Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 Tíminn 7 lllllllllllllllllllllll VETTVANGUR Halldór Kristjánsson: Um daginn og veginn Kaflar úr útvarpserindi Fímm mánuðir eru liðnir síðan farið var að selja áfengan bjór í Áfengisverslun rfldsins. Ætla mætti að vegna versnandi árferðis fjárhagslega dragi nokkuð úr áfengis- kaupum. Meiri hluti manna hugsar ekki eins og sá sem sagði: „Nú er brennivínið orðið svo dýrt að ég get ekki keypt mér skó.“ Víst hefur dregið úr sölu sterkra drykkja og léttari vína. En bjórinn vinnur það upp og miklu meira en það. Mánuðina aprfl, maí og júní þetta ár var áfengissalan talin í hreinum vínanda 45% meiri en sömu mánuði í fyrra. Vanabindandi öldrykkja Þeir sem börðust fyrir bjómum segja að þetta sé ekki að marka. í fyrsta lagi hafi menn dmkkið smyglaðan bjór. Þar er því til að svara að þegar Gallup á íslandi kannaði drykkju- venjur hér á landi í janúar sl. og spurði hvað menn drykkju helst í heimahúsum og samkvæmum fóm litlar sögur af bjómeyslu. Hún var hverfandi lítil. í öðm lagi segja bjórmenn að drykkjan sé orðin siðlegri en áður var og með öðmm og betri hætti. Til það þreifa á þeim málum er lögreglan í Reykjavík spurð hvort minna sé um að hún sé kölluð í heimahús til að afstýra voða og vandræðum. Svo er ekki. Þar hefur ekki orðið neinn marktækur munur. Á þrjá vegu einkum verður áfengi mönnum til ills: Menn drekka sig dauða eða vitlausa. Menn drekka sig heilsulausa. Menn verða háðir áfengi þannig að þeim líður illa séu þeir ekki undir áhrifum þess. Það sem fyrst var nefnt, að drekka sig dauðan eða vitlausan, er fljótlegast og auðveldast þegar brennivín er dmkkið og naumast hægt þegar miðlungsbjór er dmkkinn. Bjórvinir hafa haldið því fram að sterkir drykkir væm líklegri en bjórinn til að valda áfengissýki, *- gera menn alkóhólista. Það er vitleysa. Menn ánetjast drykkju- hneigðinni því fyrr sem oftar er dmkkið og styttra á milli. Þar sem bjórinn er dmkkinn daglega miklu fremur en brennivínið er hann fljótari að gera menn ósjálfstæða. Hér má líka minna á það, að ef krakkar eða unglingar vom famir að sækja í brennivín var gamalt húsráð að láta þá drekka svo að þeir yrðu rækilega fullir. Því fylgdu þær kvalir sem kveiktu óbeit á brennivíni fyrst í stað og þótti þetta oft gefast vel svo að full lækning yrði af. Það fyigir brenni- víninu enn að mönnum hverfur um skeið girnd til þess meðan þeir eru að venjast því og því er bjórinn skæðari að þessu leyti. Um heilsuleysi vegna áfengis- neyslu má margt segja. Bjórinn er ekki bráðdrepandi en banvænn er hann þó. Þegar menn hafa dmkkið hann daglega ámm saman kemur það í ljós. Þar em lifrarskemmdir efstar á blaði, en nefna má hjarta- bilun líka og sitthvað fleira. Óhætt mun að trúa því að bjór- inn hafi nú á fyrstu mánuðum sínum orðið óhollur ýmsum þeim sem verið hafa nokkuð ölkærir en höfðu haldið drykkjuhneigð sinni í skefjum um hríð. Bjórsala er svo mikil að ætla verður að það sé nokkuð fjölmenn- ur hópur sem drekkur bjórinn þétt og með skömmu millibili. Haldist það koma afleiðingamar fram á sínum tíma. Trú og heimspeki Jónasar Hallgrímssonar Út eru komin rit Jónasar Hall- grímssonar, heildarútgáfa af verk- um hans. Þar eru kvæði hans öll með fyllstu skýringum sem til eru, sendibréf hans, ritgerðir og dag- bækur. Þetta er mikill fróðleikur um Jónas og samtíð hans. Svart á hvftu hefur hér skilað miklu verki og góðu sem ber að þakka og meta. Nú mætti flytja langt mál um Jónas Hallgrímsson, skáldskap