Tíminn - 22.01.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.01.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. janúar 1988 Tíminn 9 Magnús Reynir Guömundsson, bæjarritari og form. stjórnar íshúsfélags ísfirðinga h.f. Vestfjarðaþing- menn og Tíminn Það hefur vakið athygli mína í allri umræðunni um fiskveiðistefnu framtíðarinnar, hversu blaðamenn Tímans hafa verið ómerkilegir og rætnir í garð vestfirsku þingmann- anna, sem hafa barist gegn eða viljað fá fram breytingar á frum- varpi sjávarútvegsráðherra, Hall- dórs Ásgrímssonar. Oftast, þegar skýrt hefur verið frá umræðum á Alþingi þar sem vestfirsku þing- mennimir hafa sett fram skoðanir sínar um fiskveiðimálin, hefur Tíminn séð ástæðu til að gera þingmennina tortryggilega, hlægi- lega eða væna þá um vanþekkingu og jafnvel telja lesendum trú um að þeir séu á atkvæðaveiðum. Ekki veit ég hvort blaðamenn Tímans hafa staðið í þeirri trú að þeir væru að þóknast Halldóri Ásgrímssyni með slíkum niðrandi skrifum um samþingsmenn hans, en af kynnum mínum af ráðherranum dreg ég stórlega í efa að honum hafi þókn- ast þessi málflutningur. Fiskveiðar eru undirstaða mann- lífs á íslandi, það ætti öllum íslend- ingum að vera ljóst og þar með blaðamönnum Tímans. Það er því ekki undarlegt að alþingimenn vilji kanna til hlítar allar hliðar málsins, þegar setja skal lög um fiskveiðar. Það að reyna að gera Matthías Bjamason, Ólaf Þ. Þórðarson, Karvel Pálmason, Sighvat Björg- vinsson og Þorvald Garðar Krist- jánsson hlægilega eða koma á þá fávitastimpli, hlýtur að mistakast a.m.k. gagnvart þeim, sem eitt- hvað þekkja til fiskveiða og vinnslu. í þessu greinarkomi mun ég ekki taka dæmi um skrif Tímans á undanfömum mánuðum. Þau em þó ótalmörg þar sem bæði beint og óbeint, undir rós og með ýmis í þessu greinarkorni mun ég ekki taka dæmi um skrif Tímans á undanförnum mánuð- um. Þau eru þó ótal- mörg þar sem bæði beint og óbeint, undir rósog meðýmiskonar áróðri, hefur verið þjarmað að fyrrnefnd- um þingmönnum. Þessi málflutningur er Tímanum til skammar og blaðamönnum hans til minnkunar. konar áróðri, hefur verið þjarmað að fyrrnefndum þingmönnum. Þessi málflutningur er Tímanum til skammar og blaðamönnum hans til minnkunar. Skoðanir og virðing Sjávarútvegsráðuneytið er að mínum dómi erfiðasta ráðuneytið eða a.m.k. jafn erfitt og fjármála- ráðuneytið. Það hefur því hvflt gífurleg ábyrgð á sjávarútvegsráð- herrum undanfarinna ára, bæði Halldóri Ásgrímssyni og Matthíasi Bjarnasyni. Þessir tveir ráðherrar hafa að mörgu leyti gjörólíkar skoðanir á grundvallaratriðum, svo sem fram hefur komið á undan- fömum missemm. Báðir hafa þeir notið, og njóta enn trausts og virðingar vegna starfa sinna að sjávarútvegsmálum og báðir, trúi ég, hafa tekið ákvarðanir á grund- velli sannfæringar sinnar. Það er því ljóst, að þótt skoðanir manna séu skiptar geta þeir notið jafn mikillar virðingar og álits þjóðar- innar. Skoðanafrelsi er ein af undirstöðum lýðræðis og fjölmiðl- ar eiga ekki að grafa undan því með óábyrgum skrifum. Að kunna að tapa og sigra Vestfirskir framsóknarmenn hafa allt frá upphafi verið á móti kvótakerfi í sjávarútvegi. Þeir hafa á samkomum sínum ítrekað þessar skoðanir sínar og komið þeim á framfæri. Á meðal þeirra, sem staðið hafa að samþykktum, þar sem kvótakerfinu er mótmælt, er formaður Framsóknarflokksins, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Vestfirðinga, Stein- grímur Hermannsson. Ég minnist þess ekki að Tíminn hafi á þeim tíma hamast á Steingrími, eins og hann hefur hamast á núverandi þingmönnum Vestfjarða. Það er mikill og góður eiginleiki að geta sætt sig við að verða undir í baráttu, sem háð er undir merkj- um lýðræðisins. Það