Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur26. maí 1988 Eitt sterkasta briddsmót í heimi á þessu ári fer fram hér á landi í lok júní: 56 briddsspilarar á Norðurlandamóti islenska sveitin í opnum flokki, f.v. Sævar Þorbjörnsson, Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson, Hjalti Elíasson þjálfari og fyrirliði, Þorlákur Jónsson, Karl Sigurhjartarson og Jón Baldursson. - ABÓ Norðurlandamót í sveita- keppni í bridds verður haldið að Hótel Loftciðum dagana 26. júní til 1. júlí næstkomandi. Keppendur á mótinu verða að þessu sinni 56 talsins, þar af 12 Islendingar. Þetta er 21. Norðurlandamótið í röðinni, en fyrsta mótið var haldið árið 1946. Norðurlandamótin eru haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Síðasta Norðurlandamót í bridds fór fram hér á landi 1978. Núver- andi Norðurlandameistarar eru Danir. Á mótinu verður spilað í tveim flokkum, opnum flokki og kvenna- flokki. í opna flokknum spila sex sveitir, ein frá hverju Norðurland- anna. í kvennaflokki spila fjórar sveitir, frá Danmörku, íslandi, Nor- egi og Svíþjóð. Spiluð verður tvöföld umferð í opnum flokki og þreföld umferð í kvennaflokki. Meðal þátttakenda á mótinu eru margir kunnir briddsspilarar. Má þar meðal annars nefna Svíana Björn Fellenius og Magnus Lindkvist, en þeir voru í sænsku sveitinni sem varð Evrópumeistari á síðasta ári, Danann Stig Werdelin og Norðmennina Tor Helness og Leif-Erik Stabell. 1 kvennaflokki koma þekktustu spilakonurnar frá Danmörku, þær Kristen Steen Möller, Bettina Kalkerup og Char- lotte Palmund. íslenska sveitin í kvennaflokki er skipuð þeim Ester Jakobsdóttur og Valgerði Kristjónsdóttur, Erlu Sig- urjónsdóttur og Kristjönu Stein- grímsdóttur, Önnu Þóru Jónsdóttur og Hjördísi Eyþórsdóttur. Þjálfari og fyrirliði hópsins er Jakob R. Möller. íslensku sveitina í opna flokknum skipa Jón Baldursson og Valur Sigurðsson, Karl Sigurhjartar- son og Sævar Þorbjörnsson, Sigurð- ur Sverrisson og Þorlákur Jónsson. Fyrirliði og þjálfari opna flokksins er Hjalti Elíasson. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar forseta Bridgesambands ís- lands eru Norðurlandaþjóðirnar meðal sterkustu briddsþjóða í heimi. Svíar eru núverandi Evrópumeistar- ar og Norðmenn, Islendingar og Danir urðu einnig meðal sex efstu þjóða á Evrópumeistaramótinu. Það er því Ijóst, sagði Jón Steinar, að þetta Norðurlandamót verður eitt sterkasta briddsmót í heiminum á þessu ári. Áhugi íslendinga á bridds hefur farið vaxandi á síðustu árum og er áætlað að um 3000 manns spili innan vébanda sambandsins. Keppnisstjóri á Norðurlandamót- inu verður Hans Olof Hallén, en hann er einn af þekktustu og virtustu keppnisstjórum í heimi. Aðstoðar keppnisstjórar verða þeir Hermann Lárusson og Jakob Kristinsson. Mótsstjóri verður Sigmundur Stef- ánsson varaforseti Bridgesambands íslands. Yfirborösmerkingar á götum og vegum: ER LAUSNIN MASSI í STAÐ MÁLNINGAR? Samtök gegn aöskilnaöar- stefnu S-Afríku: Stofnfundur á laugardag Stofnfundur „Suður-Afríku- samtakanna - gegn APART- HEID“ verður haldinn í Gerðubergi laugardaginn 28. maí kl. 14.00. “Stjórnvöld í S-Afríku og apart- heid stjórnkerfið sem þar er við lýði er ábyrgt fyrir glæpaverkum gegn s-afrískum blökkumönnum, sem eru 85% þjóðarinnar, sem eiga sér enga hliðstæðu í sam- tímasögu okkar,“ segir í tilkynn- ingu frá undirbúningsnefnd sam- takanna. Markmið samtakanna er að vera að virkja fólk úr öllum þjóðfélagshópum til virkrar and- stöðu gegn ógnarstjórn S-Afríku en einnig skulu samtökin vinna að því í heild að engin samskipti eigi sér stað á milli íslands og S-Afríku meðan „apartheid" stjórnkerfið er við lýði. Vegna þeirrar umræðu sem skap- ast hefur út af hversu seint á vorin yfirborðsmerkingar eru endurnýjað- ar á götum og vegum, og vegna þess sem haft var eftir Inga Ú. Magnús- syni gatnamálastjóra I Tímanum á dögunum, þar sem hann sagði að nagladekkin eyðileggi yfirborðs- merkingar gatna, vildi Rögnvaldur Jónsson deildarverkfræðingur hjá vegagerðinni taka fram að notkun nagladekkja væri ekki höfuð vanda- málið, heldur hvaða merkingarað- ferð væri notuð. Rögnvaldur sagði að einkum væru tvær aðferðir notaðar við yfirborðs- merkingar, „annars vegar er að mála göturnar, eins og gert er hjá Reykja- víkurborg og reyndar okkur líka, en hins vegar er hægt að nota svokallað- an massa eins og notaður er í gangbrautir. Vegagerðin hefur undanfarin ár notað massa við yfir- borðsmerkingar á Hafnarfjarðar- veg, í Njarðvíkum og á nýju Reykja- nesbrautina. Á þessum stöðum eru allar merkingar uppi ennþá