Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 17. ágúst 1989 llllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllfllllll^ Knattspyrna: Pétur Ormslev með Fram í bikar- úrslitaleiknum Tekur út leikbannið gegn Þór á sunnudaginn kemur Leikur Þórs og Fram sem vera átti í 1. deildinni í knattspyrnu sunnudaginn 27. ágúst hefur verið færður fram um viku og verður því leikinn á Akureyrarvelli á sunnudaginn kemur kl. 16.00. Sem kunnugt er þá Ieika Framarar til úrslita í Mjólkurbikarkeppninni gegn KR-ingum þann 27. ágúst og því varð að færa leikinn gegn Þór til. Upphaflega stóð til að leikurinn yrði færður aftur um nokkra daga og leikinn þann 30. ágúst, en í gær var 20. ágúst ákveðinn sem leikdagur, þrátt fyrir nálægðina við landleikinn gegn Austurríkismönnum ytra þann 23. n.k. Það er því ljóst að leikbann það sem Pétur Ormslev Framari á yfir höfði sér kemur ekki í veg fyrir að Pétur leiki með liði sínu í sjálfum bikarúrslitaleiknum eins og til stóð. Pétur mun taka bannið út í leiknum gegn Þór. Ástæðan fyrir því að leikur Þórs og Fram var færður fram til 20. ágúst er sú, að ef svo færi að úrslitaleiknum í Mjólkurbikarkeppninni lyki með jafntefli, þá væri ógerningur að koma aukaúrslitaleik fyrir fyrr en 23. september. Stíft leikjaskipulag Fram í 1. deild og Evrópukeppni svo og landsleikir kæmu í veg fyrir það. Svo seint að hausti er slæmt að leika úrslitaleik í bikarnum og einnig væri það slæmt fyrir Laugardalsvöllinn, vegna þess mikla álags sem á vellin- um verður í september. í gær var því ákveðið að ef til aukabikarúrslitaleiks kemur þá fer hann fram 30. ágúst. Þann dag er nú fyrirhugað að leikur KR og FH í 1. deild fari fram, en honum verður frestað ef til aukaleiks kemur. Þá hefur leikur Víkings og KA sem vera átti 27. ágúst verið settur á þann 29. ágúst. í 2. deild leika Einherji og Stjam- an 21. ágúst og Einherji og ÍBV þann 29. ágúst. Bikarúrslitaleikurinn í 2. flokki karla milli Vals og Fylkis verður á föstudaginn kemur á Valbjarnarvelli kl. 19.00. BL Evrópumeistaramótið í sundi: Heimsmetin féllu Tvö heimsmet voru sett á fyrsta degi Evrópumeistaramótsins í sundi í Bonn í fyrradag. Bretinn Adrian Moorhouse bætti heimsmetið í 100 m bringusundi er hann synti á 1:01,49 mín. Fyrra heimsmetið átti Bandaríkja- maðurinn Steve Lundquist, 1:01,65 mín. en það met setti hann í júlí 1984 í Los Angeles. Þá setti ítalinn Giorgio Lamberti heimsmet í 200 m skriðsundi. Lam- berti synti á 1:46,69 sek. Fyrra metið var 1:47,25 mín. en það setti Ástral- inn Duncan Armstrong í úrslita- sundinu á Ólympíuleikunum í Se- oul, en Lamberti var einmitt dæmd- ur úr keppni í því sundi. Á sfðasta Evrópumeistaramóti, sem haldið var í Strasbourg fyrir 2 árum, varð Italinn í 2. sæti. BL Evrópumeistaramótið í sundi: Ragnheiður í 16. sæti en um 1 sek. frá sínu besta Helga bætti tíma sinn í 200 m skriðsundi 1 gær kepptu þær Helga Sigurð- ardóttir og Ragnheiður Runólfs- dóttir á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Bonn í V- Þýskalandi þessa dagana. Helga keppti í 200 m skriðsundi og fékk tímann 2:07,62 mín. Helga bætti fyrri tíma sinn um 1 sekúndu, en engu að síður var tími hennar sá lakasti í undanrásunum. Metta Jacobsen frá Danmörku fékk best- an tíma í undanrásunum, 2:01, 28 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir tók þátt í undanrásum í 200 m bringu- sundi. Hún varð í 6. sæti í sínum riðli á 2:36,23 mín. Þessi tími er um sekúndu frá íslandsmeti Ragn- heiðar sem hún setti á Smáþjóða- leikunum á Kýpur í vor. Ragnheið- ur varð í 16. sæti af 27 keppendum sem luku keppni. Bestum tíma í undanrásunum náði Elena Vol- kova frá Sovétríkjunum 2:30,39 mín. en hún synti í sama riðli og Ragnheiður. ffyrradag, á fyrsta degi Evrópu- meistaramótsins, kepptu 3 íslensk- ir keppendur. Helga Sigurðardóttir varð næst síðust í mark í 100 m skriðsundi, af 29 keppendum. Hún synti á 59,85 sek. og bætti þar með fyrri árangur sinn um 0,15 sek. Magnús Ólafsson var tæpri sek- úndu frá íslandsmeti sínu í 200 m skriðsundi er hann kom í mark á 