Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 28. janúar 1988 Hræringar á vinstri armi flokkakerfisins: Brestir í „vinstri flokkum" magnast Þaö er Ijóst að ekki sér enn fyrir endann á því óvissuástandi sem skapaðist í íslenska flokkakerfinu við síðustu kosningar. Hvort um uppstokkun er að ræða verður þó varla fullyrt um með neinni vissu fyrr en eftir næstu alþingiskosningar, því flokkar hafa vaknað og sofnað hér á landi áður. Fylgisþróun Borgaraflokksins að undanförnu er e.t.v. vísbending um að festa geti aftur færst yfir hið pólitíska landslag á íslandi. Kvennalistinn virðist kominn til að vera þó það dæmi verði ekki í raun gert upp fyrr en flokkurinn hefur tekið ábyrgð í landsstjórninni. Það er nú svo að það verður að smakka á réttinum áður en hægt er að dæma hann, uppskriftin segir í raun ekkert. Það er aftur á móti Ijóst að „gömlu“ vinstri flokkarnir og sjálfskipaðir útverðir verkalýðshreyfingarinnar eru á krossgötum. Reyndar eru þessir tveir flokkar þegar klofnir eða þá við það að klofna. Það er Ijóst að trúverðugleiki Alþýðuflokksins sem leiðandi afls á vinstri væng stjórnmálanna hefur líklega beðið endanlegt skipbrot, um Alþýðubandalagið þarf vart að tala. Klofningskratar Klofningsteiknin í spilum krat- anna eru skýr, því Karvel Pálma- son þingmaður Vestfjarða og gam- all flokksbróðir Ólafs Ragnars Al- þýðubandalagsformanns úr Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna hefur gert harðar atlögur að því að kljúfa sig frá stefnu flokksins. Hann greiddi atkvæði gegn tveimur stórmálum ríkis- stjórnarinnar, söluskattsbreyting- unni og fiskveiðistefnunni á Al- þingi. Athyglisvert er hins vegar að Karvel hefur enn ekki tekið skrefið til fulls og yfírgefið flokkinn eða þá svarið af sér stuðning við ríkis- stjórnina. Þykir honum greinilega meira til þess koma að gefa loðnar yfirlýsingar og segja upp Alþýðu- blaðinu heldur en að taka afger- andi afstöðu. Það ætti reyndar að vera þessum svokölluðu vinstri flokkum eða verkalýðsflokkum verðugt um- hugsunarefni þessa dagana að tveir helstu forystumenn Verkamanna- sambands Islands, helstu samtaka láglaunafólks á Islandi, skuli ekki finna til neinnar samstöðu með þessum tveimur flokkum. Það verður vart annað sagt en að Karl Steinar Guðnason verkalýðsfor- kólfur af Suðurnesjum hafi sýnt mikil hyggindi þegar hann hvarf úr forystusveit Verkamannasam- bandsins fyrr í vetur. Það er ekki úr vegi að geta sér til um það að ef til vill finni Guð- mundur J. Guðmundsson og Kar- vel Pálmason sér nýjan pólitískan farveg í einhvers konar verka- mannaflokki. Karvel í klemmu Þá er Karvel nú klemmdur þar sem flokksbróðir hans og baráttu- félagi í Alþýðusambandi Vest- fjarða hefur haft forgöngu um gerð skynsamlegra samninga, sem allir aðrir verkalýðsleiðtogar telja allt of ómerkilega til eftirbreytni. Hvað Karvel Pálmason segir þá um árs- samningana á Vestfjörðum verður fróðlegt að heyra, en eitthvað hef- ur kennaranum Karvel sóst seint að lesa þann samning. Þá er við að bæta að hann og Guðmundur Joð hafa nú að undanförnu ferðast um byggðir landsins og prédikað stíft um ágæti skammtímasamninga. Eftir stendur hins vegar að þau tvö .stóru samtök sem þegar hafa samið, Verkakvennafélagið Sókn og ASV hafa lítt tekið undir boð- skapinn og samið til lengri tíma. Þá hefur Björn GrétarSveinsson verkalýðsformaður á Höfn í Hornafirði, helsti vonarpeningur Ólafs Ragnars í verkalýðsmálum og þ.a.l. uppáhalds viðmælandi Þjóðviljans, virðist t.d. helst á því að Vestfjarðasamningur Péturs Sigurðssonar sé verri en enginn samningur. Blóðug átök framundan Það liggur því ekkert annað fyrir en að verkalýðshreyfingin verði á næstu vikum blóðugur vettvangur átaka krata og komma. Það