Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. febrúar 1988 Tíminn 9 Hermann Jónasson en ekki fjár. Hvað þetta snerti gagnrýndi Hermann sérstaklega afstöðu Alþýðuflokksins, sem hafði gert aukaaðild að opin- berri stefnu sinni og hélt fast við þá skoðun. Jafnframt réðust Al- þýðuflokksmenn af hörku gegn hugmynd Framsóknarflokksins um tolla- og viðskiptasamning. Reyndar er þess að minnast að átökin um hvernig móta skyldi stefnuna gagnvart Efna- hagsbandalaginu á þessum árum voru hvað mest milli Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins. Milli þessara flokka skarst mjög í odda í þessu máli, enda var stefna beggja flokkanna skýr í orði og á borði og því eðlilegt að til átaka kæmi milli þeirra í umræðum um málið. Hins vegar var eins og sjálf- stæðismenn væru sífellt að slá úr og í í Efnahagsbandalagsmál- inu, eins og alkunna er á þeim bæ, þegar um vandasöm ágrein- ingsmál er að ræða. Vegna þess hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er byggður upp er honum oft nauð- syn að hafa tvær eða fleiri skoðanir á sama málinu. Lands- fundur sjálfstæðismanna, sem var haldinn í október 1961, tók þá afstöðu að íslendingar ættu að sækja um aðild að Efnahags- bandalaginu. Sama gerði þing ungra sjálfstæðismanna. Þannig virtist aðildarhugmyndin vera hin opinbera afstaða flokksins. Feginsstuna ________íhaldsins__________ Hins vegar mun Bjarni Bene- diktsson fljótlega hafa áttað sig á að fara yrði með gát í þessu máli, hefur sennilega ekki staðið fjarri framsóknarmönnum um skilning á hvað raunhæft væri í utanríkis- og viðskiptamáli af þessu tagi. Smám saman virtist það verða viðtekin hemaðarlist hjá sjálfstæðismönnum að fjar- lægjast öfgar aðildarkenningar- innar og leggja þá merkingu í landsfundarályktunina frá 1961 sem best hentaði. Það kom sjálf- stæðismönnum satt að segja vel, þegar Bretum var synjað um aðild að Efnahagsbandalaginu. Mátti heyra feginsstunu líða frá brjósti sjálfstæðismanna við þann úrskurð. Þóttust þeir nú fá tóm til að hugsa sitt ráð og létu ekki sitt eftir liggja að boða þá kenningu aó „málið væri úr sögunni“ og lögðu mikla áherslu á að Efnahagsbandalagsmálið væri ekki kosningamál, en þá stóðu alþingiskosningar fyrir dyrum. Afstaða óháð Bretum Hinsvegar leit Hermann Jón- asson öðru vísi á málið. Hann taldi það síður en svo úr sög- unni. Hann lét í ljós þá skoðun, að íslendingar yrðu að gera það upp við sig hvernig þeir ætluðu að tengjast Efnahagsbandalag- inu, án tillits til þess hvort Bretar væru aðiiar að því eða ekki. Þess vegna endurtók hann rökin gegn aðild (og aukaaðild) og sýndi fram á að íslendingar ættu á hinn bóginn að leita eftir tolla- og viðskiptasamningi við banda- lagið, gera það að stefnu sinni í Efnahagsbandalagsmálinu. Viðvörun Hermanns Orðrétt sagði Hermann Jón- asson m.a.: 1 „Ef aukaaðildin á að kosta okkur íslendinga það að breyta stefnu okkar í sjávarútvegsmál- um þannig að við göngumst undir það að leyfa erlendum flskveiðiþjóðum að landa hér fiski og reka hér fiskiðjuver, er að mínu áliti vá fyrir dyrum. ... Tryggingum, sem gefnar yrðu fyrir því að ekki yrði ofveiði hér, treysti ég í engu. Auðhringar hugsa um stundargróða. Þjóðir, sem vilja lifa, verða að hugsa frain í tímann.“ „Ef erlendum auðhringum væri leyft að reka hér fiskiðjuver og auk þess að landa hér fiski, er líklegt að hérlendir fiskimenn og útgerðarmenn vöknuðu eftir stuttan tíma upp við þann óhugnanlega raunveruleika að auðhringarnir hefðu náð því kverkataki á fiskiðnaðinum að þeir hefðu ekki í önnur hús að venda en til þeirra til þess að selja megnið af sínum fiski.“ „Okkur íslendingum er vork- unnarlaust að forðast þennan háska, ef við höfum opin augun, því nóg fordæmi eru um það - og flest á einn veg - hvernig þeim þjóðum hefur vegnað sem hafa látíð erlenda auðhringa ná tangarhaldi á höfuðatvinnu- greinum sínum.“ Stefna ber að viðskipta- og tollasamningi í framhaldi af þessum við- vörunum sagði Hermann þetta og lauk þannig langri ræðu: „Hitt verðum við að gera okkur Ijóst að í Efnahagsbanda- laginu eru þjóðir, sem við höfum haft og viljum hafa viðskipta- tengsl við. Við verðum að stefna að því ákveðið að það gerist að leiðum viðskipta- og tollasamn- inga. ...Við eiguin að segja að við viljum tengjast bandalaginu með viðskipta- og tollasamningi. Ef við gerum þetta, ef við höld- um fast á okkar máli, er ég sannfærður um að við fáum þá samninga við Efnahagsbanda- lagið, sem við getum unað við.“ Hvað kennir reynslan? Reynslan hefur sýnt að Her- mann Jónasson var sannspár í þessum lokaorðum í þeirri ræðu sem kölluð hefur verið „síðasta stórræða" hans og fjallaði um eitt af mikilvægustu málum, sem Alþingi og ríkisstjórn háfa haft til meðferðar á síðari áratugum. Þegar á reyndi fyrir alvöru var : sú leið valin að tengjast Efna- hagsbandalaginu á grundvelli viðskipta-ogtollasamnings. Að- ild (og aukaaðild) að bandalag- inu var hafnað. Höfnunin byggðist m.a. á því að með i aðild, jafnvel þótt aðeins væri um aukaaðild að ræða, yrðu íslendingar að sætta sig við að útlendingar rækju hér atvinnu- starfsemi, og auk þess væri j. vinnuafls- og fjármagnsflutning- ur milli landa óheftur. íslendingar voru á engan hátt viðbúnir árið 1961 eða 1963 að gangast undir slík skilyrði. Enn standa sakir þannig eftir 25 ár, - og sýnt að svo muni lengi verða, - að íslendingar eru ekki búnir undir það að veita útlendingum takmarkalausan rétt til atvinnu- rekstrar í landi sínu. Það væri óðsmannsæði að opna auðlindir Islands fyrir útlendum stórfyrir- ‘ tækjum og auðhringum. Um ; þetta standa orð Hermanns Jón- ; assonar í fullu gildi. Hvað sem líður þeim hræring- um sem nú eiga sér stað varðandi stækkun og nýja stefnumótun Evrópubandalagsins, þá verður ekki séð að Islendingar geti breytt þeirri meginafstöðu sem verið hefur í samskiptum við bandalagið, þ.e. að fara leið j tolla- og viðskiptasamninga. Aðildarleiðin er jafn óaðgengi- leg nú eins og hún var fyrir 25 árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.