Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. apríl 1987 Tíminn 9 ||| FURÐUR HIMINS Bæði sýnilegar og ósýnilegar A. Himnadjásnin tvö, Mars og Júpíter I. Mars og Júpíter Fagurt var út að líta að kvöldi fimmtudagsins þann 18. desember 1986. Stjörnurnar ljómuðu í allri sinni dýrð, hvert sem litið var um hvelf- ingu himins. Tvær voru þó stjörnur, sem drógu að sér sérstaka athygli allra þeirra er til himins horfðu á þessu kyrra kvöldi. Og er ég stóð úti og horfði á þessi djásn himnanna, þá datt mér í hug, að hér væru eins- konar jólastjörnur á ferð, því jólin voru nú alveg á næsta leiti. Ekki voru þetta sólstjörnur eins og allar hinar, heldur voru hér, jarðstjörn- urnar Júpíter og Mars og voru nú í suðri, mjög nálægt hvor annarri. Þær voru í Vatnsberamerki. Júpíter var um þessar mundir bjartasta stjarna himins, geislandi hvítu ljósi, sem raunar er endur- kast birtunnar frá sólunni. Mars ber rauða birtu og er miklu daufari að sjá þótt mjög margfald- lega sé hann nær okkur heldur en Júpíter. Sýndarbilið á milli Mars og Júp- íters var mjög stutt þetta kvöld, ekki meira en svo sem tungls- breidd, og stóðu hvor fyrir ofan annan. Mars var sá efri. Báðir stefndu þeir til austurs, miðað við hinar fjarlægu sólstjörnur, en Mars þó miklu hraðar, vegna nálægðar hans, við Sól og Jörð, og breytir því afstöðu sinni lítilsháttar dag frá degi og fjarlægist Júpíter í austur- átt. Fróðlegt er að vita nokkur deili á þessum tveim himinhnöttum, sem um þessar mundir draga svo mjög að sér athygli okkar á hverju heiðskíru kvöldi. Báðir eru hnettir þessir reiki- stjörnur og ganga umhverfis sólina, rétt eins og okkar jörð. En þeir eru. fjær sólu og ganga því hægar á braut sinni, og eru lengur að fara þverja hringferðk II. Mars Mars er næsti fylgihnöttur sólar utan við braut jarðarinnar. Meðal- fjarlægð hans frá sólu er 228 milj- ónir km, brautarhraði 24 krn á sek., og það tekur hann 687 daga að fara eina umferð um sólu. ÞvermálTians er 6787 km og eðlis- þynd 3,9 (vatn 1) og hann snýst einn snúning um sjálfan sig á rúmum 24 klst. Maður sem vegur 75 kg á jörðunni mundi vega aðeins 26,25 kg á Mars. Til samanburðar við þessi atriði um Mars má nefna hliðstæð atriði um jörðina. Meðalfjarlægð hennar frá sólu er 150 miljón km, braut- arhraði 30 km ásek., umferðartími um sólu 365,25 dagar, þvermál um miðbaug 12.756 knt. Þá má enn geta þess að stysta bil, sem orðið getur milli Mars og Jaðar er 56,2 milj. km en lengst um 400 milj. km. Gígar og eldfjöll Fyrir tilbeina gervihnatta hefur á síðari árum tekist að fá miklar og merkilegar upplýsingar um yfir- borðið á Mars. Mjög er það þakið gígum, stórum og smáum. Eru fjölmargir þeirra eða jafnvel flestir taldir myndaðir af falli loftsteina, en aðrir af eldsumbrotum á hnett- inum sjálfum. Stórbrotin eldfjöll eru víða, og sum þeirra ærið vöxtu- leg. Þarna er stærsta eldfjall, sem vitað er um í sólhverfinu, Olympus Mons (Ólympusfjall) og gnæfir 25 km upp yfir láglendið í kring. Gígurinn á tindi fjallsins er um 70 uð af rennandi vatni, þótt erfitt sé að skilja, hvernig slíkt hefur gerst, þar sem ekkert vatn er nú til á hnettinum í fljótandi ástandi, enda hiti við yfirborð mjög lágur (langt undir frostmarki að jafnaði), vegna fjarlægðar frá sólu, og loftið ákaf- lega þunnt og efnislítið (loftþyngd við yfirborð aðeins 6 millibör, móts við 1000 mb. á jörðunni). Marstunglin tvö Um Mars ganga tvö lítil tungl, bæði mjög óregluleg að lögun og alsett gígum. Hið stærra, Phobos, er svo nálægt að það gengur eina umferð um hann á 7 klst. og 39 mín. Fjarlægð aðeins 9270 km, þvermál 20x23x28 km. Hitt tunglið, Deimos, er mun fjær og gengur um Mars, á 30 klst. og 21 mín. Fjarlægð 23.400 km. Þvermál 10x12x16 km. Margar ævintýrasagnir hafa ver- ið samdar um Mars, og gert ráð fyrir háþróuðu menningarlífi. „Prínsessan á Mars“, sem mörgum fslendingum er kunnug, er ein af þeim