höfum við vestfirskir framsóknarmenn gert. Við höfum beygt okkur fyrir vilja meirihlutans, eftir að hafa barist einarðlega fyrir sannfæringu okkar í því máli, sem við teljum vera lífshagsmunamál okkar. En það er ekki síður nauðsynlegt að kunna að fara með sigur af hólmi. Það á ekki að hæðast að Þaö ermikilloggóð- ur eiginleiki að geta sætt sig við að verða undir í baráttu, sem háð er undir merkjum lýðræðisins. Það höf- um við vestf irskir f ram- sóknarmenn gert. Við höfum beygtokkurfyrir vilja meirihlutans, eftir að hafa barist einarð- lega fyrir sannfæringu okkar í því máli, sem við teljum vera lífs- hagsmunamál okkar. þeim, sem bíða lægri hlut, slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Slíkt gera aðeins heimskir menn, heimskir blaðamenn í tilfelli Tímans. Kvóti og postulínshundar Aðstæður í þjóðfélaginu hafa gjörbreyst á örskömmum tíma. Kvóti í sjávarútvegi og landbúnaði hefur gert fjölmörgum byggðarlög- um ómögulegt að vaxa og dafna svo sem áður var. Stórbændur og aflaklær, sem áður nutu sérstakrar ’ virðingar vegna athafnasemi sinnar og dugnaðar, teljast nú í hópi þeirra Islendinga, sem mest hætta stafar af. Og þótt ýmislegt hafi verið gert til þess að mæta þeim neikvæðu áhrifum, sem kvótakerf- in hafa haft í för með sér fyrir landsbyggðina, þá hefur það ekki dugað til. Og reyndar hefur verið þjarmað með öðrum hætti að landsbyggðinni svo sem dæmin sanna. Frystiiðnaður er nú rekinn með 15% halla og prjónastofur vítt og breitt um landið hafa verið að segja upp starfsfólki, vegna rangrar gengisskráningar. Á sama tíma blómstrar verslun og þjónusta á höfuðborgarsvæðinu, hversu lengi sem nú varir og menn geta lifað af því að selja hverjir öðrum postu- línshunda og afruglara. Það er vitlaust gefið Hvert stefnir íslenskt þjóðfélag þegar fískvinnslustöðvar geta ekki borgað nema helminginn af þvi verði fyrir fiskinn, sem fæst fyrir hann, nettó, á erlendum mörkuð- um? Hver er framtíð frystiiðnaðar- ins miðað við þessa þróun? Hver er framtíð fiskvinnslufólksins, ef ekki verður breyting á? Flýtur á meðan ekki sekkur. í íslenska þjóðfélaginu er vit- laust gefið. Það er byrjað á því að taka frá fé af sölu sjávarafurða, til að geta rekið þjónustugreinamar, skóla, sjúkrahús, vegakerfi o.fl. o.fl. Þegar stjórnvöld hafa séð fyrir öllum þörfum þjónustugreinanna, þá fá útgerð og fiskvinnsla afgang- inn, ef einhver er. Og til að þjarma enn frekar að útflutningsgreinun- um er gengið vitlaust skráð. Sá gjaldeyrir, sem kemur inn fyrir sjávarafurðir (og reyndar líka ullarvörur o.fl.) er seldur verslun- inni fyrir slikk. Og eftirlit með verðlagningu þjónustufyrirtækj- anna, sem hafa mergsogið fram- leiðslugreinamar um árabil, er ekkert. Þau geta ákveðið tekjur sínar sjálf í langflestum tilvikum. Hverertilgangurinn? Það em vafalaust flestir lands- menn sem trúa því að ríkisstjórnin eða ríkisstjómimar vilji gæta hags- muna allrar þjóðarinnar, hvort sem hún býr á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. í þeirri stöðu, sem nú er uppi verður því þó varla trúað að dugleysi ríkis- stjómar Þorsteins Pálssonar sé um að kenna. Hér virðist vera um ásetning að ræða eða er ekki svo? Hafsteinn Þorvaldsson: íþróttalögin - félagsheimilasjóður f Tímanum 13. og 14. janúar sl. kveður sér hljóðs hinn kunni félagsmálamaður Daníel Agústín- usson og rekur af mikilli kunnáttu og yfirsýn tilurð íþróttalaga frá 1940 og laga um félagsheimilasjóð frá 1948, og framkomnar hug- myndir um niðurfellingu eða breyt- ingar á þessum lögum, í tengslum við svonefnt „verkaskiptingarfmm- varp“ ríkisstjómarinnar sem nú liggur fyrir Alþingi. Daníel er fyrrverandi stjórnar- og starfsmaður UMFÍ og var full- trúi UMFÍ í íþróttanefnd