Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímiiui MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknárflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavfk. Sími: 686300. Auglýsingasími: ' 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: . Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð I lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um ■ helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Skýring á rekstrarvanda Hin erfiða fjárhagstaða loðdýraræktarinnar er nú til ítarlegrar umræðu og athugunar hjá landbúnaðarráð- herra og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Umræður á almennum vettvangi hafa verið miklar um stöðu loðdýraræktarinnar undanfama mánuði, þar sem öll áhersla hefur verið lögð á að lýsa fjárhagsástandi greinarinnar eins og það er fremur en að skýra ástæður þess að rekstur loðdýrabúa hefur þróast svo til hins verra sem raun ber vitni. Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda, ritar tímabæra grein um þetta efni hér í blaðinu í gær. Greinin hefur að geyma skilmerkilegt yfirlit yfir sögu loðdýraræktar hér á landi hin síðari ár. Niðurstaða greinarhöfundar er sú að loðdýrarækt sé í raun og veru góður kostur sem atvinnugrein á íslandi. Hún er að vísu sveiflukennd og á þar sammerkt með stóriðjugreinum á borð við áliðnað og járnblendisfram- leiðslu, en verð- og markaðssveiflur í loðdýrarækt em engan veginn óeðlilegar út af fyrir sig, heldur áhættu- þáttur sem fylgir ýmsum iðnaðar- og atvinnugreinum, þ. á m. þeirri stóriðju, sem íslendingar hafa kynni af. Hákon Sigurgrímsson vill því hnekkja þeirri skoðun, sem ber á í umræðu augnabliksins, að loðdýrarækt sé af sjálfri sér vonlaus atvinnugrein. Hann sýnir fram á það að núverandi erfiðleikar loðdýraræktar stafi af sömu orsökum og rekstrarvandi útflutningsgreina yfirleitt. Að áliti Hákonar er enginn eðlismunur á rekstrarvanda sjávarútvegsgreina og loðdýraræktar.. Orðrétt segir Hákon Sigurgrímsson: „Peir erfiðleikar sem loðdýraræktin á við að stríða eiga rætur sínar að rekja til margra samverkandi þátta, og verða þeir mikilvægustu nefndir hér. í fyrsta lagi skal nefnt tekjutap vegna misgengis á innlendri verðþróun og gengisskráningu. Heildarverð- mæti loðdýraframleiðslunnar á ámnum 1981-1988 er um 1,8 milljarðar króna miðað við markaðsverð skinna. Ef gengið hefði fylgt innlendri lánskjaravísitölu umrædd ár hefði verðmæti sömu framleiðslu numið 2,3 milljörð- um króna. Mismunurinn er 500 milljónir króna eða 28%. Tap loðdýraræktarinnar vegna fastgengisstefn- unnar er um 500 milljónir þessi ár.“ Síðan rekur greinarhöfundur aðra meginástæðu þess að hagur loðdýraræktar er svo erfiður sem raun ber vitni og segir: „Áhrif lánskjara á loðdýraræktina em þau, að hún getur ekki staðið undir þeim fremur en aðrar útflutningsgreinar. Rekstrargmndvöllur fyrirtækja, sem búa við slíkar aðstæður er enginn.“ Miðað við þær skýringar og röksemdir sem Hákon Sigurgrímsson hefur fram að færa um rekstrarvanda loðdýraræktar er það niðurstaða hans að allt tal um að leggja loðdýrarækt niður sé á miklum misskilningi byggt. Hann bendir að sjálfsögðu á hvað í húfi sé fyrir loðdýrabændur og fjölskyldur þeirra, ef til slíks kemur. Meginniðurstaðan af umfjöllun framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda er sú að loðdýrarækt henti íslenskum aðstæðum ef almenn rekstrarskilyrði séu fyrir hendi. Hann bendir á að loðdýraræktin á við sama meginvanda að stríða og aðrar útflutningsgreinar, þ.e. mikla verðbólgu og kostnaðarhækkanir af þeim sökum, auk mikils lánsfjárkostnaðar. - Þessi rök framkvæmdas- tjórans eru sannfærandi og ekki auðhrakin. Úrlausn á vanda loðdýraræktar ber að miða við þau en ekki hleypidóma. Fimmtudagur 6. júlí 1989 GARRI Utkiálki af EB Það er í rauninni alveg stór- furðulegt að svo er að sjá að hér á landi sé nú orðið allstór hópur fólks sem er farinn að hallast að því í fúllri alvöru að við íslendingar sækjum um aðild að Evrópubanda- laginu. Þetta hefur bæði verið að koma fram í ummælum ýmissa