Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 11
10 Tíminn Föstudagur 17. október 1986 Föstudagur 17. október 1986 Tíminn 11 Stefnuræða Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra Fórnum ekki langtíma farsæld fyrir skammtíma ágóða Sú ríkisstjórn scm nú situr var mynduð til þcss að forða þjóðinni frá afleiðingum óðaverðbólgu og koma jafnvægi á efnahagsmálin. Nú eru horfur á að hvort tveggja ntuni takast. Óðaverðbólgan sem geisaði fyrrihluta ársins 1983 fór ört vax- andi. Hún hefði eflaust leitt til stöðvunar fjölmargra atvinnufyrir- tækja og mikils atvinnuleysis. Efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar var áreiðanlega teflt í tvísýriu. Komið var í veg fyrir þetta með hörðum, lögbundnum aðgerðum. Stjórnarandstæðingar ncfndu þær gcrræðislegar og árásir á kjör fólks- ins í landinu. Þeir spáðu því jafn- framt að árangur yrði enginn. Sem betur fer fór það á annan veg, enda hvort tveggja fjarri lagi. Verðbólgan lækkaði úr um 130 í 20 af hundraði á árinu 1983. Atvinnu og kjörum fólksins var bjargað frá hruni. Þetta tókst, ekki stst vegna víðtæks skiln- ings almennigs. Fólkið í landinu gerði sér grein lyrir því, að ckki yrði lengur búið við vaxandi óðaverð- bólgu og erlendar skuldir. Án slíks skilnings almcnnings hefðu þessar markvissu aðgerðir að sjálfsögðu mistckist. Pað jafnvægi, sem nú má ætla að geti orðið í elnahagsmálum þjóðar- innar, má fyrst og fremst þakka því víðtæka samkomulagi, sent náðist um kaup og kjör og efnahagsaðgerð- ir í febrúar s.l. á milli atvinnurek- enda, vcrkalýðshreyfingar og laun- þega og ríkisvalds. Þetta sam- komulag reyndist kleift annars vegar vegna batnandi ytri aðstæðna, vax- andi fiskafla, lækkandi olíuvcrðs og hækkunar á fiskverði erlendis og hins vegar vegna þeirrar festu í efnahagslífinu, sem sköpuð hefur verið með aðhaldssamri gengis- og peningamálastefnu ríkisstjórnarinn- ar. Slíkur árangur í efnahagsmálum virtist ekki líklegur, þegar ég flutti stefnuræðu ríkisstjórnarinnar fyrir einu ári. Ytri aðstæður breyttust hins vegar skyndilega til hins betra í janúarmánuði s.l. Eg taldi þá rétt að hvetja aðila vinnumarkaðarins opin- berlega til þess að taka höndum saman við ríkisvaldið og nýta batann til að ná jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar með því að koma verð- bólgu niður fyrir 10 af hundraði og draga úr viðskiptahalla, en tryggja jafnframt aukningu kaupmáttar með hóflegum kjarasamningum. Þetta var af mörgum talin óraunhæf bjart- sýni og ýmsir stjórnarandstæðingar hvöttu til mikilla launahækkana. Sem betur fer svöruðu ábyrgir for- ystumenn verkalýðshreyfingar og at- vinnurekenda ekki slíkum kröfum. Þeim er að sjálfsögðu Ijóst, að minni verðbólga og viðskiptahalli er ekki síst umbjóðendum þeirra til hags- bóta. Ábyrgir kjarasamningar Því minni ég á þetta, að einstöku stjórnarandstæðingar halda því enn fram, að ríkisstjórnin hafi verið neydd til þeirra samninga, sem gerð- ir voru í febrúar. Það er að sjálf- sögðu hin mesta firra. Þeir tókust vegna náins samráðs allra aðila og vegna þess að niðurrifsöflunum var haldið utangarðs. Kjarasamningarnir voru ábyrgir og raunhæfir. Ríkisstjórnin gerði kleift að gera þá samninga með þátttöku ríkissjóðs, sem nam 1800 milljónum króna. Því fjármagni var vel varið. Tollar og gjaldskrár opin- berra fyrirtækja voru lækkaðar, nið- urgreiðslur á landbúnaðarfurðum auknar og launaskattur og jöfnunar- gjald á raforku fellt niður. Einnig beitti ríkisstjórnin sér fyrir því, að nafnvextir voru lækkaðir án tafar í kjölfar samninganna. Slíkt hefur engin ríkisstjórn áður gert. Verð- lagseftirlit var og hert og upplýsinga- miðlun um