Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 9. nóvember 1988 Munu íbúar þriðja heimsins labba upp bryggjurnar og taka að sér störfin í landi? Beitum öllum ráðum til að hindra að það gerist „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tefja fyrir losun og lestun á skipum Finnboga Kjeld, komi þau til með að sigla undir erlendum fána, með erlenda áhöfn og vera í siglingum til og frá land- inu“. Þetta var svar Guðmundar Hall- varðssonar formanns Sjómannafé- lags Reykjavíkur þegar hann var spurður um hugsanlegar aðgerðir félagsins gegn Víkurskipum. - En eru slíkar aðgerðir ekki ólög- legar? „Við skulum minnast þess að þegar menn eru að kaupa eigur sínar aftur og hafa til þess ákveðinn frest, þá fá þeir um leið tækifæri til að draga starfsfólk sitt, í þessu tilfelli sjómenn, enn lengur á launagreiðsl- um. Ég ætla bara að vona að þetta mál verði ekki að svipuðu máli og Hótel Örk, að því verði skotið fyrir Hæstarétt til að tefja það“. - En er félaginu stætt á þeim aðgerðum að tefja löndun og lestun þessara skipa fyrir það eitt að þau sigli undir erlendum fána? „Ja, hvað myndu blaðamenn á Tímanum gera ef skyndilega flykkt- ust inn á blaðið skáeygðir menn og settust í stólana ykkar. Þetta er nákvæmlega sama dæmið. Ef þeir væru með atvinnuleyfi þá væri það ekki löglegt af ykkur að reka þá úr stólunum en þið mynduð eflaust gera það samt. Einu myndi ég vilja koma að, sem ég reyndar sagði í viðtali við Sjónvarpið á mánudags- kvöld en var einhverra hluta vegna látið niður falla, og það er það að ég tel að tími sé til kominn að íslensk verkalýðshreyfing vakni af sofanda- hætti varðandi erlent vinnuafl hér á landi. Nú þegar er flutt inn erlent vinnuafl í nokkrum mæli til dæmis í veitingahúsarekstri, þar verður æ algengara að útlendingar sjái um þau störf er áður voru í höndum íslendinga. Þetta er að gerast á tímum samdráttar í íslensku at- vinnulífi og í sama mund og við horfum beint í andlit atvinnuleys- isvofunnar. Þetta hefur verið að gerast og nú vilja menn að það sama gerist í flotanum. Spurningin er bara hve- nær fólk frá þriðja heiminum labbar upp bryggjurnar og tekur að sér störfin í landi! Þetta ætlum við ekki að láta gerast, við ætlum að spoma við þessari þróun með öllum tiltæk- um ráðum ekki síst með tilliti til þess að á undanförnum árum hefur kaup- skipafloti landsmanna minnkað all verulega. Farmönnum hefurreyndar fækkað um 300 á síðustu 10 árum og við ætlum svo sannarlega ekki að láta það gerast að íslenski kaup- skipaflotinn leggist af og hann verði færður í hendur útlendinga". Finnbogi Kjeld forstjóri Víkurskipa svarar w Guömundi Hallvarössyni: Eg er enginn stríðsmaður! Tíminn bar yfirlýsingar Guð- mundar Hallvarðssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, undir Finnboga Kjeld forstjóra Víkurskipa og þá fyrst hver hans viðbrögð yrðu ef hótanir Guð- mundar varðandi löndun og lestun skipa hans yrði að veruleika. „Ég er náttúrlega enginn ógur- legur stríðsmaður og hef ekki gam- an af ófriði þannig að það verður að skoðast þegar þar að kemur. Hitt ber að benda á að á meðan við höfum flutt inn salt með skipum okkar og notað til þess innlent vinnuafl, sigla erlend leiguskip fyr- ir Eimskipafélag íslands með sömu vöru til landsins. Þarna er um að ræða erlend skip með erlendar áhafnir. Eitt slíkt liggur nú í Hafn- arfjarðarhöfn. Eimskipafélagið hefur ekki flutt eitt einasta saltkorn til landsins með innlendum skipum. Þeir eru að nota þetta ódýra vinnuafl og ég sé ekki hvern- ig ég á að geta keppt við það. Hver er tilbúinn til að borga þann mis- mun á vöruverði sem af þessu skapast? Á ég að koma til minna viðskiptavina og segja þeim að því miður verði þeir að borga 50% hærra verð fyrir vöruna hjá mér vegna þess að áhöfnin sé íslensk? Svo er því fleygt fram að það eigi að láta sjálfan hornstein lýðcæðis- ins til hliðar. Það á að líta fram hjá lögum og þess í stað á að ríkja ofbeldi í landinu. Lög eiga ekki að vera virt samkvæmt þessu. Ég veit ekki betur en það sé kennt hverju barni að því beri að virða lögin. í tæp