Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 28. október 1989 Tiiniriri MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélðgin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Á kjarnorkusvæði Því ber aö fagna hversu skjótt ríkisstjórnin hefur brugðist við vegna fréttar um að bresk stjórnvöld hafi veitt starfsleyfi fyrir endurvinnslustöð fyrir úrgang frá kjarnorkuverum í Dounreay á Norður- Skotlandi. Þessi staður er þannig í sveit settur að geislunar- hætta frá endurvinnslustöð þar vofir yfir víðáttu- miklu svæði kringum þennan stað og mengunar- hættan af úrvinnslunni gæti borist með veðrum og hafstraumum til íslands og mengað íslenskt haf- svæði. Þótt fjarlægðin sýnist mikil milli íslands og Skotlands, þá er staðreyndin sú að Skotland er nágrannaland íslendinga og ekki lengra á milli en svo, að íslendinga varðar um hvað er að gerast í kjarnorkumálum á Skotlandi. Þegar athuguð er staða íslands í kjarnorkuheim- inum, þá er það út af fyrir sig staðreynd að í landinu eru hvorki kjarnorkustöðvar né kjarnorku- vopn og engum manni dettur í hug að breyta til í því efni. Hins vegar verður íslenska þjóðin að gera sér grein fyrir því að hún býr eigi að síður á kjarnorkusvæði. Höfin kringum ísland eru á þann hátt kjarnorku- vædd, að kjarnorkuknúnir kafbátar stórveldanna ösla hér um allan sjó eins og herveldunum býður við að horfa. Kafbátar þessir eru auk þess búnir kjarnorkuvopnum, og svo er einnig um flugvélar sem herveldin láta fljúga yfir norðurhöfin þegar þeim þykir henta. Kjarnorkuslys hafa orðið hér á norðurslóðum og eru ekki að verða neitt einsdæmi. Það vantar að vísu ekki sannfæringarkraftinn hjá þeim sem kjarnorkuslysum valda í höfunum, að ekki stafi af þeim mengunarhætta, en skynsemin hlýtur engu að síður að segja íslenskum ráðamönnum að vera því meira á verði fyrir yfirlýsingum kjarnorkuveld- anna sem sannfæringarkrafturinn er meiri. Öll reynsla af kjarnorkuslysum á sjó eða landi segir að þeim fylgir mengunarhætta sem hugsanlega má sortera eftir stigsmun án alls efnismunar. Verði endurvinnslustöð fyrir brennsluefni kjarn- orkustöðva reist í Skotlandi eins og nú er áformað, þá er verið að innsigla enn rækilegar að ísland er á kjarnorkusvæði. íslendingar eiga afkomu sína undir því sem úr sjónum fæst. Því hefur verið treyst að norðurhöf séu hreinar og ómengaðar viststöðvar fiska og annars sjávarfangs, sem íslendingar gera sér einkum að gjaldeyrisvöru, selja m.a. Bretum blautfisk fyrir slikk, þó að þeir séu sjálfir búnir að eyðileggja afkastamestu og fjölbreyttustu fiskislóð- ir í heimi, sem er Norðursjórinn, sjálft heimahaf Bretaveldis og Evrópubandalagsins, sem margir af forystumönnum íslendinga sjá ekki sólina fyrir. Það er a.m.k. víst að íslendingar hafa ærna ástæðu til að ræða mengunarmál við nágranna sína. F J—/VRÓPA er að breytast. Sú Evrópa sem kynslóðimar frá 1945 hafa haft fyrir augum er allt í einu að verða önnur en hún var, og verður ekki séð á þessu augnabliki hvernig landamærum hennar verður skipað í framtíð- inni. Þau pólitísku landamæri, sem henni vom sett að lokinni heimsstyrjöld eru allt í einu á reiki, en við hefur tekið óvissu ástand, þar sem heilu þjóðimar rísa upp og ákvarða að í stað einræðis kommúnistastjórna skuli taka upp skipulag lýðræðis, svo sem í Ungverjalandi og Póllandi, en frá ríkjum, sem minna hefur borið á, eins og Moldavíu, heyrast allt í einu raddir um, að nú skuli tekin upp gömul og hálf gleymd tunga þjóðarinnar, sem hafði verið látin víkja fyrir rússensku. Enn er óvæntra tíðinda að vænta frá Balkanlöndum og