verðlag bætt mjög. Ég er sannfærður um, að þessar aðgerðir hafa haft ómæld áhrif, bæði til þess að halda verðlagi í skefjum og til þess að draga úr fjármagnskostnaði atvinnuveganna. Einnig þykir mér rétt að minna á þá staðreynd, að vilyrði um stórfellda breytingu á húsnæðislánakerfinu eru að koma til framkvæmda. Það ntun reynast hús- byggjcndum og kaupendum til mikilla hagsbóta þegarfram í sækir. I endurskoðaðri þjóðhagsspá, sem nýlega hefur verið kynnt, kemur fram að þau markmið, sem sett voru við gcrð kjarasamninganna, munu nást, og í ýmsum tilfellum gott betur. Kaupmáttur tekna hcimilanna mun aukast töluvcrt umfram það, scm gert var ráð fyrir. Vcrður hann á þessu ári sá mesti, sem hann hefur verið í sögu þjóðarinnar. Ætla mætti, að þetta leiddi til aukins viðskiptahalla. Svo hefur þó ekki orðið. Þvert á móti er talið, að viðskiptahallinn verði um kr. 1.300 millj. minni en áður var áætlað, og aðeins 1,5 af hundraði þjóðarfram- lciðslu. Vöruskiptajöfnuður mun verða vel jákvæður. Það eru fyrst og frcmst vcxtir af erlendum skuldum, sem valda halla á viðskiptajöfnuði. Að vísu hcfur innflutningur aukist á árinu, en útflutningur hefur vaxið enn meira og, þaðsem er jafnvel enn mikilvægara, peningalegur sparnað- ur hefur aukist vcrulega umfram áætlun. Þótt háir raunvextir íþyngi atvinnuvegunum, eiga þeir, ásamt hækkandi tekjum, vafaiaust stóran þátt í auknum sparnaði. í þessum efnum þarf að rata hinn gullna meðalveg. Erlendar skuldir hafa sem hlutfall af landsframleiðslu lækkað úr 55 af hundraði 1985 í 51 af hundraði 1986, og stefnt er að lækkun í 49 af hundraði á næsta ári. Greiðslubyrði af crlendum skuldum sem hlutfall af útflutningstekjum fer einnig lækk- andi. Þótt þetta stefni í rétta átt, eru erlendar skuldir þó of miklar og varasamar fyrir þjóðarbúið. Því er það tvímælalaust eitt mikilvægasta verkefnið nú að þjóðarútgjöld vaxi sem minnst, svo að svigrúm skapist til að draga úr crlendum skuldum þjóðarinnar. Við kjarasamningana í febrúar var að því stefnt að ná verðbólgu undir 10 af hundraði á þessu ári. Flest bendir til þess, að það muni takast þrátt fyrir að krónan hafi verið látin síga um ríflega 2 af hundraði gagnvart meðalgengi frá því að samningarnir voru gerðir. Það reyndist nauðsynlegt vegna þess tekjutaps, sem fall dollarans hefur valdið fiskvinnslu landsmanna. Breytileg afkoma atvinnuveganna Um stöðu atvinnuveganna má segja, að hún sé afar breytilcg. Ýmis fyrirtæki eiga í erfiðleikum vegna skulda frá verðbólguárunum. Önnur hafa notið batnandi ástands í ríkum mæli. Með lækkuðu olíuverði og þeim samningum um fiskverð, sem gerðir hafa verið á árinu, er afkoma útgerð- arinnar betri en verið hefur um langan aldur. Er nú talið að hún sé rekin með u.þ.b. 7 af hundraði hagnaði. í fiskvinnslunni er afkoman hins vegar mjög breytileg. Með lækkun á fjármagnskostnaði hefur staðan víða batnað. Hjá u.þ.b. 20 frystihúsum er afkoman þó erfið. Sameiginlegt virðist þeim húsum, að skuldir eru mjög miklar og fjár- magnskostnaður nánast óviðráðan- legur, þótt rekstrarafkoma sé viðun- andi hjá sumum þeirra. Ríkisstjórnin hefur gert sérstakar ráðstafanir til þess að rétta hlut þeirra fyrirtækja, sem bjarga má með fjárhagslegri endurskipulagn- ingu. Áð því er unnið með skuld- breytingum í viðskiptabönkum og sjóðum og lánum frá Byggðastofn- un. í landbúnaði eru miklir erfiðleik- ar. Óhjákvæmilegur samdráttur hinnar hefðbundnu framleiöslu er vandasamur í framkvæmd og veldur bændum miklum búsifjum. Ofan á það bætist, að loðdýraræktin. sem mjög hefur verið á treyst til þess að koma í stað kjöt- og mjólkurfram- leiðslu, á við mikið verðfall að stríða á erlendum