Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. janúar 1988 Tíminn 5 Heilbrigðisráðherra á ráðstefnu WHO í London: Verðum að stórauka fræðsluna um eyðni Frá David Keys, fréttarítara Tímans í London „Ef við grípum ekki til markviss- ra gagnaðgerða, gætu um 1% íbúa íslands verið smitaðir af eyðni árið 1992 ef sjúkdómurinn breiðist út á fslandi á sama hátt og í öðrum löndum,“ sagði Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra við blaðamann Tímans í gær á alþjóð- legri ráðstefnu um útbreiðslu eyðni í London, sem fulltrúar 150 þjóða sækja. Guðmundur Bjarnason sagði í erindi sínu á ráðstefnunni að 35 íslendingar hafi nú þegar greinst með eyðni og mjög líklega væru margir smitaðir enn ófundnir. „Á íslandi hefur þeim hommum fækkað, sem koma í fyrsta sinn til eyðniprófunar á sjúkrahúsum og bendir það til þess að einstaklingar í áhættuhópum komi ekki ótil- kvaddir til prófunar," sagði Guð- mundur. í samtali við blaða- mann Tímans um ræðuna lét heil- brigðisráðherra í ljós ótta um að stór hluti þeirra Islendinga, sem orðið hafa fyrir eyðnismiti, væru enn ófundnir. „Við vitum um 35 eyðnibera og teljum að þeir geti margir verið komnir með einkenni fyrr eða síðar. En við óttumst að •til séu mun fleiri smitberar, e.t.v. allt að 150, sem við vitum ekkert um ennþá,“ sagði hann. Heilbrigðisráðherra beindi þeirri áskorun til fólks í áhættuhóp- um að gefa sig fram til blóðprófun- ar. Um allan heim nær tvöfaldast fjöldi eyðnisjúklinga ár hvert. „Ef þetta hlutfall kemur fram á fslandi, gætu hátt í 2000 íslendingar hafa smitast árið 1992, ef ekki verður gripið til gagnaðgerða," sagði Guð- mundur. Nú þegar eru hlutfallslega fleiri smitaðir og sjúkir á fslandi, miðað við höfðatölu, en samkvæmt heimsmeðaltali. Auk þeirra35sem smitast hafa af eyðni og eiga að líkindum eftir að smitast, er einn fslendingur nú veikur af sjúkdómn- um og 3 aðrir eru þegar látnir að sögn ráðherra. Hann er sannfærð- ari, en nokkru sinni fyrr um að að grípa verði til skjótra aðgerða á Islandi, eins og um allan heim, til að berjast gegn eyðni, eftir að hafa fylgst með fyrirlestrum heilbrigðis- ráðherra og landlækna frá öllum heimshornum. Tvennt er það sem heilbrigðis- ráðherra segist vilja leggja sérstaka áherslu á, er hann snýr heim frá ráðstefnunni. í fyrsta lagi er hann sannfærður um gildi þess að sýna meira fræðsluefni í sjónvarpi til baráttu gegn sjúkdómnum. f öðru lagi ætti fræðsluefni þetta að vera á boðstólum í ríkari mæli innan skólakerfisins. „Við verðum að fræða ungt fólk um þá ógn sem stafar af eyðni,“ segir hann. í erindi sínu á ráðstefnunni lagði ráðherrann höfuðáherslu á mennt- un og fræðslu, sem baráttuaðferð gegn eyðni. „Fræðsla er ein megin- leiðin til að hefta útbreiðslu eyðni. Upplýsingaherferð væri hafin með það meginmarkmið að koma nauð- synlegri fræðslu til áhættuhópa, svo sem kynhverfra, eiturlyfjasjúklinga, og einnig til almennings. Átakið í baráttunni, hvort sem um er að ræða upplýsingar eða fræðslu, er bæði dýrt og tímafrekt. Fyrirsjáanlegt er að nokkur ár munu líða áður en einhver árangur af þessu átaki mun skila sér,“ sagði Guðmundur. „Ég tel að mikilvægt sé að kanna hvaða árangri slík her- ferð skilar. Könnun á áhrifum upp- lýsingaherferðar, sem framkvæmd var á íslandi, var gerð í fyrra og leiddi hún í Ijós að þekking al- mennings á smitleiðum veirunnar var viðunandi. Það kom hinsvegar í ljós að stór hluti fólks lifði enn í þeirri villu að hægt sé að smitast af sjúkdómnum við hversdagsleg samskipti. Það er ljóst að þróun sjúkdóms- ins á íslandi fer mjög eftir uppgangi hans í nágrannalöndunum. Það er því mín skoðun að alþjóðlegt sam- starf um eyðnivarnir sé mjög mikil- vægt,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að yrði ekkert að gert mætti búast við að 120 manns hefðu fengið einkenni sjúkdómsins árið 1992. Yrði þá um að ræða harmleik, sem myndi snerta flestar fjölskyldur í landinu og gera þyrfti allar mögulegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíkár hörmungar. Yrði þróunin sú, spm nefnd er hér að