Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn ' frmnhíiidagúf 11 ,'águst 1988 Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins„ um vaxtafund viðskiptaráðherra: Hefði líka mátt boða þolendur hárra vaxta „Ég vil alls ekki gera neitt lítið úr þessum fundi viðskiptaráðherra sem haldinn verður á föstudaginn, en ég er svolítið efins um niðurstöður hans eins og til hans er boðað,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utaríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.“Ég hefði viljað sjá að þangað yrðu boðaðir einhverjir af þolendum hávaxtastefn- unnar, en ekki allur hávaxtakórinn sjálfur.“ Steingrímur segir aö það hljóti að verða nauðsynlegt að koma á viðræðum miili þolenda hávaxta- stefnunnar og þeirra sem ákveða vextina hjá verðbréfafyrirtækjum, fjárfestingalánasjóðum og banka- stofnunum. Hann undirstrikaði það sérstakiega að hann fagnaði þessi framtaki Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, en væntanleg- um fundi voru gerð nokkur skil í Tímanum í gær. Á fundinn hafa verið boðaðir fulitrúar banka, Seðlabanka og fjölda peningastofnana, svo sem verðbréfasjóða og fjárfestinga- lánasjóða. Þar verður fjallað um nýlega skýrslu nefndar sem ríkis- stjórnin skipaði í vor til að gera úttekt á stöðu verðtryggingar á fjárskuldbindingum. Ætlun Jóns Sigurðssonar er að leita álits þess- ara aðila á niðurstöðum nefndar- innar og einnig mun Seðlabankinn leggja fram greinargerð um þróun vaxta og vaxtamunar. Verkefni fundarins er að finna leiðir sem ieitt gætu til lækkunar á raunvöxt- um án þess að teflt verði í tvísýnu þeirri hvatningu til sparnaðar sem háirraunvextirerutaldirvera. KB Þessi hafði það náðugt innan um skarkala vinnuvéianna, sem vinna nú af kappi við að klára brúna yfir Ölfusárósa. Hann keypti sér leyfi til að veiða sjóbirting, setti stöngina í járnhólk og lagðist sjálfur í sandinn. Hann sagðist þó ekki hafa orðið var í þann klukkutíma sem hann hafði verið þarna. Hægt er að kaupa veiðileyfi í Hrauni í Ölfusi. (Tímamynd: Pctur) Brúin yfirðlfusárósa tilbúin í haust Stefnt er að því að brúin yfir Ölfusárósa verði vígð í byrjun sept- ember. Brúin er hið mesta mann- virki, 360 metra löng og stendur hátt yfir ánni. Að sögn Jóns Inga hjá SH verktökum hefur byggingin gengið „Ég held að óhætt sé að segja að þarna er sumpart verið að bera saman Fólksvagn og Kádilják,“ sagði Þórður Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur Reykjavíkurborgar í samtali við Tímann, um það í hverju munurinn á byggingarkostnaði á þjónustuíbúðum aldraðra í Seljahlíð í Reykjavík annars vegar og Sunnu- hlíð í Kópavogi hins vegar, væri fólginn. f nýbirtri skýrslu um byggingar- kostnað á þjónustuíbúðum fyrir aidraða sem unnin var fyrir borgar- verkfræðing og Tígiinn greindi frá á þriðjudag, kemur í rani að munurinn samkvæmt áætlun og vel það. Upp- steypu var lokið í júlí síðastliðnum, en bygging brúarinnar hófst í febrúar á síðasta ári. Nú er verið að vinna að vegarlagningu frá Þorlákshafnarvegi á byggingarkostnaði þessara tveggja þjónustukjarna svarar til þess að Kópavogsbúar geta byggt yfir rúm- lega 40% fleiri einstaklinga en Reykjavíkurborg fyrir sömu upphæð. Þórður sagði að í Seljahlíðinni væri mikið þjónusturými, sem væri með flóknum og dýrum búnaði, bæði í eldhúsi og á böðum. „Mér hefur skilist það á mínum mönnum að við notum yfirleitt mun vandaðra og dýrara efni, t.d. í flísalögnum og slíku, auk þess sem meira er borið í arkitektúrinn, ef Seljahlíðin er borin saman við Sunnuhlíð í Kópavogi,“ að brúnni og grjótvörnum. Brúin styttir verulega leiðina frá Þorlákshöfn til Eyrarbakka. Nú þarf að fara í gegnum Selfoss til Eyrar- bakka, en nýja brúin gerir Reykvík- sagði Þórður. Hann sagði að