áberandi manna í ýmsum starfs- greinum og í skoðanakönnunum. Hins vegar hefur farið minna fýrir röksemdum fyrir þessu. Hvað þá að nokkur umtalsverð almenn umræða hafi farið fram um máUð. Og er reyndar ekki að sjá að þeir, sem famir era að haUast að þessu, geri sér í rauninni nokkra grein fyrir þvi hvað þeir eru að predika. Helst er að sjá að hér sé fyrst og fremst um að ræða eins konar örvæntingaróp atvinnurekenda í ýmsum starfsgreinum sem geta ekki rekið fyrirtæki sín með næg- um gróða á heimamarkaði en gera sér einhverjar gyUivonir um að betur kunni að ganga ef þeir fái aðgang að hinum margfalt stærra markaði EB. Verstöðvarstefnan Hér er hins vegar um hreina og klára verstöðvarstefnu að ræða. Með öðrum orðum er hér verið að kaUa á það að ísland verði að afskekktum útkjálka í stórri ríkja- samsteypu. Og erfitt er að sjá annað en að héðan myndi með því móti færast aUt sem heitir sjálfsfor- ræði þjóðarinnar, væntanlega út tU Brassel í Belgíu, en eftir stæði landið sem ein saman verstöð og útkjálki í miðju Norður-Atlants- hafinu. Er það kannski eitthvað í þá áttina sem menn eru að óska eftir? Og er þá ógleymt hinu að hér á öldinni sem leið og í byrjun þessar- ar háðu íslendingar harða baráttu fyrir því að verða sjálfstæðir undan Dönum og ná aUri stjóra eigin mála í sínar hendur. Það fer ekki á miUi mála að það er þessari stefnu og þessari baráttu að þakka að í dag búum við hér í því sem engin leið er að kalla annað en velferðar- þjóðfélag á vestrænan mæUkvarða. Það var sjálfstæðið sem á sínum tíma hleypti þeim kjarki og dugn- aði í þjóðina sem dugði tU þess að rífa hér aUt atvinnuUf upp og skapa þá velmegun sem við búum við núna. Hins vegar er ekki annað að sjá en að talsmenn aðUdar að EB vUji nú kasta þessu öUu fyrir róða. Með aðUd þar myndi vinnumarkaður hér opnast. Sömuleiðis verslun- armarkaður og Qármagnsmarkað- ur. íslensk fyrirtæki myndu hvert af öðru hrynja í miskunnariausri samkeppni við risana úti í EB. Og er þá ógleymt fiskimiðunum sem við háðum á sínum tíma hvert þorskastríðið af öðra tU að ná yfirráðum yfir. Hér myndu erlend fiskiskip aftur fara að skaka á miðunum, jafnvel aUt upp undir landsteina. Nýlenda frá Brussel Sannleikurinn er sá að með aðild að EB væri sjálfstæði okkar stefnt í voða. Sú hætta lægi þá beint fyrir að við sætum einn daginn uppi sem afskekkt og útafliggjandi nýlenda frá höfuðborginni í Brussel. Eins og i öðrum nýlendum væri hér ekkert að gerast. ÖU framkvæmda- semi væri drepin í dróma, vegna þess að í öUum málum yrði að sækja undir höfðingjana þar syðra. Hér byggju ekki lengur frjálsir menn í frjálsu landi. Við værum komin í sömu spor og á meðan við vorum nýlenda frá Danmörku. Harla óskemmtíleg aðstaða yrði það, og við það myndi bætast hitt að héðan myndi upphefjast stór- feUdur atgervisflótti. Ungt fólk, með hæfileika, sérfræðiþekkingu og nægan dugnað til að brjótast áfram á eigin spýtur, sæi hér enga möguleika á mannsæmandi Ufi, þar sem þvi gæfist tækifæri til að nýta hæfileika sína og menntun, hvað þá að fá útrás fyrir krafta sína. Það myndi flýja suður á bóginn, í þéttbýU Vestur-Evrópu, þar sem möguleikarair væra marg- faldir á við það sem gerðist heima. Eftir stæðu gamalmenni og þeir fáu sem vaUð hefðu sér starfsvett- vang á flskiskipaflotanum. Það er að segja ef ÖU innlend útgerð myndi þá ekki leggjast af Uka og færast yfir tíl landa eins og Bret- Iands og Vestur-Þýskalands. Þá mætti víst segja að til Utils hefðum við háð þorskastríðin. Hér er þvi greinUegt að við þurfum að hugsa okkar gang. Þjóð- in hefur Iagt á sig ómælt erfiði við að byggja hér upp nútímaþjóðfé- lag, ekki síst í atvinnulegum efnum. Lega landsins veldur því hins vegar að þessi uppbygging ÖU er í stórhættu ef í nokkru er slakað til í sjálfstæði þjóðarinnar og eigin ákvörðunarrétti hennar um mál sín. Við getum lent í því að landið verði að afskekktri verstöð ef ekki er að gáð. Hér er því greinUegt að vel þarf að standa á verði. Garri. VÍTT OG BREITT Hámenntaðir gröfustjórar Það er eins með íslenskan