hans og ævi. Hér verður aðeins vikið að einu atriði sem snertir trúfræði eða heimspeki. Það má væntanlega treysta því að sam- kvæmt því sem kennt var í presta- skólanum á Bessastöðum þegar Jónas var þar áttu framliðnir menn að sofa í sinni gröf þar til þeir yrðu vaktir á efsta degi til að heyra dóm sinn. Jónas Hallgrímsson hafnaði þessari trú þegar hann orti eftir séra Tómas Sæmundsson, aldavin sinn. Þá sagði hann: „Fast ég trúi: Frá oss leið vinur minn til vænna funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar fram á leið. “ Kveðjuorðin, síðasta erindið í þessu erfiljóði, er makleg minning Tómasar, eldhugans ákafa, sem ritaði þjóð sinni hvatningar hel- sjúkur á banasænginni: „Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig að bíða sælli funda, það kemur ekki mál við mig. Flýt þér vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans ogfljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Jónas lét sig engu varða hvað þreyttum anda væri til þægðar. Hann vissi að vellíðan Tómasar var bundin því að starfa. Sú sæla sem hann þráði var að mega vinna, - meira að starfa. Kirkjan hafði að vísu boðað þá trú öldum saman að hinir ágætustu menn svæfu ekki án meðvitundar í gröf sinni, heldur lifðu þeir enn, litu til með mönnum á jörðu og Halldór Kristjánsson. væru reiðubúnir að veita þeim lið á ýmsan hátt. Jónas leit svo á að Tómas ætti heima meðal slíkra án þess að segja nokkuð til um það hvar í fegra heimi hann gengi að verki. En hann rökstuddi trú sína í þessu ljóði með því að minna á að maðurinn skapaður í guðsmynd bæri eilífan neista í sál sinni: „Djúpt í guðs og mannsins mynd, alið sem að ungbam þiggur, eilífur gneisti falinn liggur, ef að hann kæfir ekki synd. Sannlega, veit ég, syndgar hver. Þó eru nokkrir, Kristí krossi og kenning studdir, andans hnossi vaxnir, - og Tómas víst það er. “ Guðsneistinn í sálinni Aðrir eru mér fróðari um trúar- legan boðskap og heimsspeki en segja mætti mér að þessa leið væri að rekja til Jónasar Hallgrímssonar að talað var oft um guðsneista í mannssálinni á fyrri hluta þessarar aldar. Þá var margra trú í samræmi við orð Jónasar að hinn horfni vinur væri liðinn til vænni funda, fús að skunda fram á leið fullkomn- unar. Nú sannar það auðvitað ekki neitt hverju Jónas Hallgrímsson trúði. En fróðleikur er í því að sjá hvernig hann segir í fáum orðum það sem setti mjög svip á trúarlíf þjóðarinnar hundrað árum síðar. Nú á ég ekki við það að Haraldur Níelsson og lærisveinar hans boð- uðu spíritismann og óslitið vitund- arlíf mannssálarinnar og opnar leiðir til að hafa samband við framliðna. Jónas orti ekkert um það. En hann talaði um gneistann sem falinn lægi í hverri barnssál og fullkomnunarleið hins framliðna. Það sem hæst ber í trúboði Haraldar Níelssonar er trúin á manninn og möguleika hans til þroska og fullkomnunar. Aldrei held ég að meiri áhersla hafi verið lögð á þann boðskap kristindóms- ins. Aldrei betur bent á möguleik- ana eða athygli vakin á hæsta takmarki mannsandans. Það mark er svo hátt að yfir það fer enginn og flestum okkar finnst það óra fjarri, en það markar þó stefnu og vísar til vegar. „Sannlega veit ég syndgar hver“, sagði Jónas og unnt er að kæfa neistann en „þó eru nokkrir, Kristí krossi og kenning studdir, andans hnossi vaxnir". Hér hefur fáum orðum verið vikið að einu atriði í skáldskap Jónasar Hallgrímssonar. Þar er af mörgu að taka sem varðar þjóðar- sögu og menningu. Og séu menn þreyttir á óstjórn og