Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 25. nóvember 1988 Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgetandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Fteykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Póstfax: 68-76-91 Hægri öfl á undanhaldi Skoðanakönnun á vegum Félagsvísindastofnun- ar Háskólans í umboði Morgunblaðsins leiðir í ljós að Framsóknarflokkurinn hefur yfirburðastöðu meðal stjórnmálaflokkanna samkvæmt þessari könnun með sitt 23,6% fylgi á meðan Alþýðu- bandalagið kemur út með 10,6% og Alþýðuflokk- urinn með 10,5% Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins 29,6% kjós- endafylgi samkvæmt könnuninni. Ef sú tala er borin saman við kjósendafylgi þess flokks fyrr á árum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn náði um og yfir 40% af fylgi kjósenda í alþingiskosningum, er ljóst hversu staða Sjálfstæðisflokksins er veik um þessar mundir. Pótt Kvennalistinn sýni ekki jafngóða útkomu í þessari könnun sem stundum áður, þá er niðurstað- an eigi að síður sú að fylgi hans mælist rúmlega 21%, sem er meira en tvöfalt fylgi á við kosninga- úrslitin 1987. Aðrir flokkar og framboðsaðilar úr síðustu kosningum sýna lítinn árangur eftir þessari skoðanakönnun að dæma. Þessi skoðanakönnun bendir til þess að „gamla flokkakerfið“ standi í raun betur en oft er látið í veðri vaka. Enn eru aðalflokkar landsins þeir sömu og verið hafa um langt skeið að því viðbættu, að Kvennalistinn er kominn til sögunnar með sitt óvenjulega skipulag og allsérstæð stefnumál, þótt óvíst sé hversu lífvænlegur Kvennalistinn verður þegar fram í sækir. Þessi skoðanakönnun sýnir að félagshyggjuöflin eru sterk í landinu, þótt þau skiptist á ýmsa flokka. Hin veika staða Sjálfstæðisflokksins er vísbending um að boðskapur markaðshyggjunnar sé á undan- haldi og hægri öfl þjóðfélagsins eigi í vök að verjast. Endurreisnarstarfið Þegar núverandi ríkisstjórn undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar tók við völdum fyrir tveimur mánuðum, var ljóst að stöðvun vofði yfir mörgum útflutningsfyrirtækjum. Vegna tregðu Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar náðist ekki samkomulag innan þeirrar stjórnar um nauð- synlegar efnahagsaðgerðir, sem miðuðust við það fyrst og fremst að bjarga rekstrarvanda hinna gjaldeyrisskapandi atvinnuvega. Þessi vandi útflutningsgreinanna hefur síst reynst minni en hann var talinn í ágúst og septembermán- uði, þegar stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk- inn slitnaði vegna ágreinings um aðgerðir til bjargar útflutningnum. Augljóst er að þjóðin stendur frammi fyrir miklum vanda á næstu mánuðum. Nauðsynlegt er að landsmenn geri sér grein fyrir því, hversu staða þjóðarbúsins er alvarleg. Hins vegar er ástæðulaust að örvænta um hag þjóðarbúsins, þegar til lengdar lætur. Þess er að vænta að vandinn verði leystur með samstilltu þjóðarátaki. Ríkisstjórnin hefur hafið' endurreisnarstarfið og væntir stuðnings ábyrgra þjóðfélagsafla við endurreisnarstefnuna. GARRI 1111! Fúll, og með réttu Garri hitti kunningja sinn á dögunum, og var sá venju fremur fúll á svipinn. Það var óvanalegt, því að þessi Garravinur er annars dagfarsprúður og skiptir ógjarnan skapi. En er Garri hafði heyrt sögu hans kom hins vegar í Ijós að kunninginn hafði svo sannarlega ástæðu til að vera ergilegur. Hann hafði lent í saniskiptum við opin- bera stofnun hér í borginni sem voru flest annað heldur en til fyrirmyndar. í málinu lá þannig að kunninginn hafði ■ mesta sakleysi gerst félags- maður ■ útlendum bókaklúbbi fyrir nokkrum árum. Þar fylgdi sú kvöð að hann þurfti að kaupa sér eina bók á ári, en mátti í staðinn kaupa hljómplötu eða hljóðsnældu til að uppfylla þessa kvöð. Nú í ár hafði kunninginn ákveðið að bregða