Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miövikudagur 28. júní 1989 BÓKMENNTIR Dult og myrkt Þorstelnn frá Hamrl: Vatns götur og blóðs, Iðunn, Rv. 1989. Það þarf óneitanlega töluvert hug- myndaflug til þess að láta sér detta í hug að planta niður húsbóndalausu Ijóni við veginn hér austur Mýrdals- sand. Og það þarf vissulega tölu- verða skáldgáfu til að ganga stðan þannig frá þessari mynd í ljóði að hún leiti á mann dögum saman eftir að ljóðið hefur verið lesið í fyrsta skipti. En þannig fór þó fyrir þeim er hér ritar. Það er nokkuð um liðið síðan ég las þessa nýju ljóðabók Þorsteins frá Hamri fyrst í gegn, og mynd hans af ljóninu hef ég munað síðan. Ljóðið heitir Hilling, og þar er því lýst að skáldið hafi séð sofandi ljón liggja við veginn á Mýrdalssandi. Það „lætur sem það hafi gleymt hver á það“ og skáldið óskar þess að vonandi rati „eigandinn aldrei þangað.“ Hann lýsir hrifningu sinni yfir þessari sýn, dregur upp mynd af því er ljónið geispar, „vakið til hálfs“, móti sólinni, líkt og það vilji mælast til þess að heimur þess „sé háttvirtri sál yðar nægur...“ Og loks lýkur ljóðinu með því að skáldið mælir þessi spekingslegu orð: „Ég hugsaði um það dögum saman á Klaustri." Annað ljóð í bókinni, sem einnig hefur reynst leita býsna . sterkt á hugann, heitir Heiðursgestir. Þar er dregin upp mynd af mönnum, sem verið er að heiðra fyrir stórvirki þeirra, en sem eru eigi að síður eins og dálítið utangátta, og ljóðinu lýkur svo með þessum orðum: Því dáðir höfðu þeir drýgt... Já, drýgt að sönnu - hangandi í þræðinum, áiagaþræðinum, veikasta þræðinum, svo veikum að hann hrekkur í tvennt ef talað er um hann. Hér er listilega lagt út af vel kunnri mynd, og má reyndar túlka á ýmsa vegu. Einna beinast virðist þó liggja við að skilja boðskapinn svo að oft séu menn heiðraðir fyrir afrek, sem í rauninni séu ekki annað en þau verk sem lífið og aðstæðumar hafi lagt á þá að vinna. Og er þá skáldlegt orðalag vitaskuld útvatnað með þeim hætti að jaðrar við móðgun við skáldið. Þorstein frá Hamri má víst orðið hiklaust telja eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar, og víst er um það að í þessari nýju bók bregst hann ekki vonum lesenda sinna. Hér eru ein- kenni hans hin sömu og lengstum fyrr, dul og jafnvel myrk ljóð, þar sem þó dyljast hvergi snilldartök höfundar á máli og stíl, sem skóluð eru með löngum og nánum kynnum hans af íslenskri braghefð. Þó er það ljóst að hann er hér í yrkisefnavali í rauninni býsna langt frá samtíma sínum, sem og landi sínu og sögu þess. Hér er eitt ljóð sem beinlínis vísar til Sturlungu, en burtséð frá því gat ég ekki séð að neitt ljóðanna væri sjáanlega í nein- um beinum tengslum við atburði eða persónur sem við þekkjum úr þjóð- lífinu hér í kringum okkur. Það er raunar einmitt í þessu sem dulúð ljóðanna hér felst ekki hvað síst. Þau eru innhverf og úr tengslum við veruleikann í samfélaginu utan þeirra. í þessu efni vinnur Þorsteinn greinilega í anda þeirrar tísku, sem hvað mest hefur verið áberandi í ljóðagerðinni hér síðustu árin. Hann skipar sér í raðir þess yfirgnæfandi meirihluta núlifandi skálda sem sýna samfélaginu allt í kringum sig lítinn sem engan áhuga. Þvert á móti leita þau inn á við, í sálarlíf sitt og annarra, í leit að yrkisefnum. Jafn- framt beita þau ríkulega margs kon- ar líkingum og myndmáli við list- ræna túlkun sína. Þetta má vissulega telja bæði kost og löst, en hinu er þó ekki að leyna að þess er varla að vænta að almenn- ur áhugi vakni hér á ljóðagerð meðan fólk finnur ekki að hún snerti á neinn hátt við þeim efnum sem það er hvað mest að bjástra við svona dags daglega. Þvert á móti er þá alltaf hætt við að hún verði frekar áhugamál tiltölulega fámenns hóps fagurkera, sem stundi það að njóta hennar á forsendum einhverrar list- rænnar nautnar einnar saman. En vera má þó að Þorsteinn frá Hamri þurfi ekki svo ýkja miklar áhyggjur að hafa út af þessu atriði. Hann hefur víst fyrir löngu eignast fjölmennan hóp aðdáenda sem les ljóð hans sér til stöðugrar ánægju, nánast óháð því um hvað þau fjalla. En hinu er þó ekki að neita að gaman væri að fá að sjá frá honum ljóð sem fjölluðu um ívið fjölbreytt- ari yrkisefni en þessi gera, eða með öðru orðalagi, sem væru máski örlít- ið útleitnari í átt til samtímans og þess sem í kringum okkur er. Þá er annað við þessa bók sem telja verður áhugavert til skoðunar, og það er form ljóðanna. Rími og stuðlum hefur Þorsteinn vissulega margoft beitt og lengi, og enda sýnt að hann kann vel að fara með hvortveggja. Ljóðin hér eru að vísu ort undir VEGAFRAMKVÆMDIR VESTFIRÐIR II 61 Djúpvegur í Súðavíkurhlíð. Klæðing 3,2 km. 61 Djúpvegur í Óshlíð. Uppsetnlng á 200 m löngu öryggisneti til vamar grjóthmni. 