Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. nóvember 1988 Tíminn 3 Einn af framkvæmdastjórum Pepsico, aðaleiganda Pizza Hut, siturfundi meðfulltrúm Tengeltnann í Þýskalandi í hverri viku og hyggst mæla með íslenskum sjávarafurðum á næsta fundi: DYRAPOUTIKIN RÆÐUR FERÐ HJÁ TENGELMANN Donald A. Wood, einn af fram- kvæmdastjórum Pepsico Food Ser- vice International, sem er lang stærsti eigandi Pizza Hut, sagði í viðtali við Tímann í gær að hann hafi ekki orðið var við neinn þrýsting af hálfu grænfriðunga um að eiga ekki matvælaviðskipti við íslendinga. Hann segist ekki hafa orðið mikið var við áróður þeirra í fjölmiðlum í neinu þeirra landa sem hann hefur yfir að segja og segist hann þó t.d. ferðast tvisvar til þrisvar í viku til Pýskalands. Par situr hann jafnan fundi með fulltrúum þýska verslun- arfyrirtækisins Tengelmann, en Tengelmann á helming í Pizza Hut í Þýskalandi á móti Pepsico. Teng- elmann er frægt á íslandi fyrir að hafa ákveðið að kaupa ekki íslenskt lagmeti meðan hvalur væri veiddur af íslendingum. Annar fram- kvæmdastjóri Pepsico, Andrew Rafalat, staðfesti að stjórnendum Tengelmann væri gjarnt að taka ákvarðanir sínar um viðskipti á grundvelli pólitískra afskipta. Slík stjóranna bannorð hjá Pepsico, og afstaða er að sögn framkvæmda- þar með Pizza Hut, þar sem þekking Hluti starfsmanna, eigenda og framkvæmdastjórnar Pepsico Food Service, aðaleiganda Pizza Hut, í veitingarsal Pönnu Pizza hf. F.v. Jóhanna Jónsdóttir, Donald A. Wood, Hulda H. Johnsen, Andrew Rafalat, Steindór I. Ólafsson og Magnús Ríkharðsson. Timamynd Gunnar á vali viðskiptavinarins ræður öllum hráefniskaupum. Segja framkvæmdastjórarnir að vissulega séu friðunarsamtök með sterkasta móti í Þýskalandi en áróð- ur þeirra sé ekki áberandi og sjáist t.d. varla í fjölmiðlum. Segja þeir að starf grænfriðunga felist fyrst og fremst í nánu samstarfi við stjórn- endur stórfyrirtækja eins og Teng- elmann og annarra verslunarkeðja. Árangur samtaka á borð við græn- friðunga byggist algerlega á viðhorfi þeirra stjórnenda sem þeir ná þannig á sitt band í nánu samstarfi. Þessir tveir framkvæmdastjórar Pepsico voru staddir hér á landi í gær í tilefni af því að nýlega var opnaður við Suðurlandsbraut í Reykjavík veitingastaðurinn Pönnu Pizza hf. en hann er rekinn undir eftirliti og nafni Pizza Hut. Á þessum fundi kom það skýrt fram hjá fram- kvæmdastjórunum að allar ákvarð- anir um hráefnisinnkaup væru í reynd teknar af viðkomandi um- boðsmönnum, þótt Pepsico þyrfti að vísu að samþykkja alla rekstrarþætti og matargerðarþætti. Höfðu þeir orð á því að opnun staðarins hér væri þeim mikið ánægjuefni og þeir gætu ekki annað séð en vel hafi verið staðið að öllum þáttum. Meðal ný- breytni, sem ekki er reynd annars staðar í heiminum, er að í Pönnu Pizzum hf. er boðið upp á hangi- kjötspizzu („Pizza with smoked lamb“) og einnig er sjávarréttapizz- an borin fram með þeim nýmælum að hörpuskelfisk er bætt við íslensku útgáfuna. Sagðist Donald A. Wood vera ákveðinn í að mæla með því að Pizza Hut staðir