Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. mars 1986 Tíminn 9 gera skynsamlega samninga, sem launþegar og atvinnurekendur gætu búið við. Ég taldi rétt að vekja á þessu athygli og gerði það m.a. í ræðu á Alþingi 28. janúar s.l. Því var ekki vel tekið af ýmsum talsmönnum atvinnurekenda, sem töldu mig ala á of mikiili bjartsýni. Þó liðu ekki nema fáir dagar þar til þeir gengu á fund minn og fjármálaráðherra ásamt fulltrúum launþega, og þá með sömu niðurstöðu og ég hafði lýst. Við þessar breyttu aðstæðurtöldu atvinnurekendur fært að halda gengi föstu og launþegar þá kleift að fallast á tiltölulega litlar launahækkanir, enda yrði af opinberri hálfu stuðlað að því að slík stefna næði fram að ganga. Fyrsta boð ríkis- stjórnarinnar Aðilum vinnumarkaðins var svar- að án tafar með bréfi mfnu dags. 4. febrúar s.l. Samþykkt var að taka þátt í sameiginlegu átaki vinnu- markaðarins og stjórnvalda til þess að draga verulega úr verðbólgu. I því skyni var boðið að meðalgengi ís- lensku krónunnar yrði sem stöðugast allt þetta ár, að tekjuskattar yrðu lækkaðir til samræmis við minni verð- bólgu, og sveitarfélög hvött til að gera hið sama. Því var heitið að nafn- vextir yrðu lækkaðir strax í kjölfar kjarasamninga og sömuleiðis gjaldskrár opinberra fyrirtækja. Að ósk aðila vinnumarkaðarins var þetta svar nánar útfært með minn- isblaði dags. 11. febrúar. Þar var m.a. tekið fram, hver lækkun á gjaldskrám yrði, og lækkun skatta og útsvars miðað við að verðbólga yrði innan við 9 af hundraði á þessu ári. í viðræðum aðila vinnumarkaðar- ins kom þó fljótlega í ljós, að launþegar töldu sig ekki ná nægjan- legri kaupmáttaraukningu með þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin hafði boðað. Atvinnurekendur, einkum út* flutningsatvinnuvegirnir, mátu einnig afkomuhorfur of erfiðar til þess að greiða meiri launahækkanir og þola fast gengi. Samningarnir Því hefur verið haldið fram af sumum, sem virðast lítið þekkja til gangs mála, að víðtækar viðbótarað- gerðir ríkisvaldsins hafi verið ákveðnar vestur í Garðastræti. Það er að sjálfsögðu mikill misskilningur. Sem betur fór tókst að fjalla um þessi mál á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í nauðsynlegri leynd. Ég segi nauðsynlegri vegna þess, að svo viðkvæm mál verða aldrei leyst í fjölmiðium. Það er vegna slíks samráðs, að ríkisstjórnin hafði í raun svör á reiðum höndum strax og aðilar vinnumarkaðarins mættu til fundar á skrifstofu minni 26. febr. s.l. Þeim var formlega svar- að að loknum ríkisstjórnarfundi með bréfi mínu dags. 27. febrúar. Mér hefur þótt rétt að greina all ýt- arlega frá gangi mála vegna ýmissa rangra fullyrðinga, sem á hefur borið, einkum frá talsmönnum stjórnarandstöðunnar. Ég vil einnig leggja á það áherslu, að svo fljótt og vel tókst til, ekki síst vegna þess, að fullkomin samstaða var í ríkisstjórn- inni um þessi mál og samstarf við fjármálaráðherra ágætt. Mér dettur ekki í hug að þakka okkur framsóknarmönnum eða mér einum þessa niðurstöðu. Hins vegar þykja mér fullyrðingar í Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins