Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 1
iifimiiiftnitni FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1989-161. TBL. 73. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 90, Stjórnarmaður næststærsta lífeyrissjóðsins hótar óbeint samningsslitum við Húsnæð- isstofnun verði innstæðunni í Seðlabankanum ekki úthlutað nú þegar til íbúðakaupa: Heimta H-sjóðinn út til lánbeiðenda Magnús L. Sveinsson stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna segir það forkastanleg vinnubrögð að Hús- næðisstofnun skuli safna sjóði í Seðla-banka á meðan biðtími eftir láni frá stofnuninni er 2 til 3 ár. Magnús telur að þegar í stað verði að endurskoða samninga lífeyrissjóð- anna við Húsnæðisstofnun verði peningunum ekki úthlutað. Hann segir að samið hafi verið um skulda- bréfakaup lífeyrissjóðanna í þeirri trú og vissu að peningarnir færu í Byggingasjóð ríkisins og þaðan beint til húsbyggjenda. • Blaðsíða 5 Á útkíkki við hvalatalningu. Vísindamenn hata ekki séð annað eins á miðunum. Sigldu fram á tíu þúsund stykki í talningaleiðangri: ALLT FULLT AF HVAL Niðurstöður úr hvalatalningaverkefni Hafrannsóknarstofnunar sýna fram á að mun meira er af hval í Atlantshafi en umhverfisverndarsamtök, mörg hver, hafa viljað trúa. Svo virðist sem allt sé fullt af hval í grennd við ísland og töldu fjögur íslensk skip ríflega tíu þúsund hvali. Þessar niðurstöður styðja fyrri talningu sem fór fram 1987 og leiddi í Ijós að gnótt er af hval þó svo öfgahópar umhverfissinna gráti sífellt síðasta hvalinn. Blaðsíða 3 iPSiBi' iminwwa—I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.