ntörkuðum. Þuðervænt- anlega tímabundið cn gcrist þegar verst kemur bændum. Þá hefur minni neysla landbúnaðarafurða innanlands aukið á vandann. í iðnaði hefur afkoman verið nokkuð breytileg eftir greinum og ekki síst eftir fyrirtækjum. M.a. hefur ullariðnaðurinn átt og á í erfiðleikum, þótt horfur hafi heldur batnað. Unnið er að fjárhagslegri cndurskipulagningu ullariðnaðarins og nauðsynlegri tækniþróun. Nýsköpun í atvinnulífinu hefur verið umtalsverð. Hefur fjármagn það, sem Rannsóknaráð ríkisinshef- ur fengið til úthlutunar, reynst mjög mikilvægt í þessu sambandi. Aftur á móti hafa viðskiptabankarnir reynst tregir til þess að veita fyrirtækjum á nýjum sviðum eðlilega fyrirgreiðslu. Helur það valdið verulegum erfið- lcikum, sem stjórnvöld geta orðið að hafa afskipti af. Að öllum líkindum ber fiskeldið hæst hinna nýju greina. Þar hafa fjölmargir aðilar hafið framkvæmdir og framleiðslu, sumir í mjög stórum stíl. Ferðamannaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum. Mikilvægi þeirrar atvinnugreinar eykst stöðugt. Þegar á heildina er litið, virðist árið 1986 munu verða íslensku þjóð- arbúi hagstætt. Viðskiptakjör hafa batnað, aukinn afli, hlýnandi sjórog markviss stjórnun hafa leitt til betri afkomu. Mjög ólíklegt er að bati á árinu 1987 verði nokkuð í líkindum við það sem nú hefur orðið. Reyndar virðist sjór hafa kólnað á ný á þessu ári. Það getur, ef langvarandi verður, boðað nýja erfiðleika í sjáv- arútvegi. Fremur virðist hætta á, að olíuverð muni fara hækkandi á næstu misserum og gengi dollarans gæti enn fallið. Hins vegar gæti orðið verðhækkun á íslenskum afurðum og vextir gætu enn lækkað. Þegar á heildina er litið, virðist því óhætt að gera ráð fyrir, að viðskiptakjör verði á árinu 1987 svipuð og þau eru nú. í því sambandi er þó vert að minna á óvenju mikla óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum, einkum vegna þeirrar spennu, sem stórfelldur hallabúskapur í Bandaríkjunum veldur, og þá staðreynd, að hægt hefur á hagvexti í heiminum á þessu ári, þvert á vonir s.l. vor. Vegna batnandi ástands sjávar undanfarin 2 ár og því góðs ástands mikilvægustu fiskstofna, má gera ráð fyrir að botnfiskafli geti aukist nokkuð, e.t.v. um 4-5 af hundraði á næsta ári. Aftur á móti eru markaðir fyrir loðnu- og stldarafurðir ekki álitlegir og getur því brugðið til beggja vona um afrakstur af þeim, þótt stofnanir séu sterkir. Þegar á heildina er litið, er talið að lands- framleiðsla geti aukist um 2 af hundraði á árinu 1987. Á grundvelli þess bata, sem orðið hefur á þessu ári, og þeim horfum, sem ég hef lauslega lýst, er þjóðhags- áætlun ríkisstjórnarinnar byggð. Með efnahagsstefnunni 1987 ’ hyggst ríkisstjórnin ná eftirgreindum fjórum meginmarkmiðum: Markmiðin 1. Verðhækkanir frá upphafi til loka árs 1987 verði ekki meiri en 4-5 af hundraði. 2. Atvinna verði næg, en betra jafn- vægi og minni spenna verði á vinnumarkaði. 3. Vöxtur þjóðarframleiðslu og þjóðarútgjalda haldist í hendur og verði nálægt 2 af hundraði á árinu 1987. 4. Viðskipti við útlönd verði sem næst hallalaus og hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu og gjaldeyristekjum lækki. Takist að ná þessum markmiðum, má verja þann kaupmátt ráðstöfun- artekna og þau góðu lífskjör, sem náðst hafa á árinu 1986. Ríkisstjórn- in telur jafnframt að innan þessa ramma rúmist lagfæring á kjörum þeirra, sem búa við lakari kaupmátt kauptaxta og lökust kjör, og á það beri að leggja áherslu. Aukist hins vegar ráðstöfunar- tekjur heimilanna í heild umfram 2,5 af hundraði, er hætt við að markmiðin náist ekki nema sparnað- ur aukist þeim mun meira. Einkum er þó hætt við, að