Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 20. febrúar 1988 ' Tíminn 23 VIÐBURÐARIK ÆVI SSPSIfll íí : - . ■ ■ ■ ■■■'': ■ . : Í1 ' .. Mki i ■ |BllftS?!S|jsS8SBS5íS í * 'l“P~i~lTnrr!iir~Í>"l~lh'u‘'-‘r’l ~.'í? ■ I SwffilispiiiM ' :. ! ■' ■ HE^' : ■■■:■■■'■■:.. ■y; í'i- Joan Sims heitir bresk leikkona, sem margir kannast við, einkum fyrir leik sinn í hinum fjölmörgu „Áfram“- myndum, sem við höfum fengið að sjá hér heima, bæði í kvikmyndahús- um og sjónvarpi. Þó við þekkjum hana best fyrir að koma fólki til að skellihlæja, hefur henni ekki alltaf verið hlátur í hug. Líf hennar hefur verið viðburðaríkt í meira lagi og þeir viðburðir ekki allir af því tagi, sem fólk kýs. - Ég hlýt að hafa verið skrýtinn krakki, segjr hún, sem er nú 57 ára. - Pabbi var stöðvarstjóri í lítilli jámbrautarstöð í Essex og það var einmitt á stöðvarpallinum, sem ég uppgötvaði ánægjuna af að koma fram. Starfsmenn og lestarfarþegar voru fyrstu áheyrendur mínir. Fátt er um leikfélaga í grenndinni, svo ég klæddi mig í ýmsa búninga og byggði upp skrautlegan hugmyndaheim í kring um mig. Ég man vel að mamma hafði miklar áhyggjur af, hvemig færi fýrir mér síðar á ævinni. Nýlega hefur Joan leikið í tveimur framhaldsþáttum og hyggst taka að sér bamadagskrá bráðlega. Hún hefur verið viðriðin leikhús og kvikmyndaver áratugum saman, en það var ekki fyrr en í fjórðu tilraun að hún komst í leiklistar- skóla. Það var besti vinur hennar og umboðsmaður, sem gekkst fyrir því. - Ég var aldrei neinn lærdómshaus í skóla, segir hún. - Mér gekk ekkert vel, nema að koma öðmm til að hlæja. Seinna urðu óhöpp og slys til að grafa gjörsamlega undan sjálfs- trausti mínu. Einhvem veginn fékk ég Jtó aukaskammt af orku til að lifa það allt af. Ég var ofvemduð sem bam, jafnframt því að uppeldi mitt var strangt. Raunar var ég orðin Það er dásamlegt að geta aftur tekist á við daglega lifið, segir Joan Sims, sem tilveran hefúr ekki leildð við. rígfullorðin að árum, áður en ég varð sjálfstæð á nokkum hátt. Árið 1979 varð harmkvælaár fyrir foan. Fyrst lést vinur hennar og umboðsmaður skyndilega. Þrisvar var brotist inn á heimili hennar og á Þorláksmessukvöld stakk þjófur af með allar jólagjafimar. Fyrir utan húsið hennar var framið vopnað rán og ofan á allt saman fyrirfór nágranni hennar og góðvinur sér. - Þá gafst ég upp, segir Joan. - Ég varð að flytja. Varla var hún þó búin að jafna sig eftir áföllin, þegar vintkonaj hennar og starfssystir varð bráðkvödd og móðir henar skömmu síðar. Ég fékk á tilfinninguna, að ég væri slitin úr samhengi við allt og alla, segir Joan. Hún leitaði hjálpar víða, en ekkert tókst betur til en svo, að það spurðist út og slúðurblöðin reyndu að gera sér mikla matarkássu úr vand- ræðum hennar. - Vissulega hefði ég getað komist upp að altarinu oftar en einu sinni, segir hún. - Ég hef verið í sambúð, en sá rétti hefur bara ekki birst á sjónarsviði mínu ennþá. Nú orðið kýs ég að vera frjáls. Framtíðin er bjartari en hún hefur lengi verið og ég get litið um öxl, án þess að íyllast skelfingu. Svo mörg vom þau orð frá Joan Sims, sem hefur leikið allt frá flissandi skólastelpum og þokkafullum ljóskum, til virðulegra eldri frúa. Ég hef leildð flissandi skólastelpur, þokkafullar Ijóskur og virðulegar eldri dömur. Hér er hún í nýjum framhaldsþætti. ' í i ■ ■ Loretta alvarleqa veik —— . Loretta á sviði. Að- dáendur verða nú