Austur-Þýska- landi. Við þessar umbyltingar munu koma upp ný vandamál er varða landamæri, vegna þess að þau pólitísku landamæri, sem þjóðum vom ákveðin í stríðs- lok, gengu víða þvert á þær markalínur, sem áður höfðu gilt, m.a. frá tíma fyrri heimsstyrj- aldar og tíma Versalasamninga. Má segja að þau landamæri hafi verið litlu betri, en á tímabili má þó segja að Austur-Evrópuþjóð- ir hafi verið nokkuð sjálfráða. Gegn Marshallaðstoð Sú pólitíska skipting Vestur- landa, sem varð í stríðslok leiddi af sér mikið meiri hörku í sam- skiptum þjóða Evrópu en eðli- legt gat talist. Pólitískar rökræð- ur á þessu tímabili vom fánýtar og raunar til lítilla bóta miðað við það sem nú er að gerast. Fundnir vom óbótamenn í her- búðum austurs og vesturs og við það sat í áratugi. Þegar Marshall aðstoðin var á döfinni létu Sov- étmenn það boð út ganga til heyrenda sinna í öðmm löndum, að þarna væri ekki um annað að ræða en lúmska heimsvalda- stefnu, sem ætti að koma inn bakdyramegin hjá rústuðum þjóðum í stríðslok, og aðstoð- inni væri m.a. stefnt gegn kommúnismanum. Við íslend- ingar fengum Marshall aðstoð og fengum yfir okkur fyrrgreint orðbragð. Minna fór fyrir því, þegar Sovétmönnum var boðin sú hin sama Marshallaðstoð. Þeir þáðu hana ekki og höfðu þó orðið fyrir einna mestum aflát- um í stríðinu. Hins vegar dró mjög úr andróðri þeirra gegn aðstoðinni eftir þetta boð, þótt endurómurinn frá fyrri afstöðu þeirra bergmálaði enn um sinn hjá fylgjendum og trúbræðrum í Vestur-Evrópu, sem verið var að hjálpa. Betri rauður en dauður Margrakin er svo saga af tveimur bandalögum, Atlants- hafsbandalaginu og Varsjár- bandalaginu, þegar austur og vestur þjóðir stóðu hverjar gegn annarri gráar fyrir járnum bandalaga sinna með tilheyrandi orðbragði. Það voru gósentímar fyrir pólitískar hetjur og tilburði þeirra. Þrátt fyrir mannaskipti í Kreml virtist engra breytinga von úr þeirri átt. Meðfædd tor- tryggni Rússa og tilvísun til óbilandi föðurlandsástar þeirra hélt við lýði þeirri andúð sem gerði þeim einræðisherra þeirra bærilega. Draumurinn um heims- áhrif gaf baráttu kommúnista þrótt á alþjóðavettvangi, þótt lífskjörin heima fyrir væru hörmuleg, enda löngum sögð afleiðing styrjaldarinnar. Krjút- sjoff fór í ferðalög til Vestur- landa og lét fylgja hótun, að betri væri rauður en dauður. Á þessu gekk lengi og menn á Vesturlöndum svöruðu fullum hálsi. En svo kom breytingin. Gorbatsjov komst til valda og breytti bara allri ímynd Sovét- ríkjanna og leppríkja þeirra í Austur-Evrópu. Hann náði fljótlega góðu sambandi við valdamenn á Vesturlöndum, og sú afvopnunarstefna, sem nú er að bera árangur, er mikið hon- um að þakka. Honum er treyst. Austur-Evrópuríkin treysta honum líka, og telja sig ekki eiga von á rússneskum skrið- drekum inn í höfuðborgir sínar, þótt þau leggi niður kommún- istaflokkana. Þetta er í raun ótrúleg breyting. Eins og fyrr sagði veit enginn enn hvað hún kostar. Fólk spyr hvort þessar breytingar séu þá svona auð- veldar eftir allt saman. Ástæða er til að vera minnug þess, að Gorbatsjov á öfluga andstæð- inga innan Sovétríkjanna. Spurningin er hvort þeim tekst að grípa fram fyrir hendurnar á leiðtoganum og þá með hvaða afleiðingum. Sú hugsun verður ekki hugsuð til enda. Skáldatímar Allir eiga leiðréttingu orða sinna. Líka þeir menn á íslandi, sem grétu Stalín látinn og gengu með böggum hildar eftir að Krútsjoff flutti ræðu sína, þar sem hann minntist ógnarstjórnar Stalíns, án þess að breyta miklu sjálfur nema um skamma hríð. Okkar fremsti rithöfundur skrif- aði sinn Skáldatíma og sagðist hafa