Tíminn - 22.01.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.01.1988, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Föstudagur 22. janúar 1988 Alþjóöahvalveiðiráðiö að gliðna í sundur: Japanar kaupa hvalkjötið og Norðmenn hefja veiðar Útlendingaeftirlitiö athugað alla ferðamenn undanfarið: Vísar fólki dag- lega frá tslandi Lög- og öryggisgæsla hefur verið hert til muna meðan á ráðstefnu um skynsamlega nýtingu sjávar- spendýra stendur. Útlendingaeftir- litið hefur fylgst gaumgæfilega með mannaferðum inn í landið í fleiri vikur af þessu tilefni og þótt ekki hafi fengist staðfest, að mönnum hafi verið vísað úr landi af ótta við að þeir kynnu að tengjast skemmd- arvörgum Sea Shepherd, sagði Árni Sigurjónsson, lögreglufull- trúi, að daglega væri mönnum vísað frá af ýmsum ástæðum. „Ég er ekki til viðtals um þetta,“ sagði Árni. „Það segir sig sjálft, að það eru ekki lengur öryggisráðstaf- anir, eftir að frá þeim er sagt í blöðunum." Staðin er vakt við öll þau mann- virki, skip og aðrar eignir, sem snerta hvalveiðar eða stjórnun þeirra að einhverju leyti. Tugir lögreglumanna eru bundnir við. öryggisgæsluna og mega vegfar- endur vera viðbúnir því að gera grein fyrir ferðum sfnum eigi þeir leið þar hjá. Leynd hvíldi lengi yfír hvar ráðstefnan yrði haldin og fengu fréttamenn enga vitneskju um það fyrr en klukkustundu áður en fundurinn hófst. Þar var þeim heimilt að hlýða á ávarp ráðherra, en var svo vísað út. Ráðstefnunni lýkur í kvöld með boði hjá sjávarútvegsráðherra, Halldóri Ásgrímssyni. w Lögregluvakt seint um kvöld fyrir utan Stjórnarráðið vegna ráðstefnu u skynsamlega nýtingu sjávarspendýra. (Tfmtnn: Pjetv Ráðstefna á hárréttum tíma Hann vildi einnig koma á fram- færi þökkum sínum til íslenskra stjórnvalda, fyrir að halda þessa ráðstefnu, enda væri mjög mikil- vægt að þessar þjóðir ræddust við. „Hún kom á hárréttum tíma,“ sagði Tresselt. Ráðstöfunarfé friðunarsamtaka 100 milljónir Á ráðstefnunni í gær var einnig rætt um hin ýmsu friðunarsamtök. Hélt Charles R. Pucie, Jr. m.a. ræðu um hvað til ráða væri, til að sporna við áróðri þessara samtaka og snúa vörn í sókn. Tíminn hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að Hvalveiðiráðið á að starfa eftir lögum Einn ráðstefnugesta frá Japan er þingmaðurinn Kazuo Shima. í samtali við blaðamann Tímans sagði Shima, að hugmynd Halldórs Ásgrímssonar, um svæðisbundna stjórnun, þar sem rannsakað væri vistkerfið í heild, en ekki einungis hvaða áhrif hval- eða selveiðar hefðu á það, væri vel þess virði að hún væri athuguð nánar, ef miðað væri við að IWC héldi áfram að starfa ekki eftir lögum, heldur eftir skipunum frá friðunarsamtökum. Hann sagðist ekki styðja stofnun nýrra samtaka eins og er, en það færi eftir niðurstöðum IWC, sem nú eru að ákveða hvort einnig eigi að banna vísindaveiðar. Hann sagði þjóð sína hafa mætt mikilli andstöðu innan IWC og því væri stofnun nýrra samtaka hlutur sem þyrfti að ræða nánar, þó honum þætti ekki tímabært að fara út í slfka stofnun núna. Við erum á móti, við erum á móti Hvað friðunarsinna varðaði, þá sagðist hann vissulega styðja frið- unarstarfsemi, en þeirra hlutverki væri nú lokið. Hvalveiðum í ágóða- skyni hefði verið hætt og nú væri aðeins veitt til að rannsaka hvalinn. „Það eina sem þeir segja er við erum á móti, við erum á móti. Slíkt leiðir aldrei til góðs,“ sagði Shima. „Á þeim vísindaráðstefnum sem ég hef mætt á, hef ég séð að vísindamenn eru ekki á eitt sáttir um hvalveiðar. En það má ekki láta sína eigin ákvörðun blinda mann. Menn verða að opna hjarta sitt og hug og ræða saman og taka sameiginlega ákvörðun. Það er mín sannfæring, en mér hefur virst að friðunarsamtökin hafi ekki áhuga á að ræða málin. Þau vilja bara öfgafullar aðgerðir," sagði Shima. Að sjálfsögðu keypt hvalkjöt Aðspurður um hvort að Japanar myndu kaupa íslenskt hvalkjöt sagði Shima: „Að sjálfsögðu. Það er alveg sama hvað kemur upp á. Við munum kaupa íslenskt hvalkjöt." Hann furðaði sig einnig á afstöðu Breta og Bandaríkjamanna til vís- indaveiða