Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn ' Fimmtudagur 30. apríl 1987 Illlllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllll IIUIIlllllllll Evrópukeppnin í knattspyrnu Úrslit lcikja í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi og staðan í riðlum kcppninnar: 1. riðill: Albanía-Austurríki .........0-1 (Toni Polater 7.) Rúmcnía-Spánn ..............3-1 (Piturca 37., Mateut 46., Ungurenau 48.)-(CaIdere 81.) Húmenia........... 4 3 0 1 12*3 6 Spánn ............ 4 3 0 1 7-6 6 Austurríki........ 4 2 0 2 6-7 4 Albania........... 4004 2-11 0 2. riðill: Engir lcikir í gærkvöldi. (taiía...............4 4 U (I 11-2 8 Svtþjóð..............3 2 1 U 8-1 5 Sv1b« .............. 4 112 7-7 3 Portúgal............ 4 0 3 1 4*6 3 Malta............... 50 14 3-18 1 3. riðill: FRAKKLAND-ÍSLAND . 2-0 (Carmelo Micciche 38., Yannick Stopyra 65.) Ahorfendur 30.000 Sovétríkin - A-Fýskaland . 2-0 (Alexander Zavarov 41., Igor Belanov 49.) Sovótrikin....... 43 10 9-1 7 A-Þýskaland....... 4 12 1 2-2 4 Frakkland......... 4 12 1 2-2 4 ísland............ 4 0 2 2 1-5 2 Noregur........... 2 0 11 0-4 1 Noregur-Sovótríkin 3. júní Ísland-A-Þýskaland 3. júní Noregur-Frakkland 16. júní Sovétríkin-Frakkland 9. september lsland-Norogur 9. september Noregur-lsland 23. september A-Þýskaland-Sovétríkin 10. október Frakkland-Noregur 14. október Sovótrikin-lsland 28. október A-Þýskaland-Noregur 28. október Frakkland-A-Þýskaland 18. nóvember 4. riðill: Tyrklund-England.............0-0 N-Írland-Júgóslavía.........1-2 (Colin Clark 39.)-(Dragan Stojkovic 47., Zlatko Vujovic 80.) England........... 4 3 1 0 7-0 7 Júgóslavía........ 3 2 0 1 6-3 4 Tyrkland.......... 3 0 2 1 0-4 2 N-írland.......... 4 0 13 1-7 1 5. riðill: Grikkland-Pólland.............1-0 (Dimitris Saravakos 57.) Holland-Ungverjaland ... 2-0 (Gullit 37., Miihren 40.) Grikkland.......... 6411 12-7 9 Holtand............. 5 3 2 0 6-1 8 Pólland ............ 4 12 1 2-2 4 Ungverjaland........ 4 1 0 3 2-5 2 Kýpur............... 60 1 4 3-10 1 6. riðill: Finnland-Danmörk ..........0-1 (Jan Mölby 53.) Wales-Tékkóslóvakía .... 1-1 (lan Rush 82.)-<Ivo Knoflicek 74.) Danmörk.......... 3 2 1 0 2-0 6 Walat............ 3 1 2 0 6-2 4 Tókkóalóvakía ... 2 1 2 0 4-1 4 Fínnland......... 60 14 1-10 1 7. riðill: Írland-Belgía ...............0-0 Belgía............ 5230 13-4 7 trland............ 5 13 1 4-4 5 Búlgaria.......... 3 1 2 0 3-2 4 Skotland ......... 5 1 2 2 4-5 4 Lúxembúrg......... 2 0 0 2 0-9 0 Evrópukeppnin í knattspyrnu, Island-Frakkland: Oruggur sigur Frakka — Nýliðinn Micciche átti mikinn þátt í báðum mörkunum - íslenska liðið átti í vök að verjast lengst af eftir ágæta byrj un íslenska landsliðið í knattspyrnu mætti franska landsliðinu í 3. riðli í undankcppni Evrópukeppninnar í gær og fóru leikar svo að Frakkarnir gerðu tvö mörk gegn engu marki Islendinga. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu íslenska sjón- varpsins. Það var nýliðinn Carmelo Miccic- he sem skoraði fyrsta markið eftir sendingu frá Michel Platini, rcnndi knettinum snyrtilega undir Bjarna Sigurðsson í markinu úr þröngu færi. Platini fékk boltann óvænt skammt fyrir utan íslenska vítateig- inn eftir klaufaleg mistök í íslensku vörninni. Markið kom á 38. mínútu en frant að því hafði íslenska liðið haft í fullu té við það franska. Frakkarnir hresstust til muna eftir markið og áttu nánast leikinn eftir það. Síðara markið kom á 20. mín. síðari hálfleiks. Micciche hljóp upp hægri kantinn, gaf fyrir á Yannick Stopyra sem náði að teygja sig í knöttinn á miðjum marktcig og skora. Það var sannarlega veðjað á réttan hest þcgar Micciche varvalinn í franska landsliðið. Kannski því miður fyrir fslcndinga. Vörn íslenska liðsins var mjög sterk í leiknum þrátt fyrir að mörkin hafi kannski verið óþarflega ódýr. Frakkarnir fengu ekki mörg hættu- leg færi og í þau fáu skipti sem skot kom að markinu varði Bjarni Sig- urðsson af mikilli snilld. Honum verður ekki kennt um mörkin tvö, hann átti engan mögulcika á að vcrja þá. Gunnar Gíslason stóð sig vel í stöðu miðvarðar og Sævar Jónsson barðistcinnigmjögvel. Það sama má raunar segja um Ágúst Má Jónsson. Undirrituð hefur ekki séð Sigurð Jónsson svona sprækan lengi. Hann lék Frakkana oft grátt á hægri kantinum, livort sem um var að ræða sókn eða vörn. Atli Eðvaldsson hefur leikið betur en þrátt fyrir það virkaði hann sami vinnuhesturinn og alltaf. ÓmarTorfason kom slakur út úr þessum leik, gerði talsvert af mistökum en sást annars lítið. Ás- geir Sigurvinsson var hinsvegar sá sem öllu stjórnaði í spili íslenska liðsins, eins og kannski við var að búast, Hann átti hverja gullsending- una á fætur annarri, einkum var hann góður í fyrri hálfleik. Besti maður íslenska liðsins ásamt Sigurði Jónssyni og Bjarna Sigurðssyni í markinu. Ragnar Margeirsson átti ágæta spretti cn datt nokkuð niður á milli. Hann virkaði eitthvað óvenju þungur. Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson eiga það sameiginlegt að hafa ekki fengið mikið að ntoða úr í framlínunni, einkum þó Pétur. Arn- ór fékk að vísu stórgóðar sendingar frá Ásgeiri en átti við ofurefli að etja. Framlínan hresstist til muna þegar Sigurður Grétarsson kom inná fyrir Pétur á 70. mín. í heild ágætur leikur, einkum vamarleikurinn en mjög sterkir mót- herjar á mjög stórum velli. Frakkarnir skoruðu í þessum leik sín fyrstu mörk í 3. riðli Evrópu- keppninnar, reyndar fyrstu mörk Frakka síðan þeir kræktu í 3. sætið á HM í Mexíkó 1986. Þrátt fyrir sigurinn eiga þeir litla möguleika á að komast í úrslitakeppnina scm verður í V-Þýskalandi 1988, til þess er gengi Sovétmanna of gott, aðeins eitt lið fer upp úr hverjum riðli. Platini var besti maður Frakkanna í gær en þrátt fyrir að hann ynni mjög vel á miðjunni kom lítið út úr sóknarleiknum, til þess var íslenska vörnin einfaldlega of sterk. Liðin sem léku í gær: ísland: Bjarni Sigurðsson, Gunnar Gísla- son, Ágúst Már Jónsson, Sævar Jónsson, Sigurður Jónsson, Atli Eð- valdsson (fyrirliði), Ómar Torfason, Ásgeir Sigurvinsson, Ragnar