á þeirra yfirráða- svæði reyndu að afla sér íslensks hráefnis í sjávarréttapizzur sínar þar sem það væri með því besta sem hann hafi bragðað. Sagðist hann m.a. ætla að ræða þetta á næsta fundi sínum með fulltrúum Teng- elmann vegna l’izza Hut í Þýska- landi. KB Risastórt breskt fyrirtæki heimsækir gosverksmiöju Sólar hf: Ekkert ilmvatns- lid við átöppun „Það er rétt, það heimsóttu okkur fulltrúar frá mjög stóru bresku fyrirtæki í síðustu viku. Þeir komu hingað til að gera úttekt á gosverksmiðjunni okkar og fóru ánægðir heim daginn eftir. Þarna er um að ræða möguleika á framleiðslu fyrir þetta ákveðna fyrirtæki og upphaflega voru um eitt hundrað fyrirtæki víða um heiminn sem komu til greina sem framleiðsluaðilar. Útilokunaraðferðinni var svo beitt með þeim árangri að fyrirtækjunum var fækkað niður í sextíu, þá þrjátíu og nú eru aðeins fimmtán fyrirtæki sem koma til greina. Það er vissulega mikil viðurkenning fyrir Sól hf. að vera eitt þeirra.“ Davíð Scheving Thorsteinsson. Þetta sagði Davíð Scheving Thor- steinsson framkvæmdastjóri Sólar hf. í samtali við Tímann í gær. Frekari frétta er svo að vænta í desember því þá er ætlunin að þrengja hópinn enn frekar, og verð- ur þá fyrirtækjunum fækkað niður í sex. „Þessir fulltrúar sögðu að þeim líkaði mjög vel dósaframleiðsla Sól- ar og reyndar framleiðsla okkar í heild og þeir væru hér til að kanna hvort til greina kæmi að fela Sól hf. mikinn hluta gosframleiðslu sinnar. Þeir sögðu einnig að mjög margir þeirra sem hefðu komið til greina hefðu fallið á því prófi sem þeir gerðu nú á okkur. Það er því sérstakt gleðiefni að geta sagt frá því að við stóðumst þetta próf.“ Davíð sagði að aldrei fyrr hefði verksmiðja fyrirtækisins verið skoð- uð á þann hátt sem þessir menn gerðu. Sem dæmi um kröfurnar sem gerðar eru sagði hann að hamar með tréskafti væri á bannlistanum. Ástæðan? Jú það gæti hugsanlega borist flís úr hamrinum í fram- leiðsluna! „Það er bannað að vera með eyrnalokka eða hálsfesti. Það er bannað að vera með úr, hringi og naglalakk og jafnvel rakspíri og hverskyns ilmvötn eru bönnuð. Lyktin gæti borist til neytandans. Allir, þar með taldir karlmenn, eiga undantekningalaust að ganga með hárnet og ef þeir eru skeggjaðir þá ber þeim að hylja það með neti o.s.frv. Þá yrði það skylda að fara yfir fyrirtækið af sérfræðingum einu sinni í mánuði til að framfylgja þessum reglum". Davíð sagði að títtnefndir fulltrú- ar hefðu farið um líkt og eldibrand- ar, rissað og skráð hjá sér athuga- semdir og að því loknu hefðu þeir boðað til fundar. „Á þessum fundi tíndu þeir til þær kröfur sem þeir myndu gera og annan eins lestur hef ég ekki heyrt. Enda varð hann til þess að ég seig neðar og neðar í sæti mitt eftir því sem á fundinn leið. Hitt er annað roál að hvert einasta atriði sem þeir bentu á er hárrétt. Eins og þau leggja sig. Það á að vera vaskur fyrir innan hverja einustu hurð, þannig að sá sem kemur inn byrjar á:því að þvo sér. Hver og einn starfsmaður á sína skó sem eingöngu eru notaðir innan verksmiðjudyranna. í