s.l. sunnu- dag ákaflega barnalegar. Þar er sagt, að frumkvæði að þeirri lausn, sem nú fékkst, sé komið frá formanni Sjálf- stæðisflokksins. Með tilvísun til þess, sem ég hef nú rakið, og reyndar þess, sem alþjóð veit um stjórnar- myndunina og stefnu Sjálfstæðis- flokksins, þykja mér þetta furðulegar niðurstöður. Ég fagna því hins vegar, að sjálfstæðismenn hurfu frá yfirlýstri stefnu sinni um afskipta- íeysi stjórnvalda. Án þess hefðu samningarnir að sjálfsögðu aldrei náðst. Það er einnig nokkuð undarlegt að sjá þessum samningum líkt við leift- ursóknarhugmyndir Sjálfstæðis- flokksins frá 1979. Megin boðskapur þeirra var, að samningar um kaup og kjör yrðu gerðir á ábyrgð launþega og vinnuveitenda einna. Það verður alls ekki um þessa samninga sagt. Ábyrgð ríkisvaldsins er gífurleg og jafnvel meiri en aðila vinnumarkað- arins. Á því hvílir sú skylda að fylgja fast eftir loforðum um verðhlækkan- ir, fylgjast nákvæmlega með þróun framfærsluvísitölu og gera allt, sem af opinberri hálfu er unnt, til þess áð koma í veg fyrir að verðlag fari úr skorðum. Ríkisstjórnin hefur einnig heitið því að framkvæma róttækar breytingar á húsnæðiskerfinu, sem alls ekki eru einfaldar, að endur- skoða lífeyrissjóðakerfi lands- manna, og síðast en ekki síst í að tryggja greiðsluhallalausan ríkissjóð án aukinnar erlendrar lántöku. Hinar opinberu aðgerðir Ég sé ekki ástæðu til að rekja ýtar- lega hinar ýmsu opinberu aðgerðir eða kjarasamningana almennt. Það hefur þegar verið gert vandlega í fjölmiðlum. Um það má að sjálf- sögðu deila, hvort lækka átti t.d. tolla af bifreiðum svo mjög'sem gert var. Staðreyndin er hins vegar ein- faldlega sú, að þetta er langsamlega ódýrasta leiðin fyrir ríkissjóð til þess að hafa umtalsverð áhrif á fram- færsluvísitölu. Það kostar um 500 millj. kr. að lækka framfærsluvísi- tölu um 1,5 stig með tollalækkun af bifreiðum, en u.þ.b. þrefalda þá fjárhæð, ef sama árangri á að ná með niðurgreiðslu á landbúnaðarafurð- um. Samkvæmt hinum nýja vísitölu- grundvelli vegur bifreiðin þyngra á framfærslu heimilanna en landbún- aðarafurðir. Niðurgreiðslur á mjólk, smjöri og kjötvörum voru þó einnig auknar verulega. Það vona ég að reynist einnig jákvætt fyrir landbún- aðinn. Það orkar vissulega einnig tvímæl- is fyrir ríkissjóð að fella niður launa- skatt af útflutnings- og samkeppnisat- vinnuvegunum og gjald af raforku til verðjöfnunar. Niðurstaðan varð þó sú, að þetta væru skástu leiðirnar, ásamt öðrum aðgerðum, til þess að gera útflutningsatvinnuvegunum kleift að þola fast gengi og þær um- talsverðu launahækkanir, sem að lokum var samið um. Því verður þannig ekki neitað, að þáttur stjórnvalda í gerð þessara kjarasamninga er afar stór, og ekki eru öll kurl komin til grafar í því sambandi. Umfangsmiklar tolla- lækkanir, niðurfelling launaskatts og verðjöfnunargjalds og auknar niður- greiðslur munu kosta ríkissjóð á árs- grundvelli u.