Japana. Hann sagði einnig að bæði ís- lendingar og Japanar hefðu verið f gær hófst í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um stjórnun veiða og skynsamlega nýtingu sjávarspendýra. Hafbúskapur af því tagi hefur verið þyrnir í augum ýmissa öfgafullra friðunarsamtaka, og með samstilltum aðgerðum hafa þessi samtök nú komið málunum í þann farveg, að hvalveiðar í ágóðaskyni eru bannaðar, af þjóðum sem aldrei hafa og munu ekki veiða hvali, og líkur eru á að vísindaveiðar verði heldur ekki leyfðar. En nú lítur út fyrir að Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC) sé að syngja sitt síðasta, ef marka má orð sumra ráðstefnugesta. Japanar hafa t.d. ákveðið að kaupa allt hvalkjöt af íslendingum og Norðmenn hyggjast með sumrinu hefja sínar eigin vísindaveiðar. Ráðstefnan hófst í gærmorgun, með ræðu Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, og er hún birt hér til hliðar, en því næst hófust umræður og ræðuhöld, sem stóðu fram á miðjan daginn, en þá tóku vinnuhópar til starfa. Vinnu- hóparnir fjölluðu um þrennt. í fyrsta lagi um núverandi stjórnun veiðanna og aðra möguleika í þeim efnum. í öðru lagi um vísindaveið- ar og í þriðja lagi upplýsingamiðl- un. Hóparnir munu skila af sér niðurstöðum seinna í dag. gagnrýndir harðlega á hvalaráð- stefnunni í Bournemouth fyrir að vilja veiða hval. Síðan ákveði ís- lendingar að hefja vísindaveiðar, og Bandaríkjamenn samþykkja og Bretar þegja. En þegar Japanar ákveða að hefja vísindaveiðar, þá neita Bretar og Bandaríkjamenn því. „Af hverju eru Bretar á móti okkar vísindaveiðum? Þetta lyktar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, og Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur, eru meðal íslenskra ráðstefnugesta, en gestir hafa lýst hrifningu sinni með tillögur Halldórs um svæðisbundna stjórnun. Per Tresseit, formaður norska ráðstefnuhópsins (lengst til vinstri), sagði það ekkert leyndarmál að Norðmenn hygðust hefja hvalveiðar í vísindaskyni og hefur það verið túlkað sem dæmi um gliðnun Alþjóðahval- veiðiráðsins. af mismunun, jafnvel kynþáttamis- munun. En þetta er greinileg mis- munun milli íslendinga og Japana. Þá erum við einnig mjög ósáttir við framkomu Bandaríkjamanna,“ sagði Shima. Norðmenn hefja vísindaveiðar Umræðurnar eru miklar bakvið tjöldin. Menn ræðast við í her- bergjum og á göngum. Þar heyrast m.a. skoðanir um að þjóðirnar ættu að kljúfa sig út úr IWC, enda hefði það ekkert hlutverk lengur, ef engin hvalveiðiþjóð væri ( því. Þar heyrist einnig sagt frá vísinda- áætlun Norðmanna, sem ekki hef- ur verið vitað um fyrr en nú. Per Tresselt, formaður norsku ráðstefnugestanna, neitaði þessu ekki í samtali við Tímann. „Samkvæmt ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar 1986 var ákveðið að draga úr hvalveiðum á síðasta ári. Þá voru veiddir 375 hvalir og í ár mun hvalveiðum í ágóðaskyni vera frestað. En Norðmenn munu Kazuo Shima (annar frá hægri) sagði þjóð sína hafa mætt mikilli andstöðu innan IWC, og sagði þetta jafnvel dæmi um kynþáttamismunun. Tímamyndir: Pjetur. halda í þá ákvörðun sína, að hval- veiðar ættu að vera stundaðar með tilliti til stærðar stofnanna og að- eins veiða skynsamlega mikið. Hópur óháðra vísindamanna hefur unnið fyrir okkur að rannsóknum og þeir skiluðu skýrslu til okkar í maí sl. Þannig að við sjáum fram á að við munum veiða hvali í vísinda- skyni á þessu ári, en það verður einungis einn liður í rannsókninni. Enn hefur samt ekki verið ákveðið hve marga hvali við veiðum," sagði Tresselt. í máli Pucies, hafi komið fram að ráðstöfunarfé samtaka innan Bandaríkjanna einna, væri 100 milljónir á ári hverju. Þá mun Pucie hafa sagt að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir að samtök- in notfæri sér þekkingarleysi borg- arbúa, sem átta sig ekki á tilgangi veiðanna og að afhjúpa öfga- skoðanir og öfgafullar og oft hættu- legar baráttuaðferðir þeirra. Ráðstefnunni lýkur annað kvöld með móttöku í boði Halldórs Ás- grímssonár. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.