Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 12. júní 1987 FRÉTTAYFIBLIT FENEYJAR — Rónald Reagan Bandaríkjaforseti sagðist telja að líkurnar á fundi hans og Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga hefðu aukist og þar með líkurnar á samkomulagi um fækkun í kjarnorkuvopna- búrum stórveldanna. Hann sagði einnig að samkomulagið sem gert hefði verið á fundi sjö helstu iðnríkja hins vestræna heims í Feneyjum í þessari viku myndi leiða til aukins hag- vaxtar. LUNDÚNIR — Stjórnmála- tengslin milli írana og Breta urðu enn stirðari í gær þegar íransstjórn skipaði fjórum sendifulltrúum bresku stjórnar- innar í viðbót úr landi. Brottvís- un fjórmenninganna fylgdi í kjölfarið á ákvörðun bresku stjórnarinnar að vísa tveimur írönskum stjórnarerindrekum í Lundúnum úr landi. PAN AM ABORG - Stjóm- völd í Panama lýstu yfir neyð- arástandi og afnámu tíma- bundið stjórnarskrárréttindi í átta liðum. Yfirlýsing þessi fylgdi í kjölfarið á mótmælum síðustu daga gegn ríkisstjórn- inni. REYKJAVÍK — Utanríkis- ráðherrar NATO ríkjanna hófu mikilvægar viðræður sem gætu greitt fyrir sögulegu af- vopnunarsamkomulagi milli' risaveldanna tveggja. SEOUL — Kaþólskir prestar í Suður-Kóreu hótuðu mót- mælaaðgerðum eftir að örygg-i islögreglan dreifði táragasi á lóð dómkirkjunnar í Seoul þar. sem mörg hundruð námsmenn voru samankomnir til að mót- mæla stjórn Chun Doo Hwans forseta. i COLOMBO — Skæruliðar tamila á Sri Lanka komu fyrir jarðsprengju sem drap 31 manns við gamalt búddahof. Þar hafði mikill mannfjöldi safn- ast saman og meðal annarra var þar Junius Jayewardene forseti sem bað fyrir friði. VESTUR-BERLÍN Miklar öryggisaðgerðir voru viðhafðar í Vestur-Berlín fyrir komu Rónalds Reagan Banda- ríkjaforseta þangað. CHANDIGARH, Indland - Prestur úr hópi síkha og einn lærlinga hans voru barðir til dauða og fimm aðrir létu lífið í öðrum ofbeldisaðgerðum í Punjabhéraði á Indlandi. Stjórnvöld í Nýju Delhitóku yfir alla stiórn í héraðinu í síðasta mánuoi en ekkert lát virðist vera á ofbeldisverkunum. llllllllllllllllllllllllllil ÚTLÖND lii^ ... . ....-... ... ... .. ... .. ... -.- Bretland: Krossað í kjörklefum - Flest virtist benda til í gær aö Margrét Thatcher yröi áfram forsætisráðherra Bret- lands - „Let‘s have another party party“ meöal fjölmargra smáflokka í framboði Reutcr- Bretar gengu að kjörborðinu í gær í kosningum sem búist var við að Margrét Thatcher forsætisráðherra og Ihaldsflokkur hennar myndu vinna. Síðustu kannanir bentu ein- dregið til að hin 61 árs gamla Thatc- her myndi sitja áfram í breska for- sætisráðherrabústaðnum, Downing stræti númer tíu, þriðja kjörtímabil- ið í röð. Hins vegar fóru að heyrast raddir er líða tók á daginn að atkvæðatalningin yrði jafnari en flestir hefðu gert ráð fyrir. „Hún hefur tóm til tíu í kvöld og síðan verður hún að flytja út með morgninum," sagði Neil Kinnock leiðtogi Verkamannaflokksins hins vegar er hann greiddi atkvæði í heimahéraði sínu í Suður-Wales í gærmorgun. Hinn 45 ára gamli Kinnock var hvergi banginn enda er hann, hvað sem um kosningaúrslitin má segja, ótvírætt sigurvegari kosningabarátt- unnar sem staðið hefur síðustu þrjár og hálfu vikuna. Leiðtogar þriðja stjórnmálaafls- ins, Bandalags frjálslyndra og jafn- aðarmanna, voru einnig í ágætasta skapi á kosningadeginum í gær og spáðu sjálfum sér góðu gengi í atkvæðatalningunni. Kjörsstaðir voru opnaðir klukkan sjö að breskum tíma og búist var við að um 32 milljónir manna myndu nota sér kosningarétt sinn. Alls voru 43,6 milljónir manna á kjörskrá. Kosið var um 650 sæti í neðri deild þingsins en Thatcher, sem verið hefur óslitið við völd síðan í maí árið 1979, efndi til kosninganna fyrir mánuði síðan, ári áðuren öðru fimm ára kjörtímabili hennar átti formlega að ljúka. öll