Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Fimmtudagur 6. júlí 1989 lllllllllllllllllllllHlllll BÓKMENNTIR LJODMÆLI TÓMASAR LJóð Tómasar Guðmundssonar, Almenna bókafélaglð, Rv. 1989. Nýja útgáfan af ljóðum Tómasar Guðmundssonar er mikil bók, um 670 blaðsíður. Það er ljóst að í hana hefur ekki verið sparaður pappírinn. Yfirleitt eru þetta eitt eða tvö erindi á blaðsíðu og víðast ekki prentað nema á þær hálfar. Af þessu leiðir að bókin er töluvert þykkari en þyrfti að vera. Og þá sömuleiðis myndarlegri í hillu en ella. Ljóðasafn Tómasar kom út 1961, en eftir það sendi hann þó frá sér eina ljóðabók. Ég bar það saman hvað texti Ljóðasafnsins væri langur í blaðsíðufjölda hér. Það sem þar komst með hægu móti fyrir á 226 síðum tekur hér yfir 458, eða rétt helmingi meira. Máski vilja menn setja út á þetta. Hinu er þó ekki að neita að Tómas var mikið skáld og á skilið að vera gefinn út myndarlega. Væntanlega hefur það sjónarmið ráðið hér ákvörðun um frágang bókarinnar. Þá er hér prentuð með löng og ýtarleg inngangsritgerð um Tómas eftir Kristján Karlsson skáld og bók- menntafræðing. Sú ritgerð er vissu- lega bæði djúphugsuð og efnismikil, enda skal hér síður en svo úr því dregið að hún hentar að mörgu leyti vel sem inngangur fyrir þá sem æskja að kryfja ljóð Tómasar til skilnings, ekki síst fyrir ókunnuga. Þar eru meðal annars á ferðinni ýmsar góðar athuganir á allri meginstefnu ljóða- gerðar hans, svo og á ýmsum helstu stfleinkennum f ljóðum hans sem full ástæða er til að benda lesendum á. En að því er þó að gæta að bæði er þessi ritgerð orðin allgömul og eins mun hún þegar vera í margra höndum. Meginhluti hennar birtist svo snemma sem með Ljóðasafninu 1961, og var aukheldur endurprent- aður í Ritum Tómasar, heildarút- gáfu á verkum hans sem út kom 1981, og enn í bók Kristjáns, Hús sem hreyfist, sem Almenna bókafé- lagið gaf út fyrir aðeins þremur árum. Niðurlag greinarinnar hér, um sfðustu ljóðabók Tómasar, var svo frumsamið 1981 og bætt við í Ritunum. Þótt hér sé vissulega um hið kjambesta efni að ræða er samt álitamá! hvort Almenna bókafélagið hefði ekki átt að kosta upp á nýjan inngang í tilefni af svo vandaðri útgáfu sem þessari. Líka er þess að gæta að í ritgerð Kristjáns er helstu æviatriða Tómas- ar ekki getið sér á parti. Þetta hefur verið eðlileg aðferð árið 1961 þegar allir þekktu Tómas. Núna er að því að gæta að sfðan hafa vaxið hér úr grasi margir árgangar fólks, sem tæpast er hægt að ætlast til að viti allt jafn nákvæmlega og foreldrar þess, afar og ömmur, hver Tómas Guð- mundsson var. Þannig fann ég til dæmis ekki að hér væri getið svo einfaldra hluta sem fæðingar- og dánarára Tómasar (1901-1983). Ekki er þess heldur getið að hann hafi verið löglærður maður, nema ef telja skyldi í kvæðinu Þegar ég praktíseraði, þar sem hann getur þess, eins og menn vita, „að cand. jur. Tómas Guðmundsson væri hætt- ur að praktisera" .Þá hefur einnig láðst að geta hér um útgáfuár ein- stakra ljóðabóka hans, sem þægilegt hefði verið að hafa við höndina. Annað má setja út á inngang Kristjáns sem líklega verður að telja til ellimarka á honum. Þar er ekki getið um það bókmenntasögulega tímabil sem venja er að kenna við nýrómantík og að því er varðar ljóðagerðina er oft gróflega afmark- að, til dæmis í kennslu, af árabilinu 1900 til 1930. í þeirri síauknu áherslu, sem síðustu áratugi hefur verið lögð á bókmenntalestur í skól- um landsins, má segja að þetta tímabil hafi stöðugt verið að koma betur og betur fram í dagsljósið. Á þeim tíma var hér ráðandi innhverf- ur tilfinningaskáldskapur, gjarnan mótaður af ástarsorg skáldanna og öðru álíka. Vitaskuld vissu menn af þessu áður, en ég er þó á því að sfðustu tvo til þrjá áratugi hafi augu býsna margra opnast meir en fyrr fyrir helstu sérkennum nýrómantíska tímabilsins, samanborið við það sem fór bæði á undan og eftir. í skólum hefur nemendum nú lengi verið kennt að þekkja helstu einkenni nýrómantíkurinnar. Það fer, held ég, ekki á milli mála að í fyrstu bók sinni, Við