Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn ' Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGislason NíelsÁrriiLund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlasori Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild, Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Framtíð íslenskrar tungu Á menningarhátíð, sem haldin var á ísafirði um síðustu helgi á vegum menntamálaráðherra og bæjarstjórnar ísafjarðar flutti Björn Teitsson skólameistari Menntaskólans á ísafirði athyglisvert erindi um íslenska tungu eins og högum hennar háttar um þessar mundir og um hver framtíð kunni að vera búin móðurmálinu. í erindi sínu kemst Björn Teitsson svo að orði, að ýmsar hættur steðjuðu að íslenskunni og sé það einkum enska sem ógni tungunni. Þrátt fyrir hættur sem steðji að íslensku máli taldi Björn að leyfilegt væri að vera bjartsýnn um framtíð íslenskunnar og sagði orðrétt: „Að því tilskildu að menn haldi vöku sinni vil ég leyfa mér nokkra bjartsýni um framtíðina. Hér skulu færð fáein atriði fram sem ég tel að bendi til þess að íslenskt mál muni halda velli enn um hríð með nokkuð svipuðum hætti og verið hefur undanfarna áratugi. 1. íslenska er í eðli sínu íhaldssamt mál. Hefð er fyrir því að nýyrði séu srníðuð um nýleg fyrirbæri enda er einkar auðvelt að búa til nýyrði af gömlum íslenskum orðstofnum, svo að vel fari. Styðja þarf þessa hefð áfram af fullum þunga, og hindra þannig að tökuorðum um nýjungar fjölgi verulega. Hreintungustefna þarf áfram að njóta hylli ráðamanna. 2. íslenskan myndar sérstaklega góða heild, eins og áður var nefnt, þar sem mállýskumunur innan- lands er nánast enginn. Þetta er ótvíræður styrkur fyrir tunguna, þegar um varnarbaráttu er að ræða. íslendingar hafa ætíð flutt sig tiltölulega mikið um set innanlands, og stétttaskipting er í reynd mjög lítil. Svo fremi að þetta haldist má vænta þess að hér komi ekki upp neinir menningarkimar sem gerst geti uppsprettur stórbreytinga á tungutaki landsmanna. Ef til vill er nauðsynlegt að gæta þess sérstaklega að ekki verði talað annað mál á Stór- Reykjavíkursvæði en úti á landsbyggðinni. Hættan í því efni er þó lítil vegna stöðugra áhrifa útvarps og sjónvarps, en þar eru málfarsráðunautar við störf og oft fluttir þættir um íslenskt mál. 3. Bókmenntir okkar að fornu og nýju eru einstaklega ríkulegar og safamiklar. Bókmenntirn- ar hafa í aldanna rás skipt sköpum fyrir varðveislu íslensks máls. Hlúa þarf að bókmenntahefðinni með sem flestu móti, og m.a. þarf að ýta undir það að framúrskarandi erlend bókmenntaverk vjjrði þýdd jafnharðan á íslenska tungu. 4. Sem síðustu meginástæðu fyrir þeirri skoðun að dagar íslenskunnar séu alls ekki taldir, vil ég svo nefna landfræðilega stöðu okkar á hnettinum. Norðurlandabúar munu ekki óska þess að sjá okkur hverfa inn í hinn skrautlega engilsaxneska menningarheim - ekki Þjóðverjar eða Frakkar eða Rússar heldur. ísland er eyland, hvað sem hver segir, og við búum enn við nokkra og ákjósanlega einangrun frá óstýrilátum umheimi. Þessi einangr- un mun áfram reynast okkur vörn í baráttu fyrir varðveislu þjóðlegra verðmæta.