halli á viðskiptum við útlönd verði óviðunandi, verð- bólga magnist og erlendar skuldir hækki á ný. Af þessum ástæðum virðist nauð- synlegt að vöxtur útgjalda þjóðar- búsins verði í heild innan við 2 af hundraði. Ríkisstjórnin mun miða stefnu sína í fjármálum og peninga- málum við þetta markmið. Til þess er óhjákvæmilegt að fylgt verði sömu aðhaldsstefnu í gengismálum og ver- ið hefur á þessu ári. Það mun verða gert á meðan þessi ríkisstjórn situr. Stöðugt gengi er forsenda minnk- andi verðbólgu og jafnvægis í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Því aðeins er gengisfelling rétt- lætanleg, að skilyrði í þjóðarbú- skapnum versni mjög og stöðvun útflutningsatvinnuveganna virðist framundan. Þær aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Mönnum ætti auk þess að vera Ijóst, að undanhald í gengi færir fyrirtækjum sem skulda • mikið erlendis aðeins mjög skamm- vinnan bata, ef aðrir kostnaðarliðir innanlands hækka í kjölfarið. Ef þjóðarútgjöld eiga ekki að aukast umfram 2 af hundraði og þensla og launaskrið að minnka, verður rtkissjóður að stilla útgjöld- um sínum í hóf. Með því frumvarpi til fjárlaga, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, er að þessu stefnt. Þó er Ijóst, að teflt er á tæpasta vaðið með aukinni samneyslu og fjárfestingu hins opinbera. Hert viðurlög við skattsvikum Gert er ráð fyrir að halli á ríkis- sjóði á árinu 1987 verði kr. 1.500 milljónir. Hann stafar nær eingöngu af því, sem ríkissjóður lagði til kjarasamninganna í febrúars.l. Þótt slíkur halli sé umtalsverður, er hann þó verulega minni en á þessu ári. Án aukinna tekna ríkissjóðs mun reyn- ast erfitt að ná hallalausum fjárlög- um á næstu árum. Gert er ráð fyrir að tekjuskattur lækki um 300 milljónir króna. Er þannig enn eitt skref stigið til þess að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum. Hins vegar er ráðgert að leggja orkuskatt á innflutta orku. Hin mikla lækkun á olíuvörum hefur leitt til mun meira tekjutaps ríkis- sjóðs en gert var ráð fyrir í kjara- samningunum í febrúar. Ríkis- stjórnin telur því eðlilegt að leggja á tímabundinn orkuskatt, sem gæfi ríkissjóði u.þ.b. 600 milljónir króna. Er það svipað og gert hefur verið víða erlendis eftir að olíuverð féll. Þá er gert ráð fyrir, að framkvæmd skattalaga verði bætt, og innheimtan hert. Á þessu þingi verða lögð fram frumvörp um hert viðurlög við skatt- svikum og um ýmsar aðrar endur- bætur í skattamálum, sem unnar eru m.a. á grundvelli tillagna nefndar, sem kannaði skattsvik og lagðar voru fram á Alþingi með skýrslu fjármálaráðherra s.l. vor. Með því að fylgja þessum málum eftir af fullkominni einurð, er það sannfæring mín, að stórlega megi draga úr skattsvikum og þar með draga verulega úr halla ríkissjóðs. Erfitt er þó að áætla um hve stóra fjárhæð geti orðið að ræða. Gert er ráð fyrir því, að halli á ríkissjóði verði á árinu 1987 að öllu leyti brúaður með innlendri lántöku og afborganir af erlendum lánum að nokkru lækkaðar. Ný erlend lán hins opinbera verða um 2.550 milljónir króna en afborg- anir af eldri lánum verða 2.930 milljónir króna. Þannig mun hið opinbera minnka erlendar skuldir sínar á næsta ári. Vegna mikillar innlánsaukningar hefur ráðstöfunarfé bankanna aukist verulega og sömuleiðis bundið fé í Seðlabankanum. Þessi staða veitir svigrúm til að draga úr erlendum lántökum og leita í ríkara mæli eftir lánsfé innanlands. Því er gert ráð fyrir, að viðskipta- bankarnir kaupi ríkisskuldabréf fyrir 1.650 milljónir króna. Auk þess er ráðgert að viðskiptabankarnir kaupi veðskuldabréf af lánastofnunum fyr- ir a.m.k. 400 milljónir króna. Til þess að auðvelda þeim