þ.b. 1,5 milljarð króna. Þá er ekki talin með lækkun skatta og lækkun á gjaldskrám opinberra fyrirtækja. Ekki er ljóst hvað breyt- ingar á húsnæðislána- og lífeyriskerf- inu muni kosta, en athugun á því er nú að hefjast. Aðrar aðgeröir í umræðunni gleymist oft, að stjórnvöld hafa á undanförnum vik- um gert aðra hluti, sem stuðlað hafa að því, að þessir samningar voru gerðir. Ég vil í því sambandi sérstak- lega nefna aðgerðir í þágu fiskvinnsl- unnar, m.a. endurgreiðslu úr Seðla- banka í gengismuni, samtals að upp- hæð kr. 75 milljónir, skuldbreytingu í Fiskveiðasjóði og Byggðasjóði og lánveitingar að upphæð samtals 180 milljónir til tæknivæðingar í fisk- vinnslu. Skreiðarframleiðendum hefur verið heitið að fella niður út- flutningsgjald og gengismun af skreið þeirri, sem enn er ekki farin úr landi, og aðrar aðgerðir í þágu þeirra eru til athugunar. Aðrar útflutnings- iðngreinar njóta að sjálfsögðu einnig almennra aðgerða. Þannig mun ullariðnaðurinn og annar útflutn- ingsiðnaður fá greiddan gengismun úr Seðlabanka, og fleira er í athugun sérstaklega fyrir þann iðnað. Það er svo annað mál og óskylt kjarasamn- ingunum, að staða ullariðnaðar er nú afar erfið. Án umfangsmikilla að- gerða er hætt við stöðvun. Það mál er nú verið að athuga. Þessir víðtæku kjarasamningar eiga sér þannig töluverðan aðdrag- anda. Horfur Hvernig eru þá horfur eftir kjara- samningana og breyttar ytri og innri aðstæður? Allt byggir þetta á því, eins og fyrr er rakið, að viðskipta- kjör hafa stórlega batnað. Á það er treyst, að sá bati verði allt þetta ár. Því er talið, að þjóðartekjur á þessu ári vaxi um u.þ.b. 4 af hundraði í stað 1.5 af hundraði, sem áður var spáð. Þetta stafar fyrst og fremst af betri erlendum viðskiptakjörum. Þjóðarframleiðslan eykst því tölu- vert minna, eða líklega um 2,5 til 3 af hundraði. í þjóðhagsspá fyrir áramótin var gert ráð fyrir að kaupmáttur almenn- ings yrði óbreyttur á árinu 1986. Með hinum nýju kjarasamningum og fylgiaðgerðum af hálfu hins opinbera er nú hins vegar talið, að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist að meðaltali um 3-4 af hundraði frá því í fyrra, sem þýðir um 7-8 af hundraði aukningu frá 1984. Þá verður náð þeim kaupmætti ráðstöfunartekna, sem var um áramótin 1982-83. Áætl- að er að kaupmáttur kauptaxta hækki um 6 af hundraði frá upphafi þessa árs. Nú er eðlilegt að menn spyrji hvort þjóðarbúið þoli svo mikla hækkun á ráðstöfunartekjum og þá einkaneyslu, sem því mun fylgja. Þjóðhagsstofnun telur, að þjóðarút- gjöldin muni hækka um allt að 3 af hundraði á árinu, í stað 1 af hundaði, sem áður var talið hámark. Miðað við auknar þjóðartekjur á það þó að vera þolanlegt. Innflutningur mun að sjálfsögðu aukast með auknum kaupmætti. Vegna meiri útflutnings og betri viðskiptakjara er þó talið, að viðskiptahalli verði minni á árinu 1986 en á árinu 1985, líklega 3 af hundraði Iandsframleiðslu í stað 4,5 af hundraði. Þessi viðskiptahalli þýðir, að erlendar skuldir vaxa lítil- lega en greiðslubyrðin á reyndar að verða heldur léttbærari vegna aukn- ingar þjóðartekna. Loks er áætlað, að verðbólga á ár- inu verði um 7-8 af hundraði. Það er að sjálfsögðu stórkostlegt og ýmsir vilja vart trúa fyrr