Tíminn - 03.04.1986, Page 2

Tíminn - 03.04.1986, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 3. apríl 1986 Félagsmálaskólí alþýðu 1. önn 13.-26. apríl 1986 Hvað kannt þú fyrir þér í fundarstörfum og framsögn? Hvað vcist þú um verkalýðshreyfing- una, starf hennarog sögu? Áttu auðvelt með að koma l'ram á fundum ogsamkomum? Tekurðu þátt í félagslífi? Viltu bæta þekkingu þína íhagfræði, félags- fræði ogvinnurétti? Veittertilsögn í þessum og öðrum hagnýtum greinum á I. önn Félagsmálaskóla alþýðu, sem skóli fvrír verður í Ölfusborgum 13.-26. april n.k. Þá eru á dagskránni menningar- og skemmtikvöld auk heimsókna í stofnanir og fyrirtæki. Félagsmenn Alþýðusambands Islandseiga rétt á skólavist. Hámarksfjöldi áönner25 þátttakendur. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skrifstolu MFA fyrir 10. apríl. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA, Grensásvegi 16, sími 84233. Menningar- og fræðslusamband alþyðu ÞEKKING, STARFOG STERKARI VERKALÝÐSHREYFING getrauna VINNINGAR! 31. leikvika - 29. mars 1986 Vinningsröð:2X1 - XXX - XX1 -212 1. vinningur: 12 réttir, 53205(4/tt) kr. 649.975.- 2. vinningur: 11 réttir, kr. 39.794.- 50905+ 70319+ 74263+ Kærufrestur er til mánudagsins 21. apríl 1986 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamidstödmni v/Sigtún, Reykjavík ■'ym TOLLVÖRU ^GEYMSLAN Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. Reykjavík veröur haldinn í átthagasal Hótel Sögu miövikudaginn 9. apríl 1986 kl. 17:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa 3. Önnur mál Utanríkisráðherra á Alþingi: v Islensk leyniþjónusta ekki í undirbúningi Fyrirspurn Steingríms J. Sigfús- sonar til utanríkisráðherra um svo- kölluð „innri öryggismál“ íslenska ríkisins var tekin fyrir á fundi sam- einaðs Alþingis í fyrradag. Par kom m.a. fram í máli ráðherra að ekki er ætlunin að stofna formlega íslenska leyniþjónustu eða öryggisgæslu. Steingrímur J. Sigfússon gerði grein fyrir efni fyrirspurnarinnar og sagði að vart hefði orðið við hug- myndir hjá utanríkisráðherra og embættismönnum um að koma á fót einhvers konar stofnun er fengist við upplýsingasöfnun að erlendri fyrir- mynd. Slíkt væri gjarna í daglegu tali nefnt leyniþjónusta. Nefndar hugmyndir hefðu t.d. komið fram á félagsfundi hjá Varðbergi. Steingrímur gagnrýndi það sem hann sagði vera léttúð í meðferð þessara mála, þegar Alþingi hefði ckki fjallað um hugmyndirnar og ríkisstjórnin rcyndar rétt nýlega fcngið tækifæri til þess. Þingmaðurinn krafðist þess að ráðherra gcrði grein fyrir því hvort það væri ætlunin að koma á stofnun af þcirri tegund sem þegar er getið, af hvcrju slíkar hugmyndir hefðu verið reifaðar opinberlega án fyrri kynningar, og af hverju innri örygg- ismál íslenska ríkisins væru rædd á opinskáan hátt fyrir frarnan fulltrúa erlendra sendiráða? Matthías Á. Mathiesen sagði að eitthvað hefði fyrirspyrjandi misskil- ið málið í heild sinni. Það væri ekki ætlunin að stofna leyniþjónustu eða öryggislögreglu að erlendri fyrir- mynd. Slíkar hugmyndir hefðu ekki verið reifaðar á Varðbergsfundi og undirbúningsvinna að slíku hefði ekki farið fram í utanríkisráðuneyt- inu svo hægt væri að skýra frá. Matthías sagði að hann hefði