þetta, verður bindiskylda lækkuð, eins og fyrirheit voru gefin um á síðasta þingi við afgreiðslu íslands. laga um Seðlabanka Raunvextir lækka í heild er einungis gert ráð fyrir lántökum erlendis, nettó, að upp- hæð 1.500 milljónir króna. Er það minni aukning erlendra lána en um langt árabil. Ríkisstjórnin telur, að umræddur halli á ríkissjóði muni ekki stofna í hættu því markmiði, að viðskipta- jöfnuður náist á árinu 1987, enda fari peningalegur sparnaður vax- andi. Til þess að stuðla að því mun ríkisstjórnin áfram leggja áherslu á jákvæða raunvexti. Meðminni verð- bólgu munu nafnvextir að sjálfsögðu verða lækkaðir. Þó er gert ráð fyrir að raunvextir lækki nokkuð frá því, sem þeir eru nú, til samræmis við vexti í helstu viðskiptalöndum okkar. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að þótt ný bankalöggjöf veiti viðskiptabönkunum aukið frelsi til þess að ákveða vexti, er gert ráð fyrir því, að ákvarðanir um vexti verði háðar samþykki bankaráða, sem við ríkisbankana eru kosin af Alþingi. Einnig gera lög um Seðla- banka íslands ráð fyrir því, að hann geti, með heimild ráðherra, tryggt að raunvextir hér á landi verði ekki hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar íslendinga. Þótt ríkisstjórnin telji óhætt, með tilliti til þess jafnvægis sem náðst hefur á árinu, að slaka á bindingu og stuðla að lækkun raunvaxta, er að- hald í peningamálum eftir sem áður óhjákvæmilegt á meðan svo mikil þensla ríkir í þjóðfélaginu sem nú er. Við það að verðbólga fer vel niður fyrir 10 af hundraði, mun verða unnt að koma heilbrigðari skipan á ýmis- legt í peninga- og efnahagsmálum þjóðarinnar. M.a. erþá tímabært að athuga, hvort ekki er rétt að afnema alla vísitöluviðmiðun fjármagns og annarra skuldbindinga. Eftir kjarasamningana í febrúar s.l. var verðlagseftirlit hert og al- menningi veittar stórauknar upplýs- ingar um verðlag. Þessu mun verða haldið áfram. Verðlagsstofnun mun með athugunum sínum stuðla að lægra verðlagi, bæði í heildsölu og smásölu. Með þeim megin leiðum, sem ég hef lýst, telur ríkisstjórnin að takast megi að ná þeim markmiðum í efnahagsmálum, sem hún hefur sett sér. Forsenda þess er þó, að kjara- Tímamynd Sverrír. samningar um næstu áramót verði innan þess ramnia. Aðstoð við atvinnugrein- ar sem eiga í erfiðieikum Um leið og góður byr er notaður til þess að ná jafnvægi í efnahagsmál- um, er óhjákvæmilegt að nýta batn- andi þjóðarhag til þess að bæta afkomu þeirra atvinnugreina, sem enn eiga í rekstrarerfiðleikum eftir verðbólgu undanfarinna ára. Eins og ég hef áður sagt, er undanlátssemi í gengi mjög tak- mörkuð eða engin lækning í þessum tilfellum. Ríkisstjórnin mun í þess stað leggja áherslu á fjárhagslega endurskipulagningu með lengingu lána, með sem minnstum afborgun- um fyrstu árin, auknu eigin fé og lækkun fjármagnskostnaðar. Á það mun verða lögð áhersla við við- skiptabankana, að hluti af auknu ráðstöfunarfé þeirra verði nýttur til fjárhagslegrar endurskipulagningar þeirra fyrirtækja, sem eru í viðskipt- um við viðkomandi banka. Jafn- framt er gert ráð fyrir því, að stofnfjársjóðir og Byggðastofnun taki þátt í þessu verki. Vegna fisk- vinnslunnar eru Byggðastofnun ætl- aðar kr. 300 milljónir í þessu skyni á lánsfjáráætlun ársins 1987. Ráð- stöfun þess fjármagns er þegar hafin. Breytingu framleiðsluhátta í land- búnaði mun verða fram haldið í samræmi við nýleg lög um fram- leiðslu landbúnaðarafurða o.fl. Minni neysla, einkum lambakjöts, og óvænt verðfall skinna veldur meiri erfiðleikum en gert var ráð fyrir. Ekki virðist álitlegt að þeir bændur, sem áfram framleiða mjólk og lambakjöt, dragi almennt saman búskap umfram