Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 4
„Nei, takk“ sagöi Paul McCartney N, YLEGA barst Paui McCartney tilboð frá Ameríku um að koma fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttunum Dallas. Hann átti að fá um eina milljón sterlings- punda fyrir vikið. Paul sagði þó nei, því að hann sagðist fá álíka upphæð fyrirhafn- arlaust inn á bankareikning sinn á 10 daga fresti einungis með því að sitja í rólegheitum heima á búgarði sínum í Sussex og bíða eftir greiðsl- um fyrir flutning laga sinna víðs vegar um heiminn. Sagt er að hinn rúmlega fertugi Paul McCartney moki inn um 34 milljónum sterlingspunda á ári! Paul gerir sigurmerkið með sigur- bros á vör, - enda streyma milljón- irnar inn á bankareikninginn hans. Danny Kaye á hlaupaskónum og tilbúinn í allt. DANNY KAYE í FULLU FJÖRI • • o LL munum við eftir gamanleikaranum stórkostlega, Danny Kaye. Hann er nú orðinn 72 ára og hefur litið leikið upp á síðkastið, en því meira vinnur hann að mannúðarmálum og fjársöfnun til góðgerðastarfsemi. Á meðfylgjandi mynd sjáum við Danny Kaye kynna fréttamönnum jsýningu, sem halda á þarna á leikvangi í Hollywood og ágóðinn á auðvitað 'að renna til góðra mála. „Þið skuluð sjá til, hvert einasta sæti verður upptekið hér í kvöld" sagði leikarinn hinn hróðugasti. 4 Tíminn Fjölskyldan notaði sumar- leyfið til að semja frið Það hefur oft verið stormasamt í hollensku konungsfjölskyldunni. Beatrix drottning er vjljasterk kona og fær yfírleitt vilja sínum framgcngt. Þessi viljastyrkur hennar átti t.d. vafalaust sinn þátt í bata manns hennar Klaus, sem var illa haldinn af þunglyndi fyrir nokkrum árum en virðist nú hafa náð sér. En það hafa fleiri ákveðinn og sterkan vilja í þessari fjölskyldu en drottningin. Prinsarnir Willcm Alexander, Johan Friso og Constantijn þykjast vera orðnir það fullorðnir að þeir megi hafa citthvað að segja sjálfír um það sem þeir taka sér fyrir að koma sínu fram. K RÓNPRINSINN Willem Alexander er orðinn 21 árs gamall og er búinn að ávinna sér liðsfor- ingjatign í sjóhernum. Lífið á sjón- um á svo vel við hann að hann vill helst halda áfram í sjóhcrnum. En móðir hans er á öðru máli og vísar til þess að þegar allt komi til alls eigi hann að taka við völdum af henni. Hann verði því að haga menntun sinni í samræmi við það. Nú sé tíminn kominn til að setjast að laganámi, ekki síðar en næsta vor. Johan Friso hefur líka látið í Ijós að sér finnist tími til kominn að hleypa heimdraganum. Hann er 18 ára gamall og haldinn asma eins og faðir hans, reyndar nógu slæmu til að hafa verið hafnað af sjóhernum, sem hann hefði gjarna viljað ganga hendur. Og þeir eru staöráönir í því í. Klaus prins er bundinn þessum syni sínum sérstökum böndum (þeir leika t.d. mikið saman golf) og hefði gjarna viljað hafa hann heima sem lengst. En Johan Friso het'ur látið þá cindregnu ósk í ljós við foreldra sína að komast til Bandaríkjannatil náms íhagfræði. Yngsti sonurinn, Constantijn, er ekki nema 17 ára gamall og er enn í mcnntaskóla, lýkur stúdcntsprófi næsta vor. Hann er þess vegna ekki enn farinn að valda foreldrum sínum höfuðverk með ákveðnum hugmyndum um framtíðina, sem e.t.v. falla ekki í kramið í konungs- höllinni í Haag. Það hefur vcrið slíkur ágreining- ur á drottningarheimilinu að undanförnu að haft hcfur verið eftir Willem Alexander að bcst væri að hann héldi sig að heiman sem lcngst og oftast því að: „Ég hef sina um : iÆTHoll.ndsd,.t,ni„| o* «^"5”!.."“/“ „1 ssæísst-ss - ■— aö fá einhverju að ráða um framtið sina. ekki vinnst tími til að greiða úr hversdags þegar skyldurnar kalla að úr öllum áttum. Ur fríinu komu allir sólbrúnir og sællegir. Allar deilur voru úr sögunni og allir ánæj^) . mínar eigin skoðanir, en því miður gildir það sama um móður mína!" En svo fór fjölskyldan í sumarfrí til Ítalíu og notaði tækifærið til að ræða í ró og næði um allt það sem GÓÐ HUGMYND SEM SÚRNADI Þ, , AÐ er víðar en á íslandi sem framleiðsla mjólkur hefur vaxið þjóðinni upp fyrir höfuð. I Banda- ríkjunum hafa mjólkurfram- leiðendur fallið í sömu gryfjuna - og það á hávísindalegan hátt! Vísindamenn við Cornell há- skólann hafa á undanförnum