þúsund ár hefur máltækið „Með lögum skal land byggja og ólögum eyða“ verið í hávegum haft. Ef það á að setja lögin til hliðar á þá að ríkja skáltjiöld í landinu?" Það var borið undir Finnboga hvort til greina kæmi af hans hálfu að selja skip sín og leigja þess í stað skip erlendis frá með erlendum áhöfnum. Með öðrum orðum að leika sama leikinn og Eimskipafé- lagið virðist gera. „Af hverju ekki, af hverju ætti það ekki að geta komið til greina? Það er alveg Ijóst að við erum ekki samkeppnisfærir með íslenskt vinnuafl, við getum ekki lagst á ríkisjötuna og verðum því með einhverjum öðrum hætti að leitast við að vera samkeppnisfærir. Annaðhvort verðum við að gera eins og hinir eða að öðrum kosti að leggja okkar starfsemi niður. Guð- mundur Hallvarðsson veit það eins vel og ég að sænski fiotinn er horfinn undan sænska fánanum, sömu sögu má segja um danska flotann og reyndar um megnið af flota Evrópuríkja. Ástæðan var einfaldlega sú að þessir aðilar voru ekki samkeppnisfærir og urðu því að hrökkva eða stökkva. Það vill enginn borga þann mismun sem af mismunandi dýru vinnuafli hlýst. Ef Guðmundur þekkir einhvern sem vill borga þennan mismun fyrir okkur þá stendur ekki á mér að sigla undir íslenska fánanum," sagði Finnbogi Kjeld að lokum. Hér sést hvernig vatnselgurinn hefur brotið upp malbikið. Vigdís fer til Genfar Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, fer í dag áleiðis til Genfar í Sviss. Þar verður forseti formaður dómnefndar í sam- keppni Evrópubandalags út- varps- og sjónvarpsstöðva um besta sjónvarpsleikritið í ár. Sam- keppnin er milli 10 höfunda sem í fyrra hlutu verðlaun fyrir bestu hugmyndir að sjónvarpsleikriti. Forseti mun afhenda verðlaun keppninnar 14. þ.m. Á meðan dvölinni í Genf stendur mun forseti heimsækja alþjóðanefnd Rauða krossins og alþjóðasamtök Rauða kross fé- laga. Frá Genf fer forseti til London. Þar mun forseti m.a. fara til hádegisverðar í Buckingham-höll í boði Bretadrottningar, sækja aðalfund Viking Society, sem er félag breskra sérfræðinga í nor- rænum fræðum, og taka á móti borgarstjóra Lundúna í íslenska sendiherrabústaðnum. í fylgd með forseta íslands verður Kornelíus Sigmundsson, forsetaritari. Vatnsflaumur undir götum Hafnarfjaröar þegar leiðsla gaf sig: Helmingur bæjarins án kalda vatnsins Rúmlega helmingur Hafnarfjarð- arbæjar varð að vera án kalda vatns- ins í allan gærdag og ekki var búist við að viðgerðum lyki fyrr en í morgun. Kalda vatnið fór af „vestan lækjar“ eins og þeir sögðu hjá bæjar- verkfræðingi. Það þýðir það að vatnslaust varð í helstu iðnaðar- hverfunum og kalt vatn var aðeins í suðurbænum. Hjá bæjarverkfræðingi fengust einnig þær upplýsingar að sennilega hefði gömul sprunga í aðalvatnsinn- taki bæjarins brostið og eins og sést á meðfylgjandi myndum var vatns- flaumurinn mikill. Meðal þeirra fjölmörgu iðnaðar- fyrirtækja sem urðu að vera án kalda vatnsins eru fiskverkunarstöðvarnar Hvaleyri og Norðurstjarnan, einnig sælgætisverksmiðjurnar Góa, Móna og Drift. Hjá Hvaleyri fengust þær upplýsingar að ekki hefði verið full vinnsla í húsinu, en vatn var keyrt að til að þrífa og setja á frystivélar svo hægt yrði að bjarga fiski frá skemmdum. Það var lán í óláni að aldrei þessu vant var vinnsla ekki hafin í Norðurstjörnunni og síld sem var í móttökunni var talin þola það að vera geymd til morguns. Hjá þessum fyrirtækjum og mörgum fleiri fór starfsemi gærdagsins að mestu leyti úr skorðum. ssh r ■ r a r í bílslysi Maðurinn, sem lést eftir bílveltu skammt norðan við bæinn Lóma- tjörn í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði á sunnudagsmorgun, hét Jón Karl Baldursson til heimilis að Grýtu- bakka 1 í Höfðahverfi. Jón Karl var fæddur 7. september árið 1963. Hann var ókvæntur og barnlaus, en bjó með móður sinni að Grýtubakka, þar sem hann sá um búið. -ABÓ Jón Karl Baldursson. Ökumaður á jeppa lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að malbikið gaf undan. Bæjarstarfsmenn mættir á staðinn til að bjarga málun- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.