út af vananum og taka hljóðsnældu með léttri tónlist í staðinn fyrir bók. Á dögunum fékk hann svo tilkynningu um að snæld- an væri komin til landsins. Tilkynn- ingin var frá tollafgreiðslu póst- hússins við Ármúla í Reykjavík. Þrjárferðir Kunninginn gcrði sér ferð á staðinn til að ná í pakka sinn. Þegar þangað kom var honum sagt að pakkinn ætti eftir að fara í gegnum tollskoðun og afgreiðsla hans myndi taka um það bil hálfa klukkustund. Var honum boðið livort heldur hann vildi að bíða eða koma aftur seinna um daginn. Við því var út af fyrir sig ekkert að segja, þó að Garravinur hugsaði auðvitað með sér að þessu handar- viki hefðu toilverðir nú getað lokið áður en honum var send tilkynn- ingin. Hann valdi því að koma seinna um daginn og gerði það. Þegar þar var komið sögu kom í Ijós að honum höfðu verið gefnar rangar upplýsingar í fyrra skiptið. Núna var honum tilkynnt að hann þyrfti að útfylla sérstaka tollskýrslu vegna þessa „innflutnings“ síns, og gangur mála hjá stofnuninni væri sá að afgreiðsla slíks pappírs tæki þar fullan og fastan sólarhring. Hér var ekki um margt að gera ef Garravinur vildi á annað borð fá pakka sinn, svo að hann valdi að undirgangast þetta. Fyllti hann út umbeðið eyðublað og lagði það inn hjá stofnuninni. Daginn eftir mátti hann svo gera sér þriðju ferðina í stofnunina, greiða þar smáaura í aðflutnings- gjöld, og þá loksins fékk hann hljóðsnældu sína afhenta. Tók hann fram að í þessari þriðju heimsókn hefði afgreiðsla málsins tekið fullan hálftíma frá því hann kom á staðinn og þar til hann fékk pakkann í hendur. Var þetta þá búið að kosta hann þrjár ferðir í stofnunina, allar vitaskuld í vinnu- tíma hans í fjarlægu borgarhverfl. Slæleg þjónusta Nú er Garri ekki það vel inni í þeim reglum sem gilda hér um milliríkjaviðskipti aö hann geti um það sagt hvort þessi framgangur mála eigi sér einhverjar ástæður. En um hitt þarf þó ekki að deila að hér er á ferðinni þjónusta sem ekki á að eiga sér stað hjá opinberri stofnun. Hvort sem hér er við póstinn eða tollinn að sakast þá er það einföld staðreynd að menn í opinberum störfum eru á launum hjá okkur hinum. í störfum sínum ber þeim þess vegna að reyna að létta undir með þessum vinnuveitcndum sín- um en ekki að gera þeim líflð leitt. Það er vitaskuld skiljanlegt að tollverðir þurfí að h'ta á innihald pakka sem berast til landsins, þó ekki nema værí til þess að ganga úr skugga um að þar sé ekki verið að smygla hlutum á borð við eiturlyf hingað inn. Það er líka skiljanlegt að Olafur Ragnar þurfi að fá sitt af vörum sem þessum, enda er staða ríkiskassans víst ekki svo beysin um þessar mundir. En hitt er ótækt að ekki sé hægt að koma afgreiðslu smámála á borð við þetta öðru vísi fyrir en að menn verði að endasendast trekk í trekk bæinn á enda út af þcim. Hver tilgangurinn á að vera með því að kalla menn á staðinn áður en tollafgreiðslu og útreikningi gjalda er lokið er óskiljanlegt. Að ekki sé talað um að starfsfólk sé svo illa að sér að það geti ekki gefíð réttar upplýsingar um gang mála hjá stofnuninni sem það vinnur hjá. Hér þarf því að hagræða hlutunum á þann veg að pakkar á borð við þann með kassettunni bíði viðtakanda síns bæði toll- skoðaðir og með útreiknuðum gjöldum þegar viðtakandi kemur að vitja þeirra. Að ekki sé talað um ef hægt værí að senda pakkann á næsta pósthús og láta vitja hans þar. Fólk er víst nógu stressað nú á dögum þó að opinberar þjónustustofnanir séu ekki að leika sér að því án nokkurr- ar sjáanlegrar ástæðu að svekkja það. Garri. VÍTTOG BREITT 111 Rándýrt og óþarft peningatildur „Núna eru í landinu 7 viðskipta- bankar, 35 sparisjóðir, 19 fjárfest- ingalánasjóðir, 86 lífeyrissjóðir, 4 eignaleigur, 3 greiðslukortafyrir- tæki og að minnsta kosti 3 verð- bréfafyrirtæki sem kallast geta „stór.