Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 27. október 1989 GuðmundurG. Þórarinsson Sigurður Geirdal Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi-vestra Steingrimur Hermannsson Gunnarsson Unnur Stefánsdóttir verður haldið í félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28. og 29. október nk. Dagskrá: - Laugardagur Kl. 14.00 Þingsetning og kosning starfsmanna þingsins. Kl. 14.10 Skýrsla stjórnar KFNV og blaðstjórnar Einherja. Umræður um skýrslur og afgreiðslu reikninga. Kl. 14.45 Ávörp gesta. a) Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í SUF. b) Unnur Stefánsdóttir, form. LFK. Kl. 15.00 Sérmál þingsins. Framtíðarmöguleikar í uppbyggingu iðnaðar á Norðurlandi vestra meðtilkomu Blönduvirkj- unar. FramsögumaðurGuðmundurG. Þórarinsson, alþ.m. Kl. 15.30 Frjálsar umræður. Kl. 16.30 Kaffihlé. Kl. 16.45 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra. Kl. 17.45 Frjálsar umræður. Kl. 19.00 Kosning nefnda. Kl. 20.00 Kvöldverður á Hótel Blönduósi. Sunnudagur Kl. 10.00 Nefndastörf. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Nefndir skila áliti. Umræður og afgreiðsla. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 15.45 Kosningar. Kl. 16.15 Önnur mál. Kl. 17.00 Þingslit. Stjórn KFNV. Steingrímur Steinunn Alexander StefánJ. 30. kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Hótel Borgarnesi dagana 3. og 4. nóvember nk. Dagskrá: Föstudagur 3. nóvember Kl. 17.00 Þingsetning: Kosning starfsmanna og nefnda; skýrslur og reikningar. Umræður og afgreiðsla. Kl. 18.00 Sveitarstjómarkosningar 1990. - framsögur (Steinunn Sigurðardóttir, Akranesi og Stefán Jóh. Sigurðsson, Ólafsvík), umræður. Kl. 19.30 Þinghlé. Kl. 20.30 Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi i Hótel Borgarnesi. Laugardagur 4. nóvember Kl. 9.30 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra. Kl. 10.40 Ávörp gesta. Kl. 11.00 Málefni kjördæmisins. Alexander Stefánsson, alþingis- maður. Kl. 11.30 Almennar umræður. Kl. 12.30 Hádegisverður. Kl. 13.30 Framhald umræðna. Afgreiðsla mála, kosningar, önnurmál. Kl. 16.00 Þingslit. Stjórn K.S.F.V. Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Borgarnesi föstudagskvöldið 3. nóvember. Dagskrá hefst kl. 20.30. Kvöldverður, skemmtiatriði og dans. Miðapantanir og nánari upplýsingar í símum: Bjarni, s. 70068, Ingimundur, s. 71777, Þorvaldur, s. 38951 og Sædís, s. 71509. DAGBÓK llllllllilllli Frítt helgarnámskeið í yoga og hugleiðsiu Þessa helgi mun Sri Chinmoy setriö gangast fyrir námskeiöi í yoga og hug- lciðslu í Árnagarði. FArið verður í margs konar slökunar- og einbeitingaræfingar jafnframt því sem hugleiðsla er kynnt sem aðferð til meiri og betri árangurs í starfi. Þá verða haldnir tónleikar. Þá verður fjallað um íþróttir og hverju hlutverki þær gegna í andlegri þjálfun og sýnd kvikmynd. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Það er í sex hlutum og byrjar fyrsti hlutinn í kvöld, föstudag, kl. 20:00. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 13970. Neskirkja: Félagsstarf aldraðra verður á morgun, laugardag kl. 15.00. Farið verður í ferð frá kirkjunni í Fclla- og Hólakirkju og hún skoðuð. Kaffi í Gerðubergi, verð kr. 300.-. Munið kirkju- bílinn. Húnvetningafélagið Félagsvist veröur spiluö á laugardag 28. okt. kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Jóklarannsóknafélag íslands: Haustfundur Haustfundur Jöklarannsóknafélags ís- lands verður haldinn að Hótel Lind, Rauðarárstíg, þriðjudaginn 31. október kl. 20:30. Dagskrá: 1. Fornveðurfar. Rannsóknir á veður- fari með samsætumælingum á ískjörnum. - Árný E. Sveinbjörnsdóttir. 2. Kaffí. 3. Yfir jöklana þrjá. Myndband úr jeppaferð þvert yfir landið, frá Egilsstöð- um vestur í Borgarfjörð. Ath. Árshátíð verður haldin í NOrður- Ijósum 4. nóv. kl. 20:00. Húsið opnað kl. 19:00. Miðar verða til sölu á haustfundin- um 31. okt. og á Rakarastofunni Dalbraut 1. Vikuleg ganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 28. október. