Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 27. október 1989 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur: KR-ingar eru úr leik Síðari Ieik KR-inga og franska liðsins Orthez í Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik lauk með sigri þeirra frönsku 102-75 ytra í fyrrakvöld. Frakkarnir unnu einni sigur í fyrri leiknum og því eru KR-ingar úr leik í keppninni eftir góða frammi- stöðu. Anatolij Kovtoum skoraði 20 stig í leiknum, Jonathan Bow 16, Axel Nikulásson 15, Matthías Einarsson 11, Páll Kolbeinsson 6 og Birgir Mik- aelsson 4. BL Knattspyrna: Jafntefli í Saarbrucken Síðasta leik íslcndinga í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 21 árs landsliða í fyrrakvöld lauk með 1-1 jafn- tefli, en leikið var gegn V- Þjóðverjum ytra. Baldur Bjarnason skoraði mark Islands í upphafi leiksins, en V-Þjóðverjum tókst að jafna í síðari hálfleik. ísland varð í 2. sæti í riðlin- um með 7 stig, en V-Þjóðverjar fara í úrslitakeppnina þar sem þeir urðu efstir í riðlinum með 10 stig. Finnar hafa 3 stig og Hollendingar 2, en þessar þjóðir eiga að mætast í næsta mánuði í síðasta leik riðilsins. Belgar í úrslit Belgíska landsliðið í knatt- spyrnu tryggði sér i fyrrakvöld rétt til þess að leika í úrslita- keppni HM á Ítalíu á næsta ári, með því að ná 1- 1 jafntefli gegn Luxemborg, S-Kóreubúar hefur einnig tryggt sér farseðil til ítalíu með 2-0 sigri á Saudi Arabíu í Asíuriðli. Úrslit í vináttulandsleikjum í fyrrakvöld urðu sem hér segir: A-Þýskaland-Malta 4-0 Ungverjaland-Grikkland 1-1 BL Guðmundur Bragason átti góðan leik fyrir Grindvíkinga á Akureyri í gærkvöld. Tímamynd: Pjetur. Þórsarar sigruðu Þórsarar unnu sinn annan sigur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á þessu keppnistímabili er þeir lögðu Grindvíkinga í hörkuspennandi leik. Leikurinn sem fram fór nyrðra í gærkvöldi einkenndist af gífurlegri baráttu beggja liða og oft á tíðum sáust hin glæsilegustu tilþrif, jafnt í sókn sem vöm. Þórsararnir byrjuðu betur og komust í 16-9, en Suðurnesjamenn Vetrar- hjólbarðar Hankook há- gæðahjólbarð- ar frá Kóreu á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjól- barðaskiptingar BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. sneru blaðinu við og leiddu leikinn allt þar til 18 sekúndur voru til leiksloka, en þá skoraði Konráð Óskarsson sigurkörfuna. Grindvík- ingar gerðu allt sem þeir gátu til að jafna en misstu knöttinn til heima- manna þegar fimm sekúndur voru eftir. Fögnuður Þórsara var að von- um mikill og hreint með ólíkindum hvað liðinu hefur farið fram nú í vetur. Dan Kennard fór hamförum í Leikfimifatnaður í úrvali. Toppar, kr. 980-1.295, buxur, kr. 1.295- 1.390, leikfimibolir frá kr. 1.410. Stærðir6-14, margir litir. Póstsend- um. Útilíf, sími 82922. leiknum og réðu Grindvíkingar ekk- ert við hann. Konráð Óskarsson átti og stórieik en allt liðið barðist af mikilli heift. Gestirnir léku vel og hefðu verið vel að sigri komnir, en svona er lífið, ekkert nema von- brigði. Guðmundur Bragason lék mjög vel og slíkt hið sama má segja um Steinþór félaga hans Helgason. Dómarar voru þeir Pálmi Sighvats- son og Helgi Bragason og voru þeir áberandi lélegustu menn vallarins án þess að þó að klekkja meira á öðru liðinu. Stigin fyrir Þór skoruðu: Dan Kennard 35, Konráð Óskarsson 29, Guðmundur Björnsson 13, Eiríkur Sigurðsson 9, Jón Örn Guðmunds- son 7, Jóhann Sigurðsson 4. Stigin fyrir Grindvíkinga skoruðu: Guðmundur Bragason 27, Steinþór Helgason 32, Sveinbjörn 7, Jeff Null 10, Hjálmar Hallgrímsson 6, Guð- laugur 5, Marel 5, Ólafur Jóhanns- son 2. 