Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn, Þriðjudagur 9. maí 1989 Þriðjudagur 9. maí 1989 Tíminn 11 I < I j s * - - ' • ■ Enska knattspyman: Enska knattspyrnan: Nágrannaslagur Wembley 20. maí - Liverpool sigraði Nottingham Forest 3-1 í endurteknum undanúrslitaleik bikarkeppninnar Lið Liverpool er komið í úrslit ensku bikurkeppninnur í knattspyrnu í þriðja sinn á fjórum árum. Á sunnudaginn vann Liverpool 3-1 sigur ú Nottingham Forest í undanúrslit- um keppninnar. Þetta var síðari tilraun liðanna til þess að knýja fram úrslit, en í fyrri leiknum þann 15. apríl létu 95 manns lífið á Hiilsborough leikvanginum í Sheflíeld og var leikurinn þá flautaður af. Lcikurinn á sunnudag fór fram á Old Trafford í Manchester, en sá völlur tekur gríðarlegan fjölda áhorfenda. Leiktíminn var kl. 12.00 á hádegi og miklar öry ggisráðstafan- ir voru gcrðar til þess að koma í veg fyrir átök og troðning. Hundruð stuðningsmanna liðanna streymdu enn að hliðum valiarins í þann mund scm leikurinn átti að hefjast og til að koma í veg fyrir troðning var tilkynnt i hátalarakerfí vallarins að leikurinn hæfíst ekki fyrr en 15 mín. yfir tólf. Það voru því allflcstir vallargestir búnir að koma sér vcl fyrir þegar leikurinn hófst. Um 38 þúsund manns mættu á völlinn, en samkvæmt frétt- um frá Manchester munu um 10 þúsund miðar hafa verið óseldir. Lögregla og for- ráðamenn liðanna telja að margir áhangend- ur liðanna hafí ekki getað afborið að sjá þessi tvö lið leika á ný svo stuttu eftir harmleikinn í Sheffíeld. John Aldridge kom Liverpool yfir eftir aðcins þriggja mínútna leik. Oskabyrjun hjá meisturunum, en John Barnes var upphafs- maðurinn að markinu. Barnes átti hörkuskot með vinstri fæti að marki Forest, Stevc Sutton markvörður náði að slá knöttinn frá, en Aldridge skallaði knöttinn í netið. Neil Webb jafnaði fyrir Forest á 33. min. með vinstri fótarskoti af 20 metra færi. Knötturinn hafnaði i stönginni og fór þaðan í netið. Tveimur mín. síðar átti Aldridge skalla í þverslá eftir fyrirgjöf frá John Barnes. En Liverpool-liðið varð enn ágeng- ara viö mark Nottingham Forest og enn voru það Barnes og Aldridge sem voru i aðalhlut- ‘verkum. Barncs átti sendingu á Aldridgc, sem skallaði knöttinn í netið af 5 metra færi. í undanúrslitaleik þessara sömti liða í fyrra skoraði Aldridge einnig tvívegis. Ósigur Forest var endanlega staðfcstur 19 ■ín. fyrir leikslok, þegar varnarmaðurinn ' Brian Laws stýrði fyrirgjöf Peters Beardslcy frá hægri, í eigið mark. Það verður því heldur betur Mersey-slagur á Webleý þann 20. maí, er Liverpool og Everton mætast í bikarúrslitaleiknum. BL llllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR ' - ' , , rh|' íþróTTIR llllllllllllllllllllllllllll Sigrar á Færeyingum íslendingar og Færeyingar léku um helgina tvo landsleiki í blaki og fóru þeir báðir fram hér á landi. ísland vann öruggan sigur í báðum leikjunum. Á laugardag var leikið í Hagaskóla og unnu íslendingar öruggan sigur 3-0. Hrinutölur voru 15-4, 15-12 og 15-5. Á sunnudag mættust liðin á ný í Digranesi í Kópavogi. Sá leikur var öllu betri en sá fyrri og meira jafnræði var með liðunum. Færeying- ar unnu fyrstu hrinuna 15-12, en