Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. nóvember 1988 Tíminn 5 Hörð viðbrögð á Alþingi vegna ummæla Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra um að refsa bæri bændum vegna ofbeitar með því að kaupa ekki af þeim kjöt: Ráðherra sakaður „Þetta er atvinnurógur af hæstu gráðu.“ „Iðnaðarráð- herra ætti frekar að snúa sér að því að tryggja bændum lögbundnar greiðslur fyrir afurðir sínar.“ „Jón Sigurðsson hefur tekið upp aðferðir greenpeace-manna í þessu máli.“ „Markmið Alþýðuflokksins er að svelta bændur af jörðum sínum.“ „Þetta er bæði fáfræði og illvilji.“ Þetta er lítið sýnishorn af þeim viðtökum sem yfirlýsing Jóns Sig- urðssonar, frá því um helgina, fékk hjá mönnum úr öllum flokk- um við utandagskrárumræður í gær. Yfirlýsingin var þess efnis að beina ætti þeim tilmælum til fólks að kaupa ekki kjöt af bændum til að minna þá á að hætta að eyða gróðri landsins með bústofni sínum. Umræður voru mjög lífleg- ar og Pálmi Jónsson, sem óskaði eftir að málið yrði tekið upp, beindi þeim tilmælum til viðskipta- ráðherra í lok ræðu sinnar að hann drægi ummæli sín til baka eða beiddist afsökunar á þeim ella og væri hann þá maður að meiru. Páll Pétursson var heldur ekki mjúkmáll í garð Jóns og sagði að hér væri hann kominn í mál sem honum mundi reynast erfitt að klóra sig út úr, því að hann réðist á sauðfjár- og hrossabændur í heild. Þetta gerði hann bæði af fáfræði og illvilja, því að bændum væri manna best ljós nauðsyn þess að koma í veg fyrir gróðureyðingu lands og þeir væru ávallt til viðræðu og samstarfs um þau mál. „Alvara málsins er mjög mikil," sagði Páll, „ég vil undirstrika að það var viðskiptaráðherra þjóðarinnar sem opnaði þarna munninn, en ekki einhver létt geggjaður smákrati." Jón Sigurðsson sagðist ekki hafa skorið upp herör gegn bændastétt- inni í heild heldur einungis þeim sem eyðilegðu landið. Pað ætti ekki að vera stefna stjórnvalda að greiða niður gróðureyðinguna, heldur ætti að beina viðskiptum til þeirra bænda sem beittu búfé sínu af skynsemi. Ingi Björn Albertsson spurði á móti hvernig ætti að auðkenna kjöt af þeim skepnum sem grunaðar væru um ofbeit og að valda uppblæstri, í verslunum. Og hvernig forráðamenn sláturhúsa ættu að þekkja þær frá hinum. Guðni Ágústsson sagðist telja að ráðherrann hefði misst vald á tungu sinni og mörg þau ummæli sem hann léti hafa eftir sér, svo sem um hrossabeit á afréttum, væru berleg ósannindi. Hann kvaðst vilja að bændurnir og þjóðin lifðu í sátt við þetta land. Hann vék að þætti fjölmiðla í því að ráðast gegn bændastéttinni og sagði tíma til kominn að þessum galdrabrenn- um nútímans færi að ljúka, „og ég veit að iðnaðarráðherra hefur næga greind til að biðjast afsökunar á ummælum sínum“, sagði Guðni að lokum. - ág Eldey skoðar reikninga HK Ótrygg vararafstöð Borgarspítalans endurnýjuð. Hefur brugðist fimm sinnum síðan 1975: Rafmagnsleysi gæti orsakað stórslys Vararafstöð Borgarspítalans hefur brugðist fimm sinnum síðan 1975. Stórslys hafá ekki. orðið enn sem má þakka árvekni og snarræði hjúkrunarfólks spítalans. Ný rafstöð ásamt ýmsum breytingum kostar 26,3 milljónir og hefur beiðni um ijárveitingu verið lögð fyrir fjárveitinganefnd Alþingis. Tímamynd: Gunnar Stjórn Eldeyjar hf. hefur undan- farna tvo daga verið að fara yfir reikninga Hraðfrystihúss Keflavík- ur, en stjórnin hafði farið fram á að skoða reikninga fyrirtækisins, áður en ákvörðun yrði tekin um hvort formlegt tilboð yrði gert í eignarhlut Sambands íslenskra samvinnufélaga í hraðfrystihúsinu, og þar með um kaup á togurunum Aðalvík og Bergvík. Á miðvikudag fyrir viku átti stjórnin fund með sambandsmönn- um um málið og á sl. mánudag átti stjórn Eldeyjar fund með Lands- bankanum, en hann er viðskipta- banki HK. Stjórn Eldeyjar fundaði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra staðfesti í samtali við Tímann í gær að íslensku óperunni hefði verið veitt 11 milljón króna aukafjárveitingfyrirskömmu. Þegar það var borið undir Ólaf hvort sh'k fjárveiting skyti ekki skökku við á sama tíma og íslenskt efnahagslíf er í molum sagðist hann hafa metið það svo að þessi upphæð væri tiltölulega lág ef miðað væri við til dæmis þær fjárhæðir sem aðrar menningar- stofnanir landsins færu fram á til að halda sinni starfsemi gangandi. I því sambandi benti ráðherra sérstaklega á Ríkisútvarpið, Sinfóníuhljóm- sveitina