ríkisins og stjóm félagsheimilasjóðs í yfir 30 ár. Á skýran og eftirminnilegan hátt lýsir Daníel áhrifum nefndrar lagasetningar á allt íþrótta- og félagsstarf f landinu, ekki sfst hinna dreifðu byggða. Undirritaður vill f einu og öllu taka undir orð Danfels, um leið og ég vona að sem flestir hæstvirtir alþingismenn lesi og kynni sér þessi gagnmerku skrif. Verkaskipt- ing á milli rfkis og sveitarfélaga er að sjálfsögðu þarft mál, sömuleiðis endurskoðun á löggjöf. En slfkt hlýtur að þurfa að vanda vel, að maður tali nú ekki um ákvarðana- töku um að fella niður löggjöf sem varðar eina af meginundirstöðum menningarstarfs í landinu , félags- heimilalögin. Ráðherrar vita vel, að kynningu á þessum áformum er vemlega ábótavant, bæði meðal sveitar- stjómarmanna og innan íþrótta- hreyfingarinnar. Hæstvirtur fjármálaráðherra, eða aðrir ráðherrar, geta ekki leyft sér í einhverju tímahraki vegna þingstarfa, að grípa ofan úr hillu hjá sér jafn merka löggjöf og hér um ræðir, og kasta henni í „verka- skiptingarpokann“. Iþróttahreyfingin á íslandi á í sínum fómm samþykktir og marg- gefin loforð núverandi stjómar- flokka og annarra, að standa vörð um þessa löggjöf og efla hana. Það hefur Ifka komið f ljós, að fáir alþingismenn vissu hvað var f „ verkaskiptingarpokanum" fyrr en fjármálaráðherra slengdi honum inn á Alþingi með fjárlagafrum- varpinu þegar þing kom saman í vetur. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið eðlilegt að íþróttanefnd ríkisins, stjóm félags- heimilasjóðs, fþróttafulltrúi rfkis- ins og forystumenn fþróttahreyf- ingarinnar hefðu fengið að vita um þessa xtlan stjómvalda, eða kannski verið ástxða til þess að nefndir aðilar fengju allavega til umsagnar fyrirhugaða breytingu og/eða niðurfellingu á löggjöf. Ekkert slíkt hvarflaði að þessum háu hermm, en forystumenn íþróttahreyfingarinnar fengu þess í stað „bjórfmmvarpið" til um- sagnar. Ég Ieyfi mér að taka mjög sterkt undir þær fullyrðingar Daníels Ág- ústínussonar, að ríkisvaldið getur ekki með svo litlum fyrirvara og án samráðs við viðurkennda hags- munaaðila, losað sig undan fjár- hagslegri aðstoð við þá uppbygg- ingu sem áðumefnd löggjöf nær yfir. Allar bollaleggingar um jöfnun- arsjóðsgreiðslur til þessara mála- flokka í staðinn fyrir að greiða slíkt í gegnum íþróttasjóð og félags- heimilasjóð em yfirvarp eitt og blekking því jöfnunarsjóður verð- ur jafnan skertur þegar rfkisvald- inu þóknast, loforð um annað stendur ekki lengur en Alþingi þóknast hverju sinni. Ef alþingismönnum og ráðherr- um er það alvara að koma lög- bundnum og áföllnum skuldbind- ingum áðumefndra sjóða f skil á 4 ámm, er það opin leið og hefur fþróttanefnd rfkisins og stjóm fél- agsheimilasjóðs margsinnis lagt það til. Það þarf sem sagt engar lagabreytingar til þess. Sveitarstjórnarmenn sem á ann- að borð hafa hugleitt þessi mál, vita að ríkisvaldinu er ekki í mun að breyta þessu breytinganna vegna, og þess vegna vilja þeir vita hvað tekur við? í dag getur enginn svarað því og þess vegna ríkir mikil óvissa hjá ýmsum framkvæmda- aðilum víðsvegar um land. Áríðandi er að íþróttahreyfingin þ.e.a.s. ÍSÍ og UMFf taki nú höndum saman við alla hugsandi sveitarstjórnarmenn í landinu og láti ekki ríkisvaldinu líðast að rústa eða leggja niður löggjöf sem skuld- bindur ríkið til þess að styrkja allt að 40% einn umfangsmesta þátt menningarstarfs á íslandi. Skorað er á hæstvirta ríkisstjóm að taka höndum saman við áður- nefnda hagsmunaaðila, og vinna þennan þátt verkaskiptingarfmm- varpsins betur. Þar við liggur heiður okkar. Htfatdn Þorvaldsaon ftrHtrúi UMFÍ f íþróttanefnd ríkis- ins og í stjóra félagsheimilsjóðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.