“ Samtals eru þetta 157 þjón- ustuaðilar á fjármagnsmarkaði.“ Þessa upptalningu gat að líta í frétt í Tímanum í gær um „sölu“ Útvegsbankans hf, en heimildin er Fréttabréf til hluthafa Verslunar- bankans. Hér eru ekki talin útibú og annexíur alls konar sem mörgum fjármálaveldum heyra til. Það er fáránleg viðmiðun að fara að deila hve margir stórir þjónustu- aðilar á fjármagnsmarkaði eru fyrir tiltekinn fjölda íslendinga. En út- koman er að á hverja 1590 íbúa er eitt stykki stórt fjármálaveldi. Ef aðferðin er fáránleg þá er útkoman það engu síður. Ef tekið er tillit til þess að útibú og afgreiðslur eru margfalt fleiri en fjármálastofnan- irnar ætti þjónustan að verá hreint ofboðsleg. Magn en ekki gæði Stundum er því fleygt að ekki mundi skaða þótt eitthvað af fjár- málaveldunum væri sameinað, þótt ekki væri nema einhver þeirra sem eru í eigu sama aðilans, ríkisins. En slíkt nær aldrei fram að ganga og fjölgar fjármagns- og lánastofn- unum því mun hraðar sem meira er talað um nauðsyn þess að þeim fækki. í fyrra var gjaldþrota ríkisbanki seldur sanjvinnuhreyfingunni, sem ætlaði að samcina hann eigin banka og þar með hefði viðskiptabönkum fækkað um einn. En öll gengu þau viðskipti ’til baka með þeim ódæm- um sem menn muna. Valdastreitu- menn í fjármálakerfunum sáu of- sjónum yfir að samvinnuhreyfingin ynni það þarfaverk í senn, að fækka viðskiptabönkum og efla eigin bankastarfsemi og komu í veg fyrir að gengið yrði endanlega frá kaupunum. Síðan hefur ríkið lagt hluta- félagsbanka sínum ærið fé til að halda honum gangandi og enn er verið að ráðslagast með hvort selja eigi afturgönguna og þá hverjum og fyrir hvað. Þar eru svokallaðir einkabankar nefndir sem möguleg- ir kaupendur og einhverjir fleiri sem sjálfsagt eru svo loðnir um lófana að þeir geta keypt endur- reistan banka og vonandi þá borg- að fyrir hann. Og flestir tapa En spyrja má, hvað er svosem einn banki á milli vina? Þótt Út- vegsbankinn hf renni inn í ein- hverja aðra bankastofnun með ein- um hætti eða öðrum verða enn 156 þjónustuaðilar á fjármagnsmar- kaðinum eftir. Kannski enn fleiri því svoleiðis fyrirtæki eru ávallt að verða til og geta allt eins verið orðin 200 að ári þótt ábyrgðarfullir menn þrástaglist á því að fjár- magns- og lánafyrirtækjum eigi að fækka og bera þjóðarhag fyrir sig. Það liggur í hlutarins eðli að öflugt efnahagslíf krefst mikilla umsvifa fjármálastofnana og eru margir til kallaðir að forvalta auð íslendinga. Það hefur tekist með ýmsum hætti og lengi vel gátu menn gengið að því sem vísu að tapa sínu fé með því að fá peninga- stofnun það til varðveislu og urðu margir ríkir á því fyrirkomulagi og enn fleiri fátækir. Svo var fundin upp aðferð til að láta aurana renta sig með verð- tryggingum og hafa sumir orðið ríkir af því og enn fleiri fátækir. Eftir því sem rentan hækkar fjölgar fjármagnsfyrirtækjum og eru misjafnlega grá. Öll 157 fjár- magnsveldin passa afskaplega vel upp á hagsmuni „sparifjáreig- enda“, sem eru einhverjar heilög- ustu kýr nútímans. Og þau auglýsa og auglýsa hve vel og dyggðuglega þau renta peningana fyrir gamla fólkið og fermingarbörnin, sem manni skilst að séu helstu sparifjár- eigendurnir. Þau varðveita háu rentuna því hún er undirstaða þess að mögulegt er að reka öll þessi ósköp í jafn fámennu landi og ísland er. Og forráðamenn allra peninga- stofnananna eru óþreytandi að segja fólki til syndanna fyrir að eyða peningum og kenna hina miklu dyggð, að spara og leggja fyrir og fá svo rentu og renturentu. En aldrei minnast forkólfar pen- ingamusteranna á að þjóðin geti sparað ómældar upphæðir með því að leggja niður megnið af því óþarfa fjármagnstildri sem felst í fáráníegum fjölda peningastofn- ana. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.