leituðu þau eftir stuðningi breskra kjósenda í gær: Neil Kinnock leiðtogi Verkamanna- flokksins, Margrét Thatcher leið- togi íhaldsflokksins og Davtðarn- ir Owen og Steel höfuðpaurar Bandalags frjálslyndra og jafnað- armanna. Suður-Afríka: FRELSISSKERDING ÁFRAM VID LÝDI Thatcher og Ihaldsflokkurinn hennar virtust, samkvæmt fyrstu skoðanakönnunum, ætla að vinna yfirburðasigur. Heldur hefur þó forskot stjórnarflokksins minnkað og er vel heppnaðri kosningabaráttu Verkamannaflokksins þakkað það. I síðustu kosningum sem fram fóru fyrir fjórum árum gjörsigraði Ihaldsflokkurinn andstæðinga sína, fékk 144 sæta meirihluta á þingi. Þá voru 23 konur kjörnar á þing og nú voru 397 konur í framboði af alls 2.397 frambjóðendum. Það voru ekki einungis Ihalds- flokkurinn, Verkamannaflokkurinn og Bandalag frjálslyndra og jafnað- armanna sem buðu fram til þings í gær. Fjöldinn allur af smáflokkum var í framboði og tefldu 94 flokkar og flokksbrot fram fulltrúum sínum. Meðal hinna smáu flokka sem voru með í slagnum í gær voru Flokkur öskrandi illmenna og sá sem vinsæl- astur hefur verið í fyrirsögnum blaðamanna; Fáum okkur annan flokk flokkurinn (Let‘s have another party party). Jóhannesarborg-Reuter Stjórn Suður-Afríku skerti frelsi fjölmiðla enn meir í gær og öryggis- sveitir voru alls staðar með fullt lið manna, undirbúnar fyrir daginn í dag en nú er eitt ár liðið síðan neyðarástandslögunum var komið á í landinu. P.W. Botha forseti Suður-Afríku staðfesti lög er gera ráð fyrir fram- lengingu neyðarástandslaganna. Þeim svipar til þeirra reglugerða sem lögleiddar voru fyrir ári síðan og gera stjórnvöldum kleift að halda andstæðingum sfnum í fangelsi án dóms og laga. Nýjar reglur í sambandi við fjöl- miðlun gera þó lögin enn strangari. Ekki er langt síðan að hæstiréttur í landinu aflétti vissum skilyrðum í sambandi við starf fréttamanna en í nýju reglugerðinni er dómi hans hnekkt og þeir geta nú ekki lengur verið á staðnum og skýrt frá mótmæ- laaðgerðum stjórnarandstæðinga. Talsmaður lögreglunnar í Pretor- íu sagði öll leyfi lögreglumanna hafa verið afturkölluð eftir að Sameinaða lýðræðishreyfingin hvatti til tveggja vikna mótmælahalda sem hefjast eiga í dag. Sameinaða lýðræðishreyf- ingin telur um tvær milljónir með- lima og er studd af verkalýðssamtök- um blökkumanna. Búast má við ókyrrð í dag vegna ársafmælis neyðarástandslaganna og í gær hvatti Desmond Tutu, biskup- inn og baráttumaðurinn fyrir réttind- um blökkumanna, kirkjunnar menn út um allt land til að hringja klukkum sínum á hádegi til að minnast þessar- ar frelsisskerðingar. Sovétríkin: Rust í rannsókn Moskva-Rcuter Mathias Rust, hinn nítján ára gamli Vestur-Þjóðverji er flaug vél sinni frá Helsinki til Rauða torgsins í Moskvu, hefur ekki yfir neinu að kvarta varðandi rannsókn Sovét- manna á flugi hans. Þetta var haft eftir talsmanni sovéska utanríkis- ráðuneytisins í gær. „Það hefur engin kvörtun borist frá Rust og engin kvörtun vegna rannsóknarinnar á máli hans,“ sagði Boris Pyadyshev á blaðamanna- fundi. Rust flaug á eins hreyfils Cessna flugvél sinni í gegnum allt sovéska loftvarnarkerfið og lenti við sjálft Rauða torgið þann 28. maí. Hann dvelur nú í Lefortovo fangelsinu í Moskvu og verði hann fundinn sekur um að hafa brotið sovéska lofthelgi gæti beðið hans allt upp í tíu ára fangelsisdómur. Sovéska rannsóknin beinist að því hvort Rust hafi með eigin hetjudáð í huga farið í þessa hættulegu flug- ferð eða hvort einhverjir aðilar hafi hvatt hann til fararinnar. Allir meðlimir öryggislögreglu stjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku hafa veríð kallaðir út í dag en nú er ár liðið síðan neyðarástandslögunum var komið á í landinu. Þau hafa veríð framlengd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.