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Nú fara vetrarvindar að gnauða og við klæðum okkur eftir veðrinu. Við röltum undir kjörorðinu: Samvera, súrefni, hreyfing. Nýlagað molakaffi," segir í tilkynningu frá Frístundahópnum Hana nú. Útivist: Haustblót á Snæfellsnesi 27.-29.okt. Gist á Lýsuhóli. Ný gönguleið um fagurt umhverfi. Sameiginleg máltíð á laugardagskvöldi. Kvöldvaka. Sundlaug á staðnum. Heiðursgestur á haustblótinu verður Kristján M. Baldursson. Farar- stjóri: Sigurður Sigurðsson. Upplýsingar og farmioar á sknfstofunni Grófmni 1. Símar: 14606 og 23732. Dagsferð Útivistar á sunnudag Gengið um hverasvæði í nágrenni Hengils: Innstidalur - Ölkeldan. Brottför kl. 13:00 frá Umferðamiðstöð - bensín- sölu. Einnig er hægt að koma í rútuna við Árbæjarsafn. Júlíana Rún Indriðadóttir Burtfarartónleikar í Tónskóla S.D.K. Laugard. 28. október heldur Júlíana Rún Indriðadóttir burtfarartónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson- ar. Tónleikarnir verða í Norræna húsinu og hefjast kl. 17:00. Júlíana Rún Indriðadóttir hóf píanó- nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar haustið 1979. Vorið 1988 lauk hún píanókennaraprófi frá skólanum og í nóvember sl. lauk hún fyrri áfanga burt- fararprófs er hún lék píanókonsert í A dúr K.488 eftir W. A. Mozart í Bústaðar- kirkju. Á tónleikunum á laugardaginn leikur Júlíana verk eftir Bach, Beethov- en, Berg, Skrjabin og Chopin. Allir eru velkomnir á tónleikana. Kvóldvökufélagið UÓÐ0GSAGA Kvöldvökufélagið Ljóð og saga heldur fyrstu kvöldvöku vetrarins laugardaginn 28. október í Skeifunni 17. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Stjórnin Oliver! Síðasta sýningarhelgi! Allra síðustu sýningar á söngleiknum Oliver! eru nú um helgina. Sýnt er öll kvöld kl. 20:00 og síðdegissýningar á laugardag og sunnudag kl. 15:00. Á sunnudagskvöld er 36. og síðasta sýningin, en uppselt er á þessar sýningar eins og verið hefur allan tímann. Sýningarhlé verður á stóra sviðinu þar til 10. nóv. að frumsýndur verður gaman- leikurinn Lítið fjölskyldufyrirtæki eftir Alan Ayckbourn. Alþýðuleikhúsið: „Isaðar gellur“ - síðustu sýningar Alþýðuleikhúsið sýnir í Iðnó nú um helgina leikritið „fsaðar gellur" eftir breska höfundinn Frederick Harrison. Þetta eru síðustu sýningar. f verkinu segir frá dvöl þriggja stúlkna frá Hull á Englandi i sjávarþorpi á Vestfjörðum. Verið var frumsýnt í Hull í apríl sl. og hefur sýningin farið víða um England og notið mikilla vinsælda. Leikarar í „ísaðar gellur" eru Ása Hlín Svavarsdóttir, Halldór Björnsson, Ingrid Jónsdót'.ir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Leikmynd og búninga gerir Gerla, lýsingu annast Sveinn Benediktsson og leikstjóri er Hávar Sigurjónsson. Sýningar verða á föstudag kl. 14:30 og miðnætursýning á laugardag kl. 23:30. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýningin “Málmverk og aðföng" í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laug- arnestanga 70, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14:00-17:00 og öll þriðju- dagskvöld kl. 20:00-22:00. t Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar Kristínar Loftsdóttur Sigurður Gunnarsson Bjargi Vík, Mýrdai. Steingrímur RagnarSnorri Hermannsson Magnússon Aðalfundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna verður haldinn mánu- daginn 30. október kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lögð fram tilla um hvernig staðið verður að vali á framboðslista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Gestur fundarins verður Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra. Fundarstjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Framsóknarfélögin Sýning um ALNÆMI Myndlista- og handíðaskóli fslands og Landlæknisembættið stendur fyrir sýn- ingu á niðurstöðum samstarfsverkefnis um ALNÆMI í anddyri Borgarspítalans. Sýnd verða málverk og skúlptúrar sem 15 nemendur hafa unnið að undanfarnar vikur. Þetta samstarf Myndlista- og handíða- skóla fslands og Landlæknisembættisins er liður í sérstakri dagskrá vegna 50 ára afmælis skólans, en hann var stofnaður haustið 1939. Sýningin verður opnuð laugardaginn 21. október kl. 14:00 og stendur til sunnudags 29. október. Sýningin eröllum opin. Valgerður Bergsdóttir sýnir í NÝHOFN Valgerður Bergsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 28. októberkl. 