Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 28. júní 1989 Titniim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G (slason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: . Mánaðaráskrift ( kr. 900.-, verð (lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um • helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Umhvaðáaðsemja? Undanfarna daga hefur dvalist hér á landi háttsett- ur ráðamaður í Evrópubandalaginu, Henning Christ- ophersen, varaforseti framkvæmdanefndar banda- lagsins, kunnur danskur stjórnmálamaður. Christophersen kom hingað til lands sem fulltrúi Evrópubandalagsins til viðræðu við Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um samskiptamál íslands og Evr- ópubandalagsins. Á það hefur verið bent, að þessi fundur viðskipta- ráðherra íslands og fulltrúa framkvæmdastjórnar EB sé sögulegur. Hann er talinn marka þau tímamót, að nú séu formlega hafnar viðræður milli íslands og bandalagsins um framtíðarsamskiptin. Þá er gert ráð fyrir því, að innan tíðar verði hér á ferð „sjávarút- vegsráðherra“ Evrópubandalagsins, Spánverjinn Manuel Marin, til þess að ræða við Halldór Ásgríms- son. Þess er einnig að geta, að nú líður að því að utanríkisráðherra íslands setjist í formannsstól í EFTA-ráðinu og haldi þeirri stöðu næstu mánuði. Það kemur þá í hans hlut að vera um sinn í forsvari fyrir viðræðum EFTA við EB um samskipti þessara bandalaga. Gera verður ráð fyrir því, að íslendingum sé nauðsyn að eiga bæði tvíhliða viðræður við EB og taka þátt í hinum sameiginlegu viðræðum EFTA- landanna við Evrópubandalagið. Sagt hefur verið við ýmis tækifæri, að viðræðurnar við EB séu eitt hið vandasamasta viðskipta- og utanríkismál sem íslendingar hafa nokkru sinni komið nærri. Um það þarf reyndar ekki að deila, að íslendingar standa í þessu efni frammi fyrir miklu vandamáli. Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir, að ráðamenn þjóðarinnar, hvort sem það eru stjórn- málamenn eða forsvarsmenn atvinnuveganna, hafi sameiginlega skilgreint hver vandamál þessi séu, um hvað á að semja og hvaða markmiði slíkar samn- ingaviðræður eigi að þjóna. í því sambandi er fyrst og fremst skylt að gera sér grein fyrir hvaða kostir geti verið í boði af hálfu Evrópubandalagsins gegn því að íslendingar fái tilslökun í tolla- og viðskipta- málum. Orð Hennings Christophersen um það efni eru eftirminnileg, þótt ekki þurfi þau að koma neinum á óvart. Hann sagði það skýrum orðum, að það væri stefna Evrópubandalagsins, að krefjast veiðiheim- ilda í íslenskri landhelgi, ef veita ætti ísléndingum viðskiptahlunnindi. Fulltrúi Evrópubandalagsins lauk viðræðunum við Jón Sigurðsson með þessari upprifjun á einni meginreglu bandalagsins og sá til þess að íslensk blöð koma þessum skilaboðum á framfæri við almenning á íslandi. Þetta eina dæmi sýnir, hver vandi er á höndum að semja við Evrópubandalagið. Hér standa sjónarmið- in járn í járn. Það hljóta allir að sjá, að íslendingum væri það alger neyðarkostur að fara að ræða mál á þessum nótum. Hér er um slíkt grundvallaratriði að ræða, að á því er ekki hægt að taka af neinni léttúð. Hvað sem líða kann ýmsum öðrum þáttum slíkra samningamála, þá er ábyrgum mönnum skylt að vita hvar mörkin liggja milli aðalatriða og aukaatriða, um hvað hægt er að semja og um hvað ekki er hægt að semja. GARRI. DÝR Á sama tíma og sjúkrahúsum tekst að skila hagnaði mitt í vel- ferðarfárinu kemst Þjóðleikhúsið í nýjan áfanga í skuldasöfnun. Nú nema skuldir þess tvö hundruð og fimmtíu milljónum, en það skritna við þessa tölu er, að aðsóknin gefur mikið meiri tekjur til kynna. Þau hjá Þjóðleikhúsinu gefa aldrei neitt upp um stöðu leikhússins nema aðsóknartölur, og þær benda til töluverðrar aðsóknar. Einkum var Sveinn