Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miövikudagur 9. nóvember 1988 „1 skugga hrafnsins" fær „lofsamlega r doma i Sviþjoð Hrafn Gunnlaugsson, Reine Brynolfsson og Tinna Gunnlaugsdóttir við Það er hálfeinkennileg tilfinning að vera staddur í öðru landi og heyra stöðugt umfjöilun um ísland og íslensk málefni. Undirritaður kom til Svíþjóðar sem var hans annað föðurland í mörg ár. Erindið var að taka þátt í „íslenskum menningar- dögum“ sem Flugleiðir og nokkrir veitingahúsaeigendur stóðu fyrir í síðustu viku októbermánaðar sl. Það sem vakti auðvitað hvað mesta at- hygli var að daginn eftir opnunina átti að frumsýna mynd Hrafns Gunn- laugssonar „í skugga hrafnsins". Svíar hafa beðið eftir þessari mynd með töluverðri eftirvæntingu. í Kvikmyndakróniku sænska sjón- varpsins hafði kvikmyndin fengið óvenju lofsamlegadóma. Umsjónar- maður Kvikmyndakrónikunnar, Nils Peter Sundgren, hefur séð um þennan þátt í sænska sjónvarpinu í yfir 20 ár og vega orð hans þungt í þessu sambandi. En Sundgren telur að Hrafn Gunnlaugsson sé einn áhugaverðasti kvikmyndaleikstjóri á Norðurlöndunt í dag af yngri kyn- slóðinni. Fyrsta gagnrýnin sem ég heyrði var í aðalfréttatíma sænska ríkisút- varpsins föstudaginn 28. október. Gagnrýnin var mjög vel fram sett og greinagóð. Gagnrýnandinn skýrði frá söguþræði myndarinnar og fjall- aði ítarlega um frammistöðu leikendanna. Einkanlega kom hon- um á óvart frammistaða Reine Bryn- olfsson, sem hann taldi hafa náð snilldartökum á hlutverkinu. Helsta gallann á myndinni taldi útvarps- gagnrýnandinn vera að hún væri heldur ofhlaðin, of mögnuð og yfir- þyrmandi. Að öðru leyti taldi hann að hér væri um að ræða sérlega merkilega mynd og áhugaverða. Þess má geta að kvikmyndagagn- rýni í Svíþjóð er tekin allt öðrum tökum en við þekkjum hérlendis. Gagnrýnin er miklu harðari og misk- unnarlausari og ekkert óvanalegt að slæm gagnrýni hreint og beint „drepi“ myndir. Á sama tíma og kvikmynd Hrafns var frumsýnd var frumsýnd mynd eftir eitt helsta leik- ritaskáld Svía, Reidar Jönsson, kvik- mynd sem ber nafnið „Jomfrures- an“. Þessi mynd fékk mjög slæma dóma og segja fróðir menn að sú kvikmynd verði ekki sýnd í marga daga. Nú, síðan fór gagnrýni að birtast um „f skugga hrafnsins" í dagblöðun- um. Mestu máli skiptir gagnrýni morgunblaðanna. f hana er lögð mesta vinnan og morgunblöðin eru mest lesin. Það sem einkenndi gagn- rýni morgunblaðanna var hvað gagn- rýnendur voru lítið sammála, eða túlkuðu myndina mismunandi. Eins hvað þeir lögðu mikla vinnu í að skýra myndina út - endursegja sögu- þráðinn. Hinsvegar var það athygl- isvert að nær allir gagnrýnendurnir voru sammála um stórgóða frammi- stöðu leikaranna. Gagnrýni síðdegisblaðanna var yfirleitt góð nema í „Aftonbladet“. Sú grein var hroðvirknislega unnin og virðist gagnrýnandinn, Mario Grut, hafa verið hrifnari af fyrri myndinni „Hrafninn flýgur“ en gefur myndinni 3 plúsa, sem er þrælgóð einkunn. f stærsta blaðinu á Norðurlöndum „Expressen" fékk kvikmyndin góða dóma. Sömuleiðis í næststærsta morgunblaðinu „Göteborg Posten" og í síðdegisblaðinu „G.T." fékk myndin góða dóma. í „Nöjesguiden", sem er útbreitt blað og dreift ókeyp- is, fær myndin einnig frábæra dóma. í lokaorðum sínum segir gagnrýn- andinn, Gunnar Akonsson: „Þessi mynd er á heimsmælikvarða". í heildina má því segja að þessi nýja kvikmynd FÍrafns Gunnlaugs- sonar „f skugga hrafnsins“ hafi feng- ið óvenju mikla umfjöllun í Svíþjóð og jafnframt góða. En það sem er mest um vert er að nú gefst milljón- um kvikmyndaáhorfenda kostur á að kynnast hinum frábæru lista- mönnum sem íslenskir leikarar eru. svo ekki sé nú talað um okkar fagra land. Já, það var mikið fjallað um ísland þessa daga sem ég dvaldist í Stokkhólmi. Thor Vilhjálmsson var í Stokkhólmi þessa daga og áritaði bók sína í einni stærstu bókaverslun borgarinnar. íslenskt menningar- kvöld var haldið á einu virtasta veitingahúsi borgarinnar „Lejon- tornet“ en þar skemmtu íslenskir listamenn og íslenskur matur á borðum. Enda þótt veðrið væri hálf hráslagalegt í Stokkhólmi þá hlýnaði manni ósjálfrátt um hjartaræturnar við að sjá þann mikla áhuga sem Svíar sýna íslenskri menningu. Lík- legast er enginn miðill eins öflugur í þessu sambandi og einmitt kvik- myndin. Ekki verður annað sagt en kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar „í skugga hrafnsins“ hafi vakið eftir- tekt. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum hafa þau Tinna Gunn- laugsdóttir og Helgi Skúlason verið tilnefnd til Evrópu-Óskarsverðlaun- anna í ár. Ef menn vilja ekki ein- hverra orsaka vegna taka mark á umfjöllun Svía um þessa seinustu kvikmynd Hrafns, þá hefur verið fjallað um kvikmyndina m.a. í hinu virta bandaríska kvikmyndablaði „Variety" og þar fær kvikmyndin feikna góða gagnrýni. Aðsókn að kvikmyndinni hefur verið mjög góð í Svíþjóð t.d. á sunnudagskvöldið var uppselt á nær allar sýningar í Stokkhólmi. Já, Hrafninn flýgur hærra og hærra. p.s. Um leið og ég var að ljúka við þessar línur, rakst ég á grein í Tímanum frá 2. nóvember. Þar er Þór Jónsson að skrifa frá Stokkhólmi um viðtökur á þessari sömu mynd í Svíþjóð. Greinin er að mestu endur- sögn af kvikmyndagagnrýni „Aft- onsbladet", sem var eins og ég áður sagði ein verst unna gagnrýnin. Það var hinsvegar fyrirsögnin, sem vakti athygli mína. Hún er með stríðsletri og hljóðar svo: „Sænskir gagnrýn- endur „leika“ Hrafninn grátt“. Síðar segir að myndin hafi „fengið afleita dóma í flestum blöðurn". Þetta er vitaskuld hreint og klárt rugl og ómögulegt að sjá hvaða tilgangi svona skrif þjóna. Ég fylgdist með viðtökum myndarinnar í fjölmiðlum eins og að framan segir, þar sem ég var staddur þessa sömu daga í Stokk- hólmi. Má vera að setning fyrirsagn- arinnar hafi brenglast eitthvað í meðförum ritstjórnar og þá fyrir misskilning. - Við skulum vona að svo sé. - Tímans vegna. Sigmar B. Hauksson Nýtt sagnasafn eftir Guðberg Smásögur eftir Gyrði Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér nýtt sagnasafn eftir Guðberg Bergsson sem nefnist Mað- urinn er myndavél. Safnið hefur að geyma þrettán smásögur - mannlífs- myndir sem skáldið hefur safnað með tólum sínum og tækjum, minnugur þess sannleika sem hann leggur einum af sögumönnum sínum í munn - að minnið er næmara en nokkur filma, því það er gætt tilfinn- ingu. í frétt frá FORLAGINU segir m.a.: „Hér blandast myndir og minningabrot bernskunnar sýn skáldsins á íslenskan samtíma, tíma tilfinningadoða og upplausnar, þar sem sjálfsvirðingin er léttvæg fundin og lítils metin. Fá skáld eru Guð- bergi Bergssyni snjallari í þeirri list að varpa nýju og óvæntu ljósi á veruleikann. „Augun geta horft á fjarlægar stjörnur, en er meinað að gægjast yfir nefið og sjá það sem þeim er næst,“ segir á einum stað í bókinni. Sögur Guðbergs eru þörf áminning til þeirrar þjóðar sem leitar langt yfir skammt og reynist ófær um að koma auga á ævintýrið hið næsta sér,“ segir að lokum í frétt frá útgáfunni. Maðurinn er myndavél er 133 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Guðrún Ragnarsdóttir hannaði' kápu. Bókaútgáfa Máls og menningar hefur sent frá sér nýtt smásagnasafn eftir Gyrði Elíasson og hefur það hlotið nafnið Bréfbátarigningin. Þetta er fyrsta smásagnasafn Gyrðis, en í fyrra sendi hann frá sér skáld- söguna Gangandi íkorni. Bókin geymir fjórar sögur og gerast tvær þeitSi í þorpi, ein á sveitabæ og ein í sumarhúsahverfi í Danmörku. Lesandinn kynnist fjöl- skrúðugu persónusafni, allt frá ungri sveitastúlku, Heiðu að nafni, til manns sem smíðar sér vængi í tóm- stundum sínum. En sögurnar eru innbyrðis tengdar og í þeim öllum kemur ungur piltur ntjög við sögu. Þær virðast í fyrstu láta lítið yfir sér, en geyma leyndarmál og furður þegar að er gáð. Sama hefur verið sagt um stíl Gyrðis, hann er látlaus en þó seiðandi og sýnir gott vald á íslensku máli. Skáldsaga hans hlaut einkar góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og það er von útgef- anda að þessum sögum verði ekki síður vel tekið. Bréfbátarigningin er 155 bls. að stærð. Málverk á kápu er eftir Elías B. Halldórsson, en auglýsingastofan Teikn hannaði kápuna. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.