en reynt er. Erfiðleikar í kjölfarsamninga Hinum nýju kjarasamningum og aðgerðum í efnahagsmálum fylgja þó ýmsir erfiðleikar. Mun ég ncfna það helsta. Ljóst er, að ríkissjóður verður með töluverðan rekstrarhalla i ár, líklega um 1,5 milljarð króna. Að hluta verður þetta brúað með kaup- um lífeyrissjóða á ríkisskuldabréf- um, og að öðru leyti með aukinni sölu ríkisskuldabréfa innanlands. Þetta mun að sjálfsögðu auka skuldir ríkissjóðs og þrengja verulega að innlendum peningamarkaði. Því er hætt við að raunvextir lækki seinna en annars hefði orðið. Eins og fyrr er sagt, mun aukinn kaupmáttur leiða til aukins innflutn- ings. Hins vegar er mjög nauðsynlegt að auknar ráðstöfunartekjur verði til að auka innlendan sparnað. Það er skynsamlegasta leiðin til þess að draga úr erlendri lántöku án þess að svelta atvinnuvegina fjárhagslega. Til þess að sparnaður aukist, er óhjá- kvæmilegt að jákvæðir raunvextir verði greiddir af sparifé. Spurningin er aðeins, hvað þurfa þeir að vera miklir umfram verðbólgu? Peninga- og vaxtamálin verða því mjög erfið eftir þessa kjarasamninga og ekki auðvelt að rata hinn gullna meðalveg í þeim efnum. Til lengri tíma litið er jafnframt Ijóst, að ríkissjóður er kominn í afar jrrönga og erfiða stöðu. Það er sann- færing mín, að þeir sem vilja við- halda velferðarkerfinu og hafa einnig nokkurt fjármagn til nauðsyn- legra framkvæmda, sem eru grund- völlur byggða víða um land, verði fljótlega að gera það upp við sig að auka tekjur ríkissjóðs á ný, eða hverfa að öðrum kosti frá þeirri grundvallarstefnu að stuðla í gegn- um opinberar aðgerðir að jafnræði og öryggi. Þetta erekkisístmál laun- þega sjálfra, sem hafa nú fengið verulega aukinn kaupmátt á kostnað ríkissjóðs. Fjárlagagerð næstu ára verður mjög erfið. Tímamótasamningar Þrátt fyrir slík varnaðarorð vil ég lcggja á það mikla áherslu, að ég tel kjarasamningana ogefnahagsaðgerð- irnar marka ein stærstu tímamót, sem orðið hafa í íslensku efnahags- lífi. Þrátt fyrir erfiðleikana, sem þeim munu fylgja, er fullkomlega til þess vinnandi, ef verðbólga verður með þessu kveðin niður fyrir fullt og allt. Ég fagna því einnig mjög, að loks er náð langþráðu markmiði um samstarf aðila vinnumarkaðarins og stjómvalda um skynsamlegar aðgerð- ir í kjara- og efnahagsmálum. Að lokum legg ég á það áherslu, að þótt þetta takist, eins og að er stefnt, skulu menn minnast þess, að lítið þarf til að verðbólgudraugurinn magnist á ný. Á því verður ætíð að hafa gætur. Enn er jafnframt óleyst annað, ekki síður stórt verkefni f efnahagsmálum þessarar þjóðar, að lækka erlendar skuldir. Það verður viðfangsefni næstu ára. Á því má ekki taka neinum vettlingatökum. Vel getur svo farið, að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar ráðist af því. En það á að vera stórum auðveldara ef tekst að halda verðbólgu í skefjum. Nýsköpun í atvinnulífinu Verðbólga og erlend skuldasöfn- un undanfarna áratugi stafar ekki síst af miklum sveiflum í atvinnulíf- inu. Ótrúlega reglubundið hefur aflabrestur orðið og þjóðarfram- leiðslan þá hrunið. Slík tímabil