1:53,75 mín. Hann varð í 24. sæti undanrásanna af 30 keppendum. Amþór Ragnarsson varð í 31. sæti af 32 keppendum í 100 m skriðsundi. Amþór kom í mark á 1:07,91 mín. Þessi tími er 0,75 sek. frá hans eigin íslandsmeti. BL Ragnheiður Runólfsdóttir varð í 16. sæti í undanrásum í 200 m bringusundi í Bonn í gær. Sund: Barnatiminn kom Adrian Moorhouse aftur á toppinn Margt smátt Brussel. Belgíska 1. deildarliðið í knattspyrnu Club Bmgge hefur fest kaup á ungverska landsliðs- manninum Laszlo Disztl frá Hoved Búdapest. Disztl, sem er 27 ára gamall varnarmaður sem leikið hef- ur 28 landsleiki, gerði 2 ára samning við belgíska liðið og verður orðinn löglegur með liðinu fyrir UEFA- leikinn gegn hollenska liðinu Twente Enschede 13. september. Breski sundmaðurinn Adrian Moorhouse segir að barnatími breska útvarpsins hafi hjálpað sér að komast á toppinn á ný, en Moor- house varð að taka sér 6 mánaða hlé frá keppni í sundi vegna meiðsla. Þann tima notaði hann til þess að segja breskum bömum sögur og brandara. Moorhouse setti í fyrradag heims- met í 100 m bringusundi í undanriðli Evrópumeistaramótsins í sundi sem hófst þann dag í Bonn í V-Þýska- landi. í mars s.l. snéri Mborhouse aftur til keppni og Evrópumeistara- mótið er 7. stórmótið sem hann keppir í síðan á Ólympíuleikunum í Seoul, þar sem Moorhouse vann til gullverðlauna í 100 m bringusundi. Stuttu eftir leikana í Seoul, lenti Moorhouse í bílslysi og meiddist illa á þumalfingri. Hann ákvað því að taka sér góða hvíld frá keppni og snúa sér að öðru. Hann fékk tilboð um að sjá um barnatímann í breska útvarpinu, en sá þáttur gengur undir nafninu Cats Whiskers, og sló til. Eftir að hafa sagt bömunum sögur og brandara og skrifað fréttir ætlaðar breskum borgumm undir 12 ára aldri, fékk Moorhouse á ný áhuga fyrir keppni við bestu sundmenn heims. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles og í Seoul var Moorhouse mikið að velta því fyrir sér hvort hann ætti að halda áfram keppni í sundi. „Tilbreytingin frá sundinu hafði mjög góð áhrif á mig. Ég náði að endumýja mig fullkomlega. Eftir Ólympíuleikana í Seoul fannst mér engin pressa vera á mér lengur og það hjálpar mér til þess að synda hraðar. Þessi árangur nú kemur mér mjög á óvart, en ég veit að ég get synt hraðar á meðan ég held áfram að hafa gaman af íþróttinni. Það skiptir öllu máli,“ segir Moorhouse. Moorhouse er sagður vera mjög greindur maður sem kann vel að koma fyrir sig orði, en vill helst fá að vera í friði með sjálfum sér. Helstu áhugamál hans utan sundsins em hraðskreiðir bílar og skíði. Hann viðurkennir að hann noti tímann þegar hann er við æfingar í sundlaug- inni til þess að komast burt frá öllu og hugsa. Moorhouse hefur á undanförnum ámm haft næg tækifæri til þess að velta framtíð sinni í sundi fyrir sér. Fyrir þremur ámm kom hann fyrstur f mark í 100 m bringusundi á heims- meistaramótinu í Madrid, en var dæmdur úr íeik fyrir að hafa snúið ólöglega. Fyrir vikið féll sigurinn í skaut helsta keppinautar hans, Kan- adamannsins Victor Davis. En núna virðist sem erfiðar æfing- ar og lestur á öldum ljósvakans séu rétta blandan fyrir Ádrian Moor- house. „Ég æfi enn mjög mikið, en það er frábært að finna ekki lengur fyrir neinni pressu og ég get synt enn hraðar. Ég geri ráð fyrir að bama- tíminn henti mér mjög vel andlega," segir Moorhouse, sem á næstunni verður kynnir í breskum sjónvarps- þætti. reuter-BL Bonn. Úrslit í v-þýska 1. deild- inni í knattspymu í fyrrakvöld urðu þessi: Núrnberg-Werder Bremen ............1-1 Homburg-Bayer Leverkusen...........2-1 Waldhof Mannheim-Bayer Uerdingen ... 1-1 Borussia Mönchengladbach-St.Pauli .... 4-1 London. í fyrrakvöld fór fram 2. umferð í skosku deildarbikar- keppninni í knattspyrnu. St. Mirren, lið Guðmundar Torfasonar, sigraði Berwick 3-0 á útivelli og skoraði Guðmundur eitt marka liðs síns í leiknum. Önnur úrslit urðu meðal annars sú að Celtic vann 3-0 sigur á Dumbarton á útivelli og Rangers vann Arbroath 4-0 á heimavelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.