það, sem orðið er. Því gera nýlegir samningar ríkis og bænda ráð fyrir nýjum leiðum. Nauðsynlegt er að taka í ríkara mæli en gert hefur verið tillit til aðstæðna, t.d. landgæða og landeyðingar. Að- stoða þarf bændur, sem búa á svæð- um þar sem hætta er á landspjöllum, til að taka upp aðrar búgreinar eða hætta búskap, ef þeir kjósa. Vísa ég í þessu sambandi til athyglisverðrar skýrslu um landnýtingu, sem nýlega er komin út á vegum landbúnaðar- ráðuneytis. Jafnframt er óhjákvæmi- legt að veruleg breyting verði á framleiðslu landbúnaðarafurða. Neysluvenjur fólks hafa breyst mjög og munu enn breytast. Bændur og vinnslustöðvar verða að kappkosta að koma til móts við kröfur neyt- enda. Ljóst er jafnframt, að ekki nægir að hafa stjórn á aðeins einum þætti kjötframleiðslunnar. Framleiðsluna aila verður að samræma. Það er bæði neytendum og framleiðendum til góðs, og hagkvæníast fyrir þjóðar- búið. Um það þurfa íramleiðendur að fjalla. Nýsköpun í atvinnulífinu Af öðrum þáttum atvinnulífsins, sem unnið er að, vil ég nefna eftirfar- andi: Gert er ráð fyrir að viðræðum um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði Ijúki fljótlega. Verði ákvcðið að ráðast í það fyrirtæki, verða samstarfssamningar ríkis- stjórnarinnar og fyrirtækisins Rio Tinto Zink Mctals lagðir fyrir AI- þingi til staðfestingar, að öllum lík- indum á þessu haustþingi. Áfram er haldið athugunum á stækkun álvers- ins í Straumsvík og þar með nýtingu þeirrar ágætu aðstöðu sem þar er. Um orkufrekan iðnað, sem svo er nefndur, vil ég þó taka fram, að horfur í heiminum almennt eru ekki sérstaklega hagstæðar fyrir hann. Því getur svo farið, að lítið verði um framkvæmdir á þessu sviði hér á landi á næstunni. Orkunotkunin hefur aukist hægar á undanförnum árum en áður var, og spáð hafði verið. Því hafa orku- spár verið endurskoðaðar, og orku- framleiðsla og sala löguð að nýjum aðstæðum. Þótt hagur einstakra hitaveitna sé mjög erfiður vegna mikilla og óhagstæðra skulda, hefur hagur annarra orkufyrirtækja farið batnandi. Því hefur reynst unnt að lækka raunverð orku frá Landsvirkj- un til almenningsveitna urn 39 af hundraði síðan það var hæst 1983. Vegna lítillar orkuaukningar get- ur svo farið að ákveðið verði að fresta Blönduvirkjun enn nokkuð, einkum ef niðurstaða verður sú, að kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði verði ekki reist á næstunni. Ríkisstjórnin mun áfram kapp- kosta að örva nýsköpun í atvinnulíf- inu. Fjármagn það, sem Rann- sóknaráð ríkisins liefur haft til styrk- veitinga til rannsókna í þágu ný- sköpunar, hefur reynst ákaflega mikilvægt í þessu sambandi. Gert er ráð fyrir því, að á þessu þingi verði lagt fram frumvarp til laga um sjóð þennan og starfsemi Rannsóknaráðs almennt o.fl. Á vegum iðnaðarráðherra er í undirbúningi frumvarp til laga um einkaleyfi, það á að bæta starfsskil- yrði hugvitsmanna og auðvelda þeim að njóta eðlilegs hagnaðar verka sinna. Komið hcfur í ljós, að þörf fyrir áhættufjármagn er mjög mikil, eink- um á fyrstu árum nýrra fyrirtækja. Gegnir Þróunarfélag íslands í því sambandi mikilvægu hlutverki. í ýmsum tilfellum getur samstarf við erlenda aðila, scm búa yfir þekkingu og tækni, leyst mikinn vanda. Um það eru reglur nú óljósar, brcytilegar frá einni atvinnugrein til annarrar, jafnvel svo að forræði fslendinga, þar sem það er nauðsynlegt, er ekki tryggt og heimildir til að veita leyfi og undanþágur í höndum margra. Því er nauðsynlegt að endurskoða reglur, sem gilda um þátttöku er- lendra aðila í fslenskum atvinnufyr- irtækjum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir þvf, og þá hafa í huga að samstarf við erlenda