður sænsku nefndarinnar 1976-1981 og 1979 var hann valinn forseti ráðsins. Nú í ár höfðum við hlakkað til að hlýða á ræðu hans á þinginu, eins og svo mörg undanfarin ár. Okkur var nefnilega vel Ijóst að það mátti ganga að því vísu að í framlagi hans til umræðunnar fælist innblástur, ný sjónarmið og nýjar hugmyndir um hvernig leysa mætti vandamál okkar. Mér cr ekki fært á þessum stað og þessari stundu að gefa tæmandi lýsingu á áhrifum Olofs Palme á lýðræðið'á Norðurlöndum. f mín- um augum sést mikilvægi þeirra kannski hvað best í andlitum allra þeirra sem síðustu daga hafa grátið hann. Olof Palme var skapaður til að vera stjórnmálaskörungur. Hann var stjórnmálaskörungur. Hann hafði óbifanlega trú á lýðræðinu, trú á afli samstöðu, trú á samvinnu sem undirstöðu framfara og trú á friði sem byggist á félagslegu rétt- læti. Þegar ég lít um öxl til samvinnu við hann í Norðurlandaráði, stend- ur mér margt fyrir hugskotssjón- um. Ég sé fyrir mér Olof Palme sem hlustar af athygli á umræður til að nema nýjar upplýsingar eða búa sig undir hnitmiðað svar; ég sé myndina af hugsjónamanninum sem leggur málefnum lið af heilum hug, þar sem hann stendur í ræðu- Olof Palme var skapaður til að vera stjórn- málaskörungur Ræöa Páls Péturssonar, flutt í upphafi minningarathafnar á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn stólnum og lítur haukfránum aug- um samræðum hlustar, spyr, rök- tilbrigði í tali hans. Ég get heyrt umyfirþingheim,ogégséfyrirmér styður og gefur holl ráð. sérstæða rödd hans og áherslur, vinnufélagann góða, sem í kyrrlát- Og innra með mér heyri ég ýmis vingjarnlega og töfrandi, skarp- Olof Palme Við andlát Olofs Palme hafa sannast hin gömlu vísdómsorð, að enginn veit livað átt hefur fyrr en misst hefur. Eins og títt er um mikilmenni á sviði stjórnmála var hann umdeildur í lifanda lífi. Svo stórbrotinn var hann, að allir þekktu til hans og höfðu skoðanir á honum, störfum hans og stefnu. Þegar hann, boðberi friðar og frelsis, féll fyrir kúlu launmorð- ingja á götu í höfuðborgsinni, kom það sem reiðarslag yfir sænsku þjóðina. Raunar varþaðekki síður reiðarslag fyrir hinar norrænu þjóðirnar, og loks fyrir svo til allar þjóðir, þar sem hann eða orðspor hans höfðu komið og boðskapur hans var kunnur. Sorg sænsku þjóðarinnar var djúp og sár. Synir og dætur norðursins táruðust á torgum úti. Olof Palme hefur þegar sess í sögu okkar tíma. Hans mun verða minnst sem hins djarfa baráttu- manns fyrir friði og mannréttind- um, sent hljóp til varnar, þegar valdatafl og vopnaskak tróðu á lífi og örlögum lítilmagnans. Hans mun einnig verða minnst sem oddvita þeirrar sænsku alþýðu- hreyfingar, sem hefur á nokkrum áratugum skapað frjálst velferðar- ríki, er vart á sinn líka. Sá þáttur einn skapar honum stöðu í sænskri og norrænni sögu. Menn, sem eru til forustu valdir, hafa oft mörg andlit, ekki síst stjórnmálamenn, sem heyja bar- áttu sína á leiksviði landsmála í augsýn almcnnings. Olof Palme var engin undantekning hvað þetta snerti. Margir þekktu hann aðeins sem hinn harða og stolta baráttu- manní ræðustól eða sjónvarpi. Aðrir þekktu persónulega ljúfan og hóg- væran dreng, skemmtilegan og aðlaðandi. Islendingar hafa syrgt Olof Palme fyrir allt það, sem hér hefur verið nefnt. Þeir syrgja einnig sér- stakan vin og aðdáanda fslands og sér í Iagi íslenskrar menningar. Hann hafði oft heimsótt okkur síð- ustu áratugi og átti marga vini á ís- landi. Þegar á reyndi í meiri háttar þjóðmálum kom þessi vinátta hans og þekking á íslenskum högum okkur oft vel. Það vita þeir, sem nærri hafa staðið. Þrjú þúsund og fjögur hundruð íslendingar, sem búa hér í landi og njóta gistivináttu sænsku þjóðar- innar, taka fullan þátt í sorg hennar og votta fjölskyldu Olofs Palme, flokki hans og sænsku þjóðinni allri, dýpstu samúð. Benedikt Gröndal sendiherra í Stokkhólmi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.