Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 28. janúar 1988 12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Hag vöxtur í Bandaríkjunum varð 4,2% átímabilinu milli október og desember sem þýddi að hagvöxtur á árinu öllu var 2,9%. Þjóðarframleiðslan jókst um 4,3% á tímabilinu milli júlí og september en sérfraeðingar höfðu búist við mun lægri tölu., Þessar niðurstöður sýndu að ótti um að hagvöxtur myndi snarlega minnka í kjölfar hrunsins á verðbréfamörk- uðunum í október var ekki á rökum reistur. TEL AVIV - Leiðtogar ísra- i elsríkis frestuðu að vísa fimm i Palestínumönnum í viðbót á| brott frá herteknu svæðunum. j Þetta gerðu þeir til að koma í j vea fyrir frekari óeirðir og til að' eyðileggja ekki enn frekar ímynd Tsraelsríkis á alþjóða- vettvangi. Fimmmenningarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir mótmæli gegn ísraelsk- um yfirráðum á herteknu svæðunum, Gazasvæðinu og Vesturbakkanum. GAZA - ísraelskir hermenn ji réðust að starfsmönnum bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar CBS eftir að þeir höfðu tekið myndir af hermönnunum vera að berja á palestínsku ungmenni. BEIRÚT - Óþekktir byssu-j I menn rændu vestur-þýskum manni í Vestur-Beirút en þar ræður Sýrlandsher lögum og lofum. DÚSSELDORF, Vest- ur-Þýskalandi - Líbani sem sakaður er um að hafa átt aðild að flugráni neitaði að bera vitni í réttarhöldunum yfir bróður sínum. Bróðirinn er sakaður um að hafa rænt tveimur V-Þjóðverjum í Beirút. GENF - Samningamaður • Sovétríkjanna í afvopnunar-1 viðræðum stórveldanna í Genf sagði að möguleikarnir á sam- j komulagi um eyðingu efna- vopna hefðu minnkað eftir aðj Bandaríkjamenn tóku aftur til f við framleiðslu á slíkum vopn- um í síðasta mánuði. L' MOSKVA - Viktor Karpov, j helsti samningamaður Sovét- j ríkjanna í afvopnunarviðræð- j um stórveldanna og aðrir hátt-1 settir erindrekar Sovétstjórnar- innar gerðu sér ferð til þeirra | vopnaverksmiðja í landinu j. sem bandarískir aðilar munu skoða eftir að samningurinn um eyðingu meðaldrægra og skammdrægari kjarnorku- flauga tekur gildi. Pravda, dagblað kommúnistaflokksins, skýrði frá þessu og hafði eftir Karpov að skiljanlegt væri að starfsmenn verksmiðjannaj hefðu áhyggjur. HONG KONG -Dómstóll íj Hong Kong dæmdi tíu meðlimij glæpahrings í fangelsi í aliti upp í sjö og hálft ár. Dómurinn var kveðinn upp í lok umfangs- mestu réttarhalda yfir skipu- lögðum glæpahópum sem far- ið hafa fram í Hong Kong. ÚTLÖND Bretland: Thatcher kannar hvort heilbrigðis- kerfið sé sjúkt Hjúkrunarkonur á sjúkrahúsum víða um landið hafa samþykkt að taka þátt í sólarhringsverkfalli í næstu viku til að mótmæla lágum launum. Þetta verkfall gæti lamað starfsemi stærstu sjúkrahúsanna og þar á meðal þriggja stærstu spítala Lundúnaborgar. Thatcher átti fundi með John Moore heilbrigðismálaráðherra og fjármálaráðherranum Nigel Lawson í gær og sögðu embættismenn að rætt hefði verið um mögulegar breyt- ingar á hinu ríkisrekna heilbrigðis- kerfi. Hugmyndir um breytingar fel- ast meðal annars í því að hækka gjaldið fyrir sjúkrahúsvist og gera einkarekstur í heilbrigðiskerfinu auðveldari með ýmiskonar skatta- undanþágum. Thatcher lofaði í kosningabarátt- unni á síðasta ári að engar slíkar breytingar yrðu gerðar á heilbrigð- iskerfinu. Verkamannaflokkurinn hefur fylkt sér að baki óánægðra starfs- stétta í heilbrigðiskerfinu og hefur formaður flokksins Neil Kinnock sakað forsætisráðherrann um að „loka dyrunum á andlit fólks“ sem hefur mest allra vit á heilbrigðismál- um. Ríkisstjórnin jók fjárframlög til NHS um 1,1 milljarð Sterlingspunda í byrjun þessa árs og í heild er því kerfið rekið fyrir 22 milljarða punda á ári eða upphæð sem samsvarar tæpum fimmtán hundruð milljörð- um íslenskra króna. Thatcher hefur neitað að láta meira fé í rekstur heilbrigðiskerfisins en yfirvöld heilbrigðismála segjast þurfa 230 milljónir punda í viðbót til að hægt sé að bjarga rekstrinum fyrir horn á þessu ári. hb Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands hóf í gær að kanna stöðu heilbrigðiskerfis landsins (National Health Service eða NHS). Thatcher og stjórn hennar hafa verið gagnrýnd að undanförnu fyrir að draga svo mjög úr framlögum til heilbrigðismála að til vandræða horfi. Og sannarlega horfir til vandræða. Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands: Beinir spjótum sínum að heilbrigðiskerfinu SOVÉSKIR BORGARAR STÖÐVA BYGGINGU KJARNORKUVERS Mótmæli sovéskra borgara hafa leitt til þess að í fyrsta skipti hefur bygging kjarnorkuvers í Sovétríkj- unum verið stöðvuð. Það var dagblað eitt í landinu sem skýrði frá þessu í gær. Komsomolskaya Pravda sagði í frétt að yfirvöld hefðu ákveðið seint að síðasta ári að stöðva byggingu kjarnorkuvers í Krasno- dar, borg í norðurhluta Kákasus. Blaðið sagði að slysið mikla í kjarnorkuverinu í Tsjernóbíl í apr- íl árið 1986 hefði leitt til mikilla mótmæla almennings gegn bygg- ingu kjarnorkuvera og stöðvun byggingaframkvæmda í Krasnodar væri afleiðing þessa. Slysið í Tsjernóbíl í Úkraínu varð 31 manni að bana og flytja þurfti meira en 130 þúsund manns frá heimilum sínum í nágrenni kjarnorkuversins. Komsomols- kaya Pravda sagði að slysið hefði leitt til „keðjuverkandi" mótmæla gegn kjarnorku. Alþýða manna hefur verið dug- leg að senda bréf til yfirvalda og mótmæla kjarnorkuverum og í Krasnodar hafði formaður bæjar- stjórnarinnar farið í sjónvarp til að lýsa ylir andstöðu sinni gegn bygg- ingunni. hb Frá kjarnorkuveri í Sovétríkjunum: Almenningur hefur lagst gegn byggingu slíkra eftir slysið í TsjernóbQ Veðurblíða í Evrópu Mikið var að gera á kaffihúsum við stræti Parísarborgar í gær, fólk sat úti við og naut veðurblíð- unnar. Parísarbúar sem og margir aðrir íbúar Evrópu hafa lítið séð af vetrarkuldum og raunar hefur enn ekki fallið snjór á París. Heitt loft frá suðlægari stöðum hefur haldið hitanum vel yfir meðallagi í frönsku höfuðborg- inni síðustu sjö vikur. Veður- fræðingar segja ástæðuna fyrir blíðunni þá að Azoreyjahæðin sé nú miklu norðar en vanalega þótt þeir viðurkenni að vita ekki alveg hvernig á því standi. Meðalhitinn í París þessar vik- urnar hefur verið 13 Celsíusgráð- ur, nærri átta hitagráðum yfir meðallagi. Og met gætu fallið. Haldist veðurblíðan út mánuðinn í París gæti meðalhitinn í janúar farið yfir 15,5 Celsíugráður. Það met var mælt á fyrstu vikum ársins Stríðið um Nicaragua fer fram í Washington Bandaríska þingið mun næstu daga fjalla um beiðni Rónald Reag- ans Bandaríkjaforseta um 36 mill- jóna dala styrk til handa Contra skæruliðunum í Nicaragua sem berj- ast gegn hinni vinstrisinnuðu stjórn þar. Þingmenn munu að líkindum greiða atkvæði um beiðnina 3. og 4. febrúar. Óvíst þykir um afdrif þessarar beiðni á þinginu og vitað er að mikil andstaða er gegn auknum fjáraustri til Contra skæruliðanna. Þeir telja um tólf þúsund menn og hafa hingað til treyst á fjárstuðning frá Banda- ríkjastjóm til að halda uppi hernaði sínum gegn stjóm Sandinista. Stríðsaðilar í Nicaragua hafa að vonum mikinn áhuga á gangi mála í Washington, stjórn Daníels Ortega vonar að beiðninni verði hafnað en skæmliðamir telja framtíð sína vera undir því komna að hún verði samþykkt. í dag munu fulltrúar Nicaragua- stjómar og skæruliða koma saman til fundar í San Jose í Costa Rica og eru þetta fyrstu beinu viðræður þess- ara aðila. Ekki er þó talið að friðar- horfur í hinu sex ára gamla borgara- stríði muni vænkast eftir fundarinn, reyndar telja stjórnarerindrekar að helsti tilgangur hinna stríðandi fylk- inga með þessum fundi sé að reyna að hafa áhrif á þingmenn í Washing- ton. hb ÚTLÖND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.