14:00-16:00. Valgerður er fædd í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1966- ’69og 1971-73. EinnigviðStatenskunst- industri- og haandværkerskole í Oslo 1969-71. Á sýningunni í Nýhöfn eru stórar blýteikningar á pappír, flestar unnar á þessu ári og að hluta til í Listamiðstöðinni Sveaborg við Helsinki, þar sem Valgerður dvaldi í sumar. Valgerður hefur haldið nokkrar einka- sýningar, síðast í Gallerí Svart á hvítu í Reykjavík 1988 og þar áður í Stúdíói Listasafnsins í Abo í Finnlandi 1983, þar sem hún var valin teiknari mánaðarins. Valgerður var fulltrúi fslands á Norræna teiknitriennalnum í Svíþjóð í ágúst sl. Hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Valgerður fékk 6 mánaða starfslaun frá íslenska ríkinu á þessu ári. Sýningin, sem ersölusýning, er opin kl. 14:00-18:00 um helgar og kl. 10:00-18:00 virka daga. Henni lýkur 15. nóvember. Sýning í Gallerí List Jónína Magnúsdóttir, Ninný, opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí List, Skipholti 50B, laugardaginn 28. október kl. 15:00. Jónína Magnúsdóttir er fædd 1955 í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1978. Hún hefur einnig stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og á árunum 1983-’87 stund- aði hún nám hjá dönsku listakonunni Elly Hoffmann. Þetta er önnur einkasýning Jónínu, en hún hefur áður sýnt í Danmörku. Auk þess tók hún þátt í IBM sýningunni „Myndlistamenn framtíðarinnar” á Kjar- valsstöðum 1987. Myndirnar á sýningunni eru unnar á flísar með postulínslitum, olíu á striga og krít á pappír. Sýningin verður opin daglega kl. 10:30- 18:00, laugardaga ogsunnudaga kl. 14:00- 18:00. Sýningunni lýkur 5. nóvember. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir í Ásmundarsal Aðalheiður Valgeirsdóttir opnar sýn- ingu á grafík- og þurrkrítarmyndum stn- um í Ásmundarsal, Freyjugötu 41 í Reykjavík, laugardaginn 28. október. Á sýningunni eru 36 verk, 15 þurrkrít- armyndir og 21 dúkrista. verkin eru öll unnin á þessu ári. Aðalheiður er fædd 1958, laugk stú- dentsprófi frá MH1978 og prófi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, grafíkdeild 1982. Þetta er fyrsta einkasýning Aðal- heiðar, en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin stendur til 12. nóvember og verður opin kl. 14:00-20:00 alla sýningar- dagana. Sýning Kristins G. Jóhannsson- ar í FÍM-salnum, Garðastræti 6 Kristinn G. Jóhannsson listmálari opn- ar sýningu í FfM-salnum, Garðastræti 6, laugard. 21. október kl. 16:00. Á sýningunni eru 22 ný olíumálverk, sem öll fjalla um landslag og náttúru landsins. Þetta er 17. einkasýning Kristins, en hann sýndi síðast að Kjarvalsstöðum fyrir réttu ár, en nú í haust eru 35 ár liðin síðan hann hélt sína fyrstu sýningu á Akureyri. Þá hefur hann tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis. Sýningunni lýkur sunnudaginn 5. nó- vember. Myndir frá Portúgal Björgvin Pálsson „myndasmiður” mun opna sýningu um helgina hjá GALLERÍ MADEIRA, sem starfrækt er íhúsakynn- um EVRÓPUFERÐA að Klapparstíg 25,3. hæð í Reykjavík. Myndefnið sótti Björgvin til Portúgals sl. sumar. Myndirnar eru ljósmynda- stækkanir unnar með Gumbichromat- tækni. Viðstaddir opnunina verða m.a. fulltrúar potúgalskra ferðamálayfirvalda. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 08:30-18:00. Henni lýkur föstud. 24. nóv- ember. Allar myndirnar eru til sölu. Björgvin Pálsson er 34 ára gamall og starfar hjá sjónvarpinu. Hann hefur feng- ist við ljósmyndun í 22 ár og titlar sig „myndasmið”. Reynsla hans er mjög víðtæk og nær út fyrir hefðbundna Ijós- myndun, en hann hefur starfað hjá Vísi, Dagblaðinu, Frjálsu framtaki, SÁM út- gáfunni og hjá sjónvarpinu. Björgvin hefur haldið margar sýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt í samsýningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.