Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 27. október 1988 Tíminn 19 Hér eru Vivien Leigh og Clark Gable í hlutverkum sínum í hinni sígildu mynd „Á hverfanda hveli“. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Söguleg bók Kona, sem eitt sinn ferðaðist um og hafði að atvinnu að selja nærföt, verður að öllum líkindum auðkýf- ingur á næstunni af því að skrifa framhald af frægustu ástarsögu allra tíma, „Á hverfanda hveli“ (Gone With the Wind). Enn sem komið er hefur Alex- andra Ripley aðeins gert uppkast að tveimur köflum, en Warner Books-útgáfan hefur þegar greitt heilar 200 milljónir fyrir útgáfurétt- inn. Alexandra fær í sinn hlut drjúgan skerf af þeirri köku. Hún er 54 ára og hefur skrifað margar bækur um gömlu, góðu dagana í Suðurríkjunum. Fyrir rúmu ári fékk hún grænt ljós frá erfingjum Margaret Mitchell, höf- undar sögunnar, til að reyna að skrifa framhaldið. Talið er víst að Margaret sjálf hafi verið því mótfallin að fram- hald yrði á sögunni. Hún lést árið 1949, þegar drukkinn ökumaður ók á hana. Eina opinbera tilraunin til að fá framhald sögunnar skrifað, drukknaði hreinlega í skriffinnsku og lagaflækjum. Margir hafa þóst til kallaðir, þar á meðal einn höf- undur, sem hélt því fram að Marga- ret hefði lesið sér allt fyrir gegn um andaglas. Tildrög þess að einmitt Alexan- dra Ripley var fengin til að skrifa hið eina rétta framhald, voru þau að bækur hennar um lífið í Suður- ríkjunum á liðinni öld þóttu einkar sannfærandi og vel skrifaðar. Þegar umboðsmaður hennar ámálgaði þetta við hana, hélt hún að hann væri að spauga, en svo reyndist ekki og brátt stóð hún augliti til auglitis við fulltrúa erfingja Marga- ret Mitchell, sem bað hana að íhuga málið alvarlega. Erfingjarnir hafa sína ákveðnu skoðun á hvað má vera í bókinni og hvað ekki og í fyrstu fannst Alexöndru þeir allt of gamaldags og íhaldssamir. Heimurinn hefði þrátt fyrir allt breyst allmjög á heilli öld. Alexandra er nú búin að lesa Á hverfanda hveli sjö sinnum, sem er afrek út af fyrir sig, því bókin er doðrantur mikill. Hún gerir þetta til að fá tilfinningu fyrir stíl Marga- retar og handskrifar gjarnan heilu síðurnar upp úr verkinu til að ná stílnum betur. Þó vill Alexandra ekki skrifa bók annars höfundar. - Margaret Mitchell skrifaði miklu betur en ég, fullyrðir hún. - Gallinn er bara sá að hún er látin. Eitt er víst: Scarlett O’Hara og Rhett Butler halda áfram að elsk- ast og hatast til skiptis í nýju bókinni, sem fer til útgefanda árið 1990. Fyrri bókin endaði á að Scarlett saknaði Rhetts óskaplega. Upphafsorðin í bók Alexöndru eru: - Ég hugsa um þetta á morgun. Ég finn leið til að fá hann aftur. Það kemur dagur eftir þennan dag.... Alexandra Ripley er nú ráðin til að skrifa meira um Scarlett O’Hara og Rhett Butler. Margaret Mitchell var sögð mótfaliin framhaldi af hinni margfrægu sögu sinni. Kráareigandinn Michael Calne. Caine á kránni Michael Caine hefur gjarnan verið að finna í hetjuhlutverkum í kvikmyndum og bæði þess vegna og þrátt fyrir það gætu margir hugsað sér að sitja með honum yfir ölkollu við gott spjall. Nú er það raunár orðið mögu- legt, því Caine er búinn að kaupa sér gamaldags og notalega krá í Oxfordshire í Englandi og kallar hana Uppreisnina á Caine. Hvort þarna verður jafn líflegt og um borð forðum, á eftir að koma í ljós, en Caine hefur lofað viðskiptavin- um sínum að hann standi sjálfur við afgreiðsluborðið þegar hann hafi tíma til. Yfir Atlants- hafið ábíl Vitleysan er svo sannarlega ekki öll eins og það hefur meira að segja oft sannast á náunga sem kallar sig G.A. en heitir víst Giorgio And- retti. Nýjasta áætlun hans er að fara yfir Atlanshafið á bíl, hvernig sem hann hyggst nú framkvæma það. Með í för ætlar hann að hafa börnin sín sex. Ekki fer sögum af móðurinni, hvort hún ætlar að sitja heima eða hvort hún er búin að gefa fjölskylduna upp á bátinn. G.A hefur áður tekið upp á ein- kennilegum hlutum, svo sem að aka umhverfis jörðina á skelli- nöðru, lenda í fallhlíf milli skýjakl- júfa New York og svo framvegis. Eitthvað hefur hann upp úr krafs- inu, því virtustu blöð heims bítast um ljósmyndir hans. Hins vegar hefur hann ekki fengið neinn ennþá til að fjármagna aksturinn yfir Atlanshafið. t I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.