frægu sögum. Nú er vitað með vissu, að ekkert vitlíf getur verið um að ræða á þessari reiki- stjörnu, sem svo mjög hefur heillað huga jarðarbúa um aldir. Hætt er við að skáldsagnahöfundar og sjá- endur hafi farið hér hnattavillt í lýsingum sínum. III. Júpíter Júpíter er langstórvaxnast af öll- um börnum sólar. Að rúmtaki er hann 1316 sinnum stærri en jörðin. Hæsta fjall sólhverfisins, Ólympus Mons, á reikistjörnunni Mars. Vel má sjá á kolli fjallsins gíginn stóra, og hraunstrauma þá, sem runnið hafa niður hlíðarnar. Þá má og sjá hin skörpu skil, þar sem rætur fjallsins mæta flatlendinu fyrir neðan. Tunglin mörgu Mörg tungl ganga um Júpíter, og er með vissu vitað um 16, en talið er, að þau kunni að vera fleiri. Stærst eru tunglin Io, Europa, Ganymide og Callisto, en það var Galileo Galilei (1564-1642) sem fann þau fyrstur manna með ný- gerðum sjónauka sínum. Ekki þarf stóran sjónauka til að sjá þessi fjögur tungl Júpíters, ogerfróðlegt að fylgjast með breytingum á af- stöðu þeirra hvers til annars, á göngu þeirra um móðurhnöttinn. Auk hinna mörgu tungla, liggja þunn efnisbelti eða hringar um- hverfis Júpíter, útfrá miðbaug hnattarins. Fullvíst er talið að ekkert líf í neinni mynd geti þrifist á Júpíter eða á tunglum hans. Til þess eru öll skilyrði of óhagstæð og fjarlægð frá sól allt of mikil. Allt er ákaflega stórt í sniðum í sambandi við þessa mestu reiki- stjörnu sólhverfisins. Það er því heillandi viðfangsefni að kynna sér að einhverju leyti ýmsar þær staðreyndir, sem honum eru tengdar. Þegar við því horfum á Júpíter á heiðbjörtum kvöldum og heillumst af hinu bjarta ljósi hans, er gaman að reyna að gera sér í hugarlund Sadalmelik er þarna önnur stjarna að öllu leyti hliðstæð hinni, bæði hvað snertir sýndarbirtu, raunbirtu, lit og fjarlægð. - Þessar tvær stjörnur eru hinar björtustu í þessu merki. Allmerkilegt er að velta fyrir sér órafjarlægð þessara stjarna. Við sjáum þær í raun, eins og þær litu út kringum árið 1000, þegar þjóð- veldi íslendinga stóð í blóma. Þá lagði ljós þessara stjarna af stað, einmitt ljósið, sem við sjáum nú. Allan þennan tíma síðan hefur það verið á leiðinni til okkar, og nú fyrst er það að ná hingað. Þó fer Ijósið með 300 þúsund km hraða á sekúndu hverri. Slík er ógnarvíð- átta þess geims, sem jörð okkar og við sjálf hrærumst í. Margt er hér fleira að sjá eins og tvístimi og myrkvastjörnur sem ganga hver um aðra og myrkva hvor aðra að meira eða minna Ieyti, við hverja umferð, héðan að sjá. Einnig eru hér nokkrar sveiflu- stjörnur af Miragerð, en þær breyta eigin raunbirtu flestar með reglu- legu, en sumar þó með óreglulegu millibili. Satúrnusarþokan Þess má geta, að í Vatnsbera- merki eru nokkrar hringþokur, en Líf í alheimsgeimi Og ef við hugsum okkur líf á þessum fjarlægu stjörnueyjum, hvernig skyldi þá lífið geta sigrast á þeim víðáttum? Erfitt er að hugsa sér sambönd, - jafnvel háþroska- mannkynja, þótt mjög langt tækju fram þeim þroska, sem við jarðar- búar þekkjum, - á milli slíkra órafjarlægra geimstöðva. En væri tilvera alheimsins (sem víst er raunveruleiki) okkar samt ekki ennþá óskiljanlegri, ef slíkra fjar- sambanda lífsins nyti ekki við? Spurningar um lífsambönd í alheimi Hver mundi vera lausnin á þess- ari alheimsráðgátu? Er ekki til eitthvað sem heitir stjörnulíffræði? Jú, vissulega. Hver var upphafs- maður þeirrar fræðigreinar? Það var íslendingurinn dr. Helgi Pjeturs. Hvernig hefur þeirri upp- götvun verið tekið af vfsindamönn- um og öðrum? Hvaða möguleika til sambands við líf á öðrum hnött- um mundi ástundun slíkra fræða við hagstæð skilyrði, fela í sér? Mundi ástundun slíkrar fræðigrein- ar, hafa í sér fólgin þau fyrirheit um árangur, að mikið væri upp úr því leggjandi, að stofna til slíkra rannsóknartilrauna? Margs er að spyrja, sem ég kann ekki svör við, en þess er ég viss, að væri rétt að slíkum tilraunum