hafa yfirleitt verið brúuð með erlendri lántöku og gengisfellingu, sem hefur leitt til verðbólguöldu. Gegn þessu verður að snúast. Sjávarútvegur verður um langan aldur megin atvinnuvegur þessarar þjóðar. En þrátt fyrir markvissa stjórnun fiskveiða hef ég ekki trú á því, að koma megi í veg fyrir afla- bresti. Þeir munu, óttast ég, verða reglulega af náttúrulegum völdum, sem við ráðum ekki við. Eins og ég sagði í upphafi míns máls, er því nauðsynlegt að renna fleiri stoðum undir íslenskt atvinnu- líf. Á þessu höfum við framsóknar- menn hvað eftir annað vakið athygli. Með samþykkt aðalfundar mið- stjórnar 1984 lögðum við áherslu á, að þjóðin nýtti sér fjölmarga álitlega kosti til nýsköpunar í atvinnulífi og þá miklu hátæknibyltingu, sem nú er að verða í heiminum. íslendingar, ekki síst yngri kynslóðin, er vel menntuð og með mikla þekkingu, sem er góður grundvöllur fyrir mörg svið hátækni. í tíð þessarar ríkis- stjórnar hefur verulegt átak verið gert á þessum sviðum. Ég fékk sam- þykkt að kr. 50 millj. voru á s.l. ári veittar í sérstakan rannsóknasjóð til styrktar rannsóknum til nýsköpunar í atvinnulífi, og á þessu ári eru 60 milljónir til ráðstöfunar í sama skyni. Umtalsvert lánsfé og styrkir hafa verið veittir til loðdýraræktar, enda hefur slíkum búum fjölgað mjög og eru þau orðin um 200. Fisk- eldi hefur fengið sérstakan forgang að erlendu lánsfé og eru nú að rísa fjölmörg, smá og stór, fiskeldisfyrir- tæki. Eru miklar vonir við þau bundnar. í Fiskveiðasjóði og Byggðasjóði eru um 180 milljónir króna til ráðstöfunar til nýsköpunar og tæknivæðingar í fiskvinnslunni, sem á að geta breytt miklu um af- komu þess mikilvæga iðnaðar. Fyrir okkar tilstilli var sett á fót sérstakt þróunarfélag, sem stuðla á að ný- sköpun í atvinnulífi. Þótt ástarfsemi þess hafi orðið nokkrar tafir vegna barnalegs upphlaups lrjálshyggju- manna, bind ég miklar vonir við það félag, ekki síst á sviði hátækni. Áhugi á nýsköpun í atvinnulíf og hugmyndir á því sviði virðast óþrjót- andi. Það sem einkum hefur staðið í vegi er of lítið fjármagn og verð- bólgudraugurinn. Þegar verðbólga er hér á landi orðin lítil, gjörbreytist öll aðstaða til þess að setja á fót ný og oft áhættusöm fyrirtæki. Því er nú , tímabært að herða enn sóknina. f því skyni vil ég leggja áherslu á eftir- greind atriði: Herðum sóknina Menntun í skólum landsins þarf að endurskoða með þetta í huga. Hún verður að vera í samræmi við kröfur nútímaþjóðfélagsins. Menntunin á að gera unglingunum kleift að ná tökum á hinni nýju tækni og hraðfara þróun, um leið og grundvöllurinn er styrktur, skilningurinn á íslenskri tungu og arfleifð. Fjármagn til rannsókna vegna ný- sköpunar í atvinnulífi þarf enn að auka. Þörfin hefur komið greinilega í ljós með þeim fjölda umsókna, sem borist hafa um styrki af því fé, sem veitt var á síðasta ári. Fella ber niður tolla og skatta af vísindatækjum og öðru því, sem nauðsynlegt er að efla nýsköpun. Á slíkum sviðum er áhættan oft mest og því eðlilegra að fella niður opin-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.