skarkala heimsins, séu menn daufir í dálk- inn vegna þess að þeim þykir öfugt ganga um þjóðarhag og stjómmál er enn gott að leita til Jónasar Hallgrímssonar. Hann var ein- mana síðasta skammdegið sem hann lifiði „Því tíminn vill ei tengja sig við mig“ segir hann. En þá sagði hann það sem gott er að muna öllum þeim sem finnst þeir ekki eiga samleið með fjöldanum: „Eitt á égsamt, og annast vil égþig, hugurmín sjálfs íhjarta þoli vörðu“ Kristin kirkja hefur um allar aldir lagt fyrir fólk sitt spuminguna hvað það stoði mann að eignast allan heiminn ef hann bíði tjón á sálu sinni. Frammi fyrir þeirri spumingu stóð Jónas Hallgrímsson eins og aðrir. Hann svaraði henni á þennan veg: „Eitt á ég samt og annast vil ég þig, hugur mín sjálfs." Hér þarf ekki neina frekari út- leggingu. Það sem mestu skiptir er hvernig manni lánast að annast huga sín sjálfs. Það mun ráða úrslitum í bráð og lengd og um alla framtíð. Með hvaða hugarfari mætir maður örlögum sínum. „Óskandi væri, Islendingar fæm að sjá, hvað félagsandinn er ómiss- andi til eflingar velgengni í smáu og stóra.“ Með þessum orðum hefst loka- kaflinn í grein Jónasar Hallgríms- sonar „Fáein orð um hreppana á Islandi," en hana birti Jónas í Fjölni árið 1835. Jónas fylgdi þessari skoð- un sinni enn fastar á eftir síðar í lokakaflanum, þegar hann segir: „Óskandi væri, íslendingar færa að sjá að það er aumt líf og vesælt að sitja sinn í hverju homi og hugsa um ekkert nema sjálfan sig og slfta svo sundur félag sitt og skipta sundur afli sínu í svo marga parta, sem orðið geta í stað þess að halda saman og draga allir einn taum og hugsa fyrst og fremst um heiður og vel- gengni landsins, sem öllum góðum Islendingum ætti að vera í fyrir- rúmi.“ Þessi ummæli Jónasar lýsa honum sem eindregnum félagshyggju- manni, sem lætur sig ekki síður varða kjör annarra en eigin kjör. Hann lætur sér einkum annt um málefni og stöðu hreppanna, en fátt skipti meira máli frá félagslegu sjón- armiði en að starfsemi þeirra væri vel af hendi leyst. Grein Jónasar fjallar um hvemig bæta megi starf- semi þeirra. Hann segir: „Bændur í hverjum hreppi era félagsbræður, sem allir eiga að hjálp- ast til að auka velgengni í sveitinni og koma góðri reglu á, svo lífið verði þeim öllum svo arðsamt og gleðilegt sem auðið er. Þeir era félagsbræður, sem era skyldir að hjálpa hver öðrum, éf einhver þeirra á svo bágt, að hann ætlar að komast á vonarvöl, og sjá þeim farborða, sem era ungir Þórarinn Þórarinsson: Félagshyggjumaðurinn Jónas Hallgrímsson Stórmerk ritgerð hans um hreppana á íslandi og munaðarlausir, eða svo gamlir og veikir, að þeir geta ekki unnið sér brauð og eiga þar sveit að lögum. Þetta getur nú ekki orðið kostnaðar- laust og því eiga allir hreppsbændur sameiginlega sjóð, sem stofnaður er af fátækratíundinni og aukaútsvari bændanna, sem hreppstjóri og prest- ur hjálpast til að jafna niður á þá eftir sanngimi og bestu vitund um eignir þeirra og ástand. En þetta útsvar er oft svo þungt, að eigi bændur að greiða það af hendi með fúsu geði, þá má varla minna vera en þeir sjá hvemig þvf er jafnað niður og til hvers því er varið eða sjá hreppsreikningana, svo að þeir geti gengið úr skugga um, að allt fari fram vel og réttvíslega. Þetta er bæði fyrirhafnarlítið og þar á ofan svo áríðandi að enginn hreppstjóri ætti að skorast undan því. M. Stephen- sen hefur eins og von var á ráðið til þess mikillega í handbók sinni fyrir hvern mann bls. 68-69 og bent til þess um leið, hvemig