Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn ÍÞRÓTTIR lllll Frá GuAnuindi Fr. Jónassyni í London: ■ Allt bendir mí til að Jesper Olsen fari frá Manchester United eftir að Remi Moses sló hann niður á æfingu um daginn með þeim afleiðingum að sauma þurfti 11 spor kringum annað auga hans. A.m.k. tvö lið hafa gert tilboð í Olsen, Borussia Mönchengla- dbach og Lille Frakklandi. ■ Knattspyrnumaður sem spil- ar með áhugamannaliði í Eng- landi hefur verið útilokaður frá knattspyrnu til frambúðar fyrir að ráðast á dómara, og ekki nóg með það því þegar honum hafði verið vikið af leikvelli réðst hann á bíl dómarans og hálf eyðilagði hann. ■ Þrír leikmenn hjá Chelsea eru komnir á sölulista, það eru þeir Joe McLaughlin, David Spe- edie og Nigel Spackman. Heyrst hefur að Liverpool hafi áhuga á þeim síðastnefnda. ■ Terry Fenwick Oueens Park Rangers sem lék með enska landsliðinu í Mexíkó hefur farið fram á að verða seldur. Manc- hester United og Glasgow Ran- gers hafa sýnt áhuga. ■ Neale Cooper Aston Villa sem keyptur var frá Aberdeen í vor hefur átt við meiðsli að stríð og ekki getað spilað með í haust en hann er nú allur að hressast og erfarinn aðspila með varaliðinu. ■ Mark Hateley og Ray Wilkins sem spila nteð ítalska liðinu AC Mílano hafa ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið, áhorfendur hafa úað á þá á vellinum og þeim hefur ekki gengið vcl. Föstudagur 17. október 1986 Fjörutíu stiga munur Þeir félagar Gylfi Þorkelsson og Sigurður Ingimundarson sem hér sjást slást um knöttinn þcgar Gylfi lék með ÍR leika nú báðir með Keflavík og skoruðu samtals 21 stig í gærkvöld. Jafntefli í Þýskalandi Vestur-Þjóðverjar og Spánverj- ar gerðu jafntefli 2-2 í vináttuleik í knattspyrnu í Hannover í Þýska- landi í fyrrakvöld. Spánverjar tóku forystuna rétt fyrir leikhlé með marki Emilio Butragueno. Eftir skot hans fór knötturinn í varnarmann Þjóð- verja og þaðan í markið án þess að Tony Schumacher kæmi vörnum við. Herbert Waas jafnaði fyrir Þjóð- verja er 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, einlék gegnum vörnina eftir að hann hafði fengið knöttinn með hælspyrnu frá nýlið- anum Wolfram Wuttke. Níu mínútum síðar skoruðu Þjóðverjar aftur. Uwe Rahn skall- aði knöttinn í markið eftir fyrirgjöf Tómasar Bertholds. Það var svo úr vítaspyrnu sem jöfnunarmark Spánverja kom 12 mínútum fyrir leikslok. Andoni Goikoetxea skoraði úr vitaspyrn- unni sem var dæmd eftir að Júrgen Kohler braut á Julio Salinas innan vftateigs. Af þeim 14 leikmönnum sem léku þennan leik fyrir Þjóðverja voru 10 yngri en 25 ára og er greinilegt að Beckenbauer ætlar að halda áfram leit að nýju stórliði. Spænska liðið var hinsvegar óbreytt frá því í sumar. í leik IBK og Fram í Keflavík Hann var ekki mikið fyrir augað körfuknattleikurinn sem boðið var uppá í Keflavík í gærkvöld. I fyrri hálfleik voru bæði lið slök en Kefl- víkingar hrcsstust er leið á leikinn. Þegar liðnar voru 15 mínútur af fyrri hálfleik voru Framarar yfir, 27-23 en það sem eftir lifði hálfleiks- ins skoruðu Keflvíkingar 18 stig gegn tveimur og var staðan í leikhléi 41-29 þeim í hag. Það sama var uppi á teningnum í upphafi fyrri hálfleiks, fyrstu 10 mínúturnar skoruðu Framarar aðeins 6 stig. Lokatölurnar urðu 86-46 fyrir ÍBK, algerir yfirburðir