Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. september 1987 Tíminn 5 Reykja-Jón langafi Bandaríkjaforseta? Vestur-íslcndingar hafa í fimm- tíu ár eða svo talið fullvíst að Ronald Reagan, forseti Bandaríkj- anna, væri af íslenskum ættum, eða nánar sagt ættaður frá Reykj- um á Rcykjaströnd. Samkvæmt arfsögninni var Björg Jónsdóttir amma Ronalds Reagan í föðurætt. Hún var dóttir Reykja- Jóns, scm kenndur var við Rcyki á Reykja- strönd, og fluttist utan frá Sauðár- króki tuttugu og eins árs gömul árið 1887 með skipinu Camoens og settist að í Winnipeg, |rar sent hún giftist síðar Páli Eiríkssyni frá Bakka í Viðvíkursveit af Djúpa- dalsætt. Pau eignuðust soninn Entil Walthers, sem varð frægur listmál- ari vestan hafs og kom margoft til íslands. Árið 1892 eignaðist Björg son, sem skírður var William og hafði ættarnafnið Cody. Þetta var þó ckki Buffalo Bill heldur nafni hans. Þessi William Cody kom við sögu kvikmyndagerðar vestra, en fór á hausinn um 1930. Björg var 26 ára þegar hún eignaðist William, en eftir þann tíma mun hún hafa gifst Páli frá Bakka og tóku þau sér nafnið Walthers. Af ástæðum sem erfitt er að skýra fyrir íslendingum hefur þess- um uppruna Ronalds Reagans ver- ið haldið leyndum. Áhersla hefur verið lögð á að hann væri af írsku foreldri, en Reagan-hjónin munu hafa verið barnlaus og tekið hann í fóstur. Áhersla hefur verið lögð á þetta írska ættcrni, og hefur Reag- an m.a. farið til Irlands til að undirstrika það. Þykir gott að vera af írskum ættum í Bandaríkjunum ætli menn í ríkisstjóra - eða forseta- framboð vestra. Þegar Reagan var orðinn forseti í hið fyrra sinnið vaknaði niikill áhugi að fá söguna um rétt faðerni hans upplýsta. En þegar til átti að taka reyndust kirkjubækur, þar sem mátti sjá allan sannleikann í málinu, læstar sainkvæmt skipun frá skrifstofu forseta. Þetta bann er enn í gildi. Þcss er vænst að þegar Reagan lýkur síðara tímabili sínu á forsetastóli í Bandaríkjunum muni hcimilt að opna kirkjubæk- urnar, og þá mun staðfesting á hinum rétta uppruna hans koma í ljós. Það þykir ekki sigurstranglegt að lcita kjörs í æðstu embætti í Bandaríkjunum og vera Norður- landabúi eða lausaleiksbarn. William Cody, sonur Bjargar Jónsdóttur, scm tók sér fari mcð skipi til Ameríku sumarið 1897, var um tvítugt þcgar hann eignaðist Ronald Reagan. Ekki hefur tckist að grafa upp nal'n móður hans, en William Cody vissi vel af þcssum syni sínum, cnda vann Reagan í fyrstu undir handleiðslu lians, cftir að harin fór að sinna kvikmyndum, þótt Cody væri þá sjálfur hættur að reka kvikmyndaver. Cody andaðist árið 1950. Það cr svo skemmtileg tilviljun, að bæði Ronald Reagan og dóttir hans hal'a komið til íslands. Vel má vera að þeim sé báðum kunnugt um, að ættarþræðir þcirra liggja til Islands, allt norðurá Reykjaströnd og Sauðárkrók. Hingað kom dóttir forsetans um það leyti scm hún var að hcfja að skrifa ævisöguþætti sína. Athuganir Tímans leiða sterkar líkur að því að Reykja-Jón hafi veriö langafi hans. Gæsaskyttur í glæfraleik: Kristbjörn Árnason: Höglin skutust yfir menn og málleysingja Lögreglan á Akureyri fékk sím- hringingu frá vegfaranda á mánu- dagskvöidið, þar sem tilkynnt var um menn sem væru að skjóta í þoku og rökkri við Þveráreyrar í Eyjafirði. Þegar lögreglan kom á staðinn var skyggni aðeins um 100 metrar og notaði hún gjallarhorn til að biðja mennina að hætta