verður einnig fróðlegt að fylgjast með efnahagsmála- og kjaramálaumræðum á Alþingi, þegar það kemur saman á mánu- dag, þvf óhjákvæmilegt verður að umræðan færist þar inn yfir þrösk- uldinn. Þá blasa því við heiftug átök innan verkalýðshreyfingarinnar milli helmingaskiptaflokkanna, krata og Allaballa, um forystuna. Það er einnig ljóst að raunsæir og hófsamirforystumenn verða undir. Ólafur Ragnar boðar að vísu aukið sjálfstæði Alþýðubandalags- ins gagnvart forystumönnum launafólks. Það verður fróðlegt að vita hvernig Ásmundi Stefánssyni, Rögnu Ólafsdóttur, Guðmundi Þ. Jónssyni, Grétari Þorsteinssyni og einhverjum fleiri líst á það að áhrif þeirra innan flokksins minnki. Menntamannabandalagið Menntamannaforystunni í Al- þýðubandalaginu er það örugglega einnig ljóst að nú er að duga eða drepast ef takast á að ná fyrri áhrifum í grasrót launþegahreyf- ingarinnar. Að eiga flokkslega skrautfjöður í forseta ASÍ, Ás- mundi Stefánssyni, kann að vera haldlítið þegar á hólminn er komið, enda ASÍ ekki lengur það afl sem það var áður. Auk þess sem ást og virðing Ásmundar á for- manni sínum er af skornum skammti. Ef það væri einhver kjarkur í sjálfskipuðum framvarðarflokki ís- ienskrar verkalýðshreyfingar Al- þýðubandalaginu, þá mundi það auðvitað krefjast þess að meðal- laun verkafólks væru þau sömu og framhaldsskólakennara, sem hvað áhrifamestir eru í flokknum þessa dagana, rúmar lOOþúsundkrónur. Verður fróðlegt að heyra í mið- stéttarfulltrúum Alþýðubandalags- ins á Alþingi þegar þeir ráðast á „kratasamninginn" af Vestfjörð- um. Staðreyndin er sú að harðvítug verkfallsátök eru eina von Alþýðu- bandalagsins til að komast í sviðs- Ijós íslenskra stjórnmála og draga Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður VMSÍ, fyrrum alþýðu- bandalagsmaður og talsmaður sérstaks Verkamannaflokks. athyglina frá innri átökum um persónur og öryggismálastefnu flokksins. Það kemur skýrt fram í málgagninu Þjóðviljanum þessa dagana. Átök um utanríkisstefnu Innanmein Alþýðubandalagsins eru þó mun alvarlegri en í Alþýðu- flokknum. Nú virðist vera að myndast klofningsás innan Al- þýðubandalagsins um öryggismál, þann málaflokk sem hvað mestur friður og eining hefur ríkt um undanfarna áratugi. I greiningu sinni á óförum Al- þýðubandalagsins í kjölfar Varma- landsfundarins fræga, sagði Svavar Gestsson þáverandi formaður að ekki væri grundvallarágreininguri um þann málaflokk, sem gjarnan kallast „þjóðfrelsisbarátta" hjá þeim Allaböllum, að ræða. En meginlínan í þeirri baráttu hefur verið andstaðan við Nato og varn- arliðið. Þarflaust er að rekja þau máttleysislegu vinnubrögð sem Al- þýðubandalagið hefur haft við um þetta grundvallarstefnumál sitt þegar það hefur tekið þátt í ríkis- stjórn á undanförnum áratugum. Ólafur útvatnar Það kemur greinilega fram í Vikuviðtalinu fræga þegar Ólafur Ragnar er spurður um hvort flokk- ur hans geti sætt sig við aðildina að Nato, að hann er að boða nýja stefnu Alþýðubandalagsins gagn- vart Nato. Hann segir þar að „þótt Albýðu- bandalagið hafi þá stefnu að ísland eigi að vera utan hernaðarbanda- Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins. Karvel Pálmason, varaformaður VMSÍ, og alþm. fy rír Alþýðuflokk, sem þó lítur ekki á flokkslínuna sem endanlegan sannleik! laga hefur flokkurinn aldrei gert brottför úr Nato að skilyrði fyrir stjórnarmyndun hvorki 1956,1971, 1978 og 1980. Við höfum hins vegar haft þá stefnu að herinn fari eða minnki umsvif sín og gert slíkar kröfur að skilyrðum í stjórn- armyndunum.