þrátt fyrir að „varalið" IBK spilaði síðustu mínúturnar. Allir 10 leik- menn Keflvíkinga komu inná og allir komust þeir reyndar líka á blað í stigaskorun. Hinsvegar sáu 5 leik- menn um að skora stigin fyrir Fram. Stigaskorunin skiptist annars þannig niður: ÍBK: Guðjón Skúla- son 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur, Sigurður Ingimundarson 15 stig, Jón Kr. Gíslason 15 stig (öll í fyrri hálfleik), Hreinn Þorkelsson9, Falur Harðarson 8, Gylfi Þorkelsson 6, Matthías 6, Ólafur Gottskálksson 4, Ingólfur 2, Skarphéðinn 2. Fram: Þorvaldur Geirsson 12, Ómar Þráinsson 11, Jón Júlíusson 11, Jóhann Bjarnason 9, Guðbrand- ur Lárusson 3 stig. KRvannKeflavík KR sigraði ÍBK með 50 stigum gegn 47 í leik liðanna í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld. Staðan í leikhéi var 29-21 KR í hag. Þetta er fyrsti leikur þessara liða í deildinni en auk KR hafa IR og ÍS unnið einn leik. Urvalsdeildin í körfuknattleik: ■ Og í lokin má svo bæta því við að Manchester United er í efsta sæti í körfuboltanum í Eng- landi. Það er vonandi að sú vitneskja hressi upp á aðdáendur liðsins eftir slakt gengi á knatt- spyrnuvellinum í haust. ■ Jón G. Bjarnason knatt- spyrnumaður hefur tilkynnt fé- lagaskipti úr KR í ÍR sem leikur nú í 2. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Jón lék lítið með KR síðastlið- ið sumar en árið á undan varð hann þekktur eftir að „Jónsmál- ið“ sem við hann var kennt kom upp. Körfuknattleikur: Spennandi í Grindavík lR-ingar sigruðu Grindvíkinga með 71 stigi gegn 70 í æsispennandi leik liðanna í 1. deildinni í körfu- knattleik í Grindavík í gærkvöld. Staðan í leikhlé var 36-34 Grind- víkingum í hag og á síðustu niínút- unni var staðan 70-69 Grindvíking- um í hag. Þá fengu þcir bónusskot sem Guðmundur Bragason tók. Hann hitti ekki, I R-ingar brunuðu í hraðaupphlaup og Jón Örn Guð- mundsson skoraði úr því á síðustu sekúndum leiksins og tryggði sínum mönnum þar með nauman sigur. Jón Örn skoraði mest ÍR-inganna, 20 stig en Vignir Hilmarsson skoraði 10 stig. ÍR liðið var nokkuð jafnt að getu. Hjá Grindavík skoraði Hjálmar Hallgrímsson mest, 17 stig en Guð- mundur Bragason skoraði 16 stig. ÍR-ingar eru þá með 6 stig í deildinni að loknum fjórum leikjum og eru langefstir, hafa að vísu leikið flesta leiki líka. Grindvíkingar eru með 2 stig eftir 2 leiki. Handknattleikur, 3 deild: Selfyssingar sigruðu ÍK Fró Sveini Helgasyni á Selfossi: Selflyssingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í 3. deildinni í handbolta. Á miðviku- dag sigruðu þeir ÍH á heimavelli með 25 mörkúm gegn 16 og virðast þeir til alls líklegir í vetur. Leikurinn var jafn framanaf og í leikhlé var staðan 10-8 Selfossi í hag. Þegar leið á seinni hálfleik tóku heimamenn hinsvegar við sér og yfirspiluðu þá ÍH menn. Árnór Friðþjófsson var marka- hæstur í Selfossliðinu með 6 mörk en Einar Guðmundsson var næstur með 5. Selfyssingar eru efstir í 3. deild en ÍS hefur einnig 4 stig. Þeir hafa leikið þrjá leiki. Ertu að byggja upp Tímlnn SIÐUMULA 15 686300 líkamann? Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Rauðagerði Borgargerði Sogavegur Einimelur Hofsvallagata Melhagi Neshagi Fornhagi Kvisthagi Ægissíða Hjarðarhagi Hafðu samband.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.