ofan yrði kostnaður heil- brigðisgeirans líkast til um hálfur milljarður íslenskra króna árið 1992. Myndi það samsvara nálægt sjö prósentum fjárútláta til heil- brigðismála. Þessi þriggja daga ráðstefna, sem haldin var í London lauk störfum á þriðjudag og tóku alls 150 þjóðir þátt með því að senda fulltrúa sína. Trúlega eru nú um 150.000 manns með einkenni eyðni og allt að 10 milljón manns eru eyðniberar, samkynhneigðir, jafnt og gagnkynhneigðir. íslensku sendinefndina skipuðu þeir Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, og Ólafur Ólafs- son, landlæknir. Jonathan'Mann, framkvæmda- stjóri World Health Organisation (WHO), sagði að heimsfaraldurinn væri „rétt að hefjast". Um 75% skráðra tilfella væri frá Norður- og Suður-Ameríku, en mest í Banda- ríkjunum. Sagði hann að karlar og konur í Afríku og við Kara- bískahaf, væru smituð í jafn mikl- um mæli miðað við kyn, og talið er að allt að fjórðungur fólks á aldri- num 20-40 ára sé smitaður af eyðni nú þegar. f New York munu um 1000 börn fæðast með eyðni á þessu ári. Eftir undirritun Vestfjarðasamninga er mikið skeggrætt um hlutaskiptakerfi í fiskvinnslu: Einstaklingshyggjan víkur Það verður ekki annað sagt en að ákvæði um hlutaskipti í kjarasamn- ingi Alþýðusambands Vestfjarða við Vinnuveitendafélag Vestfjarða og Vinnumálasamband samvinnufélag- anna, hafi vakið mikla athygli. Menn eru þó alls ekki sammála um hvort kerfið skilar verkafólki í frystihúsun- um betri launum en gamla bónus- kerfið gat fært því. Hitt virðast menn þó sammála um, að með hinu nýja híutaskiptakerfi er gömlu og úr sér slitnu bónuskerfi stungið niður í skúffu með lítilli eftirsjá. Að vísu telja sumir að gamla bónuskerfið hafi skilað því fólki betri launum, sem í raun skilaði mestum afrakstri við vinnsluborð frystihúsanna. En flestir eru þó á þeirri skoðun að af bónuskerfinu sé lítil eftirsjá vegna gífurlegs vinnuálags og streitu, sem því fylgdi, svo og þrúgandi sam- keppnisandrúmslofti á vinnustöðun- um. Vestfirsk fyrirmynd? Það á eftir að koma í ljós hvort hlutaskiptakerfi, þeirra Vestfirð- inga, verður fyrirmynd í samningum annarra verkalýðsfélaga á landinu fyrir hönd fiskvinnslufólks. Margt bendir þó til að svo kunni að fara. Að minnsta kosti hafa Suðumesja- menn nú ákveðið að senda fulltrúa vestur á firði til að kynna sér hugsun á bak við þetta kerfi í þeim tilgangi að yfirfæra það á fiskvinnslu á Suður- nesjum. Pað er hinsvegar óljóst hvort upptaka þessa kerfis kemur til álita þegar viðræður hefjast á nýjan leik milli Verkamannasambandsins og Vinnuveitendasambandsins. Ákvæði Vestfjarða- samningsins í nefndum kjarasamningi á Vest- fjörðum segir um hlutaskiptakerfið, að tekin verði upp hlutaskipti í frystihúsum á Vestfjörðum ef báðir aðilar, starfsmenn og stjómendur, gefi sitt samþykki fyrir því. Staðal- tíma skal endurskoða strax ef meiri- háttar breytingar verða í vélvæðingu og pökkunarreglum. Gert er ráð fyrir að í hverju frystihúsi muni starfa hópur, sem annast fram- kvæmd og eftirlit með þessu kerfi. f hópnum em verkstjóri ásamt full- trúum, sem starfsfólk kýs. Grunn- tala hlutaskiptakerfisins er byrjunar- laun í 1. taxta í fiskvinnslu (181.59 krónur) sem tekur sömu breytingum og tímakaup í fiskvinnslu. Hver klukkustund í staðaltíma er greidd með 38,0% af þessari tölu. Bónuskerfið gatslitið og úrelt í raun útskýra þessi orð í Vest- fjarðasamningnum ákaflega lítið fyr- ir Jón á götunni. Hér eru enda flóknar breytingar á ferðinni. Áður en leitast verður við að bregða upp mynd af hlutaskiptakerfinu svokall- aða, er rétt að líta til baka og skoða gamla bónuskerfið. Þetta kerfi er að stofni til síðan um 1970, en þá vom nokkrir Norðmenn fengnir til að leiðbeina íslendingum með upptöku þess. Það var í upphafi reynt á Isafirði og Vestmannaeyjum, en hefur nú verið notað í flestum frystihúsum landsins. Bónuskerfið miðaðist við einstakl- inginn. Fundinn var ákveðinn tími, svokallaður staðaltími fyrir hverja pakkningu í framleiðslunni. Hlut- fallið milli staðaltímans og þess tíma sem fólkið var að