og Þjóðleikhúsið. Hann sagði einnig að forráðamönnum Óp- erunnar hefði verið gerð grein fyrir því að þarna væri um einstaka fjár- veitingu að ræða og slíkt myndi ekki endurtaka sig. Einnig hefði þeim verið gert að koma á sérstakri fjár- málastjórn Óperunnar þannig að fjárhagsvandi líkur þeim sem nú herjaði að stofnunni endurtæki sig ekki. Lausná vanda Kvennaathvarfsins Tíminn spurði Ólaf hvort þáð liti síðan síðdegis í gær þar sem ræddir voru framlagðir reikninga HK. Bragi Ragnarsson framkvæmdastjóri Eldeyjar hf. sagðist í samtali við Tímann í gærkvöldi ekki geta tjáð sig um niðurstöður fundarins, en ákveðið hefði verið að halda annan fund um eða eftir helgi. Hann sagði að nauðsynlegt hefði verið að fá reikningana til að geta skoðað hlut- ina. Aðspurður um formlegt kauptil- boð, sagði Bragi að ekkert væri um það að segja að sinni, „við skoðum þetta og síðan verða ákvarðanir teknar í því framhaldi," sagði Bragi Ragnarsson framkvæmdastjóri Eldeyjar. - ABÓ ekki undarlega út að á sama tíma og til dæmis Kvennaathvarfið er að gefa upp öndina vegna fjárhagserfið- leika, sem þó eru ekki nema brot af þeirri upphæð sem þarna er um að ræða, væri þessum peningum veitt til menningarmála. Ráðherra svaraði því til að hann hefði fylgst með þeirri umræðu sem átt hefði sér stað um Kvennaathvarfið að undanförnu og vissulega væri það mikið áhyggjuefni ef starfsemi þess yrði lögð niður, því sér væri ljós nauðsyn þess. Hann sagðist hinsvegar ekki kannast við að erindi frá forráðamönnum þess hefði borist til ráðuneytisins, enda kannski frekar í verkahring sveitar- stjórna að hlaupa þarna undir bagga. - En kæmi til greina af hálfu ráðuneytisins að veita einhverjum fjárhæðum til starfseminnar? „Ég vil nú ekki tjá mig um það, en mér finnst það hinsvegar mikið nauðsynjamál að Kvennaathvarfið fái að starfa áfram og það er alveg rétt að þama er ekki um stóra upphæð að ræða. Nú, fyrst þú spyrð þá finnst mér eðlilegt að það sé reynt að leita lausna á fjárhagsvanda Kvennaathvarfsins, án þess að ég sé að lofa nokkrum fjárveitingum." - áma „Síðan 1975 hafa bilanir hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur eða Landsvirkjun sem orsakað hafa rafmagnsleysi komið fyrir tuttugu og fjórum sinnum. Þar af reyndist vélin í lagi í 19 skipti en fimm sinnum fór hún ekki ■ gang vegna bilana eða yfirálags. Af 56 prófunum fór hún ekki í gang fimm sinnum vegna bilana.“ Þetta segir í bréfi til borgarráðs frá framkvæmdastjóra Borgarspít- alans, Jóhannesi Pálmasyni, en borgarráð bað um greinargerð frá spítalanum um ástand vararaf- stöðvar hans sem ekki fór í gang þegar rafmagnslaust varð um mik- inn hluta landsins þann 16 október s.l. í kjölfar fréttar í Tímanum lagði Alfreð Þorsteinsson fram fyrir- spurn um þetta mál í borgarráði á fyrsta fundi þess eftir atburðinn og hefur nú verið ákveðið að endur- nýja rafstöðina. í fyrirspurn Alfreðs var m.a. spurt hvort sjúklingum á gjör- gæsludeild eða skurðstofum stafaði hætta af samskonar ástandi og skapaðist þann 16. október og svarar Ólafur Jónsson yfirlæknir því játandi í bréfi til framkvæmda- stjóra spítalans. Hann segir að á gjörgæsludeild sé flókinn, rafknúinn búnaður til að halda lífi í sjúklingum og gæta þeirra, sem verði óstarfhæfur fari rafmagnið af. Ekki hafi þó enn hlotist slys af slíku en það segir Ólafur að sé eingöngu að þakka árvekni og snarræði hjúkrunarfræðinga deild- arinnar. Sama máli gegnir um skurðstof- urnar að sögn Ólafs. Þar sé einnig mikill, rafknúinn búnaður og fari rafmagnið af og ekkert komi í staðinn, geti skapast lífshættulegt ástand, t.d. vegna blæðinga ef skurðlæknirinn sér ekkert til og tækin virka ekki. Núverandi rafstöð Borgarspítal- ans, sem endurnýja á, er rússnesk dieselknúin 500 kw stöð, sú eina sinnar tegundar hérlendis. Stjórnkerfi hennar er talið forn- fálegt og ýmis búnaður svo sérstak- ur að allri gerð að næsta ómögulegt er að fá varahluti, bili eitthvað. Ný rafstöð kostar samkvæmt áætlun 9,5 milljónir og búnaður til að tryggja órofinn straum til skurð- stofa og gjörgæsludeildar 4,8 millj- ónir. Þá þarf að gera breytingar á rafkerfi spítalans fyrir 12 milljónir og hefur verið lögð beiðni um útvegun fjárins fyrir fjárveitinga- nefnd Alþingis. - sá íslenska óperan fær rúmar 11 milljónir í aukafjárveitingu úr ríkissjóði: EKKIHÁ FJÁRHÆÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.