Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. febrúar 1988 Tíminn 7 Jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla: Hvaða verktaki dettur í stóra lukkupottinn? t>að verður trúlega ekki fyrr en í vor, eða fyrri part sumars, sem tekin verður ákvörðun um hvaða verktaka verður falin jarðgangagerð í Ólafs- fjarðarmúla. Verktakar hafa sent forvalsgögn inn til Vegagerðarinnar og ákveðið hefur verið að velja níu aðila, sem fá á næstu dögum send útboðsgögn. Útboðið nær til fram- kvæmdarinnar í heild, gerðar sjálfra jarðganganna, steypu gangamunn- anna og gerð vegar frá gangamunn- um beggja megin fjalls. Að sögn Snæbjörns Jónassonar, vegamálastjóra, er miðað við að verkið hefjist með haustinu og verði B.í. sendir dómsmála ráðherra mótmæla- bréf: Lögregla hindrar blaðamenn Blaðamannafélag íslands hefur sent Jóni Sigurðssyni, dómsmála- ráðherra, bréf þar sem harðlega er mótmælt „hvernig lögreglu- yfirvöld hafa að undanförnu gróf- lega hindrað blaða- og frétta- menn að störfum.“ í bréfinu er sérstaklega vísað til atburða sem áttu sér stað við komu Paul Watsons til landsins í sl. mánuði, en þar var fréttamönnum meinuð innganga í Leifsstöð, og þeir sem þangað komust gegn framvísun brottfararspjalda, voru hand- teknir og settir í stofufangelsi. í fréfi B.í. til ráðherra er þess krafist að slíkir atburðir endur- taki sig ekki og „starfsréttindi blaða- og fréttamanna verði virt í hvívetna af yfirvöldum." Einnig er farið fram á að komið verði á ákveðnum samskiptareglum blaða- og fréttamanna og yfir- valda í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar, þannig að blaðamönnum verði í framtíðinni tryggður að- gangur að móttökurými Flug- stöðvarinnar. óþh Kvikmyndasýning MÍR: Kvikmyndin um Pavlovu MÍR stendur á sunnudag fyrir kvikmyndasýningu í bíósal fél- agsins að Vatnsstíg 10, klukkan 16. Sýnd verður kvikmynd um eina frægustu ballerínu sögunnar, Önnu Pavlovu, en hún var uppi 1881 - 1931. í myndinni, sem er 2 klukku- stundir og 20 mínútur, verða rakin ýmis atriði úr æviferli lista- konunnar og koma margar frægar persónur við sögu í myndinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. -SÓL fram haldið næsta vetur, ef viðkom- andi verktaki(ar) vilja hafa þann háttinn á. Sú spurning vaknar hvort jarð- gangagerð í Olafsfjarðarmúla muni ekki verka sem vítamínsprauta á atvinnulíf beggja megin fjalls, í Ólafsfirði og á Eyjafjarðarsvæðinu. Það virðist a.m.k. ljóst að í kringum slíkar framkvæmdir skapast mikil þjónusta á meðan á þeim stendur. En meiri óvissu gætir með beina hlutdeild heimamanna ( sjálfri jarð- gangagerðinni. Snæbjörn Jónasson segist gera ráð fyrir að erlendir aðilar komi til með að hafa yfirum- sjón með þessu verki. „Síðan verður að öllum líkindum reynt að ná í vana menn og heimamenn eftir því sem hægt er. En um þetta get ég ekki sagt því að ákvörðun þar að lútandi er alfarið í höndum viðkomandi verk- taka,“ sagði Snæbjörn Jónasson. óþh FIAT dráttarvélar: ÞÆR MEST SELDU í VESTUR-EVRÓPU Bera hæst í harðri samkeppni. Þaó er áreióanlega vandfundinn traustari gæðastimpill á dráttarvél en sá að hún skuli vera sú mest selda í Vestur-Evrópu. Samkeppnin er hvergi harðari en einmitt á þvi markaóssvæði. Það er heldur engin tilviljun, þegar höfð er í huga öflug rannsóknar- og þróunarstarfsemi FIAT verksmiðjanna í 60 ár. Uppskriftin að velgengni FiAT dráttarvélanna liggur í framúrskarandi fjölhæfni þeirra, rekstrarhagkvæmni og þeirri miklu áherslu sem lögð er á þægindi og öryggi stjórnandans. Afar fjölbreyttur búnaður er innifalinn i verðinu á FIAT dráttarvélunum, s.s.: Læst framdrif Tveggja hraða aflúttak Lyftutengdur dráttarkrókur Tvö tvívirk vökvaúttök 12 hraðastig áframl12 aftur á bak Yfirstæró á dekkjum Hljóðeinangrað ökumannshús Útvarp og segulband Veltistýri og m.fl. ‘Verð: 60-90 60 hö. 2wd kr. 758.000 - 60-90 DT 60 hö. 4wd kr. 830.000,- 70-90 DT 70 hö. 4wd kr. 955.000,- 80-90 DT 80 hö. 4wd kr. 999.000,- Verð mlðað við gengi 5/1 '88 Globusn Einkaumboð fyrir FIATAGRI á Islandi Lágmúla 5, sími: 91-681555 UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakdshr. S. 93-51252 Ólafur Guðmundsson Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93;41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennahóll, Fellsstrandahr. Dal. S. 93-41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvi'kur, Dalvík S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.