Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. ágúst 1988 Tíminn 5 Veruleg skattahækkun hjá öllum nema lágtekjufolki: Staðgreiðsluskatturinn um 12-15% hærri en þeirgömlu Drjúgur hluti launþega með miðlungs og sæmilegar tekjur þarf í ár að greiða 13-15% hærri staðgreiðsluskatta heldur en þeir hefðu þurft með gamla skattakerfinu. Þá er miðað við sömu rauntekjur í ár og í fyrra. Það eru í kríngum 10-40 þús. krónum hærri skattar sem þarf að greiða af um 800-1.500 þús. króna tekjum í ár, sem jafngilda um 625-1.170 þús. króna tekjum árið 1987. Þetta er þó lágmarkið, þ.e. miðað við fólk sem engann frádrátt hafði í gamla kerfinu. Skattarnir þyngjast ennþá meira hjá þeim sem áður gátu nýtt frádrátt af einhverju tagi: Bílastyrk (sem nær enginn borgaði áður skatta af), helming húsaleigu og/eða meðlaga, skyldusparnað, námsfrádrátt eða annað. Skattahækkun 13.000 af 890.000 kr. tekjum Gjaldheimtu- og álagningarseð- ill 1988 (sem launþegar hafa nýlega fengið í hendur) er hér útgangs- punktur til nánari skýringa. Tekjur ársins 1987 voru 696.665 krónur. Á þær var lagt: Útsvar 65.640 kr. Tekjuskattur 41.393 kr. Samtals: 107.033 kr. Þetta eru þeir skattar sem við- komandi hefði þurft að borga í ár ef engin skattkérfisbreytinging hefði orðið. Til viðbótar má áætla (m.v. síðasta ár) samtals um 7 þús. kr. í sjúkratrygginga-, kirkju-, og sóknar- gjald og Framkvæmdasjóð aldraðra, þannig að heildarskattar til greiðslu á þessu ári hefðu verið um 114 þús. krónur. Þjóðhagsstofnun áætlar að fram- færsiuvísitala (og atvinnutekjur á mann) hækki að meðaltali um 28% milli áranna 1987 og 1988. Sam- kvæmt því ættu jafn verðmætar tekjur þetta ár að verða 891.730 krónur. Staðgreiðsluskattur af þeim tekjum verður 127.260 krónur á þessu ári. Munurinn er um 13.260 krónur, eða um 12% hærri skattar heldur en ef gamla kerfið hefði gilt og tekjur verið jafngildar bæði árin. Um 45% hækkun hjá skyldusparanda í þessu dæmi er um lágmarks- hækkun að ræða, því þetta dæmi er tekið af einfaldasta launamanna- framtali með föstum 10% frádrætti og engum öðrum frádrætti, uppbót- um eða ívilnunum af neinu tagi. Skattgreiðandi með sömu tekjur sem greitt hefði skylduspamað af öllum tekjum sínum hefði sloppið með rúmlega 26 þús. krónum lægri tekjuskatt og þar með um 87.600 krónur í heildarskatta í ár, sam- kvæmt gamla kerfinu. Fyrir slíkan skattgreiðanda þýðir breytingin nærri 40.000 þús. krónur, eða um 45% skattahækkun. Skattgreiðendur með sömu tekjur, sem höfu 50.000 kr. í ein- hverskonar frádrátt, t.d. bílastyrk, húsaleigu eða meðlög, hefðu í ár þurft að greiða um 97 þús. krónur í heildarskatta af jafngildum tekjum og þeir þurfa nú að greiða af 127 þús. kr. staðgreiðsluskatt, sem áður segir. Skattahækkun þeirra er um 30 þús. kr. eða um 30%. Miðlungs-Jónamir blæða Niðurstaðan verður hlutfallslega svipuð þótt reiknað sé út frá heldur lægri tekjum og sömuleiðis alit upp undir tvöfalt hærri tekjum eða ein- hverri upphæð þama á milli.Skatta- hækkunin er 12-15% án fyrri frá- dráttar og miklu meiri hjá þeim sem misst hafa frádráttarfríðindi. Fóik á lágmarkslaunum (rúm 335 þús. sl. ár - jafngildi 429 þús. í ár) hefði verið skattlaust bæði með gamla kerfinu og því nýja. Þó er sá munur á, að lífeyrisþegum sem aðeins hafa ellilífeyri og tekjutrygg- ingu, gat áður nýst ónotaður persón- uafsláttur upp í eignaskatt, en svo er ekki í staðgreiðslukerfmu. Ekki er það þó svo, að enginn hafi nokkum hagnað af breyting- unni (og aldrei þessu vant em það þeir sem helst þurfa á því að halda). Fólk með lág laun, en þó svolítið yfir lágmarkslaunum, er sá hópur sem getur sloppið betur með nýja skattkerfinu en því gamla. Skatt- leysismörkin í ár em við 532 þús. króna tekjur, sem jafngilda um 415 þús. króna tekjum 1987. Af þeim tekjum hefði í ár þurft að greiða um 20 þús. króna tekjuskatt og útsvar hefði gamla kerfið ennþá verið í gildi og enginn frádráttur nýst nema 10% fasti frádrátturinn. Hátekjumenn sleppa betur Flestir aðrir virðast borga hærri skatta í ár, af jafngildum tekjum og í fyrra, heldur en þeir hefðu gert með gamla kerfinu, og álagningu eins og er á útsendum gjaldheimtu- seðlum ásamt hlutfallslega svipuð- um aukasköttum og í fyrra. Á mjög háum tekjum er skattahækkunin þó hlutfallslega minni en á miðlungs- tekjunum, miðað við enga frádrátt- arliði nema fasta 10% frádráttinn. Líklegt er þó að einhverjum í þeirra hópi bregði við missi frádráttarliða, sem áður var hægt að nota til að draga skattana niður, eins og bíla - styrkir, dagpeningar