65 Súgandafjarðarvegur. Klæðing 6 km. 60 Vestfjarðavegur um Dýrafjörð. Undirbúningur brúargerðar. 120 m eftirspennt bitabrú. Byrjað á niðurrekstri I haust. 60 Vestfjarðavegur á Dynjandisheiði. Mölburður 8 km. Snjóastaðir lagfærðir. 612 Örlygshafnarvegur næst Örlygshöfn. Mölburður 5 km. 60 Vestfjarðavegur i Vatnsfirði. Klæðing samtals 4,4 km. 62 Barðastrandarvegur í Raknadalshlíð. Lokið við 5 km, klæðing. L'S S2i»>»- iSwaf -áí' í's i Þorsteinn skáld frá Hamri. því frjálsa og óbundna formi sem hvað mest tíðkast nú orðið. En þó dylst engum, sem eftir horfir, að hér yrkir skáld sem hefur ákaflega glöggt auga fyrir hrynjandi, sem og því hlutverki sem hún gegnir reglubund- in við alla ljóðagerð. Og jafnvel bregður hér fýrir endarími af og til; ég nefni sem dæmi erindi sem hér er og heitir Rödd: Skrælnaðu, tunguskrifli, og þegiðu! Gatan er lögð fyrir óp sem æðinu jafnborið sé. Þyrst? Svolftið saltvatn? Á nú að kveða um safarík aldin á feysknu tré? Hér er vissulega vel kveðið og skipu- lega, en veita menn athygli endarím- inu hérna? Það er í fjórða og áttunda vísuorði, þar sem saman ríma „sé“ og „tré“, og gerir þetta sitt til jjess að gefa erindinu heildstætt svipmót og eitthvað í átt við ákveðna listræna niðurstöðu. Og hitt er líka og ekki síður fróðlegt tfí skoðunar að veita því athygli hve stuðlasetning gegnir hér miklu hlutverki nánast um bókina alla. Af handahófí gríp ég hér aftur upp erindi sem heitir Myndin: Hún fer á kreik og flöktir um stíga lífi gædd aflit, unnum úrþoku; glitra sem í tíbrá, gárast sem í straumi mjúkar, hrjúfar í móðu dregnar útlínur óljóst: ævi manns á jörðu. Veita menn því athygli að hér eru öll fimm vísuorðapörin stuðluð saman að fornum sið? Fyrst er það í „fer“ og „flöktir“, næst í „lífi“ og „lit“, þá í „glitra“ og „gárast", síðan í „mjúka'r“ og „móðu“, og loks í „útlínur", „óljóst" og „ævi“. Þetta þarf vitaskuld ekki að benda þeim á sem handgengnir eru gamla ljóðaarfinum, en óvíst er um hina. Aftur á móti fer ekki á milli mála að þetta atriði skapar ólíkt meiri festu í verkið en ella væri. Og svo er skemmst frá að segja að sambæri- legri stuðlasetningu er hér beitt meira og minna skipulega í þorra ljóðanna. Fer að minni hyggju ekki á milli mála að hún er það atriði sem mestu veldur um þann mjúka klið sem í þeim niðar og veldur því að þau líkt og toga í lesandann til þess að fara yfir þau aftur og aftur. -esig Þorlákssjóður og Þorláks saga helga Vorið 1984 gáfu St. Jósefssystur Félagi kaþólskra leikmanna fjárhæð til sjóðsstofnunar. Átti sjóðurinn að nefnast Þorlákssjóður og var mark- mið hans að efla starfsemi á sviði kristilegra menningarmála. Áður en langt um leið var stjórn sjóðsins farin að undirbúa fyrsta verkefni hans en það var ný útgáfa af Þorláks sögu helga. Ásdísi Egils- dóttur bókmenntafræðingi var falið að búa bókina til prentunar og skrifa formála að henni. Þegar á undirbún- ing útgáfunnar leið var ákveðið að miða útkomutímann við heimsókn Jóhannesar Páls II páfa hingað til lands, dagana 3. og 4. júní s.l. Það áform tókst og var páfa afhent að gjöf sérbundið eintak bókarinnar við messuna sem hann söng úti fyrir Kristskirkju í Landakoti 4. júní. Annað sérbundið eintak var sent forseta íslands. Bókin hefur nú verið send á almennan markað og er það sam- hljóða dómur bókavina um hana að vel hafi tekist til um alla útgáfuna. Er prentað á 7. blaðsíðu hennar að þessi útgáfa sé tileinkuð heimsókn Jóhannesar Páls Ií páfa hingað til lands. • ‘ 5 c • • -. -• i. . . . Hér er um að ræða elstu gerð Þorláks sögu helga ásamt Jarteina- bók og efni úr yngri gerðum sögunn- ar, sem er prentað í viðbæti. Bókin er prentuð, hönnuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda og er 227 blaðsíður. Lánist þessi útgáfa eins og til er ætlast, hyggst sjóðsstjórnin halda áfram útgáfu góðra bóka frá fornum tíma og miða við það að þessi öndvegisrit verði tiltæk öllum al- menningi í gerð sem sé skilningi venjulegs lesanda ekki ofviða, þ.e., að stafsetning sé færð til nútíma- venju en hið fagra gullaldarmál njóti sín til fulls. Torskilin orð verða skýrð neðanmáls en tilvitnana getið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.