sundin blá (1925), kemur Tómas fram sem nokkuð hreinrækt- að nýrómantískt skáld. Slíkt var vitaskuld ekki nema eðlilegt og sjálf- sagt á þeim tíma, og mætti víða grfpa niður í bókinni til að finna staðfestingu á þessu, svo sem f þessu tregafulla smáljóði: / harmanna heígilundum hugur minn unir sér. Þar líða í laufínu bleika Ijóðin, sem kvað ég þér. Að æskunnar yndisfegurð var enginn líki þinn. í gáskans léttúð og leiki þú leiddist seinna inn. 1 harmanna helgilundum hugur minn unir sér. Ég krýp þar á hverju kvöldi í kyrrðinni og bið fyrir þér. Það væri að minni hyggju bæði nútímalegra og betur fallið til að- stoðar fyrir yngra fólk, sem vill skilja ljóð Tómasar, að geta þess með dæmum hvernig hann er bersýnilega sprottinn upp úr nýrómantíkinni. Það fer ekki á milli mála að hann hefur mótast af henni, og framan af, að minnsta kosti, leynir sér ekki að þau áhrif marka alla meginstefnu í ljóðum hans. Með næstu bók, Fögru veröld (1933), segir sagan svo að Tómas hafí orðið landsfrægt þjóðskáld á einni nóttu. Og skýringin á því er einföld og reyndar vel rakin í inn- gangi Kristjáns Karlssonar. Tómas kom þar fram með spánný viðhorf til höfuðborgar landsins, Reykjavíkur. í sem fæstum orðum sagt fólust þau viðhorf í því að í Reykjavík væri fallegt og að þar væri fullt eins gaman að búa og í sveitinni. Þar kom sem sagt fram Reykjavíkur- rómantík, hliðstæð sveitarómantík- inni gömlu, og var varla hægt að segja að slíkt hefði þekkst hér í ljóðagerð fyrr. Reyndar er ég á því að hér væri aftur ráð að líta betur til nýrómant- íkurinnar. Mér virðist satt best að segja að alls ekki sé út í hött að túlka þessi Reykjavíkurljóð Tómasar sem einn angann af henni. Þegar menn skoða nýrómantíkina nánar sjá þeir nefnilega fljótt að í rauninni er þar á ferðinni bókmenntastefna sem eðlilegast er að rekja að stærstum hluta til myndunar þéttbýlis í land- inu og þar með tilkomu borgarastétt- ar. Á sinn hátt kann því að vera ails ekki óhugsandi að Reykjavíkurljóð Tómasar eigi að rekja til slíkrar rótar, og svipað verður uppi á ten- ingunum ef þau eru borin saman við þau róttæku byltingarljóð sósíalísku skáldanna sem um svipað leyti voru að koma hér fram. Og má þá meir en vera að á Reykjavíkurljóð Tóm- asar sé rétt að líta í þjóðfélagslegu ljósi og skoða þau sem eins konar borgaralegt og nýrómantískt and- svar við byltingarboðskapnum á hin- um vængnum. Þetta er efni sem óneitanlega hefði verið eðlilegt að fjallað væri um í inngangi að nýrri og nútímalegri útgáfu á ljóðum hans. Annars kom þetta nýja viðhorf Tómasar til Reykjavíkur fram þama í hverju ljóðinu af öðm. Þar á meðal eru mörg sem enn í dag eru hverju mannsbarni kunn, meðal annars af sönglögum sem tónlistarmenn hafa gert við þau og flutt við miklar vinsældir. Þar eru kvæði eins og Hanna litla, Við höfnina, f Vestur- bænum, Húsin í bænum, Við Vatns- mýrina og Austurstræti, svo aðeins nokkur af hinum þekktustu séu nefnd. Þar eru líka gamansöm verk „Heim til þín, ísland,“ Tómas Guðmundsson flytur hátíðarljóð sitt ó Þingvöllum 1974. (Hmamynd: GE.) á borð við Kvæðið um pennann og Fjallgöngu, heimspekiljóð eins og Hótel jörð, að ógleymdu listaverk- inu Boðun Maríu. Þessi ljóðabók var því ein út af fyrir sig mikið afrek, og kannski erfitt að ætlast til þess að skáldið léki það afrek eftir síðar. Sannleikurinn má líka teljast sá að í næstu tveim bókum, Stjömum vorsins (1940) og Fljótinu helga (1950), hafi hann ekki náð sama fluginu og í henni. Þetta eru hvort tveggja vandaðar og vel gerðar bækur, en frumleikinn og gáskinn, sem einkenndu Fögro ver- öld eru þar ekki endurteknir. En svo kom löng þögn. Eftir 1950, þegar Fljótið helga kom út, kom árum saman ekkert ljóðakyns frá Tómasi. Ég minnist þess að á árun- um milli 1960 og 1970 lá það orð almennt á hér í bænum að hann myndi vera nánast hættur að yrkja. Menn gerðu þá flestir hverjir, að ég held, ráð fyrir að þeir yrðu að láta sér nægja það sem hann hafði þegar sent frá sér. Svo var þó ekki. Á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1974 