“ Föstudagur 12. júní 1987 'GÁRFN Enn um útvarpsefni Svo sem í framhaldi af pistlinum í gær, sem eins og tryggir Garrales- endur muna fjallaði um nýju út- varpsstöðvarnar, er kannski ekki úr vegi að geta hér um úrvals útvarpsefni sem Garri varð áheyr- andi að í fyrrakvöld. I>að var Haraldur Ólafsson dósent sem flutti erindi í gamla góða Gufu- radíóið, sem nú er víst farið að kalla Rás eitt. Þetta erindi Haraldar var einmitt á uppvaskstimanum, á milli út- varps- og sjónvarpsfrétta. Hann tjallaði þar um sérgrein sína, mannfræðina, óg greindi í léttu og þægilegu rabbi frá nýlcgri ráð- stefnu uni það efni og ýmsu mark- verðu sem þar hafði komið fram. Eins og alþjóð vcit er Haraldur einn af okkar bestu útvarpsmönn- um. Það er ekki aðeins að hann hafí þjálfaða og áheyrilega rödd, seni hljóinar vel í útvarpi. Og ekki skiptir minna máli að honum cr cinstaklega vel lagið að koma efni þannig til skila í útvarpi að það verði hverjum manni auðskiljan- legt, jafnvel þótt það sé sótt inn á tiltölulega þröngt svið akademískr- ar fræðigreinar. Þetta er rifjað upp hér svo sem í framhaldi af því sem sagði á þess- uin vettvangi í gær um nýju út- varpsstöðvarnar. Þama var á ferð- inni úrvals útvarpsefni, og einstak- lega þægilega ólíkt þeim eilífa glymjanda sem sífcllt dynur yfir hlustendur úr nýju stöðvunum. Mannskemmandi glamur Þetta leiðir enn og aftur hugann að því að það er veruiegt álitamál Haraldur: Ágætur Ólafur: Getur útvarpsmaður. hann eitthvað líka? hvort nýju fjöimiðlarnir gera rctt í því að stunda það í það óendanlega að fullnægja einungis þeirri þörf fyrir endalausan hávaða sem for- svarsmenn þeirra standa í þeirri trú að þjóðin sækist eftir. Við lifmn i þjóðfélagi þar sem hraðinn er mikill, asi á fólki og tómstundir fáar hjá mörgum. En það hefur ekki í för með sér að hávær glymjandi og léttmeti sé það eina sem fólk vilji heyra. Ætli það eigi ekki við hér sem endranær að þegar tími fólks er ásettur og kröfurnar miklar til þess um hluti sem það þarf að sinna, þá geti rólegar stundir við útvarpstækið einmitt gefið bestu hvíldina? Líka má ekki gleyma því að það er kannski framar öðru skylda fjölmiðla að hlaupa ekki endalaust eftir lægstu hvötunum í mannseðl- inu. Fjölmiðlar hafa vissulega mót- andi hlutverki að gegna, ekki síður nýju stöðvarnar en gömlu fjölmiðl- arnir. Þess vegna endurtekur Garri að nýju stöðvamar þurfa að setja markið töluvert hærra en þær gera í dag. Þær þurfa til dæmis að huga að þvi að hljóðvarp er kjörinn vett- vangur fyrir flutning á vandaðri leiklist, að ekki sé gleymt innlend- um flytjendum vandaðrar tónlist- ar. Það er nóg af vcl menntuðu fólki hér sem fæst við söng og hljóðfæraleik. Líka má ekki gleyma þvi að hljóðvarp er tilvalinn vettvangur til flutnings á hvers konar bók- menntaverkum, skáldsögum, smásögum og Ijóðum. Núna er einmitt mikil gróska í ijóðagérðinni hérna, og þegar eftir er gáð reynist áhugi almcnnings oft vera töluvert mikill. Og hvað getur Ólafur Ragnar? Hér á dögunum minntist Garri á það að Hanncs Hólmsteinn Gissur- arson væri með kæru sinni yfír því að Ólafur Ragnar Grímsson væri settur í dómnefnd til að meta hæfni hans, í raun réttri að bera það upp á Ólaf að hann væri ekki vísinda- maður heldur stjómmálamaður. Sannast sagna er að Ólafur hefur nánast eingöngu verið áberandi hér sem pólitíkus, en minna hefur farið fyrir því að hann hafi reynt á opinberum vettvangi að kynna fræðigrein sína, stjómmálafræð- ina, og þau vísindalegu afrek sem hann kann að hafa unnið þar. En fyrst verið er að minnast á útvarpsmennsku Haraldar Ólafs- sonar, er þá nokkuð úr vegi að spyrja hvort Ólafur Ragnar geti þetta líka? Þeir eru báðir kennarar í tiltölulega nýjum greinum hér við háskólann. Haraldur stendur sig vel í því að kynna þjóðinni sína grein, en hvað er með Ólaf Ragnar? Garri. VÍTT OG BREITT Dýrt og fínt skal það vera Nýju húsnæðislögin hafa hleypt miklu fjöri í fasteignamarkaðinn, enda hafa yfir 5 þúsund lánsloforð verið afgreidd. Úm 8 þúsund hafa sótt um lán. Undanfarið hafa 4000 til 4500 íbúðir verið seldar hér á landi árlega. Með nýju löggjöfinni