Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 20
„Svo uppsker hver sem sáir“ Gullbók og Metbók rísa báðar undir nafni BÚNADARBANKINN TRAUSTUR BANKI 1917 /yj 1987 Á 13 A Timinn Innbrot í gullsmíðaverslun: Fínkembdu verslunina Eigandinn kom að aðaldyrunum í hálfa gátt um morguninn í innbroti í fyrrinótt var öllu steini léttara stoliö úr gullsmíða- verslun Þorgríms Jónssonar gull- smiðs á Laugavegi 20b. Ekki tókst í gær að afla upplýsinga um verðmæti þýfisins en talið er að það hlaupi á hundruðum þús- unda. Sá háttur er hafður á í verslun Þorgríms að verðmætustu hlutirnir eru settir í eldtraustan skáp. Ekki var átt við hann í innbrotinu. Brotist var inn um aðaldyr verslunarinnar og hurðarkarmur svo að segja rifinn úr. Verknaður- inn uppgötvaðist ekki fyrr en Þorgrímur kom til vinnu sinnar um klukkan 9:30 í gærmorgun. Þá stóð hurðin opin í hálfa gátt. Ekkert þjófavarnarkerfi er í versl- uninni, en þetta er í annað skipti sem brotist er inn í hana. Þor- grímur sagði í samtali við Tímann í gær að hann hefði orðið var við innbrotstilraun um helgina, þá hefði verið fiktað við hurðina en án árangurs. Þorgrímur benti á að löggæsla við Laugaveginn hlyti að vera erfiðari þegar hann væri lokaður vegna mikilla breytinga. RLR hefur málið til rannsókn- ar. Þar hafa verið gerðar „vana- legar“ ráðstafanir eins og lög- regluþjónn orðaði það, en taldi ekki ástæðu til þess að fara nánar út í þá sálma. - ES Wy -y;.. ' ■' ****&&$ 1 Það var tómlegt í búðinni þegar eigandinn I mætti til vinnu sinnar. Hluti af hurðarkarm- I inum liggur á gólfinu. 1 Hurðin var í hálfa gátt þegar Þorgrímur | mætti til vinnu sinnar. límamymlir Pjelur Kjarasamningar: Bankamenn og starfsmenn RARIK sömdu - viöræður standa yfir milli fulltrúa borgarinnar og STFR um málefni fóstra Bankamenn undirrituðu í gær nýj- an kjarasamning hjá sáttasemjara. Síðasta sáttafundi lauk á áttunda tímanum í gærmorgun en undirritun var frestað þar til síðdegis í gær, cftir að samninganefnd Sambands banka- manna hafði kynnt samninginn fyrir formannafundi en hann situr stjórn, varastjórn og formenn allra aðildar- félaganna 18 ásamt samninganefnd. Þar var samþykkt að skrifa undir samninginn með fyrirvara um að hann verði samþykktur í allsherjar- atkvæðagreiðslu félagsmanna um hann. Samningurinn gildir til tveggja ára og er á svipuðum nótum og aðrir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu, lágmarkslaun eru kr. 27.000,- en að meðaltali gefur samn- ingurinn um 23 til 24% hækkun bæði samningsárin. Rauð strik eru í samn- ingnum fyrir árið 1987 en á árinu 1988 var samið um að ef meðalkaup- KRUMMI „Það eru greinilega at kæðamiklir þjófar á ferð- inni! “ máttur fer undir 6,5% miðað við janúar til október 1987, er hægt að endurskoða samninginn, en sama uppsagnarákvæði gildir og háskóla- menntaðir starfsmenn ríkisins hafa fengið inn í sína samninga. A laugardag verður samningurinn kynntur félagsmönnum í Reykjavík og síðan félagsmönnum víðs vegar á landinu en alls tekur samningurinn til um 3500 manna. Búist er við að atkvæðagreiðsla fari fram fljótlega, trúlega um miðja næstu viku. Rafvirkjar og línumenn hjá Raf- magnsveitum ríkisins undirrituðu einnig nýjan kjarasamning seinni- partinn á þriðjudag og gildir hann fyrir 140 starfsmenn RARIK um mest allt land. Samningurinn gildir frá 1. febrúar sl. og til næstu ára- móta. Lágmarkslaun eru þau sömu og ASÍ og VSÍ sömdu um. Samning- urinn verður sendur félagsmönnum til umsagnar og eftir um hálfan mánuð er búist við að ljóst verði hvort samningurinn verður sam- þykktur. í nær allan gærdag stóðu yfir fundir með fulltrúum borgarinnar, fulltrúum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og fram- kvæmdastjóra Dagvistunar Reykja- víkurborgar um málefni fóstra. Búist var við að viðræðum yrði fram haldið í dag en uppsagnir fóstra taka gildi 1. maí. ABS Stefnufesta skilyrði stjórnarþátttöKu - þingflokkur Framsóknar heimilar Steingrími Hermannssyni að taka við umboði til stjórnarmyndunar Sameiginlegur fundur þing- flokks og framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins var haldinn í gær. Fundurinn,sem varvelsóttur, var mjög árangursríkur. Skipst var á skoðunum um niður- stöðu kosninganna og lýstu rnenn ánægju sinni með niðurstöðurnar almennt. Útkoma flokksins sýndi að fólk treysti honum einum til að leiða íslensku þjóðina áfram á þeirri braut sem mörkuð hefði verið í starfstíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Voru fundarmenn sammála um að bíða átekta þar til forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fæli einhverjum umboð til stjórn- armyndunar. Framsóknarflokkur- inn muni ekki taka þátt í neinum uppákomum í þeim dúr sem Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins hefur ástundað undanfarna daga. Fram kom að Framsóknarflokk- urinn útilokar enga möguleika í stjórnarmyndun. Hins vegar var mjög tekið undir þá skoðun Stein- gríms Hermannssonar forsætisráð- herra að þriggja flokka stjórn væri það mynstur sem æskilegast væri í stöðunni og þá með Sjálfstæðis- flokki og einhverjum þriðja aðila. Heimildir Tímans herma að þar hafi helst borið á góma Kvennalista og Alþýðuflokk, án þess þó að aðrir möguleikar væru þar út úr myndinni. Aldrei mætti þó hvika frá þeirri meginstefnu, sem Framsóknar- flokkurinn hefur haft forystu um að framkvæma á síðasta kjörtíma- bili. Ef það næst ekki fram þá lýstu fundarmenn að stjórnarandstaða væri eini valkosturinn. Þingflokkurinn heimilaði síðan formanni flokksins, Steingrími Hermannssyni, að taka við umboði til stjórnarmyndunar ef forseti ósk- aði þess. ÞÆÓ Frá þingflokksfundi Framsóknar í gær. Tímamynd: Pjelur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.