og fleira eru gott dæmi um. Hækkun barnabóta frá 2.500 kr. á ári En hvað með bamabætumar - hafa þær ekki hækkað á móti? Bamabætur árið 1987 vom 12.625 kr. með fyrsta bami, 18.910 kr. með bömum umfram eitt og þama til vibótar 12.625 kr. ef böm voru undir 7 ára aldri. Framreiknað með framfærsluvísitölu svara þessar upp- hæðir til 16.160 kr. og 24.205 kr. í ár, en raunverulegar tölur em 18.670 og 28.005 krónur. Raunhækkun er því frá 2.510 krónum á ári með einu bami eldra en 6 ára, en með einu ungbami um 5 þús. kr. á ári, eða um 15,5%. Varðandi raunhækkun bamabóta er þess og að geta, að hún var kynnt sem mótvægi við hækkun fæðiskost- naðar hjá bamafjölskyldum vegna upptöku söluskatts á matvömr, en hins vegar ekki sem niðurgreiðsla á staðgreiðsluskattinum. - HEI Eignum Grænmetis verslunarinnar afsalað SÍIUI Fjármálaráðherra undirritaði í gær fyrir hönd ríkissjóðs afsal eigna Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins til Sölusamtaka íslenskra matj- urtaframleiðenda, SÍM. Þetta fór fram eftir að skilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir staðfest- Næstkomandi sunnudag þann 14. ágúst mun Þjóðræknisfélagið hafa gestamót fyrir Vestur-íslendinga sem eins og kunnugt er hafa dvalið hér á landi undanfarnar vikur. Eins og mörg undanfarin ár verður hlýtt á guðsþjónustu í Bessastaða- kirkju þar sem séra Bragi Friðriks- sonpredikar,oghefsthúnkl. 14.00. Að lokinni guðsþjónustunni verð- ur haldið gestamót að Hótel Borg. Fyrir þá sem þess óska verða ferðir ingu kaupsamnings höfðu verið uppfyllt. Skilyrðin voru þau að þeir aðilar í kartöflurækt sem ekki eru aðilar að SÍM, samþykktu söluna, enda væru hagsmunir þeirra tryggðir. að Bessastöðum og verður farið frá Hljómskálanum kl. 13.30 og frá Bessastöðum að Hótel Borg að lok- inni guðsþjónustu. Þjóðræknisfélagið óskar eftir því að allir sem áhuga hafa, komi og heilsi upp á gesti okkar að vestan. Gestamótið er gott tækifæri til að hitta vini og frændfólk, rifja upp gömul kynni og koma á nýjum. Hópurinn fer vestur daginn eftir, mánudaginn 15. ágúst. Gullinbrú: Skotið á bifreið Skotið var úr loftriffli á bif- rcið við Gullinbrú skömmu eftir klukkan 17 í gær. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði skotmaðurinn forðað sér. Ekki er vitað hver þar var að vcrki. -ABÓ Sýndi kyn- færi sín í Öskjuhlíð Eldri maður girti niður um sig og sýndi börnum sem voru að leik í Öskjuhlíðinni kynfæri sín í gær. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn á bak og burt, en talað var við nokkra menn sem þarna voru á ferð og nöfn þeirra tekin niður. Ekki er vitað hvort einhver þeirra átti þarna hlut að máli. -ABÓ Vestur-íslendingar: Boðið til gestamóts Flugvöllurinn í Húsadal skemmdur: Gífurleg flóð í Markarfljóti Gífurlegir vatnavextir hafa verið í Markarfljóti og Steinsholtsá undanfarna daga og hafa þeir nær lokað leiðinni inn í Þórsmörk. í gær tók annan enda flugvallarins við Húsadal af í umbrotum Mark- arfljóts og hætta var á að frekari varnargarðar brystu þá og þegar. Þannig var jafnvel talið að hluti aðstöðunnar sem Austurleið hefur í Húsadal yrði flóðunum að bráð. Skálaverðir þar áttu þó frekar von á að úr þessum vexti Markarfljóts drægi þar sem ekki hefði rignt í gær. „Það færi samt enginn Range Rover yfir Markarfljótið núna, eins og reynt var um verslunar- mannahelgina,“ sagði einn skála- vörðurinn í Húsadal í samtali við Tímann. Sagði stúlkan að von væri á veghefli frá Vegagerðinni inneftir í dag og þá yrði reynt að minnka hættuna á að flóðin gætu skemmt eitthvað af þeim flötum sem búið væri að græða upp fyrir neðan skálana. Það mun hafa verið ein kvísl úr Markarfljóti sem ruddist út fyrir venjulegan farveg og tók hluta flugbrautarinnar af. Talið er þó að enn sé hægt að lenda á vellinum enda um að ræða þann enda brautarinnar þar sem flugvél- arnar hafa jafnan verið geymdar. Kvíslin lét þó ekki þar við sitja og rennur nú mun austar en hún hefur gert í langan tíma. Hefur hún ekki aðeins raskað ró flug- manna, heldur rennur nú svo aust- arlega að fara verður yfir hana á vaði þegar farið hefur verið yfir Krossá á rútuleiðinni inn að Húsadal. Þannig verða ökumenn í fyrsta skipti í langan tíma að aka yfir vað á Markarfljótskvísl á leið inn í Húsadal. Skálavörðurinn sagði að nú sem stæði væri fáum fært inn í Þórsmörk nema kunnugum bílstjórum á stór- um og góðum bílum. Steinsholtsá- in væri fljóta verst og mun verri en Krossáin þar sem hún væri mjög

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.