Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 27. október 1988 Framsóknarvist verður haldin sunnudaginn 30. október n.k. að Hótel Lind kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Stutt ávarp flytur Alfreð Þorsteinsson, formaður F.R. Framsóknarfélag Reykjavíkur Húsavík Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn miðvikudag- inn 2. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Húsavíkur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Önnur mál. Stjórnin. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra Erindi flytja: Ásgeir Daníelsson hagfr. Þjóðhagsstofnunar Erna Indriðadóttir deildarstj. RÚVAK Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri Vilhjálmur Egilsson framkv. stj. Verslunarráðs íslands. Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Þórdís Bergsdóttir L.F.K. Kristinn Halldórsson S.U.F. Þinginu lýkur með samkvæmi á vegum Framsóknarfélags Mývatns- sveitar. Skrifstofan að Hafnarstræti 90 Akureyri er opin frá kl. 15-18 virka daga, sími 21180. Stjórn KFNE. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi 29. þing K.S.F.V. 5. nóvember 1988 Kl. 10.00 Þingsetning: Guðrún Jóhannsdóttir Kjörnir starfsmenn þingsins: a) Þingforsetar b) Ritarar c) Kjörbréfanefnd d) Uppstillinganefnd Skýrsla stjórnar og reikningar: Guðrún Jóhannsdóttir Reikningar Magna: Davíð Aðalsteinsson Umræða og afgreiðsla. Kl. 11.00 Byggðamál: Guðmundur Malmquist Ávörp gesta: Sigurður Geirdal Fulltrúi L.F.K. Gissur Pétursson formaður SUF Kl. 12.15 Hádegisveröur Kl. 13.30 Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson Alexander Stefánsson Almennar umræður Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.20 Drög að stjórnmálaályktun lögð fram Framhald almennra umræðna Kl. 17.00 Nefndastörf Kl. 17.45 Afgreiðsla mála Kosningar Kl. 19.00 Þingslit T ( DLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. PRENTSMIDI AN ddddct Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Gunnar Vagnsson, rallari og hjólbarðasali í Hjólbarðahöllinni kvartar ekki, Tímamynd Gunnar Þrátt fyrir sumarbl íðu, það sem af er hausti, kvarta hjólbarðasalar ekki: Jöfn og stígandi sala vetrardekkja Þrátt fyrir óvenju milt tíðarfar í byrjun vetrar virðist sala á vetrar- hjólbörðum á höfuðborgarsvæðinu nokkuð jöfn og stígandi. Sóluð nagladekk eru vinsælust eins og undanfarin haust, en nokkuð góð sala er einnig í ódýrum hjólbörðum frá Kína og Kóreu. Sala á dekkjum úti á landi er vel á veg komin, sérstaklega á Vestfjörðum og Norð- Austurlandi og þannig munu t.d. um 70% bifreiðaeiganda á Akureyri vera búin að skipta yfir á snjódekkin. Hjólbarðaverkstæði í Reykjavík eru við öllu búin og allir þeir sem Tíminn hafði samband við eru í viðbragðsstöðu og bíða með góðan lager af snjó- og nagladekkjum eftir fyrstu snjóum vetrarins á suðvestur- horninu. Hjólbarðar hafa lítið hækkað frá síðasta hausti og kann það að skýra jafna sölu á vetrardekkjum að ein- hverju leyti. Þá kom það fram í máli verkstæðismanna að nokkur hópur manna, „þessir forsjálu fastakúnn- ar“, kemur alltaf í vetrarbyrjun og býr ökutæki sín undir vetrarakstur, óháð tíðarfari. Áróður gatnamála- stjóra gegn negldum hjólbörðum virðist einnig hafa haft einhver áhrif því nagladekkin seljast heldur minna en í fyrra. -ág. Handritsverðlaun Evrópusambands sjón- varpsstöðva afhent í næsta mánuði: Verðlaunaleikrit Vilborgar Einars- dótturfrá íslandi Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, mun afhenda verðlaun Evr- ópusambands sjónvarpsstöðva, EBU, fyrir handrit að sjónvarps- leikriti í Genf mánudaginn 14. nóv- ember n.k. Tvenn verðlaun verða veitt; fyrstu verðlaun sem nema um 900 þúsund- um ísl. króna ogönnur verðlaunsem nema um 600 þúsundum króna og hafa verið tilnefnd verk til þeirra af- hálfu sjónvarpsstöðva í álfunni. Ríkissjónvarpið auglýsti í fyrra eftir handritum til þessarar keppni og af þeim sem bárust var verk Vilborgar Einarsdóttur valið. Þetta verður í fyrsta sinn sem verðlaunin verða veitt og fer afhend- ing þeirra fram í borgarleikhúsi Genfar og verður sjónvarpað frá athöfninni um alla Evrópu. Handritsverðlaunin verða veitt að fenginni niðurstöðu níu rrtanna dóm- nefndar sem í situr fólk víðs vegar að úr álfunni og er Vigdís Finnboga- dóttir formaður dómnefndarinnar. -sá Fiskiþing á mánudag 47. Fiskiþing verður sett mánu- daginn 31. október nk. klukkan 14.00 í húsi Fiskifélagsins við Ingólfsstræti. Helstu málaflokkar þingsins verða afkoma sjávarútvegs, ástand fiskistofna, framkvæmd fiskveiðistjórnunar, byggðaþró- un og framtíð hinna ýmsu útgerð- arstaða, fiskmarkaðir og frjáls verðlagning á fiski, markaðsmál og fleira. Rétt til setu á þinginu hafa 39 fulltrúar, sem koma frá lands- byggðinni og helstu hagsmuna- samtökum sjávarútvegsins. -ABÓ Umferðarregiur eni til ' okkar vegna - Vlrðum' reglur vðrumst slye. aUMFBIOVI rað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.