eftir veturinn og að mestu leyti óskemmd- ar. Á þessum götum er svipuð um- ferð og er á mörgum götum í borg- inni. Að vísu er þetta dýrara, en endist mun lengur,“ sagði Rögnvald- ur. Sagði Rögnvaldur að í Njarðvík- urn væri þetta þriðja árið, þar sem sömu merkingar væru ennþá óskemmdar að mestu leyti, en urn veginn fara um 7000 bílar að meðal- tali á dag. Miðað við veginn í Njarðvíkum ættu yfirborðsmerking- arnar á nýju Reykjanesbrautinni að endast í 2 til 3 ár, eftir því hve framúrakstur er mikill. Kostnaðurinn við notkun massa í stað málningar við yfirborðsmerk- ingar er um 3 til 4 sinnum meiri, en á móti kemur að ef notuð er málning, þá þarf að mála á hverju ári. Rögn- valdur sagði að þessi massaaðferð borgaði sig þannig að merkingarnar eru allan veturinn, þegar ökumenn þurfa mest á þeim að halda í skamm- deginu og að auki stóreykur þetta umferðaröryggi. - ÁBÓ Samtök launþega mótmæla bráðabirgöalögunum: SAMNINGAR ERU MANNRÉTTINDI Stjórnir Landssambands iðn- verkafólks, BSRB og miðstjórnar- fundur ASÍ, mótmæla harðlega þeirri aðför að samningsréttinum sem felst í nýsettum bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar. í ályktunum þessara samtaka kemur fram að efnahagsvandi þjóð- arinnar geti ekki verið tilefni til þeirrar kjaraskerðingar sem efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar feli í sér. í ályktun stjórnar BSRB segir að sjaldan hafi blasað jafn augljóslega við að rót vandans liggi í skipulagslausum offjárfestingum. Bendir stjórnin á að frelsi til að gera samninga um kaup og kjör sé einn af hornsteinum almennra mannrétt- inda og að bráðabirgðalög á samn- inga valdi íslendingum álitshnekki á meðal menningarþjóða. f ályktun miðstjórnar ASÍ segir að endurteknar árásir ríkisvaldsins á réttindi launafólks megi ekki þola og hafa forráðamenn aðildarfélaga og sérsambanda ASÍ verið boðaðir á fund nk. mánudag til að ræða þessi mál. Stjórn Landssambands iðnverka- fólks segir í ályktun sinni að samn- ingsrétturinn sé grundvallarréttur í starfi stéttarfélaga og þann rétt verði verkalýðshreyfingin að vernda. „Af- nám vísitöluviðmiðana og þar með samningsréttarins sé ósvífin árás á grundvallarmannréttindi fólksins í stéttarfélögum,“ segir ennfremur í ályktun stjórnar Landssambands iðnverkafólks. - ABÓ Þau sjá um Bílaverkslæði Badda. Norræn leiklistarhátíð í Helsinki: Baddi fór til Finn- lands Norræna leiklistarsambandið stendur fyrir mikilli hátíð í Hels- inki, Finnlandi, sem hófst um síðustu helgi og stendur tii 29. þessa mánaðar. Þar eru sýnd leikrit frá öilum Norðurlanda- þjóðunum, tvö frá hverju landi. Samar, Grænlendingar og Færey- ingar verða einnig hverjir með sína sýningu. Þjóðleikhúsið send- ir Bílaverkstæði Badda, eftir Ólaf Hauk Símonarson, og Iðnó sýnir Dag vonar, eftir Birgi Sigurðs- son. Til viðbótar verða finnsku leikhúsin öll með sýningar í gangi, þannig að það verður af nægu að taka. Norræna leiklistarsambandið var stofnað 1950 og hefur haldið þing á nokkurra ára fresti. Þingið var haldið hér á landi síðast 1982 og þá kom upp sú hugmynd að efna til leiklistarhátíðar. Hátíð var svo fyrst haldin í Osló 1984. Ákveðið var að velja nýleg verk eftir núlifandi höfunda til sýninga á hátíðinni. fslendingar sendu þá Skilnað, eftir Kjartan Ragnars- son, og Lokaæfingu, eftir Svövu Jakobsdóttur. „Þessi hátíð veitir kærkomið tækifæri fyrir okkur að sýna hvað við erum að gera og hvað aðrir eru að gera,“ sagði Sveinn Ein- arsson á blaðamannafundi áður en hópurinn fór utan. Mikill fjöldi leikhúsfólks utan Norður- landa mun sækja hátíðina og opnast þar möguleikar á samn- ingum um sýningu verkanna í fleiri löndum. Þegar hefur nokk- ur fjöldi íslenskra verka verið settur upp á erlendri grundu, jafnvel í Suður- Ameríku. Tungumálaörðugleikar virðast hafa lítil áhrif á leiklistarunnend- ur. Norræna leiklistarnefndin, sem heyrir undir Norðurlandaráð, styrkir hátíðina fjárhagslega og verður kostnaður íslensku leikhúsanna því ekki verulegur. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir Bílaverkstæði Badda og Grétar Einarsson sér um leikmynd. Leikendur eru Jóhann Sigurðar- son, Bessi Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson, Árni Tryggvason, Guðlaug María Bjarnadóttir og Arnar Jónsson. Stefán Baldursson leikstýrir Degi vonar og Þórunn S. Þor- geirsdóttir sér um leikmynd. Leikendur eru Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson, Þröstur Leó Gunnars- son, Valdimar Örn Flygenring, Guðrún Gísladóttir og Sigríður Hagalín. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.