Mar- geirsson, Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson (Sigurður Grétarsson 70.) Frakkland: Joel Bats, Jean-Christ- ophe Thouvenel, Basile Boli, Jean- Francois Domergue, Manuel Amor- os, Luis Fernandez, Jose Toure, Michel Platini (fyrirliði), Gerald Passi, Yannick Stopyra (Jean-Pierre Papin 68.), Carmelo Micciche. Dómari: Frederick McKnight N- írlandi. Hann hafði góð tök á leikn- um. Gult spjald: Ásgeir Sigurvinsson 77. mfn. fyrir að mótmæla dómi. - HÁ Sævar Jónsson barðist mjög vel í íslcnsku vörninni í gærkvöldi. Vörnin var mjög sterk og áttu Frakkarnir fá góð marktækifæri. Timamynd Pjetur. Evrópukeppnin, Sovétríkin - A-Þýskaland: Sannfærandi sigur - Sovétmenn gerðu tvö mörk gegn engu og hafa nú afgerandi forystu í 3. riðli Sovétmenn unnu sannfærandi sig- ur á A-Þjóðverjum í leik liðanna í 3. riðli í undankeppni Evrópukeppn- innar í knattspyrnu í gær. Sovét- ntenn gerðu tvö mörk en A-Þjóð- verjar ekkcrt. Það var Alexander Zavarov.sem skoraði fyrra mark Sovétmanna á 41. mín., skallaði knöttinn í stöng og inn af stuttu færi eftir glæsilega sendingu frá Vladimir Bessonov. Staðan var 1-0 í hálfleik en aðeins voru liðnar fjórar mínútur af síðari hálfleik þegar Igor Belanov, knatt- spyrnuntaður Evrópu, bætti öðru markinu við, renndi knettinum snyrtilega í markið eftir stangarskot Alexei Mikhailichenko. Sovétmenn áttu nokkur góð færi til viðbótar og virðist liðið vera að kornast aftur í sitt gamla form eftir slaka leiki að undanförnu. Zavarov átti mjög góðan leik á miðjunni og mataði framherjana með skemmti- legum sendingum. A-Þjóðverjar töpuðu sínum fyrsta . leik og fengu á sig sín fyrstu mörk í 3. riðli í gær. Þeir voru tvívegis nálægt því að skora en Rinat Das- ayev átti góðan leik í sovéska mark- inu og kom í veg fyrir það. Liðin voru þannig skipuð í gær: Sovétríkin: Dasayev, Bessonov, Khidiyatullin, Kuznetsov, Demyan- enko, Rats, Aleinikov (Protasov 86.), Rodionov, Zavarov, Mikhailic- henko (Yakovenko 73.), Belanov. A-Þýskaland: Múller, Kreer, Rohde, Lindner, Zötsche, Stúbner (Wuckel 70.), Liebers, Raab, Kir- sten (Scholz 55.), Ernst, Thom. Ásgeir Sigurvinsson átti góðan leik ineö íslenska landsliöinu ■ gær- kvöldi, átti margar gullfallcgar send- ingar og mjög gott marktækifæri aö auki. Tímaniynd Pjetur. Evrópukeppnin, Finn- land-Danmörk: Mölby gerði eina markið Það var Jan Mölby sem tryggði Dönum sigur á Finnum í Evrópu- keppninni í knattspyrnu í gærkvöldi, skoraði eina mark leiksins úr auka- spyrnu. Lcikur danska liðsins var langt frá þeim skemmtilcga leik sem þeir sýndu á HM ’86 og EM‘84 og var aukaspyrna Mölby eina verulega hættulega færi leiksins. Fimmtudagur 30. apríl 1987' iiiiHiilliilliÍ ÍÞRÓTTIR ' Tíminn 11 r* W NBA Boston Celtics varð fyrsta liöiö til að tryggja sér sigur í fyrsta hluta úrslitakeppninnar í bandaríska NBA körfuboltanum. Þeir sigruðu Chicago Bulls 3-0. Úrsiit urðu þessi á þriðjudagskvöldið: Austurströndin: Boston Celtics-Chicago Bulls............... 105-94 (Boston sigraði 3-0) Vesturströndin: Houston Rockets-Portland Trail Blazers . . 