Einarsson duglegur við að tíunda að stór hluti þjóðarinnar færi ■ leikhús á hverju ári, gott ef ekki þjóðin öll. Og enn eru þessar tölur kynntar af kappi í tíð Gísla Alfreðssonar. Það er því von að Qármálaráðherra reki upp stór augu, þegar honum gefst tími til að líta á reikningshald leikhússins fyr- ir innheimtustörfum. Þar kemur nefnilega í Ijós, að ekki einungis eru miðar leikhússins stóriega niðurgreiddir, eins og roliukjöt og mjólk, heldur er líka boðið ■ leikhús í stórum stíl á niðursettu verði frá því niðurgreidda. Þannig verður tapið til þrátt fyrir gífurleg- ar aðsóknartölur. Niðurgreitt musteri Fjármálaráðherra hefur bent á, að aðsókn að Þjóðleikhúsinu sé komin á hörmulegt stig, og ber fyrir sig tapið. Og sannast sagna hefur leikritaval verið með þeim hætti á undanfömum árum, að engu líkara er en Bríet Héðinsdótt- ir ákveði stykkin á kaffistofunni. Menntamálaráðherra hefur að hinu leytinu boðað endurreisn Þjóðleikhússins, enda munu fylgis- menn hans vera í miklum meiri- hluta í stofnuninni eins og leikrita- valið ber vott um. Þeir sem endan- lega ráða í þessu máli em svo áhorfendur. Það eru þeir sem hafa LEIÐINDI valdið erfiðleikunum. Vegna þess að þeir hafa látið sig vanta á yfirmáta leiðinlegar sýningar og innihaldslausar, fyrir utan hin eilífú vandamál sem lagst hafa á sálir leikhúsfólks, nema nú skuldir Þjóðleikhússins tvö hundrað og fimmtiu milljónum. Verði ekki að- gert ættu þessar skuldir að geta þrefaldast á næstu þremur áram. Aðeins eitt öreigastykki hefur gengið sæmilega. Það er Bflaverk- stæði Badda, sem nú er verið að sýna um allt land og þykir ákafiega merkilegt (■ samanburði við önnur), þótt ekki þurfi annað en staldra við á venjulegu bflaverk- stæði í tvo tíma ef fólk nennti því og fá sömu afgreiðslu og áhorfandi, sem keypt hefur sig inn í musteri tungunnar fyrir miða á niður- greiddu verði, og sé hann í skóla fyrir hluta af niðurgreiddu verði. Leikhús í velferð Fjármálaráðherra hefur kornist að því, að leiðindin geta orðið dýr, þótt tekið sé mið af góðum málstað og mikið sé sýnt af öreigastykkjum. Og hann er ekki ánægður með slíka niðurstöðu. Auðvitað veit hann eins vel og menntamálaráð- herra, að í sjálfri velferðinni munar ekkert um að bæta við rekstri eins Þjóðleikhúss, sem lengi hefur verið beint inn á sjúkrabrautina af mönnum, sem halda að þeir séu handhafar menningarinnar. Þeim er svo dritað út í þjóðfélagið, þar sem þeir geta haldið áfram að slá met í leiðindum, eins og Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri Sjón- varpsins, þar sem daglega eru sleg- in ný met í leiðindum, af þvi alveg er sama hvort einhver horfir eða ekki. Það verður samt að borga afnotagjaldið. Þessi ágæti dag- skrárstjóri er núna í Strassborg á vegum menntamálaráðuneytisins, vegna þess að þar virðist enginn fyrirfinnast sem getur sinnt áríð- andi menningarlegum verkefnum. Sá gamli bestur Sú var tíðin að borgaraslektið í Reykjavík, þetta sem tekur eitt skref áfram og tvö aftur á bak og hallar að auki höfði fyrir framan afkáramyndir nýlistar á sýningum, taldi fyrsta þjóðleikhússtjórann óalandi og óferjandi. En Guðlaug- ur Rósinkrans vann verk sitt vel og þeim mun betur sem fleiri þjóðleik- hússtjórar taka við eftir hans dag. Val hans og þáverandi þjóðleik- húsráðs brást yfirleitt ekki og á hans tíma var leikhúsið raunveru- legt athvarf þeirra, sem vildu eyða einni kvöldstund á skemmtilegri eða átakamikilli sýningu. En hann átti sína andstæðinga og hörðu innheimtumenn. Þá boðaði ekki einn ráðherrann skuldaskil, en annar úr sama flokki meiri pen- ingalegar innspýtingar í þágu ör- eigalistar. Þá þurfti leikhússtjórinn jafnvel að veðsetja íbúðarhús sitt út af skattheimtu, sem bar svo brátt að að ekki varð undan vikist. Nú hafa ráðherrar