að láta sér nægja plötur hennar. [ minningu Bette Sú manneskja, sem þekkir Hollywood einna best, með kost- um sínum og göllum, er að líkind- um Bette Davis. Nú hefur hún ánafnað Hall of Fame í Los Ange- les allar ljósmyndir sínar og bréfum, eftir sinn dag. Það mun fylla heila deild í safninu. - Auðvit- að verða einhverjir ekki alls kostar ánægðir með þetta. segir Bette. - Hins vegar vilja margir áreiðanlega gjarnan að nöfn þeirra séu nefnd í sambandi við mig. Ég hef tekið allt burt, sem gæti beinlínis sært ein- hvern. Líf mitt hefur verið stór- kostlegt og ég iðrast einskis, segir hin aldraða stjarna. - Ég vil full- vissa mig um að ég og myndirnar mínar verði um alla framtíð til að minna fólk á glæsitímabil Holly- wood. Með Doolittle, manni sínum. - Við gerðum aldrei ráð fyrir að ég yrði á ferðalögum alla ævi, en nú er það líka búið. Þjóðlagasöngkonan margfræga, Loretta Lynn, hefur árum saman bitið á jaxlinn og hundsað veikindi sín og kvalir til að koma tónlist sinni á framfæri við trygga aðdá- endur. Nú getur hún ekki meira og hefur sagt vinum sfnum, að hljóm- leikaferlinum sé lokið. Loretta er 52 ára og hefur verið lengi að. Skömmu fyrir jól kom hún heim af sjúkrahúsi, þar sem hún hafði legið vegna blæðandi magasárs og ofþreytu. Kunnugir segja, að hún sé búin að fá nóg af linnulausum ferðalögum. Auk þess hefur hún átt við erfiðleika að stríða í einka- lífinu. Eftir haustferðalag sitt hvíldi hún sig í tvo mánuði á Hawaii og hugsaði alvarlega um, hvort hún ætti að halda streðinu áfram. Hún tók þá ákvörðun að vera betri við sjálfa sig eftirleiðis, en hætta þó ekki alveg að syngja, bara að ferðast. Vinkona hennar segir hana hafa kvalist óskaplega vegna magasárs- gæti alls ekki haldið 200 hljómleika á ári lengur. Héðan í frá syngi hún aðeins inn á plötur og gerði sjón- varpsauglýsingar. Loretta, sem giftist 13 ára og átti fjögur börn 18 ára, vill helst ekki vera fjarri eiginmanni sínum, Doo- little. Hann fer sjaldan með henni nú orðið. - Við Doo gerðum aldrei ráð fyrir að ég entist svona lengi, en nú er það líka búið, segir hún. Hún hefur haft magasár í ein tíu ár, en aðeins blæðandi, þegar álag er sérlega mikið. Hún hefur líka mjög lágan blóðsykur, sem stöku sinnum veldur minnisleysi. Þessu brá fyrir í myndinni „Dóttir kola- námumannsins“ sem gerð var um ævi hennar. Ekki bætir úr skák, að einkalífið hefur verið erfitt. Fyrst lést móðir hennar af lungnaþembu, síðan fékk yngsti sonur hennar dularfull- an nýrnasjúkdóm, sem læknar botnuðu ekkert í í heilt ár. Þá ins og langi síst til að ganga gegnum það aftur. Læknar segja, að eina leiðin til lækningar, sé hvíld og afslöppun. Þegar hún var lögð inn, var hún einnig á barmi taugaáfalls. Loretta sagði vinkonu sinni að annað hvort hrykki hún upp af eða missti vitið, ef hún héldi áfram þessum þreyt- andi hljómleikaferðalögum. Hún drukknaði elsti sonur hennar, eftir fall af hestbaki ofan í Duck-ána, sem rennur um landareign Lorettu í Tennessee. Aðalvandinn, að sögn vinkon- unnar, Loudillu Johnson, er þó sá, að Loretta hefur bókstaflega van- rækt heilsu sína og látið sem sár- saukinn væri ekki til, þó hún kveld- ist langtímum saman. Loudillahef- ur verið náin vinkona Lorettu í rúm 20 ár og segist aldrei hafa skilið. hvar manneskjan fengi orku til að standa í öllu því, sem hún hefur þurft að gera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.