staðið, yrði árangur betri en flestir gætu búist við að óreyndu. Ingvar Agnarsson. km í þvermál og út frá honum má sjá hraunstrauma, sem liggja í allar áttir niður eftir hlíðum þessa mikla fjalls, en það er nær því kringlótt neðst, og að þvermáli rúmir 500 km, eða svipað og mesta lengd íslands. Á báðum skautum hnattarins eru þunnar ísbreiður sem dragast saman á sumrum en stækka á veírum. Gljúfrin miklu Annað afar merkilegt fyrirbæri má sjá víða á yfirborði Mars, en það eru gljúfurmyndanir miklar með þvergljúfrum sem að þeim liggja. Er því líkast sem mörg af þessum miklu gljúfrum séu mynd- Þvermál hans er 142.800 km, eðlis- þyngd 1,3 á móts við vatn. Að- dráttarafl hans er svo sterkt, að maður, sem vegur 75 kg á jörðunni mundi vega 200 kg á yfirborði Júpíters. Meðalfjarlægð Júpíters frá sól er 778 miljónir km og tekur ein um- ferð hann um sólu nærri 12 ár. Allur er hnötturinn þakinn ógn- arþykkum skýjabreiðum, sem liggja í beltum umhverfis hann. Langfurðulegastur er Rauði blett- urinn svokallaði. Er það geysistór, rauður flekkur um 40 þús. ferkm að stærð, en þar geisa gífurlegir hvirfilvindar. Er hann m.a. undar- legur að því leyti, að hann færist stöðugt úr stað, í snúningsstefnu hnattarins. Myndin sýnir innrí hluta sólhverfisins. Sólin er í miðju, þá reikistjörnum- ar, Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Smástirnabeltið og yst Júpíter. Myndin sýnir reikistjörnurnar Júpíter og Mars eins og þær stóðu af sér hvor til annarrar að kvöldi 18. des. 1986. Frá Kópavogskirkju að sjá, var hið sérkennilega fjall Keilir á Reykjanesfjallgarðinum, beint niður undan þeim þegar leið á kvöldið, bæaðaur feimilbirtu norðurljósa og stjarna. einhver af þeim undrum og stór- kostlegu náttúrufyrirbærum, sent gerast í sambandi við þetta sýnilega himindjásn, scnj skín svo fagurlega á hvelfingunni á heiðum k völdum. B. Stjörnumerkid Vatnsberinn Eg gat þess í byrjun greinar, að Júpíter og Mars væru staddir í Vatnsberamerki. Ekki er því úr vegi að minnast á þetta stjörnu- merki nokkrum orðum. Það er allstórt og liggur rétt sunnan við miðbaug himins og er eitt af merkj- um dýrahringsins. Ýmislegt athyglisvert er að sjá í þessu stjörnumerki. Þar eru sjö sólstjörnur bjartari en fjórða stigs og því allar vel sýnilegar berum augum. Björtust er stjarnan Sa- dalsuud, sem er í 1000 ljósára fjarlægð og geislar gulu ljósi líkt og okkar sól. Sýndarbirta hennar er 2,86 stig en raunbirta -4,6 stig, en það þýðir, að hún er í rauninni um 6000 bjartari en okkar sól. Það er aðeins hin mikla fjarlægð hennar sem veldur því, að okkur sýnist hún ekki bjartari, en raun ber vitni. það eru þokubólstrar, sem taldir eru myndaðir af sprengingu sól- stjarna er varpa þá af sér ysta efnishjúpnum. Slíkir gufumekkir þenjast út í allar átÝir með feikna hraða, sem nemur hundruðum km á sekúndu hverri. - í Vatnsbera- merki er hringþoka ein, sem kölluð er Satúrnusarþoka. Mun hún vera nær einstök, hvað sérkennilegt útlit snertir, því út frá henni ganga armar tveir, sinn í hvora áttina og minna þannig á hringa Satúrnusar, sem vel eru þekktir í okkar sól- hverfi. Stjörnueyjar víðgeimsins Fleiri eru furður þær, sem sjá má í Vatnsberamerki með sterkum stjörnusjám, og má þar einkum nefna fjölmargar vetrarbrautir ým- issa gerða, og sjást þær sem litlar skínandi eyjar út á milli stjarnanna í okkar eigin vetrarbraut og þá í miljóna og tugmiljóna Ijósára fjarlægð. Fjarlægðir geimsins Fjarlægðir milli sólstjarna, sem nema hundruðum og þúsundum ljósára, í okkar eigin vetrarbraut, vekja okkur lotningarfulla undrun á víðáttum himnanna, sem í raun eru langt umfram skilningsgetu okkar. - En hvað má þá segja um óendanleika víðgeimsins, þar sem miljónir og tugmiljónir ljósára eru á milli einstakra vetrarbrauta? Hversu enn fjær okkar skilnings- getu eru þá ekki slíkar óravíðáttur?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.