Alþýðubanda- lagsins einir með Þjóðleikhúsið að gera, og engum dettur í hug annað en Þjóðleikhúsið fái áfram að safna skuldum í anda velferðar og þeirrar öreigalistar, sem ákveðin er á kaffl- stofunni. Garri VÍTT OG BREITT Bókhaldsgróði Sú furðufrétt barst um landið fyrir helgina að ríkisspítalarnir og Borgarspítalinn hafi verið reknir með hagnaði á síðasta ári. Á sama tíma er sami eymdarsöngurinn í öðrum ríkisfyrirtækjum, bullandi tap og vitlausum verðskrám kennt um. Töfralausnin i að snúa árlegu milljarðatapi sjúkrahúsanna í gróða er sú, að hætt var að skammta þeim daggjöld, sem aldrei stóðust í hálfrar aldar verð- bólgufári, en starfsemin sett á föst fjárlög. Einhverjir spítalar eru enn rekn- ir á daggjöldum og skiluðu þeir tapi að venju á síðasta ári. Forráðamenn sjúkrahúsa telja að nokkrum sparnaði hafi verið við komið í kaupi og kaupum á lækn- ingagögnum margs konar og að skammturinn sem föstu fjárlögin úthluta einstökum sjúkrahúsum sé hvatning til sparnaðar. Eigi þetta við rök að styðjast hefur það verið blygðunarlaust að reka heilbrigðiskerfið á daggjöld- um sem slumpað var á hver ættu að vera, með þeim afleiðingum að hvergi var reynt að spara. Gefið var fyrirfram að sjúkrahúsin þyrftu á ríkisaðstoð að halda til að jafna af rekstrarhallann og skipti þá litlu af hvaða stærðargráðu upphæðin var. Hinn sanni gróði Rekstrarhagnaður eða tap sjúkrahúsa er fyrst og fremst bók- haldsatriði. Því er betra að útkom- an sé ekki mikið á skjön við bókfærslu fjárlaga. Það einfaldar málin og auðveldar stjóm bæði spítalanna og ríkisfjármálanna. Gróði eða tap heilbrigðisþjón- ustunnar er annars ekki bókhalds- legs eðlis og jafnvel ekki fjármála- legs. Betra heilsufar, aðhlynning þjáðra og það öryggi sem félagslegt heilbrigðiskerfi veitir öllum þegn- um þjóðfélagsins er hagnaðurinn af rekstri spítalanna. Tapið er það þegar sjúkrahúsin geta ekki veitt þá þjónustu sem þau em reist og rekin til að sinna. Það er þegar sjúkir og þjáðir fá ekki inni í spítölunum eða þá læknismeðferð sem á þarf að halda og er fyrir hendi nema fyrir þá sök að hvorki er til starfsfólk né hús- rými á sjúkrahúsunum til að veita. Óhófsgróði Fram kom í sambandi við gleði- fregnina um hagnað af spítala- rekstrinum, að hann sé að hluta til kominn vegna Iokunar deilda um lengri eða skemmri tíma. Það er aðeins ein afsökun fyrir lokun spítaladeilda. Hún er sú að sjúklingar þurfi ekki á viðkomandi spítaladeild að halda. Sú afsökun heyrist einnig að ekki fáist starfs- fólk til að reka deildirnar og því sé þeim lokað. í þeim tilvikum er oftast um launamál að ræða. Mikið er talað um sparnað í ríkisrekstri og ekki síst í heilbrigð- iskerfinu. Þar er mjög einföld leið til að spara, bara loka deildum og jafnvel heilu sjúkrahúsunum og láta fólk kveljast og deyja heima hjá sér. Þetta var gert lengur en elstu menn muna, en verður að játast að gafst misjafnlega. Velferðarþjóðfélagið, og spítal- amir þar með, er ekki byggt upp með það fyrir augum að skila fjárhagslegum gróða. Sparnaður sem dregur úr aðstoð við sjúka og því heilsufarslega öryggi sem við viljum búa við er ekki það sem stefnt skal að. Hitt er annað mál, að bmðl á sjúkrahúsum og siðlausar launa- tökur einstaklinga sem þar starfa og em úr samhengi við allt annað þjóðlíf en hér er Iifað, er almennu heilbrigði og öryggi ekki til fram- dráttar nema síður sé. Óhófseyðsluna má spara. En sjúkrahús em dýr í rekstri og eiga að vera það. Þau eiga að vera búin góðum tækjum og heilbrigðisstétt- imar eiga að hafa góð laun, enda er mikils af þeim krafíst. Þama verður að varast öfgar og rekstrarhagnaður spítala er síst til fyrirmyndar ef hann kostar sam- drátt og lokun og að sjúklingum sé úthýst. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.