Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 16
1 AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði PÓSTFAX TÍMANS 687691 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, mótmælir Dounreay- endurvinnslustöðinni við forsætisráðherra Breta: „Kaus að segja þetta beint við Thatcher“ „Fyrir hönd ríkisstjórnar íslands og íslensku þjóðarinnar mótmæli ég harðlega áformum breskra stjórnvalda um að byggja endurvinnslustöð fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay í Skotlandi. Þar sem lífsafkoma íslensku þjóðarinnar byggist á sjávarfangi og mikil hætta á mengun af völdum kjarnorku fylgir starfrækslu endurvinnslustöðvar, hlýt ég að fara þess á leit að þessi áform verði endurskoðuð.“ Á þennan veg var texti skeytis „Viðbrögð stjórnvalda urðu þau Steingrímur Hermannsson að Jón Sigurðsson starfandi utan- sem forsætisráðherra sendi Margaret Thatcher í gær þegar það spurðist að Bretar muni hefja að starfrækja umrædda endurvinnslustöð fyrir kjarnorkuúrgang. ríkisráðherra kallaði sendiherra Breta á sinn fund og mótmælti þessum áformum við hann. Ég kaus að senda breska forsætisráð- herranum þetta skeyti beint,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra í gær. Forsætisráðherra kvaðst í gær- kvöld ekki hafa neina hugmynd um hugsanleg viðbrögð breskra stjórnvalda við mótmælum gegn endurvinnslustöðinni né hvort þeir myndu yfirhöfuð taka þau til greina og sagði síðan: „Á þessari stundu veit ég ekki hver viðbrögð Breta verða við mótmælum okkar en ef dæma má af fyrri viðbrögðum þá má heldur búast við að þeir skelli hurðum. Því miður hafa Bretar sýnt sig vera skammt hugsandi í mengunar- málurn og hafa borið við að meng- unarvarnir séu gífurlega kostnað- arsamar. Maður er nokkuð undr- andi á því að þar sem sjórinn í kring um þá, Norðursjórinn, er dauður, þá skuli menn ekki átta sig á hvað er að gerast almennt í þessum umhverfismálum. Það er staðreynd að ef eitthvað kæmi þarna fyrir er hættan mest fyrir Norðmenn vegna þess hvernig hafstraumar liggja, enda hafa þeir eftir því sem ég best veit mótmælt áformum Breta um Dounreay. Norðurlöndin hafa staðið mjög saman um að mótmæla yfirleitt mengun frá Bretlandi og beitt þeim pólitíska þrýstingi sem þau hafa getað. Ég vil ekki segja að ekkert hafi unnist. Nokkuð hefur unnist en þó allt of lítið. Ég geri ráð fyrir því að í þessum máli rnuni Norður- löndin standa saman. Danir hafa að vísu nokkra sérstöðu þar sem þeir eru innan Evrópubandalagsins og þetta tiltekna mál tengist Evr- ópubandalaginu og innan þess er talað um að annað hvort verði endurvinnslustöðin þarna í Doun- reay eða í Frakklandi. Ég geri þó ráð fyrir því að leitað verði sam- stöðu allra Norðurlandanna og á næsta fundi forsætisráðherra land- anna hljóti þetta mál að koma upp.“ -*á Stærsti vinningurinn í Lukkutríóinu er þetta 15 milljóna króna einbýlishús í Grafarvoginum. 15 milljóna hús í vinning Á nýjum Sprengimiða björgun- arsveitanna er stærsti vinningurinn 200 fermetra einbýlishús við Fannafold 209 í Reykjavík. Verð- mæti hússins er 15 milljónir króna. Er það stærsti vinningur sem um getur á einn miða í happdrætti hér á landi. Að auki er fjöldi annarra vinninga á Sprengimiðanum, þar á meðal tveir jeppar, tveirfólksbílar, tveir vélsleðar, ferðavinningar, heimilistæki og fleira. Vinningshúsið er allt á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Það er byggt sérstaklega til að vera fyrsti vinningur á nýja Sprengimiðanum. Húsið, eins og aðrir vinningar Lukkutríósins er skattfrjálst. Sá eða sú sem hreppir húsið getur flutt beint inn því allt er tilbúið, þar á meðal skápar og heimilistæki. Slysavarnafélag íslands, Flug- björgunarsveitirnar og Hjálpar- sveitir skáta standa að Lukkutríó- inu. Á þeim nærri tveimur árum sem liðin eru frá því að Lukkutríó var sett á markaðinn hafa 65 millj- ónir króna verið greiddar út til björgunarsveitanna. Með hjálp þessara tekna hafa björgunarsveit- imar á íslandi getað tekið stór framfaraspor í endurnýjun búnað- ar og þjálfun björgunarsveitar- manna. Örlygur Hálfdánarson, ritari stjórnar Slysavarnafélagsins, sagði á fundi með fréttamönnum að Lukkutríóið hefði átt þátt í því að efla samstarf björgunarsveitanna og nefndi sem dæmi að sveitirnar hafa nú sameiginlega yfirstjórn á björgunaraðgerðum. Örlygurbætti því við að innan þessara þriggja samtaka væru starfandi 126 björg- unarsveitir sem í væru 3600 virkir félagsmenn sem allir eru sjálfboða- liðar. Fannafold 209 verður til sýnis næstu helgar, frá klukkan 10:00 til 18:00 laugardaga og sunnudaga. Einnig verður húsið sýnt virka daga fyrstu vikuna (30. október til 3. nóvember) frá klukkan 17:00 til 22:00. SSH Fjármálaráðuneyti kært til Verðlagsstofnunar: Auglýsingar brjóti lög Verðlagsstofnun hefur nú til með- ferðar kæru vegna auglýsingar fjármálaráðuneytis þar sem segir að tiltekin spariskírteini séu tekju- og eignaskattsfrjáls á sama hátt og sparifé í bönkum. Telur kærandinn að ráðuneytið fari þarna með rangt mál, þar sem það fari eftir fjárhags- stöðu hvers og eins hvort þau eru eignaskattsfrjáls eða ekki. Mun mál- ið snúast um það að eign á spariskír- teinunum, eða sparifé, minnkar möguleika viðkomandi á að nýta skuldir til frádráttar á eignaskatti. Sólveig Guðmundsdóttir hjá Verðlagsstofnun staðfesti í samtali við Tímann í gær að kæra af þessu tagi hefði borist stofnuninni og málið væri nú til meðferðar. „Okkur hefur borist kvörtun sem upphaflega barst umboðsmanni Alþingis sem hann framseldi Verðlagsstofnun þar sem kvörtunin varðar ætlað brot á 27. grein Verðlagslaga. Sú lagagrein kveður á um að óheimilt sé að veita ófullnægjandi eða villandi upplýs- ingar í auglýsingum.“ Sagði Sólveig að umrædd kvörtun beinist að því að í auglýsingum um spariskírteini Ríkissjóðs komi mjög oft fram vill- andi upplýsingar um eignaskatts- frelsi þeirra. Því til áréttingar sé oft vísað í sparifé í innlánsstofnunum eins og þau séu að fullu eignaskatts- frjáls. Kærandinn telji að svo sé ekki, frekar en gildi um spariskír- teini Ríkissjóðs. Verðlagsstofnun skrifaði ráðu- neytinu bréf út af þessu máli og barst svar ráðuneytisins nýlega. Sem fyrr segir er málið í athugun en gert er ráð fyrir að niðurstaðan liggi fyrir fljótlega. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.