“ Ef þetta er ekki bylting á stefnu Alþýðubandalagsins hvað þá? „Jú, jú við höfum þá stefnu að ísland verði utan hernaðarbandalaga, en hvað varðar Nato þá er brottförin þar aukaatriði og hefur alltaf verið,“ samkvæmt formanninum. Þá segir formaðurinn nýkjörni að Alþýðu- bandalagið vilji annað hvort að herinn fari eða, takið eftir, „minnki umsvif sín“. Sams konar mótsögn er einnig að finna í landsfundará- lyktun Alþýðubandalagsins frá því í nóvember sl. Er Svavar sammála Ólafi? Fyrir kosningar lýsti hins vegar fráfarandi formaður Svavar Gests- son því yfir í viðtali við Þjóðviljann að „við viljum afdráttarlausa upp- sögn og endurskoðun herstöðvar- samningsins", ef flokkurinn tæki þátt í myndun ríkisstjórnar. Hér er því um að ræða gífurlega útvötnun á afstöðu Alþýðubanda- lagsins í öryggismálum. Þessu tengist ákvörðun þing- flokksins að „leyfa“ Svavari Gests- syni að sækja ráðstefnu, vart opna eins og sagt er, við Háskóla banda- ríska flotans í Newport á Rhode Island í nóvember sl. Þessari stefnubreytingu í átt til meira raunsæis ber að sjálfsögðu að fagna. Hitt er svo annað mál að Steingrímur J. Sigfússon þing- flokksformaður Alþýðubandalags- ins er ekki á sama máli, ef marka má ummæli hans í Ríkisútvarpinu um sl. helgi. Það bendir því allt til að átökin í Alþýðubandalaginu munu finna sér farveg í enn einum málaflokkn- um og þeim alira heilagasta þegar litið er til þróunarsögu þessa ósam- stæða flokks, sem enn kennir sig við sósíalisma þrátt fyrir að stefnu- mótunin sé fyrst og fremst kratísk. Menntamannahirðin og verkalýðsleiðtogarnir Á tæplega einu ári hefur Alþýðu- bandalagið gjörbreytt utanríkis- stefnu sinni, losað sig við helsta og í dag róttækasta verkalýðsleiðtoga landsins og loks skellt dyrunum á nef öðrum Dagsbrúnarmanni, Þresti Ólafsssyni. Enda á nú enginn fulltrúi úr verkalýðshreyfingunni sæti á Alþingi fyrir Alþýðubanda- lagið, auk þess sem öll pólitík þess er mótuð og rekin af menntamönn- um úr íslenskri millistétt. Ólafur Ragnar Grímsson verður formaður þess áratug eftir að hann hefur lokið gegningum sínum í Framsóknarflokknum og Samtök- um frjálsyndra og vinstri manna, enda er hann steinhættur að tala um sameiningu vinstri aflanna í landinu, heldur aðeins að Alþýðu- bandalagið verði ráðandi flokkur í landsstjórninni. Allir vita að þær persónulegu væringar og særindi sem eru fyrir hendi í helstu forystusveit flokksins munu aldrei gróa. Duga drullureddingar? Örvæntingareinkennin eru öll- um ljós. Alþýðubandalagið rýkur skyndilega til og semur nýja fisk- veiðistefnu, sem er í raun að mestu stolin frá afsprengi flokksins, Kvennalistanum. Það kann að þykja fullseint í rassinn gripið þeg- ar allt bendir til þess að í dag er Kvennalistinn stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn. Og nú er gamli vegvísirinn „ís- land úrNato-herinn burt“ kominn í geymslu til næstu hátíðarhalda og boðuð er ný og galopin stefna í öryggismálum, sem gamlir Þjóð- varnarmenn og sprautur úr Sam- tökum herstöðvarandstæðinga eiga vafalaust erfitt með að fóta sig á. Haldið er í hugmyndina um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, sem hefur í raun ekkert með tilvist eða aðild að Nato eða veru hersins að gera, heldur snýr að tiltekinni tegund vígbúnaðar og þar af leiðandi hern- aðarstefnu bandalagsins. Fagleg eða sundruð verkalýðshreyfing „Vinstri flokkarnir" tveir mega því muna dagana tvenna þegar kemur að áhrifum þeirra innan verkalýðshreyfingarinnar. Það hlýtur að vera þeim umhugsunar- efni þegar Stefán Valgeirsson bankaráðsformaður o.s.frv. flytur byltingakenndari ræður á Alþingi en sjálfur Svavar Gestsson. Ef til vill eru að renna upp þeir dagar þar sem verkalýðshreyfingin háir sína faglegu baráttu ómenguð af henti- stefnu vinstri flokkanna svo- nefndu. Klofningurinn innan þess- ara flokka gefur vissulega vonir þar um. ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.