árum unnið að því á rannsóknastofunni - náttúrlega án þess að veita þv{ athygli hvað, var að gerast utan húsveggjanna - að finna aðferðir til að auka mjólkurnyt kúa. Og ekki alls fyrir löngu komu þeir sigri hrósandi út úr vinnustofunni. Þeir höfðu fundið lausnina, ákveðinn hornrón sem getur aukið nytina um heil 20%. Þeir sátu fyrir sér bylt- ingu í mjólkurframleiðslu banda- rísku þjóðarinnar. Þeir komu af fjöllum þegar upp hófstháværmótmælasöngur. Hvað átti svo sem að gera við alla þessa mjólk? Bandartkin eru nefnilega þegar komin á bólakaf í þennan dýrðarsafa og enginn veit hvað á að gera við alla þá mjólk sem þegar drýpur úr spenum kúnna. Á síð- ustu þrem árum hafa yfirvöld reitt fram sem svarar 264 milljörðum króna fyrir umframframleiðslu á mjólk og eru í hreinustu vandræð- um með hvað á að gera við allar þessar birgðir. Föstudagur 17. október 1986 Kvikmynda- sjóður kaupir sér hús Heldur mun fjárhagur Kvik- myndasjóðs vænkast á næsta ári ef marka má fjárlög. Þar er nú gert ráð fyrir 55 milljón króna fjárveitingu til sjóðsins í stað 26 milljóna árið áður. Auk þess er búist við að Kvikmynda- sjóður komist innan skamms í eigið húsnæði, en samningar standa nú yfir um kaup á húsnæði að Laugavegi 24. En þrátt fyrir þessa bót á málefn- um sjóðsins eru nokkrir fletir á málinu sem ekki allir eru jafnánægð- ir með. Er bent á að þessar 55 milljónir sem sjóðurinn hlýtur séu eingöngu lögboðnar tekjur sjóðsins, honunr ber upphæð sem samsvarar sölu- skatti af kviknryndasýningum í land- inu. Allt frá þvi sjóðurinn var stofn- aður hcfur ríkið tekið hluta af lög- boðnurn tekjurn hans til annarra þarfa. í þetta skiptið er hins vegar tekið fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1987 að 8 milljónir króna af þeim 55 milljónum sem sjóðurinn fær, skuli renna til kaupa á hentugu húsnæði fyrir Kvikmyndasjóð og Kvikmyndasafn. Þorsteinn Jónsson, formaður Fé- lags kvikmyndagerðarmanna, en fé- laginu hefur verið boðin aðstaða í nýja húsnæðinu, sagðist efast um að margir kvikmyndagerðarmenn muni samþykkja það að fé skuli tekið frá sjóðnum til húsakaupa. Persónulega fyndist sér það afskaplega hæpin ráðstöfun. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að styrkja kvikmyndagerð sem og dreifing og kynning á íslensk- unr kvikmyndum. Sigurður Sverrir Pálsson, fulltrúi Félags kvikmyndagerðarmanna í Kvikmyndasjóði sagði að þessi ráð- stöfun hefði aldrei verið samþykkt í stjórn Kvikmyndasjóðs, enda hefði hún fyrst séð unr þetta í fjárlaga- frumvarpinu. Stjórn sjóðsins hefði ekki enn komið saman til að ræða þetta mál, en skv. skilgreiningu í lögum væri það ekki hlutverk sjóðs- ins að standa í húsakaupum, það væri alveg ljóst. Þetta yrði því vænt- anlega tekið fyrir til alvarlegrar at- hugunar á næsta fundi. Knútur Hallsson, formaður Kvik- myndasjóðs og kvikmyndasafns sagði að reynt hefði verið að fá aukafjárveitingu til húsnæðiskaup- anna en ekki tekist. Aðspurður hvort ekki væri verið að grípa fram fyrir hendur sjóðsins með því að ráðstafa hluta tekna hans í gegnum fjárlög, sagðist Knútur eigi vita hvort svo væri, allir vildu húsnæði undir starfsemina. Knútur sagði að það væri að vísu hlutverk sjóðstjórnar að ráðskast með þá peninga sem sjóður- inn fengi, en þegar fjárveitingavald- ið setti svona skilyrði væri erfitt nema að hlíta því. phh „Leiðrétting“ Vegna misskilnings blaðamanns urðu þau leiðu mistök í viðtali við Guðmund Bjarnason, að ummæli hans um útflutningsbætur landbún- aðarafurða skoluðust verulega til. Efnislega voru ummæli þingsmanns- ins samhljóða því er stendur í fjár- lagafrumvarpinu. En þar stendur „að með lögum nr. 46/1985, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, var ákveðið á árunum 1986-1990 skuli varið fé í þágu landbúnaðarins sem svarar til 9% af heildarverðmæti landbúnaðarvara. Á árinu 1987 verður framlag ríkis- sjóðs 720 milljónir, sem skiptist þannig að til greiðslu uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir verður varið 480 milljónum, sem jafngildir 6% og til Framleiðnisjóðs landbún- aðar verður varið 240 milljónum, sem jafngildir 3%“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.