flutti Tómas nýtt og frumort hátíðarljóð, Heim til þín, fsland. Engum, sem á hlýddi, gat dulist að þar var hinn gamli og góði Tómas enn í essinu sínu, þvf að ljóðið var mjög gott. Einhvem tíma á ámnum þar í kring birtist svo á forsíðu Lesbókar Morgunblaðsins langt ljóð eftir hann sem nefndist Minningarljóð um Stubb. Þetta var einlægt kvæði um hund, byggt á æskuminningum hans um tryggð hundsins og einlæga vináttu þeirra, og vakti feiknaathygli. Það fór þann- ig ekki á milli mála, ef þessi tvö ljóð vom tekin með í dæmið, að Tómas var enn að og hafði í engu slegið af. Og þetta var svo enn staðfest þegar hann loks gaf út fimmtu og síðustu ljóðabók sína. Hún dró nafn af Þingvallakvæðinu, Heim til þín, ísland, og kom út 1977. Alla þessa sögu geta menn lesið út úr hinni nýju útgáfu af ljóðum Tómasar. Hún er stór, fallega frá gengin og verður góð prýði á hverju heimili. Vafalaust er útgáfa hennar miðuð að einhverju leyti við gjafa- markaðinn, en út á það er alls ekki setjandi. Það er góður og útbreiddur siður að færa fólki fallegar gjafir við tímamót á borð við fermingu, út- skrift úr skóla eða merkisafmæli. Til slíks hentar þessi bók vel. Hún er falleg jafnt hið ytra sem hið innra. Heildarritsafn Jónasar Hallgrímssonar gefið út á ný: Breytt og endurbætt Rit Jónasar Hallgrímssonar hafa nú verið gefin út á ný, með þeim meginbreytingum að stefna í textafræði er töluvert frábrugðin því sem verið hefur í fyrri útgáfum. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson eru ritstjórar útgáfunnar og vann Þorsteinn G. Indriðason með þeim að henni. Verkin eru gefín út með styrk úr Vísindasjóði og Norræna þýðingarsjóðnum. Ljóðmæli Jónasar hafa löngum verið prentuð með hliðsjón af kvæðasafni sem Brynjólfur Péturs- son og Konráð Gíslason gáfu út tveimur árum eftir andiát skáldsins. Sú gerð kvæðanna er í ýmsu frá- brugðin varðveittum eiginhandarrit- um og frumprentum Jónasar. Nú eru kvæðin hins vegar prentuð eins og Jónas gekk fá þeim, í þeirri röð sem talið er að þau hafi verið ort. Jafnframt hafa á undanfömum áratugum komið í leitimar kvæði, bréf og dagbókarbrot óbirt eða prentuð á víð og dreif í dagblöðum og tímaritum. Töldu því ritstjórar nýju útgáfunnar ástæðu til að safna þessu saman og gefa út í heild, eftir frumgögnum og áreiðanlegustu heimildum. í ritsafninu er að finna nær allt frumsamið efni Jónasar Hallgríms- sonar auk þýðinga hans á verkum annarra höfunda. Meðal annars er þýðing á Stjörnufræði Ursins endur- prentuð hér í fyrsta sinn, íslensk Eldfjallasaga Jónasar og fleira. Sömuleiðis em dagbækur Jónasar, samdar á dönsku, birtar hér í fyrsta skipti í heild á móðurmáli hans. Ritverkin eru prentuð samkvæmt þeim stafsetningarreglum sem í gildi eru í dag, en orðmyndum og sérstök- um málvenjum leyft að standa og þá látið einu gilda hvort þær teljast rétt mál eða rangt. Svo sem hvyrfi í stað Ritverk Jónasar Haligrímssonar hafa veríð gefin út á ný og er þar um töluverða stefnubreytingu í texta- fræði að ræða, frá því sem verið hefur. hyrfi, ollir í stað veldur, við sjáumst- um í stað sjáumst og svo framvegis. Jónas notar undantekningalítið ekki fornöfnin hvor eða hver heldur hvur og stendur það óhaggað í útgáfunni. Ekki er heldur hróflað við tvímynd- um eins og hefir í stað hefur, hönum í stað honum og fleiru. Nokkuð kveður að málfyrningu í kvæðum Jónasar og er í útgáfunni yfirleitt fylgt svipaðri stefnu og hefur verið mótuð við útgáfu Eddukvæða með nútímastafsetningu. Augljósar ritvillur eru leiðréttar athugasemda- laust en þess getið í skýringum ef einhver vafi leikur á. Allar viðbætur ritstjóra, til að mynda orð sem skotið er inn í texta, eru hafðar innan hornklofa. Svart á hvítu gefur ritsafnið út og er það samtals fjórar bækur. Aðrir sem lögðu hönd á plóginn við útgáf- una, auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir, eru Arnþór Garðarsson, Sigurður Steinþórsson, Þorgeir Þorgeirsson, Hannes Pétursson og Veturliði Guðnason. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.