því yrði hagan- legast fyrir komið. Hann ræður til að þegar lokið sé hreppskilum á haustin og þegar hreppstjóri og prestur era búnir að jafna niður útsvarinu á alla búendur, sem era þess umkomnir, skuli hreppstjóri rita skýran reikning samhljóða hreppsbókinni og senda hann rétta boðleið bæ frá bæ, svo að allir geti séð fjárhag sveitarinnar og að þeim sé enginn óréttur gjör. En þykist einhver hafa orðið fyrir halla, ætti hann að kæra það mál fyrir sýslumanni með allri siðsemi og beiðast hans úrskurðar, og þá ekki fyrr én hreppstjóri hefur séð ákær- una, svo að hann geti gegnt henni og hann gert og sagt ástæðumar fyrir sínum aðgjörðum.“ Augljóst er á því,sem hér er rakið, að Jónas hefitr gert sér ljóst, að bæta þurfti reikningshald hrepps- ins og koma því á þann grandvöll, að allir gjaldendur hefðu greiðan aðgang að því og yrði þannig komið í veg fyrir tortryggni og'jafnhliða tryggt eftirlit með því. En Jónas vill gera frekari breytingar á hreppsfé- laginu og þá róttækasta að hrepp- stjórar séu kosnir af bændum í stað þess að vera valdir af embættismönn- um. Jónas segir: „Enn verður að minna á eitt, sem kemur ekki höfuðefninu við, en þykir þó svo áríðandi, að ekki megi ganga fram hjá því. Það er hrepp- stjórakosning. Það er nú auðvitað að því vinsælli sem hreppstjórinn er og því meira traust sem bændur hafa á dugnaði hans og réttsýni, þess hægara á hann með að koma öllu góðu til leiðar í sveitinni og þess meiri not verða almenningi að stjórn hans og umsýslu. Menn ættu því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hver sveit fái þvílíkan hreppstjóra. Sýslumenn ættu að koma því til leiðar, að hreppstjórar yrðu teknir á vorþingi eftir atkvæða- fjölda og allir bændur ættu þar að kjósa. Þetta er svo fyrirhafnarlítið og allt virðist að mæla svo fram með því að það er vonandi, að yfirvöldin verði því ekki mótdræg. Þegar svona er að farið fá þeir embættið sem flestir myndu kjósa og þeir, sem kosnir era fá um leið ljósasta vitni um traust það og virðingu, sem félagsbræður þeirra hafa á þeim og getur þá ekki hjá því farið að þetta fremur öllu öðra upphvetji þá til dugnaðar og atorku í embætti sínu og hreppstjórinn þjóni því með gleði og endurgjaldi svo í verki hylli sinna félagsbræðra." Jónas víkur þessu næst að atriði, sem sennilega hefur verið veitt lítil eða engin athygli í þann tíma. Hann segir: „Það er sjálfsagt bágt og einhver mesta ógæfan fyrir hreppana að hreppstjóramir fá ekkert að kalla má fyrir alla sína mæðu og fyrirhöfn. Margur dugandi maður verður því að hafa sig undanþeginn, þó það hvorki komi til af leti né hugsunar- leysi á almenningsþörfum. En við þessu verður ekki gjört að sinni, nema ef hrepparnir gætu það sjálfir.“ Sú virðist líka hugmynd Jónasar og yrði það annað hvort gert á þann hátt, að ákveðin upphæð yrði lögð ofan á aukaútsvarið, sem yrði laun hreppstjórans, eða að þessi upphæð yrði ákveðin af viðkomandi presti og tveim bændum, sem komu í stað hreppstjóra, en eins og áður kemur fram er aukaútsvarið ákveðið af presti og hreppstjóra. Jónas leggur það til að lokum, að hreppstjórakosning fari fram á þriggja eða fjögurra ára fresti, svo að hægt væri að losna við hrepp- stjóra, sem reyndist duglítill. I heild ber ritgerð hans um hrepp- ana vott um, að hann hefur kynnt sér mál þeirra vel og verið opinn fyrir breytingum, sem væra til bóta og styrktu þá undirstöðu þjóðfélagsins, sem hreppamir vora á þessum tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.