verið blekktur. Fleiri hefðu þurft að skrifa sinn skáldatíma og gera það eflaust í huganum. Nýlega var gegn maður spurður að því í sjónvarpi hvað hann segði nú, þegar kommúnista- flokkur Ungverjalands væri orð- inn að jafnaðarmannaflokki sem styddi lýðræði í landinu, en hann hafði ekki verið beint hlið- hollur mönnum á borð við Imre Nagy í Ungverjalands- upp- reisninni 1956. Hann svaraði aldrei spurningunni. Það er ekki hægt að ætlast til þess. Þær breytingar sem nú eru að verða í Austur-Evrópu verða hvorki meiri eða minni, þótt nokkrir fyrrverandi átrúendur boðskap- ar um, að betra sé að vera rauður en dauður, verði knúðir til svara fyrir fyrra skoðanarugl. Aðeins verður að vona að þeir skrifi skáldatímann í hjarta sínu og geymi hann þar. Rauðir refir bíða Nú er eins og valdamenn í Austur-Þýskalandi bíði átekta með að gefa eftir og láta undan óskum almennings. Þeir eru orðnir heldur illa staddir, því landfræðilega séð eru komin upp lýðræðislönd á milli þeirra og Sovétríkjanna, hins hugmynda- fræðilega föðurlands. Mótmælin í Austur-Þýskalandi eru þó ekki brotin niður með skriðdrekum eins og 1953, heldur er skipt um forystumann þjóðarinnar og flokksins og hefur þvi verið haldið fram, að nýi maðurinn sé þannig í sniðum, að hann leysi ekkert fólk undan áþján einræð- is. En Austur-Þýskaland er svo sem ekkert einsdæmi. Rúmenía er um þessar mundir talið gleggsta dæmið um óstjóm í leppríkjum kommúnista, en þar virðist allt vera á fallanda fæti og helsta ráð stjórnenda að leggja niður fjölda þorpa í sveitum og flytja fólkið í fjölbýlishús í borgum. Minna þær tillögur ekki svo lítið á hjarðstefnuna frá Stalínstímanum, þegar heilu þjóðabrotin vom rekin á nýja staði og skipað að taka sér bólfestu að nýju. Þá er vert að geta þess, að þeir sem vom að byrja að ganga af trúnni hér á landi, hörmuðu opinberlega ör- lög „vorsins í Prag“ á sínum tíma. Þaðan hefur ekkert heyrst af endurbótum stjórnarfarsins og verður sjálfsagt að bíða um sinn. Það er eftirtektarvert, að for- ystumenn þeirra ríkja sem eng- um breytingum hafa enn tekið austanvert við gamla járntjaldið leyfa fólki að sýna andúð sína um stund, eins og í Austur- Þýskalandi. Myndi Gorbatsjev missa völdin eða hverfa af svið- inu innan tíðar vegna átaka innan Kremlar, teldu þessir for- ystumenn hafa svarað kostnaði að bíða með endurbætur. Þá væri hægt að slá slagbröndum fyrir allar gáttir til vesturs að nýju. Mjúkur kviður ________á Balkan___________ Balkanskagi hefur alltaf verið hið órólega svæði Evrópu. Á tímum keisaraveldis Frans Jós- efs í Austurríki var mörgum þjóðum og þjóðabrotum steypt saman í eitt, og eftir heimsstyrj- öldina fyrri vom búin til heil ríki úr því heillegasta sem þá stóð uppi, en á þau vom hengd þjóðabrot, sem eru reiðubúin til að hefja sjálfstæðisbaráttu að nýju um leið og tökin linast. Þetta er t.d. ljóst í Júgóslavíu. Óróleikinn á Balkan er engin ný bóla. Churchill kallaði Balkan- löndin „the soft underbelly of Europa“ um það bil sem hann var að ýta Bretum út í Gallipoli- ferðina í fyrra stríði. Balkan- löndin em enn mjúkur kviður Evrópu þótt harðir stjórnarkost- ir hafi haldið þeim niðri um sinn. Fari nú svo að þessi lönd losni öll undan kommúnisma á næstu árum og landamærin til austurs miðist við mörk Ukraníu kemur upp suðupottur á Balkan, þar sem átökin um landamæri og stöðu einstakra þjóðabrota verða varla kennd við mjúkan kvið, nema þá sem hastarlegar iðrakveisur. Siðferðisbjargið sorfið Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur gert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.