lóðar- kostnaður á svæði Seljahlíðar væri einnig mjög dýr, auk þess sem malbik og gangstéttir væru upphitað- ar með affallsvatni frá hitaveitunni, sem ekki væri í Kópavogi. „Ég held nú að verið sé að bera saman mjög mismunandi hluti," sagði Þórður. Er eðlilegt að vera að byggja svo dýrt húsnæði að eldra fólk þurfi helst að eiga raðhús til þess að komast í slíkar íbúðir hjá Reykjavíkurborg? „Það er náttúrulega spurning eftir hverju menn eru að leita þegar þeir eru orðnir gamlir. í Seljahlíðinni er um tvennt að ræða, annars vegar ingum kleift að fara Þrengslin, til Þorlákshafnar og yfir brúna til Eyr- arbakka. Því er jafnvel spáð að brúin verði hluti af sunnudagsrúnti Sunnlendinga. SH parhúsin sem eru 9 talsins en þar er um að ræða venjulegar íbúðir, þó þannig að þær eru reknar í nánum tengslum við þjónustuhúsið. Hins vegar eru þeir sem búa í stóra húsinu leigjendur Reykjavíkurborgar og eiga þar af leiðandi ekki íbúðirnar. í Seljahlíðina fer enginn nema hann sé orðinn mjög fullorðinn, áttræður eða svo. Þetta fólk þarf allt mjög mikla þjónustu og útheimtir mun meiri umhirðu en miðað er við í Kópavoginum, sýnist mér,“ sagði Þórður. -ABÓ 62 ára sjómaöur tekinn meö hass eftir tveggja ára smygl: Börnin dreifðu hassinu Fíknefnalögreglan handtók á þriðjudagsmorgun sextíu og tveggja ára gamlan sjómann fyrir smygl á fíkniefnum. Maðurinn var handtek- inn á Arnarfellinu þar sem það var í Sundahöfn. Lögregla gerði leit í skip- inu og fundust þá 600 gr af hassi. Sá handtekni játaði á sig sökina við yfirheyrslur. Sjómaðurinn játaði einnig að hafa stundað smygl á fíkninefnum sl. tvö ár. Smyglaði hann á þeim tíma tveim- ur og hálfu kílói af hassi. Sjómaðurinn naut svo aðstoðar bama sinna við að dreifa hassinu til neytanda. Má því segja að hér sé um fjölskyldufyrirtæki að ræða. Skipið kom í höfn kl. 8:00 á þriðjudagsmorgun og fóru þá menn frá fíkniefnalögreglunni og tollgæsl- unni um borð. Taiið er víst að hassið hefi verið keypt í Kaupmannahöfn. Börn sjómannsins vom einnig handtekin, ásamt fleimm sem vom viðriðnir málið. Sjómaðurinn var ekki hnepptur í gæsluvarðhald þar sem hann hefur játað á sig alla sök, og er málið þar með upplýst að mestu leyti. -gs Flugslysið við Reykjavíkurflugvöll: Vettvangs- rannsókn er lokið Vettvangsrannsókn flugslyss þess sem varð á Reykjavíkurflug- velli 2. ágúst s.l. er kanadísk flugvél af gerðinni CASA fórst með 3 menn innanborðs, er nú lokið. Hreyflar Uugvélarinnar voru sendir til Ottawa til rann- sóknar í rannsóknarstofnun Flugslysanefndar Kanada, Can- adian Aviation Safety Board. Loftskrúfur flugvélarinnar sem og ýmsir aðrir smærri hlutir voru einnig sendir til rannsóknar. Auk flugslysanefndar og loft- ferðaerftirlits flugmálastjómar unnu við rannsóknina og komu hingað til lands til aðstoðar alls 13 manns, 5 frá Flugslysanefnd Kanada (CASB), 4 frá fram- leiðendum CASA, 2 frá Garret sem framleiddi hreyfla vélarinn- ar, yfirflugvirki eigenda flugvél- arinnar og einni fulltrúi Fiug- málastjórnar Spánar. Þessi menn luku störfum og fóru af landi brott sl. laugardag. Ekki er að búast við niðurstöð- um af ofangreindum rannsóknum né lokaniðurstöðum um orsakir flugslyssins fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Dýrin kunna ekki umferðar- reglur. Þess vegna þarf að sýna aðgæslu i nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hesta- menn aö kunna umferöar- reglur og riöa hægra megin og sýna bilstjórum sams konar viömót og þeir ætlast til af þeim. yUMFERÐAR RÁÐ Dýrari búnaður og meiri arkitektúr helstu ástæður fyrir hærri byggingar- kostnaði á þónustuíbúðum aldraðra í Reykjavík en í Kópavogi: „Verið að bera saman Fólksvagn og Kádilják“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.