skothríðinni. Mennirnir voru fimm og sagði Konráð Jóhannsson, sem var vitni að atburðinum: „Þetta kvöldskytterí er búið að var hér í mörg ár, en nú tók steininn úr. Fólk var í stórhættu þarna, t.d. hestar og kýr stóðu skjálfandi af hræðslu upp við girðingar og það hvinu högl í kringum fólk í heyskap þarna niður á bökkunum. Þetta gekk bara ekki lengur," sagði Konráð. Konráð hefur stundað gæsaveiðar í 25 ár og sagði hann ótal dæmi um fólk sem hreinlega skyti beint út úr bílgluggum og ylli stórhættu. Skot- félag Eyjafjarðar harmaði atburðinn og ætla sér að taka á málinu. Rannsóknarlögreglan á Akurcyri hefur tekið skýrslu af mönnununt og hefur sent málið áfram til Ólafs Ólafssonar, fulltrúa hjá bæjarfógeta. -SÓL Unnið við grunn að nýrri lögreglustöð á Sauðárkróki. Þar verður einnig til húsa sýsluskrifstofa og bókaverslun. Byggt yfir lög og rétt Fréttaritar Tímans í Fljótum, Öm Þórarinsson skrífar. Fyrir skömmu hófust bygginga- framkvæmdir við hús á Sauðárkróki þar sem ætlað er að verði lögreglu- stöð, sýsluskrifstofa og bókaverslun í framtíðinni. Húsið verður á tveim- ur hæðum alls 1070 fermetrar að stærð og er áætlað að hluti hins opinbera verði tilbúinn undir tréverk um mitt næsta ár. Nýja húsið kemur til með að bæta til mikilla muna aðstöðu á sýsluskrif- stofu Skagafjarðar sem verið hefur til húsa að Víðigrund 5 í 25 ár. Það húsnæði er löngu orðið alltof lítið enda málaflokkar sem tilheyra sýslu- skrifstofunni sífellt verið að aukast undanfarin ár. Nýja húsið rís við Suðurgötu 1 gegnt húsi Pósts og síma á Sauðár- króki. Verktaki er byggingafélagið Hlynur hf. á Sauðárkróki. Svör frá VSI ómálefnaleg Fundur var haldinn í gær hjá sáttasemjara í deilu Félags starfs- fólks í húsgagnaiðnaði og VSI. Kristbjörn Arnason, formaður fé- lagsins sagði í viðtali við Tímann fyrir fundinn að félagið hefði lagt fram kröfur sínar hjá sáttasemjara, en VSÍ hefði svarað með bréfi þar sem ekki hefði vcrið tekið nijög málefnalega á hlutunum. Sagðist Kristbjörn vonast til þess að hægt yrði að afgreiða þessa ómálefnalegu hlið málanna sem fyrst og að VSI sæi sér fært að leggja fram móttillögursínar. Von- aðist Kristbjörn að það yrði gert á fundinum í gær og síðan yrði farið í að ræða raunverulegar kröfur félagsins um fastlaunasamning eins og febrúarsamningar þessara aðila hefðu gert ráð fyrir. -phh Bílþjófar á Akureyri: Reyndu við einn, en tóku svo hinn Aðfaranótt miðvikudagsins lang- aði þrjá unga menn að fara í bíltúr um Akureyrarbæ á einhverjum öðr- um bíl en sínum eigin. Þeir fór því sem leið lá niður í Slippstöðina og reyndu að tengja framhjá í einum bílnum, en án árangurs. Þeir brutust því inn í Bílasölu Norðurlands, tóku þaðan lykla að Galant bíl sem þar var til sölu og óku á brott. Næst héldu þeir til Vélsmiðju Steindórs, brutust þar inn og stálu peningum, tóbaki og skiptimynt. Lögreglan á Akureyri hirti þá skömmu síðar á bílnurn. -SÓL Vinnuslys í Sólheimum: Féllu ofan af 7. hæð Um hálf fimm í gær varð vinnu- slys við eitt af háhýsunum í Sólheimum. Þar voru tveir menn á vinnu- palli að athafna sig á sjöundu hæð, þegar pallurinn féll til jarðar. Annar maðurinn féll með pallinum alla leið til jarðar, en hinum tókst að krækja í kaðal á leiðinni niður. Báðir mennirnir voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans, þar sem þeir fóru í rannsókn. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.