117-108 (Houston lciðir 2-1) Seattle Supcrsonics-Dallas Mavericks .... 117-107 (Seattle leiðir 2-1) Þau lið sem fyrr vinna sigur í þremur leikjum tryggja sér áframhaldandi þátttöku í úrslitakeppninni en hin eru úr leik. Enska knattspyrnan Þrír leikir voru í 2. deild ensku knattspyrnunnar í fyrrakyöld. Hull sigraði Brighton 1-0, Stoke tapaði 0-2 á lieiinavelli fyrir Oldham og Bradford vann Sunder- land 3-2 á útivelli. Þá var einn leikur í skosku úrvalsdeildinni, Dundee Utd. sigraði Hamilton 2-1. Svissneski bikarinn Leikið var í undanúrslitum svissnesku bikarkeppn- innar í knattspyrnu I fyrrakvöld. Úrslit urðu þau að Young Boys Bern sigruðu Locarno 4-1 á útivelli og bikarmeistararnir Sioi\ gerðu 1-1 jafntefli við Servette Genf á heimavelli. Sion og Servette mætast öðru sinni í Genf 12. maí en bikarúrslitaleikurinn verður í Bern 8. júní. Ólympíuknattspyman Einn lcikur var í undankeppni Olympíuleikanna í fyrrakvöld, Ungverjar sigruðu Frakka með tveimur mörkum gegn einu í Aix-en-Provence í Frakklandi. Mörk Ungverjanna gerðu Vincze á 14. mín. og Plotar á 62. mín. Tvær milljónir dollara fyrir ungverskan knattspyrnumann Allar líkur eru á að ungverski knuttspyrnumaðuriim Lajon Detari leiki knattspyrnu í Vestur Evrópu á næsta keppnistimabili. Sagt var frá þessu í ungversku dagblaði fyrir sköminu og jafnframt því að greidd yrði mctupphæð fyrir Detari, yflr ein milljón dollara. Verði af kaupunum verður Dctari yngsti ungverski knattspyrnumaðurinn til að leika erlcndis en hann er 24 ára gamall. Ekki var tiltekið nákvæmlega hvaða félag hefði þennan brennandi áhuga á að fá Detari í sínar raðir en Monaco, FC Zúrich og Bayern Múnchen hafa öll verið nefnd í þessu sambandi. Detari leikur með Honved og hafa forráðamenn félagsins sagt að ólíklegt sé að hann verði látinn fara eitt né neitt fyrir minna en tvær milljónir. Fram að þessu hafa ungversk- ir knattspyrnumenn þurft að ná 30 ára aldri áður en þeir hafa fengið að leika erlcndis. Metupphæð fyrir ungverskan knattspyrnumann er 300 þúsund dollarar og var það Austria Vín sem grciddi þá upphæð fyrir Tibor Nyilasi. Parkes úr leik Phil Parkes markvörður West Ham gekkst undir uppskurð á olnboga fyrr í vikunni og verður hann ekki meira með það sem eftir cr af þessu tímabili. Parkes varð fyrir meiðslum á olnboga I sigurleik Wcst Ham á Arsenal fyrr í þessum mánuði. McClair leikmaður ársins Brian McClair sóknarmaður Glasgow Celtic var á dögunum kosinn knattspyrnumaður ársins í Skotlandi. Það voru íþróttafréttamenn sem stóðu að kjörinu. McClair sem leikur með skoska tandsliðinu skoraði sitt 40. niark á tímabilinu gegn St. Mirren á laugardaginn. Enginn bónus hjá Diisseldorf V-Þýska knattspyrnuliðið Fortuna Dússcldorf sem berst við fall úr úrvalsdeildinni á einnig í fjárhagscrfið- lcikum. Liðið hefur nú hætt að borga leikmönnum bónus fyrir mörk eða sigra „við borgum ekki peninga sem við eigum ekki til*‘ sagði Werner Fassbender varaforseti félagsins í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.