Tíminn - 19.05.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.05.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. maí 1988 Tíminn 5 Fyrirspurnir viðskiptaráðherra virðast hvergi liggja formlega fyrir en: Bankarnir svara ekki erindi Jóns Baldvins Viðskiptabankarnir hafa ekki svarað beiðni fjármálaráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, og munu trúlega ekki svara þeirri fyrirspurn beint hvernig gjaldeyriskaupum þeirra var háttað síðustu daga fyrir gengisfellingu í síðustu viku. Segjast banka- stjórar skilja stöðuna svo að starfsmenn fjármálaráðuneytis hafí nú snúið fyrirspurnum sinum til gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Þar á bæ mun hafa verið ákveðið þegar í fyrradag að keyra úr tölvum eftirlitsins yfirlit um gang viðskiptanna þessa síðustu daga fyrir gengisfellingu. Samkvæmt þeim tölum sem Tíminn hefur afíað sér er Landsbankinn stærstur í kaupunum, Útvegsbanki íslands hf. jafn stór gjaldeyriskaupandi og Búnaðarbankinn og Iðnaðarbankinn er einnig mjög stór kaupandi. Þá er einnig Ijóst að Seðlabankinn hefur orðið af um 250 milljóna króna gróða af gengisfellingunni, ef miðað er við 10% hagnað af þeim 2,5 milljörðum króna sem runnu út þessa viðburðarríku daga. Tilflutningur hagnaðarins í þessari lotu varð því frá Seðlabanka til fyrirtækja og einstaklinga. Hjá flestum viðskiptabönkunum mun gangur mála hafa verið sá að fyrirtæki og einstaklingar virðast hafa keypt gjaldeyri fyrir milljarða á miðvikudaginn og víðskiptabank- arnir leyst út gjatdeyri hjá Seðla- banka jafnóðum. Stafar þessi hálf- sjálfvirka þróun af því að bankarn- ir eru skyldugir til að viðhatda ákveðnu gjaldeyrisjafnvægi, eigna og skulda, innan sinna veggja. Próun þessi leiddi til þess að veru- lega var gengið á gjaldeyrisforða Seðlabankans. Augljós ágóði Seðlabankans af gjaldeyriseign sinni við gengsfellingu varð því hverfandi iítill og alls ekki til þess að ná niður skuldum frá tímum fastgengisstefnunnar. Upplýstir forsvarsmenn fyrirtækja og ein- staklingar hafa því orðið fyrri til að haga seglum sínum eftir vindum gengisbreytinganna. Ekki liggur fyrir enn nákvæm- lega hversu mikið hver banki um sig leysti út af gjaldeyri hjá Seðla- banka. Samkvæmt heimildum Tímans mun Landsbankinn hafa keypt fyrir um 850 milljónir þrjá síðustu daga fyrir gengisfellingu, Búnaðarbankinn fyrir um 500 mill- jónir króna og Útvegsbankinn um hálfan milljarð króna einnig. Stærð Útvegsbankans er meðal annars fólgin í því að Verslunarbankinn kaupir í gegnum hann. f>að kemur á óvart að Iðnaðarbankinn er mjög stór kaupandi og er talið að Iðn- lánasjóður eigi þar stærstan hlut. f gær munu bankarnir hafa skilað inn skýrslum um jafnvægi í gjald- eyriseign og kemur þar fram hvort bankarnir hafa verið að kaupa meiri gjaldeyri heldur en þeir selja viðskiptavinum sínum sama dag. Að sögn bankastjóra ríkisbank- anna mun það ekki vera gert í Landsbanka og Búnaðarbanka. Hins vegar vekur það furðu að einn af minnstu og yngstu bönkum landsins fytgi svo fast á eftir stærstu bönkunum í innkaupunt. Gjald- eyriseftirlit mun einnig fara yfir skýrslur frá tollstjóra til að meta jafnvægisreikninga. Helgi Bergs, bankastjóri Lands- bankans, sagði að staðan væri ein- faldlega sú að þeir litu svo á að formleg beiðni um upplýsingareft- ir styttri leiðum hafi aldrei borist °8 liggi því ekki fyrir. Þó mun starfsmaður fjármálaráðuneytis hafa haft samband við bankann símleiðis og óskað eftir þessum upplýsingum. Sagðist hann hafa skilið það svo að fjármálaráðuneyt- ið hafi nú snúið sér til gjaideyriseft- irlits Seðlabankans. Jón Adolf Guðjónssón, banka- stjóri Búnaðarbankans, segir að þeir hafi allir orðið mjög hissa á fyrirspurnum ráðuneytismanna. Hann liti svo á að engin fyrirspurn lægi nú fyrir, hvorki formleg né óformleg, en ráðuneytið hafi snúið sér að því að leita upplýsinga eftir venjulegum leiðum. Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbankans, sagði að þeir veittu að sjálfsögðu allar þær upp- lýsingar sem áskildar eru sam- kvæmt gjaldeyrisreglum. Sagði Tryggvi að þeir hjá Verslunarbank- anum hafi ekki fengið beiðni um þessa sérstöku úttekt í gær og þeir vissu til þess að þessar upplýsingar lægju nú þegar fyrir í gjaldeyriseft- irlitinu. Sigurður Jóhannesson, forstöðu- maður gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans, sagðist í gær ekki hafa fengið neina beiðni frá fjármála- ráðuneytinu um upplýsingar vegna fjárstreymis í síðustu viku. Þeirhjá eftirlitinu ynnu eingöngu að því að fylgjast með því að lög um gjald- eyrisviðskipti væru virt af við- skiptabönkunum. Þeim væri t.d. ekki heimilt að kaupa rhikið meiri gjaldeyri en til daglegra nota gagn- vart viðskiptavinum sínum. KB Þóröur Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, um biðina eftir hliðarráðstöfunum: Hver aagur dýrkeyptur „Það er hætt við því að gagnsemi hliðarráðstafana verði þeim mun minni því seinna sem þær verða framkvæmdar. Hver dagur getur skipt máli,“ sagði Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar, í samtali við Tímann í gær. Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra sagði að engin samstaða hafí enn náðst milli stjórnarflokkanna um hliðarráðstafanir, og því Ijóst að enn líða nokkrir dagar þar til hliðarráðstafanir koma til framkvæmda. „Best hefði verið að gera þessar ráðstafanir samhliða gengisbreyting- unni,“ sagði Þórður. „Það er dálítið erfitt að meta það hversu mikilvæg tímasetningin er, það ræðst meðal annars af því hvað verður gert þegar þar að kemur. En væntanlega eru aðilar efnahagslífsins núna þessa dagana að taka ákvarðanir sem skipta máli þegar líða tekur á árið. Þeir eru að taka þessar ákvarðanir í ljósi óvissu um þessar efnahagsráð- stafanir. Þetta getur dregið úr gagn- semi ráðstafananna." Eins og fyrr segir hafa stjómar- flokkarnir ekki enn náð neinu sam- komulagi um hliðarráðstafanirnar. „Það er brýnast að þeir komi sér saman um sínar aðgerðir. Það er vonandi að það fari að takast," sagði Steingrímur Hermannsson í samtali við Tímann í gær. Hann sagðist gera ráð fyrir áframhaldandi viðræðum næstu daga. Ríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður í dag og þar verður málið væntanlega rætt. Það slitnaði upp úr viðræðum milli ríkisstjórnarinnar og ASÍ í gær. „Það kom mér ekki á óvart,“ sagði Steingrímur „Staðreyndin er sú að það er afar erfitt, ef ekki útilokað, fyrir verkalýðshreyfinguna að svara þeim spurningum sem fyrir hana hafa verið lagðar um ógerða samn- inga. Það er erfitt fyrir hana að semja um afnám rauðra strika, sem var reyndar alls ekki byrjað að tala um. Eg mundi fagna því fyrstur manna ef það næðist allsherjar samstaða með verkalýðshreyfingu Þórður Friðjónsson, forstððnmaður Þjóðhagsstofnunar. Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins. og aðilum vinnumarkaðarins um efnahagsmálin. Það hefur því miður ekki tekist hingað til,“ sagði Stein- grímur. Að sögn hans náðist ekki samkomulag við ASÍ um neinar aðgerðir en hann vonaðist til þess að viðræðurnar yrðu teknar upp aftur. ASÍ gaf út yfirlýsingu í gær eftir að slitnað hafði upp úr viðræðunum. „Fulltrúar ASÍ og landssamband- anna innan þess ítrekuðu vilja sinn til efnislegra viðræðna við ríkis- stjórnina um það hvernig skuli bregðast við þeim vanda sem við er að etja,“ segir í yfirlýsingunni. “Ríkisstjórnin hafnaði hins vegar slíkum viðræðum nú og gerði það að skilyrði áframhaldandi viðræðna að umræður snúist einvörðungu um ákvæði kjarasamninga. Umræðum um aðra þætti er vísað frá, að svo stöddu... Alþýðusambandiðharmar þessa afstöðu ríkisstjórnarinnar því öll eigum við mikið undir því að vel takist til og breið samstaða náist í þjóðfélaginu um þær aðgerðir sem gripið verður til.“ JIH Eldsvoði í Mjóddinni: ÍKVEIKJA? Slökkviliðið í Reykjavík fékk klukkan 17.38 í gær tilkynningu frá lögreglu um að húsið Álfabakki 10 væri alelda. Fjórir bílar fóru á stað- inn ásamt sjúkrabifreið. Efsta hæð hússins hægra megin var þá alelda, en sú staðreynd að eldur var líka kominn upp yst til vinstri í húsinu, þó að tvö óbrunnin þil væru þar á milli, bendir ótvírætt til að um íkveikju hafi verið að ræða. Slökkvistarfinu var að mestu lokið rétt fyrir klukkan 18.30 og þegar slökkviliðið var að ganga frá búnaði sínum, kom tilkynning um annan eldsvoða, að þessu sinni í þvottahúsi ríkisspítalanna að Tunguhálsi. Þar hafði kviknað eldur milli laga í þaki og leikur grunur á að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni. Tókst með snar- ræði að forða stórbruna. -SÓL Talsverðar skemmdir urðu á húsn- æðinu að Álfabakka 10. Tíminn Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.