ekki verið viðstaddur síðari fund Varð- bergs þar sem fjallað var um innri öryggismál og því væri sér alls ó- kunnugt um það hvort að erlendir sendiráðsmenn voru viðstaddir. Embættismenn hefðu verið þar ein- göngu sem einstaklingar en ekki á vegum ráðuneytisins. Umræðuefnið hefði varðað fyrirbyggjandi ráðstaf- anirgegn hryðjuverkum ogólöglegri upplýsingastarfsemi. Steingrímur J. Sigfússon tók til máls í annað sinn og kvaðst fagna því að ekki ætti að setja á fót íslenska leyniþjónustu. Hann bætti því við að hins vegar væri augljóst að umræðan undanfarið hefði m.a. snúist um njósnir og snert þannig verksvið hefðbundinna leyniþjón- usta. í framhaldi af því vitnaði Steingrímur til skrifa Morgunblaðs- ins um þátt utanríkisráðherra í reif- un hugmynda á Varðbergsfundi. Þingmaðurinn sagði að það væri með öllu óeðlilegt að ráðherra og embættismenn væru raupandi um þessi mál í einhverjum klúbbum úti í bæ. Þessir menn væru ekki gæddir sömu náttúru og Dr. Jekyll and Mr. Hyde í því að fara hamskiptum. Það yrði að beina þeim tilmælum til þeirra að þeir láti af því að ræða þessi mál fyrir framan fjölmiðla- menn og sendiráðsmenn erlendra ríkja. Matthías Á. Mathiesen sagði að það væri ljóst að embættismenn hefðu ekkert sagt annað en það sem þeim bar fullur réttur til. Hann mótmælti því að hann sem einstakl- ingur megi ekki mæta á félagsfundi að eigin vild. Steingrímur J. Sigfússon ítrekaði að lokum þá skoðun sína að fyrir- spurnin hefði komið fram af ák- veðnu tilefni. Það færi ekkert á milli mála að verið væri að fjalla um hugmyndir sem lúta að njósnum og skyldum málum. Sá vettvangur sem utanríkisráðherra hefði valið sér til að reifa þær hugmyndir væri athygl- isverður og þar fengi þingmaðurinn sjálfsagt ekki inngöngu frekar en margir aðrir. -SS. Umboðsmaður vakinn upp Leiðrétting á frétt í blaðinu í gær var skýrt frá því að lík Hafþórs Más Haukssonar hefði fundist i Sundahöfn um helgina ásamt bíl hans. Ástæöa þykir til að skýra réttar frá málavöxtum. Áhugakafarar fundu bílinn á sunnudag og bílnum ásamt Hafþóri heitn- um var síðan náð upp á mánudags- morgun. Aðstandend- ur eru beðnir velvirðingar á fyrri frétt, Ritstjóri Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um stofnun embættis umboðsmanns Alþingis. Flutningsmenn eru þeir Gunnar G. Schram, Pétur Sigurðsson, EU- ert B. Schram og Friðrik Sophus- son. f frumvarpinu er gert ráð fyrir að hlutverk umboðsmanns verði að kappkosta að tryggja góða opin- bera stjórnsýslu og að stjórnvöld beiti ekki nokkum mann rangind- um. Kjör umboðsmanns á að fara fram í sameinuðu Alþingi og kosn- ing á að gilda til fjögurra ára. Hann skal vera þeim kostum búinn er þarf til að gegna embætti hæstarétt- ardómara. Flutningsmenn undanskilja ákveðna þætti undan verksviði um- boðsmanns. Hann á ekki að fjalla um Alþingi, dómstóla í dóms- athöfnum og þjóðkirkjuna þar sem trúarkenningar eru annars vegar. Þá eiga að gilda takmarkanir um verksvið umboðsmanns gagnvart sveitarfélögum. Svipuð frumvörp hafa verið flutt öðru hverju á Alþingi allt frá árinu 1972, en ekki hlotið afgreiðslu. -SS Missa bankastjórar og ráðherrar fríðindi við tollalækkun bifreiða?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.