aðila á ýmsum sviðum getur verið mikilvægt og fullkomlega eðlilegt, en tryggja verður að íslcndingar sjálfir hafi óskert forræði yfir atvinnulífi landsins. Byggðastefna og náttúruvemd Af mörgum öðrum mikilvægum verkefnum, sem unnið er að, vil ég nefna nokkur. Lengi hefur uppstokkun banka- kerfisins verið á dagskrá. Það verk hefur gengið seint, enda mörg Ijón á veginum. Ýmsir virðast jafnvel þeirr- ar skoðunar, að ekki sé rétt að fækka ríkisbönkum Erfiðleikar Útvegs- bankans krefjast þcss þó. Málið getur ekki dregist lengur. Viðskipta- ráðherra hefur lýst þeim leiðunt, sem til greina koma. Þær eru nú í ýtarlegri skoðun. og mun niðurstað- an lögð fyrir Alþingi á þessu haust- þingi. I tíð þessarar ríkisstjórnar hefur mikil breyting orðið á húsnæðislána- kerfinu. Lánin hafa verið lengd og hækkuð til muna. Á næstu mánuðum verður áhersla lögð á að þeir sent byggja eða kaupa í fyrsta sinn hafi forgang. í því sambandi verður að hafa í huga. að of mikil þensla í byggingaiðnaði getur reynst efna- hagslífinu skaðleg og stofnað í hættu því jafnvægi, sem nú cr í sjónmáli. Svipað má segja um málefni þroskaheftra. Fjármagn til þess málaflokks hefur verið stórlega auk- ið og heimilum og aðstöðu verið komið upp víða um land. Þetta er mikið gæfuspor. Uppbyggingu á þessu sviði verður haldið áfram á meðan þessi ríkisstjórn situr. Byggðanefnd þingflokkanna hcf- ur skilað athyglisverðri skýrslu. Ýmsar tillögur, sem þar eru gerðar. hljóta þingflokkarnir og ríkisstjórn- in að ræða. Undaníarin ár hefur orðið mikil byggðaröskun. Því verð- ur að breyta. Það er þjóðinni allri fyrir bestu. Að sjálfsögðu er það einnig verk- efni Byggðastofnunar að gcra tillög- ur og áætlanir til úrbóta. Með vísun til umræddrar skýrslu hef ég óskað eftir að gerðar verði áætlanir um aðgerðir, sem stuðlað geti að jafn- vægi í byggð landsins. í samkomulagi stjórnarflokkanna frá 25. maí 1983 segir: „Sett verði lög um umgengni á landinu. verndun náttúru og auðlinda." Að framkvæmd þessa samkomu- lags hefur verið unnið, en því miður ekki náðst samstaða enn. Á grund- velli tillagna, sem ég hef lagt fram í ríkisstjórn, geri ég mér nú vonir um, að frumvörp þessa efnis verði lögð fyrir þingið fljótlega. Þetta er afar mikilvægt mál. Við íslendingar búum í landi, þar sem gróður og dýralíf er mjög viðkvæmt. Þetta þurfum við þó hvort tveggja að nýta okkur til framfæris. Það verðum við að gera af fullri skynsemi. Við eigum að kappkosta að skila betra landi til afkomenda okkar en við tókum við. Því miður hefur ekki verið svo um aldirnar. Trjágróðri var nær gjörsamlega eytt, og víða cr landið uppblásið. Þótt myndarlegt átak sé gert til þess að græða landið á ný, fer því víðs fjarri að þeirrar varúðar sé gætt, sem landið krefst. Við íslendingar erum svo lánsamir að búa í tiltölulega hreinu og ómeng- uðu landi. Við verðum lítið vör við súrt regn, sem nú eyðir skógum og vötnum á stórum svæðum í Evrópu. Eyðingar kjarnorkunnar hefur held- ur ekki gætt hér. Við megum þó ekki vera svo blind að ætla, að þannig muni það verða um alla eilífð. Á meðan mengunin vex hröðum skrefum, færist hún stöðugt nær. Þessi mál getum við því ekki látið lengur afskiptalaus á erlendum vett- vangi. Við hljótum að styðja þá kröfu, að stórlega verði dregið úr hættu á mengun frá kjarnorkuverum og iðnaði og slíkt sett undir alþjóð- legt eftirlit. Til þess að á okkur verði hlustað, þurfum við að koma okkar eigin málum í gott lag. Óbreytt utanríkisstefna Að morgni 29. september s.l. gengu sendiherrar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna á minn fund og báru fram þá ósk frá æðstu mönnum risaveldanna, að þeim yrði heimilað að