íslendingar unnu næstu þrjár hrinur 15-6,15-13 og 15-9 og leikinn þar með 3-1. Leikirnir voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir smáþjóðaleikana á Kýpur síðar í þessum mánuði. BL Stefán Magnússon og Jón Arnason í hávörn í landsleiknum gegn Færeyingum á sunnudaginn. Tímamynd Pjetur. Blak: % , ■ '»//' Varamaðurinn Hayes hetja Arsenal - er liðið lagði Middlesbrough og náði 8 stiga forskoti í 1. deild Arsenal lenti í hinu mesta basli meö lið Middlcsbrough í ensku 1. deildinni á laugardag. Það var ekki fyrr en Martin Hayes kom inná fyrir Paul Merson að draga fór til tíðinda. John Lukis markvörður Arsenal sparkaði frá marki sínu þegar 20 mín. voru til leiksloka. Alan Smith skallaði knöttinn til Hayes sem var örlítið á undan Kevon Loole vara- markverði Boro og renndi knettin- um í netið. Poole reyndist Arsenal óþægur Ijár í þúfu í leiknum og bjargaöi hann liði sínu hvað eftir annað. Arsenal hefur nú 72 stig í deildinni að 35 leikjum loknum. Liðið hefur 8 stiga forystu á meistara Liverpool, en meistararnir eiga tvo leiki til góða. Arsenal á þremur leikjum ólokið, þar á meðal leik gegn Liver- pool á Anfield Road, en sá leikur gæti hæglega skorið úr um hvaða lið vinnur meistaratitilinn í ár. Norwich, sem hafði forystu í deildinni framan af vetri, vann nú sinn fyrsta leik síðan 27. mars. Mótherjar þeirra að þessu sinni voru Everton, sem vafalaust hafa verið með hugann við bikarúrslitaleikinn. Dale Gordon gerði sigurmarkið tveimur mín. fyrir leikslok. Nor- wich-liðið hefur komið á óvart í vetur, en endaspretturinn kostaði liðið titilinn að þessu sinni. Nær sigri í 1. deiid hefur liðið þó aldrei komist, en hver veit ncma röðin komi að Norwich næsta vetur. Körfuknattleikur - NBA-deildin: Chicago sló Cleveland út Michael Jordan og félagar austurdeildinni. í Cliicago Bulls cru komnir í undanúrslit í Lið Cleveland Cavaliers, sem kom svo mjög á óvart í NBA-deildinni í vetur og lciddi deildina fram í apríl, féll óvænt út úr úrslitakeppninni á sunnudagskvöld. Liöiö tapaði þá með 1 stigi fyrir Michael Jordan og félögum í CÍiicago Bulls 101-100 á heimavelli. Bulls vann þar meö viðureignina 3-2, en tæpara mátti það ekki vera. Annarri spennandi viðureign í úrslitakeppninni í austurdeildinni lauk á sunnudagskvöld. Milwaukee NORDSTEN Turbo-matic Áburðardreifarar - 500 og 800 lítra Nordsten Turbo-Matic áburðardreifararnir eru há- gæðavara á mjög góðu verði. Þeir sameina frábæra dreifingu, einstaka nýtni og lága hleðsluhæð. Berðu saman verð og gæði, þá endar þú örugglega á NORDSTEN • Dreiflbúnaður úr ryðfríu stáli. - Dreifibreidd er 12 metrar. • Kögglasigti hindrar að kögglar stífli og valdi ójafnri dreifingu. • Hleðsluhæð er aðeins 82 cm á Nordsten 500. • öll stýring frá ekilshúsi á áburðarmagni og dreifingu til hliðar með skurðum. • Reiknistokkur til nákvæmra útreikninga á áburðarmagni pr. hektara. • Áburðartrekt er á hjörum, sem auðveldar þrif á dreifibúnaði. • Álagsöryggi á drifskafti. Fyrir utan áburðardreifarana útvegum við með stuttum fyrirvara sáðvélar og sláttutætara f rá sama f ramlei ðanda. Rétt er að geta þess að sama fyrirtækið stendur að framleiðslu á Nordsten vörunni og Veto moksturstækjum. NORDSTEN: Viðurkennd vara fyrir gæði og nákvæmni. Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn Umboðsmenn Dieselverk Akureyri Vélaval Varmahlíö Kaupf. Húnvetninga Sími 96-25700 - 95-6118 - 95-4198 Kaupf. Þingeyinga B.T.B. Borgarnesi Hjólbaröav. Björns, Hellu - 96-41444 - 93-71218 - 98-75960 Vélar og Þjónusta M. Járnhálsi 2, Reykjavík. Sími 91-83266 Bucks sló Atlanta Hawks út með 96-92 sigri. Milwaukee sigraði 3-2 í viðureigninni. Philadelphia 76ers veitti New York Knicks harða keppni í fyrstu umferð úrslitakcppninnar, en í þriðja leik liðanna í síðustu viku sigraði New York 116-115. New York vann alla þrjá leiki liðanna. Þá féll Boston Celtics út úr úrslita- keppninni í síðustu viku eftir að hafa tapað þremur leikjum gegn Detroit Pistons. Er þetta í fyrsta sinn í 33 ár sem Boston kemst ekki í undanúrslit á austurströndinni. í þriðja leik liðanna vann Detroit 100-85 sigur. Los Angeles Lakers unnu Seattle Supersonics 113-102 í undanúrslitum vesturstrandarinnar á sunnudags- kvöld og meistararnir hafa því tekið 1-0 forustu í viðureign liðanna. La- kers fóru létt með Portland í fyrstu umferðinni og Seattlc vann Houston 3-1. Golden State Warriors komu á óvart með því að sigra Utah Jazz í þremur leikjum í fyrstu umferð úr- slitanna í vesturdcildinni, en liðið tapaði síðan fyrsta leik sínum gegn Phoenix Suns í undanúrslitunum. Phoenix vann fyrsta leikinn með yfirburðum á laugardagskvöld 130- 103. Phoenix Suns unnu 3-0 sigur á DenverNuggets í fyrstu umferðinni. Það eru því enn allar líkur á því að það verði Los Angeles Lakers og Detroit Pistons sem mætist í úrslita- leikjum deildarinnar. Úrslit í fyrstu umferð úrslitakeppninnar vekja at- hygli þar sem Utah Jazz og Cleve- land Cavaliers var spáð velgengni. " BL Knattspyrna: Fram og KR mætast í úrslitaleik í kvöld fer fram úrslitaleikur Reykjavfkurmótsins í knattspyrnu. Til úrslita að þessu sinni leika Fram og KR, en þessi lið unnu leiki sína í undanúrslitunum. Leikur liðanna í kvöld hefst kl. 20.30 á gervigrasvell- inum í Laugardal. BL TÖLURNAR ÞÍNAR? ÞAR KOM AÐ ÞVÍ! BÓNUSTALA Þetta eru tölurnar sem upp komu 6. maí. Heildarvinningsupphæð var kr. 9.215.180,' 1. vinningur var kr. 5.470.648,- 2 voru með fimm tölur réttar og því fær hvor kr. 2.735.324,-. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 555.690,- skiptist á 5 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 111.138,- Fjórar tölur réttar, kr. 958.392-, skiptast á 204 vinningshafa, kr. 4.698,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.230.450,- skiptast á 7.195 vinningshafa, kr. 310,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mfnútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511 ÞRJAR EINFALDAR LEIÐIR HVERT Á LAND SEM ER Við einföldum þér leitina að hagkvæmasta ferðamöguleikanum. í hinni nýju sumaráætlun okkar eru allar ferðir merktar með rauðum, grænum og bláum lit. Blár litur þýðir ferð á fullu fargjaldi, grænn þýðir 20% afsláttur og rauður 40% afsláttur. Sumaráætlunin 1989 fæst á öllum söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Sumaráætlun Flugleiða - lykillinn að ferðum þínum um landið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.