vinna vömna, kallaðist afköst og voru reiknuð í prósentum. Þessi afkastaprósenta hafði síðan samsvörun við launalínu, ákveðin afkastaprósenta svaraði til ákveðinnar launaprósentu. Nýtingarverðlaun voru tekin upp fljótlega í þessu kerfi. Þá fékk hver einstaklingur verðlaun fyrir vinnuaf- köst og nýtingu á hráefninu. Síðan fengu aðrir sem unnu í húsinu borg- aða ákveðna fasta uppbót á laun. Vandamál samfara bónuskerfi Eitt helsta vandamálið við bón- uskerfið er að það krefst gífurlegs eftirlits og stýringar verkstjóra. Það er illmögulegt að færa fólk til f frystihúsinu, því að því fylgir óvissa hvers starfsmanns með að geta hald- ið sama bónus, og þar með sömu launum, og á fyrri stað í framleiðslu- ferlinum. Kerfið skapar öfund, tor- tryggni og í heildina þreytandi and- rúmsloft meðal starfsmanna í frysti- húsunum. Fólk vinnur sem einstakl- ingar, en ekki sem heild, sem hópur. Lykilorðið er samkennd og samvinna Lykilorðin f vestfirska hluta- skiptakerfinu em samkennd og sam- vinna starfsmanna í stað einstak- lingshyggju gamla bónuskerfisins. Fundin var út ákveðin krónutala á hvem kassa framleiddrar vöm, breytileg eftir fisktegundum og pakkningum. Til þess að finna þessa tölu var notað reiknilíkan fyrir eins- konar meðalfrystihús. Einnig var fundinn út ákveðinn tími á hverja pakkningu, sem er á skrá hjá sölu- samtökunum. Þegar fundinn hefur verið út tíminn fyrir hverja pakkn- ingu er greiðsla fyrir hana, með tilliti til tímaþarfar, samningsatriði í heildarsamningi. Greiðslan skiptist jafnt á alla þá sem standa að fram- leiðslu hverrar pakkningar, frá mót- töku til frystiklefa. Nýtingarverðlaun í þessu kerfi er tekið ákveðið tillit til nýtingar, eins og raunar var gert í gamla kerfinu. Þegar nýting á hverja pakkningu er komin yfir ákveðið lágmark koma til nýtingar- verðlaun. Þau eru í raun ekki eins há og í gamla kerfinu, en stefnt er að því að þau nemi um 25% umfram það sem fólk ávinnur sér fyrir afköst. Þessi viðmiðunarmörk eru þannig sett að auðvelt eigi að vera að ná þeim. f gamla bónuskerfinu voru nýting- arverðlaun miðuð við hvert borð, eða einstakling, en í hlutaskiptakerf- inu eru laun alls starfsfólks frysti- hússins m.a. miðuð við heildarnýt- ingu hússins á hráefninu. í hlutaskiptakerfinu eru byrjendur ekki teknir fullgildir. Vinnuframlag byrjenda er metið á 30% í byrjun. En eftir því sem hann nær tökum á vinnunni hækkar hann upp í launum og nær fullum launum þegar hann hefur náð fullum tökum á verkinu. Miðað er við að það komi í hlut verkstjóra og trúnaðarmanns á vinnustað að meta hvenær byrjendi telst fullgildur starfskraftur. Hlutaskiptin fá jákvæða umsógn starfsfólks Eins og kunnugt er hefur þetta kerfi ekki verið reynt í vestfirskum frystihúsum nema í nokkrar vikur. En mönnum, sem til þekkja, ber saman um að reynsla af því sé í flestum atriðum góð. Starfsfólk mun vera jákvætt í garð þessara breytinga og finnst það jákvæðasta við þær vera fólgið í betra andrúmslofti og samheldni á vinnustað og minna stressi. En hvernig er reynsla fólks í sambandi við launin? Ef tekið er mið af hópnum í heild ber fólk meira úr býtum en áður. Að vísu kemur í ljós að t.d. þær konur sem náð höfðu hæstum bónus lækka lítilsháttar í launum. Hlutaskipti á landsvísu? Svo er það stóra spurningin hvort þetta umtalaða hlutaskiptakerfi verður tekið upp í frystihúsum í öðrum landshlutum. Að sögn þeirra sem til þekkja, virðist ekkert mæla móti því að það verði reynt a.m.k. Talið er að auðvelt sé að taka upp þetta kerfi í smærri og miðlungsstór- um frystihúsum. En eitthvað kann það að verða örðugra í stóru frysti- húsunum, þó að það sé hreint ekki sjálfgefið. Skýringuna segja menn einfalda; í þeim er erfiðara að ná upp samstöðu starfsmanna en í smærri frystihúsum. Tíminn einn á eftir að leiða í ljós hvort og þá hvenær hlutaskiptakerfi verður almennt reynt í frystihúsum landsins. En svo mikið er víst, að gamla bónuskerfið er orðið úrelt og mikil almenn óánægja með það í frystihúsum landsins. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.