hvert sinn sem hurð opnast á að fara af stað sérstak- ur blástur til að bægja frá flugum. Þetta mál allt saman er rosalega spennandi og nú er bara að bíða og sjá,“ sagði Davíð og benti á það að ekki væri úr vegi að öll matvæla- framleiðslufyrirtæki á Islandi fengju slíka heimsókn. - áma Lögfræðingafélag íslands: Vill réttarfarsbreytingu Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands, sem haldinn var 20. októ- ber, samþykkti að senda ríkisstjórn og þingflokkunum ályktun þess efnis að fundurinn lýsti yfir stuðn- ingi við aðskilnað dóms- og fram- kvæmdavalds. Fundurinn skoraði jafnframt á Alþingi og ríkisstjórn að sjá til þess að frumvarp þessa efnis verði lög- tekið svo að þessi tímabæra breyt- ing á íslensku réttarfari geti tekið gildi hið fyrsta. - áma Ólafur Ólafsson, landlæknir, segir að aukið eftirlit hafi þegar sparað tugi milljóna króna, en lyfjaneysla sé enn mun minni en sölutölur segi: Helmingur sumra lyfjanna fyrnist Ólafur Ólafsson, landlæknir, segir í nýjasta tölublaði Almannatrygg- inga, að lyfjaneysla sé trúlega mun minni en sölutölur herma og að allt að helmingur sumra lyfjaflokka virð- ist fyrnast í heimahúsum. Þetta segir Ólafur að komi skýrt fram í könnun- um á vegum borgarlæknis og heima- hjúkrunarfræðinga undanfarin ár. Því segir landlæknir að læknar megi temja sér að gefa mun minna magn lyfja en nú er gert. í sömu grein Ólafs kemur fram að ávísun á am- fetamín og önnur örvandi lyf minnk- aði um 60% frá 1967 til 1985 og ávísun á róandi lyf og sterk svefnlyf hefur dregist saman um 40% á sama tíma. Samkvæmt útreikningum Bene- dikts Andréssonar, viðskiptafræð- ings, hefur verulegur sparnaður hlot- ist af auknu eftirliti með lyfjaávísun- um lækna. í grein Ólafs kemur fram að samkvæmt útreikningum Bene- dikts megi áætla að sparnaður miðað við útsöluverð hafi orðið um 70 milljónir króna þegar borin eru sam- an árin 1974 og 1986. Miðað við heildsöluverð hefur verið áætlað að um 35 milljónir króna hafi verið sparaðar þegar þessi sömu ár eru borin saman. En landlæknir vill spara meira og draga enn úr óþarflegri lyfjaávísun lækna. Hefur því verið tekin upp tölvuskráning á lyfseðlum í sam- vinnu við Sjúkrasamlag Reykjavík- ur. Hefur þetta nýja kerfi í för með sér að komið er í gang einstaklings- bundið eftirlit með öllum lyfseðlum. Með því móti er hægt að sjá með auðveldum hætti hvaða sjúklingar ganga á milli lækna í leit sinni að tauga- og geðlyfjum svo dæmi sé tekið. Einnig hefur komið í Ijós að töluverður verðmunur er á þeim lyfjum sem læknar ávísa. í viðtali við Tímann sagði Ólafur að það væri ekki rétt, sem oft hefur verið sagt á opinberum vettvangi, að við gleyptum allt of mikið af lyfjum. Bendir hann á að í samanburði við ýmis nágrannalönd eins og V-Þýska- land, Frakkland og Svíþjóð, væru sölutölur yfir ísland mun lægri. Þá væri það ljóst af þessum athugunum að þó svo lesa mætti eitthvað út úr sölutölum, yrði að reikna með þeim lyfjum sem ekki væri neytt, en fyrndust í lyfjaskápum. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.