var miklu fé aukið við þá upphæð sem Hús- næðismálastofnun hefur til ráð- stöfunar. Lánamöguleikar eru því meiri en nokkru sinni fyrr og eykst eftirspumin að sama skapi. Sú einkaeignarstefna sem ríkir í húsnæðismálum hér á landi krefst þess að mikið fjármagn sé hand- bært til að allir geti fengið inni. Er nú stefnt að því að hver þjóðfélags- þegn hafi aðstöðu til að kaupa sér íbúð hvenær sem þurfa þykir. En það tekur tímann sinn að svala þeim mikla fjármagnsþorsta sem myndast hefur á löngum tíma vegna takmarkaðs lánsfjár. Margt ljótt hefur verið sagt um nýja húsnæðismálakerfið og miklar hrakspár eru uppi um framtíð þess. Enginn hefur haldið því fram að það sé alfullkomið og ekki er ástæða til að ætla annað en að hægt verði að bæta úr þeim agnúum sem í ljós kunna að koma. Hafa verður í huga að þegar brýnustu þörfinni er fullnægt mun ró færast yfir markaðinn og húsnæðisfárið yfir- leitt. Nema auðvitað að haldið verði áfram að byggja og stækka þar til hver og einn hefur svo sem eins og eina greifahöll til eignar og umráða. Vel í lagt Ekki er mögulegt að spá um hvenær talið verður fullbyggt yfir 240 íslendinga, en nú stefnir í að hver íbúi hólmans hafi um 60 fermetra af íbúðarhúsnæði til um- ráða. Er hér vel í lagt og lítið samhengi virðist milli steinsteypu- magnsins og þess hörguls sem ávalit virðist vera á íbúðarhúsnæði. Það er eftirtektarvert að af öllum þeim mikla fjölda sem nú sækir um lán til íbúðakaupa eru aðeins 40% sem ekki eiga íbúð fyrir. Aðrir eru að stækka við sig, eða minnka og jafnvel að skipta um íbúð af ein- hverjum öðrum orsökum. Það er því langt því frá að það séu ein- vörðungu húsnæðisleysingjar, sem eru að sprengja lánakerfið á fyrstu mánuðum eftir að það var endur- skipulagt og miklu fjármagni aukið í það. Opinber stefna Þótt sjálfseignarstefnan hafi ver- ið við lýði í marga áratugi og opinberir aðilar lítt eða alls ekki sinnt þörfum leigenda, nema sem neyðarhjálp, hafa lánakjörin eng- an veginn tekið mið af þörfinni og það var ekki fyrr en á síðasta kjörtímabili að það var viðurkennt að opinber sjálfseignarstefna hlýt- ur að kalla á opinbera fjármögnun lánakerfisins. Meira og minna vanmáttugir líf- eyrissjóðir hafa gaukað lánum til félagsmanna sinna, Húsnæðis- stofnun lánað sæmilegan slatta upp í kaupverð og skammtímalán hafa verið kreist út úr bönkum. f eina tíð sá svo verðbólgan um að greiða niður lánin. Má segja að það hafi verið framlag opinberu stefnunnar til að létta undir með íbúðakaup- endum. Nú standa vonir til að stöðugleiki geti komist á og að sjálfseignar- stefnan fái staðist. Veð í húseign- um þurfa að vera sem mest á einni hendi og kaup og sala þurfa ekki að vera eins flókin vandamál og verið hefur. f allri þeirri ofboðslegu umfjöll- un sem húsnæðismálin hafa fengið er ávallt smáatriði utanveltu, sem enginn kærir sig um að minnast á. Það er verðlagið. Hvergi eru byggðar einfaldar og ódýrar íbúðir fyrir tekjulítið fólk. Arkitektar og byggingameistarar leggja ekki hugann að því að lækka byggingakostnað og sveitarstjórnir samþykkja staðla, sem koma í veg fyrir að byggja ódýrt. Ef unnt reyndist að lækka bygg- ingakostnað verulega, að minnsta kosti á einhverjum hluta nýbygg- inga, fyrir þá sem hvorki hafa efni á, eða kæra sig um að eyða allri sinni starfsorku í það eitt að fá að búa í húsi, væri hægt að minnka viðvarandi húsnæðiseklu. Það gæti einnig minnkað láns- fjárþörfina, sem greinilega er ekki vanþörf á. Það þarf ekki endilega að byggja eingöngu dýrt og fínt, að minnsta kosti ekki fyrir þá sem ekki kæra sig um það. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.