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!! Þar sem enginn tippari náði 12 réttum um síðustu helgi, er 1. vinningur tvö- faldur um helgina. Vinn- ingsupphæöin 454.547 bæt- ist við 1. vinning nú í 43. leikviku. Fjórar raðir komu fram með 11 réttum. Upp- hæðin 194.795 kr skiptis á milli þeirra þannig að hver og einn fær 48.698 kr í sinn hlut. Þrír af þeim fjórum sem náðu 11 réttum voru hópar í haustleiknum. Þeir voru SOS, FÁLKAR og ABBA. Tveir þeirra skila sínum seðlum inná disklingum, en þeir kallast PC-tipparar. Hjá FÁLKUM gerðist nokkuð undarlegt, þeir voru með eina röð með 11 réttum en síðan þar á bak stóðu 6 raðir með 7 réttum. Þetta er mjög óvenjulegt því vanalega standa 4 raðir með 10 réttum á bak við 11 rétta. Þessi hópur notar mjög sérstakt kerfi sem get- ur komið upp með svona nokkuð. Rétt er að minna á auka- seðilinn í næstu viku, en sölukerfið lokar kl. 18.25 þriðjudaginn 31. október. Yfirferð verður síðan seint á miðvikudagskvöld Hópurinn SOS skaust á toppinn í haustleiknum þar sem hópurinn var með 11 rétta um helgina. SOS hefur 73 stig en FÁLKAR og SÍLENOS fylgja í kjölfarið með 71 stig. I 4. sæti er TVB16 með 69 stig. Fjölmiðlunum gekk illa að segja til um úrslit um síðustu helgi. Aldrei þessu vant var það Stjarnan sem náði bestum árangri 6 réttum. Aðrir miðlar voru með 3-5 rétta. Staðan í fjölmiðlaleiknum er nú þessi: Bylgjan 44 stig Alþýðublaðið 44 stig Stöð 2 40 stig DV 40 stig Hljóðbylgjan 38 stig Dagur 38 stig Ríkisútvarpið 38 stig Morgunblaðið 37 stig Stjarnan 34 stig Þjóðviljinn 33 stig Tíminn 27 stig Fylkir var söluhæsta fé- lagið í síðustu viku með 11.259 raðir, en skammt á ; eftir fylgdu KR og Fram ! eins og vanalega. Nýtt nafn á topp 10 listanum er Golf- klúbbur Reykjavíkur. En þá er komið að leikj- um helgarinnar, 43. leik- vika: Arsenal-Derby: x Leikmenn Derby falla ekki í sömu gryfju og Liverpool og leika því sóknarleik á Highbury. Það nægir þeim til jafnteflis í leiknum. Aston Villa-Crystal Pal.: 1 Lið Aston Villa verður að teljast mun sigurstranglegra í þessum leik og önnur úrslit en heimasigur kæmu mjög á óvart. Charlton-Coventry: x Jafnteflisleikir þessara liða á The Valley hafa verið tíðir undanfarin ár og engin breyting verður þar á að þessi sinni. Chclsea-Man. City: 1 Lið Chelsea er öllu öflugra en lið City og því ætti heimasigur að vera nokkuð tryggur. Man. Utd-Southampton: 1 Eftir sigurinn á Liverpool um síðustu helgi hefði mátt gera ráð fyrir að United væri næst á dagskrá hjá Dýrlingunum. Svo fer þó ekki nótt einhverjir búist við öðru. Millwall-Luton: 1 í fyrra þegar þessi lið áttust við á The Den sigraði Mill- wall 3-1. í ár fer sigurliðið einnig með sigur. Norwich-Everton: x Þá er komið að jafntefli hjá þessum liðum sem bæði tvö eru toppbaráttu 1. deildar- innar. Nott. Forest-QPR: 1 Þá er komið að heimasigri hjá Forest gegn Lundúna- liðinu Oueens Park Rangers, sem ekki ríður feitum hesti frá þessari viðureign. Sheff. Wed.-Wimbledon: 2 Hörkuleikur í fallbarátt- unni. Það eru ekki margir sem reikna með heimasigri og ég er sama sinnis. Bradford-Leeds: 1 Lið Bradford, sem eins og er hvílir nálægt botni 2. deildar vinnu góðan heima- sigur á toppliði Leeds. Sigurinn er liðinu nauðsyn- legur til þess að mjaka sér örlítið ofar á töfluna. Middlesbrough-WBA: 1 Boro vinnur sigur á Albion á heimavelli, stuðnings- , manni WBA liðsins á ís- landi til mikillar armæðu. Watford-Sheff. United: 1 Topplið 2. deildar bíður ósigur þegar það sækir lið Watford heim. FJÖLMIÐLAKPÁ 77 77 m \ fT.y f:«5C i j • ' r I1 3 § i 9 '1 | a 1 1 * j LEIKIR 28. OKT. !89 i jj ! cc = a "I ■5 C5 N !g| 1 1 | SAMTALS j , LU 2 >j Q * < Q i! > m .7 b t < X jj X 7 Arsenal - Derby 7 7 !X_ 1 7 1 7 7 '1 1 E 10! LL 7 Aston Villa - C. Palace lj jjj LL 1 7 3 j ' X 7 1 7 7 J2 0 Charlton - Coventty 21 2 1 7 LL X X. |7 [i xj 2 4 7 1 ! Chelsea - Man. City 1J J! 7 7 1 li 1 7 1 7 a 3 Æ 1 1 Man. Uld. Southampton 1 í 1 1 1! 1 1 1 7 X 1 7 19 3 7 7 i Millwall - Luton 7 L 1 7 7 É Lij J 7 7 14 ± 3 ' ' Norwich - Everton Tj X X xi lL ji ± 11 7 X ! 2 1j j i 7 L ■ Nott. For.-Q.P.R. i| 7 1 1 ji 1 1 Lil 7 1 il 10 íí 7 [V ’ Shell.Wed.-Wimhtedon x! 2 2 2 |2 x il t X [X 7 6 Li \§ ' Bradford - Leeds 7j 2 Li, 2 7 l 2 ± 7 2! 2 2] 7 7 Middlesbro-W.B.A. 77 11 7 2 1 1 2 7 1 1; 1 8J 7 7 j| 1 ■ Watford - Sheft. Uld, L LÍ X, 7 7 2 7 [2 ii ± 3 7 x2 1x2 1x2 1x2 1x2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.