halda fund sinn hér dagana 11. og 12. október. Það samþykkti ég án 'tafar, enda íslandi með því sýnt einstætt traust og virðing. Við fundi valdamestu manna heims bindur hrjáður heintur helst vonir um það, að horfið verði af braut hins vitfirrta kjarnorku- kapphlaups og þjóðirnar taki þess í stað hönduin saman í sókn til betri sambúðar og betra mannlífs. Að sjálfsögðu var Ijóst, að fundi þessum myndi fylgja mikið umstang og fyrirhöfn, sem og varð, en með honum lögðu íslendingar fram mikilvægan skerf til friðarumleitana þjóðanna. í utanríkismálum mun ríkisstjórn- in fylgja söniu stefnu og gert hefur verið. Hún telur mikilvægt að varn- arsamtök vestrænna þjóða séu sterk, svo að þau megni að viðhalda því jafnvægi, sem verið hefur í Evrópu í meira en 40 ár. Þetta er ekki síst mikilvægt nú, þegar vonir eru bundnar við árangur í viðræðum stórveldanna, sem íeiði til gagn- kvæmrar afvopnunar. Hið sama gildir um veru varnar- liðsins hér á landi. Þótt við viljum landiö sem fyrst án erlends hers, er vera hans hér liður í þessu jafnvægi, sem ríkisstjórnin telur ekki rétt að raska eins og nú er ástatt. 1 samskiptum íslendinga og Bandaríkjamanna hafa hinsvegar orðið nokkrir erfiðleikar. Lausn virðist þó í augsýn á deilu um flutninga fyrir varnarliðið. Því ber að fagna. Við íslendingar viljum góð samskipti við Bandaríkjamenn eins og aðrar þjóðir en munum standa fast á okkar rétti og engan yfirgang þola. Lítið má út af bera Mcð þeirri þjóðhagsáætlún, sem dreift hefur verið á Alþingi, er kafli um horfur 1988-1991. Eins og gert var í síðustu þjóðhagsáætlun, er þarna lcitast við að líta frani á veg. Nauðsyn á því kcmur m.a. glöggt fram í dæmuni, sem sett eru fram í þessum kafla. Þarsést, að mjög lítið má útaf bcra til þess að sú bjarta mynd, sem nú blasir við í efnahags- málum, vcrði dökk. Aflabrestureða óhagstæð viðskiptakjör geta gjör- breytt þeirri þróun, sem verið hefur að undanförnu. Jafnvel þótt tækist við slíkar aðstæður að halda verð- bólgu í skcfjum, sem er vafasamt, er hætt við að erlendar skuldir ykjust á ný hröðum skrefum. Vonandi verða næstu árin hagstæð. íslendingar vita hins vcgar af gamalli reynslu, að aflabrestur verður aftur og viðskiptakjörin versna. Því er afar mikilvægt, að þjóðin noti nú vel þann bata, sem orðinn er, til þess að styrkja grund- völlinn og lækka erlendar skuldir. Á mínum vegurn er nú að Ijúka framtíðarkönnun, sem nær allt fram Jtil ársins 2010. Að þessu verki hefur undanfarin tvö ár unnið fjöldi áhuga- samra manna, sem verðskulda þakkir. Niðurstöður þessarar merku könnunar verða á næstunni kynntar almenningi. Það er von mín að um þær verði mikið rætt og fjallað, því mikilvægt er að horfa lengra fram á veg en áður hefur verið gert. Að sjálfsögðu eru framtíðarspár til langs tíma miklum erfiðleikum háðar og munu reynast rangar í ýmsum atriðum. Engu að síður er slík vinna ákaflcga mikilvæg. Sumt er all traust, eins og t.d. spár um mannfjölda og aldursdreifingu. Af slíkum staðreyndum má draga mikinn lærdóm um áhrif á þjóðfélag- ið í heild, sem nauðsynlegt er að hafa í huga ef menn vilja komast hjá því að fljóta sofandi að feigðarósi. Aðrar hugmyndir um framtíðina eru meira byggðar á mati kunnáttu- manna. Þær þarfþóeinnig að skoða. Það gerir okkur kleift að búa okkur undir hið líklega en vera þó viðbúin hinu óvænta. Þannig getum við best búið í haginn fyrir framtíðina. Ég hef fylgst með þessu verki og er sannfærðari um það nú en nokkru sinni fyrr, að framtíð lands og þjóðar getur orðið góð og björt, ef við föllum ekki í þá gryfju að fórna langtíma farsæld fyrir skammtíma ágóða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.