Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur26. maí1988 Atvinnumál Rangæinga Héraðsfundur um atvinnumál í Rangárþingi verður haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli föstu- daginn 27. maí n.k. og hefst kl. 21.00. Stutt erindi og ávörp flytja: Matthías Pétursson, Hvolsvelli Sigurður Guðmundsson, Byggðastofnun Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ Jónas Þór Jónsson, Hellu Páll Guðbrandsson, Hávarðarkoti Magnús Finnbogason, Lágafelli Aðalbjörn Kjartansson, Hvolsvelli Jón Óskarsson, Hellu Gunnar Bragason, Hellu Ólafur Ólafsson, Hvolsvelli Á eftir verða almennar umræður. Fundarstjórar verða: Jón Þorgilsson, Hellu og Ólafur Sigfússon, Hvolsvelli. Rangæingar fjölmennið á fundinn og takið þátt í umræðum. Undirbúningsnefndin Félagsfundur Veröur haldinn í Félagi bifvélavirkja fimmtudaginn 26. maí 1988 að Suðurlandsbraut 30, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Tekin afstaöa til nýgerðra samninga. 2. Önnur mál. Stjórnin Sveitavinna óskast Ungur maður óskar eftir sveitavinnu, er vanur. Sími 25318, eftir kl. 18. Hjörleifur snigill Jóhannesson á Yamaha Vmax 160 hestafla götuhjóli, sem hann festi kaup á í mars sl. (Tíminn: Gunnar) Kraftmesta verksmiðjuframleidda hjól í heimi á íslensku malbiki: Snigill situr á baki 160 hestum Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu Aðalheiðar S. Sigurðardóttur Kleppsvegi 118 Reykjavík veröur gerö frá Áskirkju föstudaginn 27. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Þorsteinn Kristjánsson Guðbjörg Jónsdóttir Guðrún Kr. Jörgensen Bent Jörgensen Siguröur Kristjánsson Jónína Eiríksdóttir BrynhiidurKristjánsdóttir Þórarinn Ingimundarson barnabörn og barnabarnabörn t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, Steins Egilssonar Hátúni 8 Jónína Jóhannsdóttir EyþórSteinsson Sigrún Ingibergsdóttir Jóhann B. Steinsson Hildur Magnúsdóttir og sonarsynir Þeir kalla það „hraðbrautahrell- inn“ eða Highwaykiller í Bandaríkj- unum, Yamaha Vmax vélhjólið,sem er kraftmesta verksmiðjuframleidda vélhjól í heimi. Og nú hefur slíkur gripur verið keyptur til íslands. Framleiðsla á hjólinu hófst árið 1984 og enn hefur ekkert vélhjól komið á markaðinn, sem slær því við hvað afl vélar snertir. Hjólið er sérstaklega gert fyrir Bandaríkja- markað. Hraðbrautahrellirinn, sem kominn er til íslands, er í eigu Hjörleifs snigils Jóhannessonar, og á merkilcga sögu að baki. Sjálfur segir hann að þetta sé samgöngutæki fyrir sér. En bætir síðar við að hjólið sé auk þess leikfang. Milljónamæringur í Bandaríkjun- um festi kaup á því nýju 1986 og félagi hans keypti annað eins, en hjólin eru ákaflega eftirsótt og dýr. Fyrir gengisfellingu kostuðu þau sem svarar til 900 þúsund íslenskra króna. Áður cn milljónamæringnum gafst tóm til að reynsluaka hjólinu fórst félagi hans á sínu hjóli í árekstri við bíl. Þá guggnaði hann og hreyfði ekki hjólið. Löngu st'ðar voru íslendingar í verslunarleiðangri í Bandaríkjunum og fyrir tilviljun fréttu þeir að hjól þetta væri til sölu á góðum kjörum. Þeir keyptu það því til íslands og hér heima festi Hjörleifur sér það í marsmánuði sl. Hann vill ekki gefa upp kaupverðið, en hjólið hafði aldrei verið notað. Yamaha Vmax er 250 kg að þyngd, 1200 cc og 146 hestöfl úr verksmiðjunni, en pústkerfi í hjóli Hjörleifs hefur verið breytt, svo að hann ríður 160 hestum. Það er 2,3 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða á klukkustund, en hámarkshraði þess er um 240 km/klst. Það er 14 sekúndur tæpar að ná hámarks- hraða. Hjólið er4 strokka, vatnskælt með viftu. Eldsneytistankurinn er undir sætinu, svo að vélin rúmist. Ofan á henni er vélarhlíf. „Það eru engin óþarfa tæki eða fylgihlutir,“ segir Hjörleifur. „En mikið af krómi.“ þj Nýtt skólaár hafiö hjá Jaröhitaskólanum: 69 nemendur hafa hlotið þjálfun Tíunda starfsár Jarðhitaskólans er nú hafið. Frá því að skólinn var stofnaður árið 1979, hafa verið þjálfaðir 69 jarðvísindamenn og verkfræðingar frá 14 þróunarlönd- um, en að auki hafa 20 aðrir erlendir nemendur og fræðimenn tekið þátt í starfi skólans. Skólaár Jarðhitaskólans er sex mánuðir, frá vori fram á haust og miðar starfsemi skólans að því að gefa nemendum sérhæfða þjálfun í einstökum greinum jarðhitafræða, undir handleiðslu íslenskra sér- fræðinga. Sex nemendur frá sex löndum eru við skólann í ár, en um er að ræða þrjá jarðvísindamenn og þrjá verkfræðinga. Ennfremur býður skólinn upp á þjálfun í skemmri tíma fyrir jarðvísinda- menn og verkfræðinga, sem vilja kynna sér ákveðna þætti jarðhita- mála, en slík þjálfun tekur yfirleitt tvo mánuði. Jarðhitaskólinn er rekinn af Orkustofnun í samvinnu við Há- skóla Sameinuðu þjóðanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.