vinnu- markað og fiskimiðin, að aldrei er á vísan að róa þótt ávallt sé gengið að því sem vísu að fiskislóðin sé ótæmandi og að vinnuaflsskortur hrjái atvinnulífið, sérstaklega hvað varðar sérfræðinga og langskóla- fólk. Meiri menntun og fleiri sér- fræðinga er krafa menntakerfis og háskóla. Öflugar rannsóknir í þágu lífefnaiðnaðar stefna að því háa marki að finna upp enn eina roð- flettiaðferðina á sama tíma og þjóðin tapar 8 milljörðum í gjald- eyri vegna þess að fiskur úldnar í höndunum á fúskurum sem senda hann á erlendan markað. Fiskiðnaðarskóli ríkisins er ekki hálfsetinn. Samkvæmt skrám hefur atvinnu- leysi ekki verið meira hér á landi en það er nú síðan síldin hvarf 1968. Samtímis leggja ríki og sveit- arfélög fram æmar fjárfúlgur til atvinnubóta skólafólks. Sjálfstæðir bókhaldarar Síðan viðskiptafræðin var fundin upp hefur atvinnulífið gleypt upp vísindamenn greinarinnar eins og heitar lummur. Nú getur að líta í blöðum, að viðskiptafræðingar vinni sumir hverjir við þjóðnýt störf á sjó og skurðgröfum. Svolítil úttekt var gerð á þessum málum í Tímanum í gær og ber starfsmönnum ráðningarstofnana saman um að offramleiðsla sé greinilega í nokkmm greinum í fræðum viðskipta og rekstrar og jafnvel í hinni mögnuðu tölvunar- fræði. Fyrirtæki minnka við sig og reyna að komast af án dýrasta starfskraftsins og eru því skurð- gröfustjórar að verða hámennta- stétt. Athygli er vert að ráðningar- stjórar telja að þrátt fyrir offram- leiðslu á hámenntaskrifstofumönn- um, sé hörgull á góðum ritumm og bókhöldurum sem geta unnið sjálfstætt. Vinnuettirlitið - ótvírætt brot á vinnuverndarlögum: Lögbrot lækna skárri eldur en fiskitæ 5SBBJBSS& Vinnumarkaðurinn er skrýtin skepna og ekki er allt sem sýnist þegar ýmist er kvartað yfir að hörgull sé á vinnuafli eða atvinnu. í útlöndum starfa 300 íslenskir læknar sem hlotið hafa að minnsta kosti 20 ára menntun á íslandi, en stundað síðan sérfræðinám erlend- is. Fullyrt er að mikill meirihluti þessara lækna, og makar þeirra, vilji meira en gjaman starfa í ættlandi sínu, en þess er ekki kostur þar sem fáar stöður eru lausar. Leikið á kerfi Sé enn vitnað í Tímafrétt er deginum ljósara, að aðstoðarlækn- ar á sjúkrahúsum vinna á vöktum í allt að tvo sólarhringa samfleytt. Svona vinnuþrælkun er ólögleg og réttast er að sleppa vangaveltum um hversu mannúðleg hún er. Vafasamt er að sparnaður sé af því að ráða ekki fleiri aðstoðarlækna, þar sem yfirvinnugreiðslur til þeirra sem fá vinnu er þeim mun meiri sem þeir eru færri. Þessi langi vinnutími er til þess sniðinn að vinnuþrælarnir fái upp undir það eins hátt kaup og þeir sjúkrahús- læknar sem bera aðra titla og hafa miklum mun minni vinnuskyldu. Síðan 1985 hefur yfirlæknum og sérfræðingum fjölgað á ríkisspítul- unum um 11, en einn aðstoðar- //t* t læknir bættist í hópinn á sama tíma. Allt er þetta leikur með samn- inga og laun og er hálaunastörfum fjölgað á sama tfma og vinnuþrælk- un er viðhaldið til að púlsjálkamir fái sæmilegt kaup. Gjaldþrot og samdráttur herjar nú á athafnalífið með sívaxandi þunga. Falsspár og óskhyggja hafa markað stefnuna og verslun með peninga talin öðmm markmiðum æðri og undirstöðuatvinnugrein. Til þessa hefur sú kenning þótt fullgild að offramleiðsla búvara og offjárfesting í fiskiskipum væri sá draugur sem sligaði þjóðarbúskap- inn. Peningaumsvif, viðskiptaráð- gjöf og margþætt tölvumennska em greinar nútímans og framtíðar. Upplýsingaöldin er mnnin upp. Hins vegar gleymdist að það getur líka verið offramleiðsla á upplýsingunni og jafnvel vísinda- legri þekkingu. En það gerir ekkert til á meðan enn em laus sæti á skurðgröfum og skipsrúm fyrir við- skiptafræðinga. Það gerir nefnilega ekkert til þótt sá sem stjómar skurðgröfu kunni að mata tölvur með hugbún- aði eða sá sem dregur fisk úr sjó hafi vísindalegt viðskiptavit. En meira máli skiptir samt að sá sem verkar fisk og selur kunni skil á söluhæfri vöm og úldinni. OÓ <r n r i in; • j J ?u:n nRnsvx uva

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.